Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.01.1996, Blaðsíða 11
Laugardagur 6. janúar 1996 11 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . Leiötogi fiokks heittrúaöra múslima í Tyrklandi: Vesturlönd þurfa ekkert að óttast okkur Necmettin Erbakan, leibtogi Velferðarflokksins í Tyrk- landi, sem er flokkur heittrú- abra múslima sem vann mik- inn kosningasigur í þingkosn- ingunum í desember, segir ab Vesturlönd þurfi ekki aö ótt- ast hann eba Velferbarflokk- inn hans. Hins vegar segist hann ætla ab taka upp mjög sjálfstæða stefnu í utanríkis- málum. Erbakan sagbi fréttamönnum ab Velferbarflokkurinn myndi vilja taka upp ab nýju viðskipta- samninginn við Evrópubanda- lagið, ýta á ab dregið verði úr refsiaögerðum gagnvart írak og vísa flugher Vesturlanda á brott frá Tyrklandi. Velferðarflokkurinn fékk mest fylgi allra flokka í kosningunum í desember, en er nú að berjast við að finna einhvern flokk sem myndi vilja mynda samsteypu- stjórn meb honum. „Við getum engar fórnir fært í sjálfstæðismálum landsins," sagbi Erbakan. „Ætlar einhver annar að taka ákvarðanir fyrir okkur án þess að við höfum neitt um það aö segja? Nei, þab er einfaldlega ekki á dagskrá." Hann sagði að samningurinn um tollabandalag við Evrópu- bandalagið væri forkastanlegur og niðurlægjandi fyrir Tyrk- land. Hins vegar sagði hann að hann myndi ekki rjúfa náin tengsl Tyrklands við Vestur- lönd: „Þvert á móti, það er í þágu bæði Tyrklands og Vestur- landa að þróa alls kyns tengsl." Tollabandalagið gekk í gildi 1. janúar sl, en samkvæmt ákvæð- um hans falla niður viðskipta- hindranir á iðnvörum, en Er- bakan vill aö landbúnaðarvör- ur, sem eru ódýrar í Tyrklandi, fái einnig óhindraðan aðgang að mörkuðum Evrópu. „Við munum setjast niður aftur við samningaborðið sem jafningjar og meb góbum ásetningi ... og fara yfir ákvæði samningsins," sagði hann. Hann sakaði herlið banda- manna, sem er undir stjórn Bandaríkjanna, um að hafa stutt kúrdíska aðskilnaðarstefnu í Tyrklandi í stað þess ab vernda íraska Kúrda fyrir stjórn íraks, eins og stefnt hefði verib að. „Eftir hverju eru þeir að sækjast hér?" spurði hann. „Þegar við komumst til valda ætlum við að segja þeim í fullri vinsemd að það væri betra fyrir þá að yfir- gefa Tyrkland." Hann sagði ennfremur ab Tyrkland hafi tapað að minnsta kosti 30 milljörðum bandaríkja- dala vegna viðskiptaþvingana sem settar voru á írak árið 1991, en þar með hafi verið tekið fyrir viðskipti yfir landamærin til ír- aks. Ýmsir sérfræðingar telja þó að þessi tala sé alltof há. Reiknab er með að Suleyman Demirel, forseti Tyrklands, veiti Velferðarflokknum umboð til stjórnarmyndunar í næstu viku. Hins vegar er alls óvíst að hon- um takist aö mynda stjórn, en íhaldsflokkarnir tveir hafa reynt að mynda bandalag gegn því að Velferðarflokkurinn komist í stjórn. -GB/Reuter mála staf á pappír í keppni í skrautskrift sem fram fór ígcer í Tókyó. Rám- lega 6.200 manns tóku þátt íkeppninni. Reuter Afvopnunarvið- ræður hafnar í gær hófu fulltrúar Bosníu, Króatíu og Júgóslavíu (Serbíu og Svartfjallalands) vibræbur um afvopnun sem standa eiga yfir í sex mánubi, en upphaf viöræbnanna haföi tafist um einn dag vegna deilna um notkun oröanna „Serbneska lýbveldib" viö samningaborb- iö. Afvopnunarviðræðurnar, sem fara fram í Vínarborg og Örygg- is- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hefur milligöngu um, áttu að hefjast á fimmtudag en samninganefnd Sambands mús- lima og Króatía í