Tíminn - 06.01.1996, Síða 4

Tíminn - 06.01.1996, Síða 4
4 WttítlWU Laugardagur 6. janúar 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: |ón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Jæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mána&aráskrift 1550 kr. m/vsk. Verö í lausasölu 150 kr. m/vsk. Heilsupólitík og læknisfræðilegir skuttogarar Tryggingastofnun hefur sagt upp samningi viö Læknisfræði- lega myndgreiningu vegna greiðslna fyrir segulómrannsóknir. Ástæða uppsagnarinnar er sú að Tryggingastofnun telur að fyrirvari í samningum eigi við um kaup Læknisfræðilegrar myndgreiningar á 100 milljóna kr. tæki til þessara rannsókna, en í fyrirvaranum er kveðið á um að samningurinn taki ekki til nýrrar starfsemi lækna sem hafi hærri stofnkostnað en nemur venjulegum stofnkostnaði lækningastofu. Aðstandendur LM vísa hins vegar til þess að í samningnum séu ákvæöi sem tilgreini verb fyrir segulómrannsóknir og að segulómrannsóknir hafi verið stundaðar á Landspítalanum og því sé þetta ekki ný starfsemi. Fréttaflutningur um þessa deilu hefur verið óskýr, erfitt hef- ur verið fyrir almenning að átta sig á aðalatriðum hennar, ekki síst vegna þess að fjölmörgum aukaatriðum eða lítt tengdum atriðum hefur verið blandað inn í málið. í Tímanum í gær var þó greinargóð frétt um þetta mál þar sem skýrt kemur fram hvað hér er á ferðinni. I fréttinni er m.a. haft eftir Birnu Jónsdóttur einum aðstandanda LM: „Segulóm- rannsókn er betri að því leytinu að við hana eru ekki notaðir neinir röntgengeislar eða aðrir orkumiklir geislar, þannig aö hún er hættulaus. Það er heilsupólitískt sjónarmið aö nota eins lítið af orkumiklum geislum og hægt er. Auk þess gefa þessar útvarpsbylgjur og þaö segulsvið sem er notað til að mynda sjúklinginn okkur nákvæmari mynd af ýmsum vefjum en nokkur eldri abferð gat gert. Segulómrannsókn er besta að- ferð sem hefur verið fundin upp sl. 100 ár til að taka myndir af lifandi manneskjum." Eins og þessi orð Birnu Jónsdóttur bera með sér felst gagn- semi þessa nýja tækis og þessarar nýju tækni ekki hvað síst í því að hún kemur í staðinn fyrir þá tækni sem nú er í gangi, einkum röntgenmyndatöku og tölvusneiðmyndatöku. Mun- urinn er hins vegar sá að segulómtæknin er mun dýrari en þær aöferðir nú eru í notkun. Þess vegna er sú „heilsupólitíska" ákvörðun sem Birna kallar svo ekki nema að litlu leyti spurn- ingin um hvort hægt sé að gera hlutina betur en nú er gert þó svo þab kosti meira fjárútstreymi úr ríkissjóði. Stóra spurning- in er um þab hvort hægt sé að veita boblega þjónustu með röntgen og tölvusneiðmyndum fyrir lægra verð en gert væri ef segulómtækið væri notað. Það eitt að hægt er að gera hlutina með fullkomnari hætti en nú er gert þýðir ekki endilega að það eigi að gera þá þannig, allra síst ef hægt er að gera þá á sómasamlegan hátt fyrir minni peninga. Heilbrigðiskerfið er þessa dagana í gríðarlega ströngu aö- haldi og heilbrigðisyfirvöld og önnur stjórnvöld eru búin að taka heilsupólitískar ákvarðanir um hvernig verja á því fjár- magni sem til ráöstöfunar er. Fimm sérfræðingar á LM geta vitaskuld ekki gjörbylt þeim ákvörðunum sem réttkjörin stjórnvöld hafa þegar tekið. Þaö er verið aö flytja læknisfræði- legan skuttogara inn í kerfi sem bjó við þröngan kost fyrir og því var að sjálfsögðu ekki um annað að ræða fyrir Trygginga- stofnun en að segja upp samningum við LM. Það eru löglega skipuð stjórnvöld sem eiga að taka ákvarð- anir