Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 6. janúar 1996 Úrval-Útsýn stofnar nýja ferbaskrifstofu Áhersla á ódýrar utan- landsferðir Ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hefur stofnað nýja ferðaskrif- stofu, Plúsferðir ehf. Tilgang- ur meb stofnun hinnar nýju feröaskrifstofu er alhliða ferðaskrifstofurekstur meb sérstaka áherslu á framboð ódýrra utanlandsferba, segir í frétt frá fyrirtækinu. Ennfremur segir að úrval ákvöröunarstaða verði takmark- að hverju sinni, markaðssetning og þjónusta verði einföld og ódýrari gistikostir á sólarstööum muni lækka verð Plúsferða. Samningar verði gerðir við Flug- leiðir um beint leiguflug til Bil- lund, Mallorca og Portúgal. Framkvæmdastjóri Plúsferða verður Laufey Jóhannsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Alís. - BÞ VSÍ: Kjör fólks á uppleið Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSI segir að á yfirstandandi samningstíma- bili séu menn augljóslega að sjá meiri bata í kjörum fólks en sést hefur sl. átta ár. Hann telur einnig ab þab sé mikill stuðningur meðal þjóðarinnar vib þá stefnu sem mörkuð hef- ur verib í þeim efnum til að viöhalda stöðugleika í efna- hags- og verblagsmálum. Framkvæmdastjóri VSÍ segist ekki óttast að sá friður sem ríkir á vinnumarkaði sé lognið á undan storminum, eins og for- ystumenn einstakra verkalýðs- félaga hafa gefiö í skyn í fram- haldi af niöurstöðu Félagsdóms. Hann segir jafnframt að samtök atvinnurekenda hafi í sjálfu sér engan áhuga á svonefndum launanefndarákvæðum í kjara- samningum, enda eiga samn- ingar bara að standa. Hann seg- ir að þetta séu leifar frá verð- bólgutímunum og hinum svo- kölluðu rauðu strikum. Af þeim sökum getur vel svo farið að næstu kjarasamningar verði ekki með neitt slíkt. -grh Samkeppni á vegum Húsnœbismálastjórnar um hönnun félagslegra íbúba framtíbarinnar. Fyrri áfanga lokib: Þrjár tillög- ur áfram Húsnæðismálastjórn efndi á síöasta ári til hugmyndasam- keppni um grunnhönnun á félagslegum íbúðum framtíð- arinnar og var þetta gert í til- efni 40 ára afmælis Húsnæðis- stofnunar ríkisins á síöasta ári. Samkeppnin var í tveimur hlutum og er fyrri hluta hennar þegar lokið og bárust átta tillög- ur inn og voru í framhaldinu valdar þrjár tillögur til áfram- haldandi keppni og hlutu höf- undar tillagnanna þriggja 400 þúsund krónur í verðlaun. Eng- in tillagnanna var hins vegar keypt. -PS Lýtalœkningadeild Landspítalans er ekki lokuö, heldur er hún á nýjum staö innan spítalans. Yfirlceknir deildarinnar: Ekki forsvaranleg aðstaða fyrir brunasjúklinga Lýtalækningadeild Landspítal- ans flutti á síbasta ári innan spít- alans og er nú hluti af annarri handlækningadeild. Deildin er ekki lokuö eins og sagt var í Tím- anum fyrir skömmu. Yfirlæknir deildarinnar er ósáttur við þau starfsskilyrbi sem deildin býr vib. í frétt í Tímanum fyrir skömmu var haft eftir Vigdísi Magnúsdótt- ur, forstjóra Ríkisspítalanna, að deildinni hefbi verið lokað um jól- in og yrði það áfram. Vigdís sagði að þrátt fyrir það ættu sjúklingar deildarinnar kost á að leggjast inn á aðra handlækningadeild. Rafn Ragnarsson, yfirlæknir Lýtalækningadeildar, segir ab þarna gæti misskilnings. Hann seg- ir að deildinni hafi ekki verið lokaö heldur hafi hún verið flutt til inn- an spítalans. „Við vorum á deild sem heitir 13 A sem þykir rekstrarlega óhag- kvæm eining. Henni var þess vegna sífellt verið að loka, í sumar- leyfum og við önnur tækifæri. Eftir síðasta sumarleyfi þótti mér og fleirum því ekki ástæða til ab vera þar áfram enda hafði þetta mjög slæm áhrif á starf deildarinnar. Okkur bauðst að flytja inn á deild sem heitir 13 D. Við þáðum það og emm nú til húsa í hálfri þeirri deild. Þar höfum við verið frá því í vor og lokuðum hvorki í sumar- leyfinu né um jólin