Tíminn - 04.01.1996, Page 10
10
Fimmtudagur 4. janúar 1996
Framsóknarflokkurínn
Heimsóknir þingmanna
Framsóknarflokksins í
Reykjanesi
Dagana 8.-16. janúar 1996 munu þingmennirnir Siv Fribleifsdóttir og Hjálmar
Arnason heimsaekja félög og stofnanir í Reykjaneskjördæmi. Nánari upplýsingar
verba veittar hjá formönnum félaganna á hverjum staö. Vinsamlegast hafiö sam-
band viö þá ef óskaö er eftir upplýsingum.
Stjórn KfR
Vinningar í Jóla-
kortahappdrætti
H.H.Í. jólin 1995
Tælandsferðin kom á miba
nr. 42452B
20 gjafabréf 40 bækur, 40 geisladiskar
á veitingahús, Vaka-Helgafell, frá Japis
kr. 6000 hvert kr. 3000 hver kr. 2000 hver
2556 627 17993 1050 15591
4720 2126 18692 1816 17633
4846 2430 18827 2082 17901
8153 2916 19580 2497 19787
8212 2933 20526 3477 21511
10234 3552 25089 5227 22082
13761 4048 25196 5687 22582
18840 4507 25313 8023 24991
18872 5976 25620 8565 25836
19210 7765 27950 9702 26645
19666 8240 28263 9748 27056
24253 9687 31381 10127 27864
24839 9745 33174 10674 33508
26460 11035 33380 11754 34808
27284 12225 33848 12254 35016
28656 13166 34279 12744 35866
29080 14208 35202 12847 36121
33122 16626 36514 13132 36773
36310 16963 36758 13849 36934
39980 37710 37855 14651 39311
Absendar greinar
scm birtast ciga í blaöinu þurfa aö vcra tölvusettar og
vistaöar á diskling scm texti, hvort sem cr í DOS cöa
Macintosh umhvcrfi. Vélrit-
aöar eöa skrifaöar greinar
geta þurft aö bíöa birtingar
vegna anna viö innslátt.
wm
Innilegar þakkir sendum viö öllum er sýndu okkur
samúö og hlýhug viö andlát og útför
Gubmundar Jónssonar
frá Gunnlaugsstööum
Guö blessi ykkur öll.
Kristrún Inga Valdimarsdóttir
Þóröur Einarsson
|ón Þ. Guömundsson Jórunn H. Jónsdóttir
Valdimar Guðmundsson Elsa Þorgrímsdóttir
Siguröur Guömundsson Sólrún Káradóttir
Jófríbur Guömundsdóttir Ingigeröur Guömundsdóttir
og barnabörn
(------------------------------------------------------^
Í
Olína Margrét Magnúsdóttir
kennari
Kinnarstööum
sem lést 30. desember síöastliöinn, verður kvödd frá Reykhólakirkju laug-
ardaginn 6. janúar kl. 14.00. Jarðsett verður í Staöarkirkjugaröi. Þeim,
sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Dvalarheimiíið Barmahlíö,
Reykhólum. Sætaferö veröur frá Umferðarmiðstööinni kl. 8.00 sama dag.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
Steinunn Erla Magnúsdóttir
v_________________________Z____________________________/
Guðrún Gubmundsdóttir
Fædd 13. nóvember 1946
Dáin 22. desember 1995
Hún kom ekki á óvart, andláts-
fregn Guörúnar Guðmunds-
dóttur. Þó reynist erfitt að gera
sér grein fyrir því aö hún er ekki
lengur meðal okkar. Árum sam-
an vissum við sem til þekktum
að hún barðist hetjulegri bar-
áttu við hættulegan sjúkdóm,
en trúbum lengst af ab hún
mundi hafa betur meö hjálp nú-
tíma vísinda, sínum jákvæðu
viðhorfum og fádæma vilja-
styrk. En baráttunni lauk með
jafntefli. Aldrei laut hún í lægra
haldi og hélt sínu mikla andlega
þreki og styrk þar til yfir lauk.
Guðrún lést á sjúkrahúsinu á
Hólmavík föstudaginn 22. des-
ember s.l. Hún hvarf yfir mób-
una miklu á fyrsta degi hækk-
andi sólar, þegar hátíð ljóss og
friðar gengur hér í garö. Hvab
hinum megin bíöur er hulið
okkar ófullkomnu sýn, en ég
held þó að okkur sem á eftir
komum sé ávinningur að slík-
um fulltrúa.