um ríkisútgjöld, samdrátt þeirra og aukningu en ekki ein- hverjir sérfræðingar úti í bæ. Hvort segulóm -„skuttogarinn" er staðsettur á Borgarspítalanum eða á einkastofu er svo allt annað og nánast óskylt mál, sem ekkert hefur með samnings- slit TR og LM ab gera. Oddur Ólafsson: Þangaö sækir klárinn... Skatttekjur í Reykjavík eru undir landsmeöaltali. Það þýðir að afkoma íbúa höfuðborgarinnar er lakari en gengur og gerist í öðrum byggðarlögum. Fjöldi atvinnulausra Reykvíkinga er einnig meiri en víðast hvar annars staðar. Lítið ber á átökum borgarstjórna fyrr og síöar til að glæða atvinnulíf, draga fyrirtæki að, efla þau eða að borgarsjóður gangi í fjárhagslega ábyrgð til að stofna fyrirtæki eða bjarga þeim frá hruni. Byggðastefna borgarstjórna og Reykvíkinga yfir- Ieitt er sem sagt engin og hefur aldrei verið nein í þeirri merkingu sem lögð er i það hugtak. Samt er sífelld fólks- fjölgun í Reykjavík og samtengdum sveitarfé- lögum og eftir því sem pólitíkusar úr fámenn- ari kjördæmum og sveitarfélögum herða róðurinn í byggðastefn- um sínum fækkar íbú- unum og liggur straum- urinn í eina byggöarlag- ið sem enga byggða- stefnu hefur og hefur enga sérstaka tilburði í þá þátt að hæna fólk að. Meðallaunin eru lak- ari í Reykjavík, húsnæð- ið dýrara og atvinna torfengnari en á mörg- um öðrum stöðum á landinu. Umskiptingar Eftir að síðustu íbúa- tölur voru birtar fyrir áramótin sem sýna að hvarvetna fækkar fólki nema í Reykjavík voru tveir þingmenn teknir tali af fréttamanni Stöövar 2. Þeir töluðu eins og átján barna feður úr álfheimum eða umskiptingar úr fortíðinni. Þingmennirnir, annar íhald og hinn kommi, voru innilega sammála um að þróunin mundi snúa við. Þeir mundu hætta aö sjá á bak kjósend- um sínum þegar skilningur fengist loks á mikil- vægi og þörfum hins ítrasta strjál- býlis. Þeir ætla að bæta samgöng- urnar og efla atvinnulífiö. Menntasetur skulu rísa og ekki gleymdust djarfir framtíðardraum- ' ar um dagvistun barna. Jöfnun | hitunarkostnaðar bar einnig á _ ✓ goma. timans Þessa þulu er búið að kyrja yfir ' þjóðinni ár og síð og flest af því ■ <15 sem þessir úreltu fulltrúar hnign- _^_ andi kjördæma telja til bjargráða hefur verið framkvæmt eöa á framkvæmdastigi áratugum saman. Rökin um tekjumöguleika og atvinnuskiptingu eru fyrir löngu gengin sér til húðar þótt lýðskrum- urum gagnist þau enn vel á atkvæðasviðum sín- um. Blíðan fyrir sunnan í Noregi hefur þróunin verið svipuö þar sem fólk hefur flutt frá strjálbýlinu í norðri til þéttbýl- isins í suðri. Fyrir allmörgum árum datt snjöllum rýni að gera könnun meðal þeirra sem þegar voru fluttir og þeir spurðir um ástæðuna fyrir skiptun- um. í ljós kom að heimatilbúnar útskýringar at- vinnupólitíkusa og sérhagsmunahópa um at- vinnu og samgöngur og allt þetta sem við þekkj- um svo ofboð vel voru létt á metunum. Það voru veðurfréttirnar í sjónvarpinu sem höfðu mest áhrif á bú- setuskiptin. Þegar það var sjö stiga hiti í Nar- vik spókaði fólkið við Oslóarfjörðinn sig í tuttugu stiga hita. Fyrir sunnan var fólkið og fjörið, um norðanvert landið var strálbýlt, kuldasamt og meiri vinna og erfiðari en margir kærðu sig um. Átthagafjötrar Mörg eru uppátækin til að halda íbúum í „heimabyggð" og til að draga aðra að, því utan Reykjavíkur keppast allir hreppstjórar við að fjölga hjá sér og sjá uppbyggingu og fólks- fjölgun rétt handan við hornið, eins og kommafíflin biðu eftir heimsbyltingunni í gamla daga. Miklar