Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 6. janúar 1996 Meban Evrópubúar halda áfram a& eldast hægt og bítandi er stór hluti bandarisku þjó&arinnar ákve&inn í a& „deyja ungir, en þó í hárri elli", eins og haft er eftir líffræ&i- prófessor vi& Texas-háskóla, sem á hverju kvöldi innbyr&ir eitt milligramm af Melatonin. Hann hefur rannsakah lyfi& Melatonin í meira en 30 ár og er ekki í vafa um ágæti lyfsins fyrir líf og heilsu fólks. Þetta lífræna hormón, sem líkaminn framlei&ir sjálfur, segja sumir vísindamenn vestra a& stu&Ii a& lengra og betra lífi án ógnar allflestra sjúkdóma, sé lík- amanum gefinn vi&bótarskammt- ur daglega. Umræðan um Melatonin hefur verib hávær í Bandaríkjunum, og í kaffiboðum hér á Fróni ber þetta furðulega efni líka á góma. íslend- ingar eiga hins vegar ekki kost á að reyna ab setja líkamsklukkuna upp á nýtt og berjast þannig gegn eöli- legri hrörnun líkamans. Vitað er að einhverjir áhafnameðlimir Flug- ieiöa hafa keypt efnið í stórborgum Ameríku, en ekki vitum við hver dómur þess fólks er eftir fyrstu reynslu. í Evrópu mun það sama uppi á teningnum og hér á landi. Yfirvöld lyfjamála og heilbrigbismála eru þess ekki fýsandi að hleypa Mela- tonin inn á lyfjaskrár. í Bandaríkj- unum þar sem frelsiö ríkir á lyfja- markaði er lyfið selt hverjum sem hafa vill í heilsubúbum og salan sögð ótrúleg. Vísindamenn vestra hafa gert til- raunir á músum meb Melatonin. Þær hafa sýnt ab þegar hormónar úr yngri dýrum eru fluttir í önnur eldri, og hormónar þeirra eldri í yngri dýrin, þá gerast undur og stórvirki. Gömlu mýsnar bæta við sig þriðjungi eðlilegs líftíma, en þær yngri taka að hrörna og deyja á miðjum aldri. Prófastar lýsa fullum stuöningi viö biskup: Lýsa vanþókn- un á fullyrb- ingum sera Geirs Waage „Stjórn Prófastafélags íslands harmar og lýsir vanþóknun sinni á þeirri órökstuddu og fljótfærnislegu fullyröingu for- manns Prestafélags íslands, þess efnis ab kominn sé upp mjög alvarlegur trúnaðarbrest- ur milli biskups íslands og presta landsins. Álítur stjórn- in, aö hér sé mjög ómaklega vegið ab biskupi landsins og vísvitandi reynt að gera hann tortryggilegan í augum þjóðar- innar, sem varla flokkast undir þurftarverk. Telur stjórnin, að alhæfingar sem þessar af hálfu formanns Prestafélagsins séu honum ekki sæmandi," segir í yfirlýsingu sem stjórn Pró- fastafélags íslands sendir fjöl- miðlum í gær vegna Lang- holtskirkjudeilunnar. Stjórnin lýsir ennfremur yfir eindregnum stuðningi við biskup landsins og færir hon- um þakkir fyrir mikil og góð störf í þágu kirkjunnar. „I bisk- upstíö herra Ólafs hefur kirkju- og safnaöarlíf eflst með slíkum hætti, að kirkjan hefur hvarvetna verið í sókn og starf hennar verbur sífellt fjöl- breyttara og þróttmeira. Bibur stjórn Prófastafélagsins biskupi allrar blessunar í veglegum og vandasömum störfum hans." Undir yfirlýsinguna rita fyrir hönd stjórnar sr. Guðmundur Þorsteinsson, sr. Birgir Snæ- björnsson og sr. Sváfnir Svein- bjarnarson. -BÞ MELATONIN-œöib í Bandaríkjunum. Allrameinabót, sem býöur elli kerlingu byrginn aö áliti margra, en umdeilt í öörum löndum: Vilja deyja ungir — en þó í hárri elli Cetur náttúrulegi kirtlavakinn Melatonin stöbvab eba hœgt á tímaklukku líkamans? Fréttaritib Newsweek snýr þess- um músatilraunum upp á mann- eskjuna og segir: „Ungu mýslurnar voru ab deyja fimmtugar