Guðrúnu man ég fyrst fyrir
um þrjátíu og fimm árum, fal-
lega, alvörugefna unglings-
stúlku í heimsókn hjá vanda-
mönnum á Hólmavík, en for-
eldrar hennar voru þá flutt suð-
ur fyrir nokkrum árum.
Ung kynntist hún eftirlifandi
eiginmanni sínum, Gubmundi
Ragnari Jóhannssyni frá Hólma-
vík. Þau stofnuðu heimili í
Kópavogi og þar fæddust þrjár
elstu dæturnar, Ragnheiður,
Ingimunda og Jóhanna. En eitt-
hvað var það sem togaði í norð-
ur til átthaganna og fyrir tæp-
um 18 árum brugðu þau á það
ráð að flytja norður til Hólma-
t MINNING
víkur. Þar fæddist þeim yngsta
dóttirin María Mjöll.
Að Austurtúni 2 byggðu þau
sér glæsilegt íbúðarhús með fal-
legri og vel hirtri lób. Þar ber allt
dugnaði og smekkvísi húsráð-
endanna vitni. Þarna ræktuðu
þau garðinn sinn í þess orbs
fyllstu merkingu. Allt í röð og
reglu. Heimilið og velferð barn-
anna í fyrirrúmi. Og svo komu
barnabörnin. Þau eru nú orðin
5 og fyrir þau er líka nóg rými í
húsi og í hjarta. Á Hólmavík
hefur Guðmundur jöfnum
höndum stundað sjóinn og ibn
sína, en hann er múrari að
mennt, en Guðrún var mörg
síðustu árin gjaldkeri við útibú
Búnaöarbankans, ásamt um-
sýslu heimilisins.
Kynni mín af Guðrúnu hófust
þegar við fyrir mörgum árum
lentum saman í sóknarnefnd
Hólmavíkursóknar. Um það
leyti vantaði meðhjálpara í
Hólmavíkurkirkju. Ég man að
við meðnefndarmenn Guðrún-
ar lögðum fast að henni að taka
starfið að sér og hún lét að lok-
um til leiðast. Mér er líka minn-
isstætt hvað starfið var vel af
hendi leyst og framgangan
virðuleg og örugg. Heppnari
hefðum við ekki getað verið í
vali á meðhjálpara. Þannig var
öllu skilað sem hún tók sér fyrir
hendur.
Seinna unnum við saman á
vettvangi sveitarstjórnarmála í
byggingarnefnd og hrepps-
nefnd Hólmavíkurhrepps. Þar
komu eöliskostir hennar ekki
síður í ljós. Reynt að vinna öll
verk vel. Ekki flanað að neinu.
Öll mál athuguð af nákvæmni
og velvild. Stutt í græskulausa
kímni. Með þannijg fólki er
gaman að vinna. I minning-
unni verður þakklæti efst í
huga.
Og nú er hún horfin á besta
aldri, þessi glæsilega kona. í
okkar litla samfélagi er stórt
skarð fyrir skildi. Sárastur er þó
missirinn hjá ástvinunum, eig-
inmanninum, dætrunum,
tengdasonunum og barnabörn-
unum. Guð gefi þeim styrk og
þor.
Mín huggunarorð eru létt-
væg. En minningin lifir. Geym-
ið hana og minnist þess að eng-
inn getur misst mikið nema sá
sem hefur átt mikið. Og minn-
inguna um Guðrúnu Guð-
mundsdóttur er gott ab geyma.
Ég og fjölskylda mín vottum
ykkur öllum innilega samúð.
Brynjólfiir Sœmunclssoti
NÝJAR
BÆKUR
Eigulegur minja-
gripur
Iceland Review hefur sent frá
sér nýja bók. Hún er gefin út á
ensku og heitir Iceland's Treasur-
ed Gifts of Nature.
Hér er fyrst og fremst um lítinn
en eigulegan minjagrip að ræða
þar sem nokkrar helstu náttúru-
perlur landsins skarta sínu feg-
ursta.
í bókina voru valdir tuttugu og
fimm staðir, sem sýna sérstætt
landslag og fjölbreytni íslenskrar
náttúru, og þeim gerð skil í máli
og myndum.
Páll Stefánsson ljósmyndari tók
allar myndirnar og þeim fylgir
stuttur texti með ýmsum fróð-
leiksmolum og lýsingu á hverjum
stað, sem Páll Asgeir Ásgeirsson
skrifaði.
Bókin er prentuð í Prentsmiðj-
unni Odda hf. Hún er 57 blaðsíð-
ur og kostar 980 krónur.