íþróttahallir eru reistar með löglegum keppnisgólfum og keppnishæfir vellir. Þessu er til kostað til aö ung- lingarnir hleypi ekki heimadragann. Þegar svo einvherjir ná sæmilegum árangri í keppnisíþótt- inni, er þeim óðum kippt í íþróttafélögin á fólks- fleiri og öflugri stöðum. Þar með er íþróttaæskan þotin suður og helst til útlanda þegar best tekst til. Vélstjórafélag íslands sendir frá sér áskorun um að átthagafjötrum verði aflétt af -sjómönnum og fjölskyldum þeirra þar sem skipsrúm á úthafs- veiðiskipum fæst ekki nema með því að fjölskyldurnar séu hafðar í gíslingu á þeim stað sem skipið er skráð. Þetta þykja sjálfsögð og eðlileg bellibrögð til að jafnvægi haldist í byggð landsins. Önnur dæmi og ljótari um hvernig níðst er á mannréttind- um fólks til að hefta í átthaga- fjötra eru lofuð og prísub af öllum yfirvöldum landsins sem telja málefnin hin þörfustu. Bjargir bannaðar Engin rannsókn, aðeins getgátur Þar sem atvinnan er mest og mebaltekjur hæst- ar, sem er á Vestfjörðum, er fólksfækkunin mest. Óvíða hefur verið lagt annað eins í samgöngubæt- ur og þar og gífurleg orka í orkuvæðingu. Á svæð- inu varð 5% fólksfækkun á árinu. í sveitum fækkar fólki svo að víba fer ab verba óbúandi fyrir þá sem eftir eru vegna strjálbýlis og mebalaldurs íbúana. Orsakir örra breytinga á íbúafjölda eru vafalaust margar. En þær eru aldrei rannsakaðar af neinni alvöru, engar kannanir gerðar til að komast að því með einhveri vissu hvað þaö er sem rekka dregur Reykjavíkur til. Þjóöfélagið situr uppi með sleggjudóma um að alls staðar vanti atvinnutæki- færi, eins og lýðskrumararnir kalla það, þjónustu og samgöngur. í þeirra munni eru íbúabreytingar mikil vá og er komið í veg fyrir þær með öllum ráðum, sem hvorki eru góð né ódýr. Á tímum skoðanakannana og atvinnumanna í þjóðfélagsrýni eru sleggjudómarnir um fólksflutn- inga látnir ráða en aldrei gerð skipulögð rannsókn á því hvað veldur og enn síöur á þvi hvort íslenska strjálbýlið er yfirleitt æskilegt eða aðeins leifar af samfélagi og atvinnuháttum sem heyrir til liðinni tíö? Sveitafólki eru margar bjargir bannabar til að framfleyta sér og sínum vegna kvóta sem settur er á vegna offramleiðslu. Samt er það talin einhver þjóðarnauðsyn að fólk búi í sveitum og er fundin upp hver aukabúgreinin af annarri til að þyngja á skuldaklafanum. Afskekktar verstöðvar eru látnar gera út úthafs- veiðiskip og selja aflann á mörkuðum í þéttbýlinu eða útlöndum. En þorpunum er meinað að gera úr báta á héimamið, hve gjöful sem þau kunna ab vera, vegna nauðsynlegrar fiskveiðistefnu. Við þessum augljósu vandamálum kunna menn ekki önnur svör en þau að sökkva peningum í samgöngumannvirki og hrúga upp félagslegum íbúðum, sem er eitt af mörgu sem heldur sveitar- félögum á gjaldþrotsbarmi af miklum misskiln- ingi á þörfum og getu fólks til að búa í þeim. Oblíð náttúra og langir og dimmir vetur í af- skekktu strjálbýli og einangruðu er hlutskipti sem æ færri kjósa sér. Það er alveg sama hve fagurlega landsfeður vitna í þjóðskáldin og hagsmunahópar rembast við að halda við úreltri byggð, samfélags- gerðin er breytt og árin verða ekki talin aftur á bak. Auðvitaö er afar óæskilegt að allur landslýður hrúgist til Reykjavíkur og hlýtur að vera spornað við svo öfgafullri þróun. En þaö verður aldrei gert með þeirri strjálbýlis- og óskhyggjustefnu sem aft- urhald allra stjórnmálaafla elur þjóðina á. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.