á sama tíma og þær eldri héldu áfram tennisibkun og ástabralli 100 ára gamlar." En þab er sitthvað mýs og menn. Meöan margir efast ekki um færni Melatonins til ab gefa mannskepn- unni langt og gott líf, þá benda margir á ab ágæti Melatonins í þessa veruna verði ekki sannaö fyrr en eftir nokkra áratugi með rann- sóknum á þeim sem lyfsins hafa neytt. Ódýr allrameinabót Framleiðsla hormónsins í heila- dinglinum hjá mönnum er mest í bernsku, en eftir kynþroskaskeiðið fer framleiðslan í líkamanum minnkandi eftir því sem árunum fjölgar. Um 45 ára aldurinn er framleiðsla Melatonins í líkaman- um aðeins um helmingur þess sem 10 ára bam framleiðir. En hvaö er það sem á að gerast með inntöku á Melatonin-horm- óninu? Sagt er að aukaskammtar af hormóninu kunni að verja ónæm- iskerfið, vernda líkamsfrumurnar gegn hrörnun, hægja á vexti æxla, óeblilegra vefja og vagla á augum, auk þess ab sporna gegn hjartasjúk- dómum. Og þetta á ab gerast meb- an lyfið gefur mönnum betri næt- ursvefn. Þetta er auðvitab ekki lítið. Það er því ekki að undra þótt Bandaríkjamenn hafi tekið hratt við sér, rökið til að kaupa Melaton- in- hylkin og gleypi þau á kvöldi hverju. Kostur er það líka að lyfið er ódýrt, mánaðarbirgðir kosta um 10 Bandaríkjadali eða rúmar 600 krónur. Melatonin-æbib upphófst fyrir alvöru í ágústmánuði síðastliðnum og hefur ekki linnt síðan. Um lyfib eru skrifaðar blaðagreinar í metra- tali og nokkrar bækur hafa verið gefnar út um Melatonin, sem selst hafa í stórum upplögum. Lyfið kom á markað 1993, en hreyfðist varla í hillum heilsuvörubúðanna sem á annað borð buðu upp á það. Draumur margra er að ná hárri elli og lifa við góba heilsu. Það er því ekki að undra þótt bandarískur almenningur flykkist í heilsuvöru- búðir til að kaupa sér slíkan draum við vægu verði. Bandaríska þjóðin sem tilraunadýr? En mennirnir þekkja alls kyns kínalífselexíra og efni sem átt hafa að yngja fólk og lækna ótal mein- semdir eba koma í veg fyrir þær. En elli kerling hefur engu að síður sótt að. Raunhæfir menn í vísindum í Bandaríkjunum benda á ab ekkert er fast í hendi gagnvart Melatonin- lyfinu fremur en öðru. Neytendur hafa ekki allir látið vel af töku lyfsins, eða um 10% í könnun sem var gerð. Önnur 10% segjast ekki hafa tekið eftir minnstu breytingum. Sumir kvarta undan slæmum svefni, en sannan- lega virkar Melatonin vel sem svefnmeðal. Menn segjast fá slæm- ar draumfarir, morgunóglebi, lítils- háttar þunglyndi — og minni ból- fimi en fyrr. Lyfjaeftirlitinu í Bandaríkjunum hafa þó abeins bor- ist fáeinar kvartanir, eða fjórar, og segir útilokað að staðreyna hvort þau vandamál stafi af töku horm- ónanna. Ábyrgir vísindamenn vestra segja það áhyggjuefni hversu margir landsmenn eru ab fikta við lyf sem ekki hefur verið skilgreint eða kannab til hlítar. Jafnvel þótt stórir skammtar af Malatonin skaði fólk ekki á stundinni, þá viti menn hreinlega ekki um langtímaáhrif þessa vinsæla hormóns. Ljóst er aö stór hluti bandarísku þjóðarinnar er hálfgildings til- raunadýr. Bíða veröur í áratugi eftir svarinu. Var fólkið að yngja sig? Hafði Melatonin engin áhrif? Eba var inntaka lyfsins skableg fólkinu sem sótti í þennan æskubrunn? Svarið verður að finna, meðal ann- ars í Tímanum, eftir á að giska 30 ár. -JBP Bandaríkjamenn vilja eldast rólega meö notkun á Melatonin, lyfi á hinu gráa svœöi lyfjanna