Frumsamin ljób
og þýdd
Út eru komnar bækurnar Mis-
væg orð og Af erlendum tungum
II eftir Braga Sigurjónsson. Bragi
lést 29. október á þessu ári, en
hefði annars orðið 85 ára 9. nóv-
ember sl.
Misvæg orð er tíunda ljóbabók
Braga. Fyrsta ljóðabók hans, Hver
er kominn úti?, kom út árið
1947. í Misvægum orbum íhugar
höfundurinn hvort tíminn sé
skynvilla, það sé eilífðin sem sé
staðreyndin, óskiljanleg fávísum
en engu ab síður hugsanleg og
veki bæði ótta og þrá hjá mann-
inum. Hann yrkir um glímu
mannsins við mistök sín og
spurninguna um tilvist æðri
máttarvalda. Þá yrkir hann um
fegurð náttúrunnar. Að bókarlok-
um kvebur hann upp úr með að
hann dreymi ekki um annaö
sumar, sé engin von til þess að
mæta aftur því sem honum hafi
veist fegurst og dýrmætast í líf-
inu. Flest Ijóöin í bókinni eru
háttbundin og stuðluð.
Af erlendum tungum II er ann-
að bindi ljóðaþýðinga eftir Braga
Sigurjónsson. Fyrsta bindið kom
út árið 1990. Eins og í þeirri bók
eru allar þýðingarnar úr ensku og
Norðurlandamálum. Hér eru
þýdd ljóð úr ensku eftir John
Milton, Sir Walter Scott, A.C.
Swinburne, Laurence Binyon,
John Masefield og Joseph Camp-
bell, úr norsku eftir Rolf Jacob-
sen, Olav H. Hauge, Ivar Org-
land, Gunvor Hofmo, Harald
Sverdrup og Stein Mehren, úr
dönsku eftir Harald Bergstedt og
Tove Ditlevsen og úr sænsku eftir
Bo Carpelan. I.jóðin eru bæði í
bundnu og óbundnu formi.
Bækurnar eru prentaðar hjá Ás-
prenti á Akureyri, sem einnig sér
um dreifingu.
Ný hljóðbók:
Undir fjalaketti
Út er komin hjá Hljóðbóka-
klúbbnum ný skáldsaga eftir
Gunnar Gunnarsson, sem ber
heitiö Undir fjalaketti. Umgjörð
sögunnar er litla leikhúsið við
Tjörnina þar sem menn eru jafn-
an á tímamótum, en leikarinn
Guðlaugur Bergmann Lárusson
I — þjóðkunnur fyrir sinn smit-
andi hlátur — á sér trúlega þján-
ingarbræður og -systur á flestum
sviðum þjóðfélagsins. Stíll sög-
unnar er hrabur og atburðarásin
spennandi, enda minnir þar
margt á sakamálasögur. Hér er þó
um dýpri lýsingu að ræða og les-
andinn kynnist persónu og hlut-
skipti leikarans, þar sem vanga-
veltur aðalpersónunnar skiptast á
við lifandi og gamansama frásögn
af lífinu í leikhúsinu. Þegar til tíð-
inda dregur, koma þau lesandan-
um á óvart.
Undir fjalaketti er á 5 snældum,
um sjö og hálf klukkustund í
flutningi, og það er höfundurinn,
Gunnar Gunnarsson, sem les.
Undir fjalaketti er jafnframt
gefin út á prenti, en útgefandi
hljóbbókarinnar er Hljóðbóka-
klúbburinn. Um hljóöritun og
fjölföldun sá Hljóbbókagerð
Blindrafélagsins.
Hljóðbókin verður fyrst um
sinn aðeins seld félögum í Hljóð-
bókaklúbbnum og kostar 1.995
krónur.
Heimspeki á
alþýblegu máli
Afarkostir eftir Atla Harðarson
er nú komin út hjá Háskólaútgáf-
unni og er hún þriðja bókin í rit-
röð Heimspekistofnunar. Afar-
kostir hefur ab geyma 22 greinar
um evrópska heimspeki, sögu
hennar, vandamál, kenningar og
úrlausnarefni. Bókin er skrifuö til
ab kynna heimspeki fyrir al-
menningi og er textinn því á al-
þýðlegu máli og ab mestu laus viö
tæknileg hugtök. Heiti bókarinn-
ar er dregið af því hvernig heim-
spekin bannar mönnum öll und-
anbrögö og setur hugsun þeirra
afarkosti. Bókin kostar kr. 1950
og er 126 bls.