Bosníu and- mælti því að á nafnspjaldi á borði Bosníu- Serba stæði ekkert annað en „Serbneska lýöveld- ið", án þess að neitt sé minnst á Bosníu. Með því væri gefið í skyn að landshluti Bosníu-Serba væri opinberlega viðurkenndur sem sjálfstætt þjóðríki. „Þetta hefur nú verið leyst og allir aðilar eru sestir að viðræð- um um afvopnun," sagði starfs- maður ÖSE í gær. Lausnin var sú að á öll nafnspjöldin var bætt við: „aðili að Dayton samkomu- laginu, viðauka 1B, 4. grein." Samkvæmt Dayton sam- komulaginu, sem undirritað var í París í síðastliðnum mánuði, er Bosnía- Hersegóvína eitt ríki með tveimur aðildarlöndum: Sambandslandi múslima og Króata annars vegar og land- svæði Bosníu-Serba, sem kallast „Serbneska lýðveldið", hins vegar. „Bosníustjórn vildi vera viss um ab allir yrðu minntir á það ab Serbneska lýðveldiö er hluti af Bosníu-Hersegóvínu," sagði einn stjórnarerindreki. Viðræðunum á að vera lokiö fyrir 6. júní nk. og markmið þeirra er ab tryggja að jafnvægi náist í herstyrk abilanna þriggja og stuðla þannig að því að stríð brjótist ekki út að nýju í Bosníu. Stuðst verður við samninginn um takmörkun hefðbundinna vopna í Evrópu frá 1990. Reiknað er meb aö samningur náist um fækkun vopna bæði í Króatíu og Júgóslavíu, en Króa- tíustjórn hefur þegar gert öllum þab ljóst að Júgóslavíustjórn verði að viðurkenna Austur-Sla- voníu sem hluta Króatíu áður en nokkur samningur verbi undirritaður. -GB/Reuter Framsóknarflokkurinn Finnur Flúbir — Hruna- mannahreppur Almennur stjórnmálafundur verbur haldinn ab Flúbum mánudaginn 8. janúar kl. 2°.3°. Finnur Ingólfsson, Gubni Ágústsson og ísólfur Gylfi Pálmason verba á fundinum. Dagana 8.-16. janúar 1996 munu þingmennirnir Siv Fribleifsdóttir og Hjálmar Arnason heimsækja félög og stofnanir í Reykjaneskjördæmi. Nánari upplýsingar verba veittar hjá formönnum félaganna á hverjum stab. Vinsamlegast hafib sam- band vib þá ef óskab er eftir upplýsingum. Stjórn KFR Heimsóknir þingmanna Framsóknar- flokksins í Reykjanesi Hjálmar Kópavogur Bæjarmálafundur verbur haldinn mánudaginn 8. janúar kl. 20.30, ab Digranesvegi 12. Á dagskrá verbur fjárhagsáætlun 1996. Stjórn bœjarmálaráós framsóknarfélaganna í Kópavogi Siguröur Geirdal bæjarstjóri Suburland Almennir stjórnmálafundir verba haldnir sem hér segir: 1. Fundur ab Skógum, Austur-Eyjafjallahreppi, mibvikudaginn 10. janúar kl. 15.00. 2. Fundur ab Ströndinni ÍVfk mibvikudaginn 10. febrúar kl. 20.30. 3. Fundur ab Kirkjuhvoli, Kirkjubæjarklaustri, fimmtudaginn 11. janúar kl. 21.00. Alþingismennirnir Gubni Ágústsson og ísólfur Gylfi Pálmason verba á öllum fund- unum. Abalfundur Abalfundur Framsóknarfélags Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu verbur haldinn þribjudaginn 9. janúar nk. í Lind- artungu og hefst kl. 21.00. Dagskrá: 1. Venjuleg abalfundarstörf. 2. Ávarp gesta: Magnús Stefánsson, þingmabur. Þoivaldur T. jónsson, varaþingmabur. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennib. Stjórn Magnús Gubni Framsóknarvíst Félagsvist verbur spilub í Hvoli sunnudagskvöldib 3. desember nk. kl. 21. Vegleg kvöldverölaun. Næstu spilakvöld veröa siöan 21 febrúar. jan., 28. jan., 4. febrúar og 11. Framsóknarfélag Rangœinga Aðsendar greinar sem birtast ciga í blaðinu þurfa að vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eða Macintosh umhverfi. Velrit- aðar eöa skrifaöar greinar geta þurft aö bíöa Dirtingar vegna anna viö innslátt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.