þar í landi. Guörún Eyjólfsdóttirhjá Lyfjaeftirliti ríkisins: Lyf sem menn ættu ekki a ð leika sér aö Nýjasta heilsuæði Banda- ríkjanna, Melatonin, er ekki leyfilegt lyf hér á landi. Efnið melatonin er nátt- úrulegt efni sem líkaminn framleibir, mest hjá ungu fólki en minna eftir því sem á ævina líður. Bandarískir fjölmiðlar gera því skóna ab lyfiö „stöbvi líkamsklukkuna", menn hætti ab eldast jafn hratt og ella, einnig ab lyfiö lækni allflesta sjúkdóma. Guörún Eyjólfsdóttir, lyfja- fræbingur hjá Lyfjaeftirliti ríkis- ins á Seltjarnarnesi, sagöi í gær aö Melatonin væri ekki skráb hér á landi, en einstaka sjúk- lingar heföu fengiö lyfið þegar læknir hefði sótt um undan- þágu. Gubrún sagöi aö Lyfjaeftirlit- iö heföi fengiö fjölda fyrir- spurna, ekki síst eftir umfjöllun um lyfiö í Newsweek síöastliðið sumar. „Þaö er alveg vitaö mál að þetta er efni sem hefur ýmis- konar áhrif á boöefnaskipti í heila og slík efni, náttúruleg eöa ekki, eru ekkert til aö leika sér með," sagöi Guörún. Á Noröurlöndum hafa heilbrigö- isyfirvöld tekiö sama pól í hæö- ina gagnvart þessu bandaríska undralyfi, sem sagt er aö sé not- aö af stórum hluta Bandaríkja- manna. Guörún sagöist telja ab margt sem Melatonin varöaði væri byggt á veikum grunni. í blaöa- greinum virtist bókstaflega ekki nokkur þekktur sjúkdómur til sem ekki mætti lækna meö efn- inu. „í Bandaríkjunum er þaö þannig að þaö eru engar reglur til um svokölluð fæðubótaefni eöa náttúrulyf sem viö köllum svo. Fyrir nokkrum árum átti að koma böndum á þetta með lögum, þannig aö Matvæla- og lyfjaeftirlitiö tæki þetta undir sinn hatt svo aö reglum yrði komiö yfir þennan markaö, sem er ansi skrautlegur. Þá komu til sögunnar öflugir hags- munaaöilar, þannig að viö þetta var hætt. Melatonin er ekki undir lyfjaeftirlitið þar komið. Melatonin er á eins konar gráu svæöi og ekki flokk- að sem lyf. Þetta eftirlitsleysi er mjög viökvæmt mál í Banda- ríkjunum núna, vegna þess að það eru að koma upp alls konar mál, dauðsföll af völdum efna sem þar eru á markaði. Hér á landi höfum við einfaldlega getað sagt aö þessi efni séu hættuleg og eigi ekki aö vera á almennum markaöi," sagði Guðrún. „Melatonin er lyf og þaö yrði að sækja um þaö sem slíkt. En þá yröu að fylgja haldbær gögn, sem sýndu fram á gagnsemi og skaðleysi þess. Mörg lyf hafa auðvitað skaðlegar aukaverkan- ir, til dæmis krabbameinslyf sem eyðileggja kannski ýmis- legt heilbrigt um leið og þau drepa krabbameinið. Þetta veröur aö vega og meta. Ég er viss um aö í dag liggja ekki fyrir þau gögn sem styöja þaö aö Melatonin verði skráð sem lyf. Nægar upplýsingar liggja ekki fyrir. Sama umræða hefur verið í gangi á hinum Norðurlönd- unum," sagöi Guörún Eyjólfs- dóttir. Sigurður B. Þorsteinsson læknir, formaður Lyfjanefndar, sagði að nefndinni hefðu borist undanþágubeiðnir frá einstaka læknum um innflutning á Melatonin. Leyfi hefði verið veitt í nokkrum tilvikum. „Enginn hefur sótt um skrán- ingu hjá nefndinni á Melaton- in sem lyfi hér á landi. Þaö virðist enginn himinhrópandi áhugi á þessu hér á landi," sagði Sigurður B. Þorsteinsson. Sigurður sagði að upplýsingar um lyfið vantaði, en sagði að ekki virtist það á neinn máta hættulegt heilsu fólks, alltjent ætti hann ekki von á að hættu- legar aukaverkanir af lyfinu kæmu í Ijós. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.