eins og hefur alltaf verið." Rafn er þrátt fyrir flutninginn ekki ánægður með þau starfsskil- yrði sem deildin býr við. Hann seg- ir nýbúið að fækka rúmum deildar- innar í sjö en þau voru áður ellefu. Einnig hafi verið tekinn af henni einn skurbdagur. Einna alvarlegast telur hann þó aö erfitt sé að með- höndla brunasjúklinga á nýja staðnum en þeir höfðu sérstaka áð- stöðu á deild 13 A. „Húsrými þarf að vera sérstak- lega hannað fyrir brunasjúklinga. í dag má því segja að það sé ekki til í landinu forsvaranleg aðstaða fyrir brunasjúklinga. Vib getum a.m.k. ekki veitt þeim bestu þjónustu. Við erum líka með lengstu biðlista hússins. Við komum varla til þess að laga illa lyktandi legusár og þurfum sífellt að fresta aðgerðum á litlu börnunum okkar sem fæðast með alls kyns lýti. Það er verið að bremsa okkur af hér á spítölunum og þab bitnar á okkur eins og öll- um." Rafn bendir þó á að öll börn liggi á barnadeildinni sem veiti mjög góöa þjónustu. Flöskuháisinn sé hins vegar takmarkað aðgengi að skurðstofum. Hann er einnig óánægbur með þjónustu vib sjúk- linga sem lenda í slysum sem skýr- ist af því ab slysadeildin sé á ann- arri stofnun. Lýtalæknar komi því oft seinna en æskilegt væri til að- stoðar þessum sjúklingum. í frétt í Tímanum fyrir skömmu var haft eftir Vigdísi Magnúsdótt- ur, forstjóra Ríkisspítalanna að deildinni hefbi verið lokaö um jól- in og yrði það áfram. Vigdís sagði ab þrátt fyrir þab ættu sjúklingar deildarinnar kost á að leggjast inn á abra handlækningadeild. Rafn Ragnarsson, yfirlæknir Lýtaiækningadeildar, segir að þarna gæti misskilnings, sennilega vegna flutnings deildarinnar. Deild 13A þar sem Lýtalækninga- deildin var áður sé enn lokuð en Lýtalækningadeildin sé hins vegar opin á öðrum stað. -GBK Björn Bjarnason menntamálarábherra tekur fyrstu skóflustunguna ab nýju Náttúrufræbahúsi. Tímamyná cva Fyrsta skóflustungan tekin aö nýju húsi Háskóla íslands: Aösetur rannsókna og kennslu í náttúrufræðum Menntamálaráðherra tók í gær fyrstu skóflustunguna að nýju Náttúrufræðahúsi Háskóla Is- lands, í mýrinni suðaustan við Norræna húsib. í húsinu munu fara fram rannsóknir og kennsla í líffræbi, jarbfræði, landfræbi og jarðeðlisfræbi. Auk þess verbur Norræna eldfjallastöbin þar til húsa. Húsið verður um 7.900 m2 að stærð og mun heildarkostnaöur við það ásamt lóð og búnaði nema um 900 milljónum króna. Eins og allar byggingar og rannsóknatæki Háskólans verður Náttúrufræða- húsið kostað af Happdrætti Há- skóla íslands ab ööru leyti en því að ríkissjóbur kostar þann hluta sem tilheyrir Norrænu eldfjalla- stöðinni. Þær greinar sem fá aðsetur í hús- inu búa við laklegan aðbúnað víös- vegar um borgina. Húsiö er því tal- ið verða mikil lyftistöng fyrir rann- sóknir í þessum greinum en þær hafa vaxandi þýðingu fyrir at- vinnulífið, að mati forsvarsmanna Háskólans. í þeim efnum nefna þeir t.d. þýðingu jarövísinda fyrir orkuvinnslu og mikilvægi líffræði fyrir matvælaframleiöslu. Auk þess sesm eðlilegt þyki að huga að um- hverfismálum í ríkari mæli en áð- ur. Húsið mun afmarka stórt frið- land á lóð Háskóla íslands í Vatns- mýrinni. Áætlað er að fyrsti hiuti hússins komist í notkun árið 1998 en að öðru leyti mun framkvæmdatím- inn ráðast af afkomu happdrættis- ins. -GBK Tunnu- leiga hækkar Borgarráb samþykkti í gær ab hækka frá næstu áramótum sorphirbugjald vegna atvinnu- húsnæbis og gjald fyrir tunnu- leigu vib íbúbarhúsnæbi. Grunneining sorphiröugjalds vegna atvinnuhúsnæðis hækkar í 7.800 krónur úr 6.700 krónum. Tunnuleiga hækkar í 1.100 krón- ur úr 1.000 krónum. Áætlað er að tekjuauki vegna hækkunar gjalds fyrir sorphirðu frá atvinnuhúsnæði verði 10 milljónir króna og 3,5 milljónir vegna sorphirðu frá íbúðarhús- næði. ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.