Tíminn - 10.01.1996, Qupperneq 5
Miðvikudagur 10. janúar 1996
5
Halldór Eyjólfsson:
Hugleiðingar um sam-
göngumál á jólaföstunni
VETTVANGUR
„Áhugavert vœri að
koma jámbraut (rafknú-
inni) út í Viðey frá
Gufunesi að Viðeyjar-
stofu og spara þar með
rekstur á Viðeyjarferju
og flotbryggjum. Þama
vom litlir vönivagnar á
teinum knúnir afhand-
afli fyrr á öldinni, eftil
vill em teinamir ennþá
nothœfir."
Stööugt versnar aðgengi til
höfuöborgarinnar, sérstak-
lega í gegnum nágrannabæ-
ina. Er þá helst aö nefna: Hafn-
arsvæðin, Reykjavíkurflugvöll,
Bifreiðastöð íslands, Bænda-
höllina, Þjóðminjasafnið, Há-
skóla íslands og fleira. Sú stað-
reynd að Sunnlendingar, Reyk-
nesingar, Kjalnesingar og Kjós-
verjar sækja daglega vinnu og
skóla til höfuðstaðarins (með
tilkomu Hvalfjarðarganga
munu Borgfirðingar geta gert
hið sama). Nú í dag tekur oft á
tíðum jafnlangan tíma að aka
frá Selfossi að Baldurshaga
(Rauðavatni) og þaðan vestur að
Bændahöll. Þessar sívaxandi taf-
ir á þjóðvegum þurfa að minnka
með einhverju móti, svo sem að
fækka innáakstri og auka vega-
girðingar þar sem seinlegast er
að komast áfram.
Þjóbvegir í þéttbýli
Norðan Rauðavatns var lagt í
umtalsverðan kostnað 1993 og
1994 með því að sprengja skurð
í gegnum dálitla hæð og byggja
vegbrú þar yfir. Þarna er umtals-
verð hætta á snjóþyngslum,
sem ævinlega er verið að forð-
ast. Síðan var lagður vegur
norður á Vesturlandsveg sunn-
an Grafar, en í því gili sem er á
milli Grafar og vegamóta Vest-
urlandsvegar og Suðurlandsveg-
ar eru náttúrulegar aðstæður til
vegbrúargerðar mjög góðar
(jarðgöng fyrir gangandi, hjó!-
andi, akandi). Ekki varð af þess-
ari augljósu samgöngubót í
Grafarvog nú. Næsta vegbrú er
ca. 1 km vestar og var byggð í
sumar, Hálsabraut er undir. Svo
er hið gríðarlega mannvirki
Höfðabakkabrú og breikkun
vegarins beggja vegna. Þetta eru
umtalsverðar samgöngubætur,
en hvaö kostar kílómetri í svona
vegalagningu? Næst er Breið-
höfðavegbrú austan ESSO- olíu-
stöðvarinnar, hana veröur að
lengja töluvert þegar vegurinn
niður Ártúnsbrekku breikkar. Þá
munu Elliðaárbrýrnar vera of
þröngar ásamt Sæbrautarveg-
brú, 5 vegbrýr eru á þessum
stutta kafla. Því læðist sá grunur
að manni að ekki séu önnur
vegstæði í nágrenninu könnuð,
svo sem frá Súðarvogi þvert í
Sævarhöfða norðarlega, inn
Grafarvog og á Vesturlandsveg
nálægt hitaveitustöð.
Aðal umferðaræðar úr borg-
inni fara um Ártúnsbrekku, en
þar myndast oft umferðarhnút-
ur líkt og gerðist á Þingvallahá-
tíðinni 1994. Úrbóta erþörf.
Miklabraut
Breikkun Miklubrautar ásamt*
lengingum afreina og aðreina
eru umferðinni mjög til bóta og
auka öryggi þeirra sem koma úr
hliðargötum. En fækka þarf in-
nákeyrslum á þessum aðalvegi
sem liggja milli bæjarfélaga og
íbúðarhverfa. Einnig þyrfti ab
minnka tafir af gangbrautum
með undirgöngum fyrir gang-
andi og hjólandi vegfarendur.
Þegar kemur ab Miklatorgi
(Hringbraut-Snorrabraut-Mikla-
braut- Bústaðavegur), nánar til-
tekið að gatnamótum Eskihlíð-
ar, væri hagkvæmast að fram-
lengja Miklubrautina niður og
undir Bústaðavegsbrú og áfram
beint á væntanlega Flugvallar-
braut, sunnan I.æknagarðs.
Þessi breyting mun létta veru-
lega á umferðarþunga Hring-
brautar og Miklatorgs. Frá Rauð-
arárstíg og á móts við Eskihlíð
þrengist gatan vegna húsa, sem
skaga út í aksturslínuna, og er
algeng sjón víða í þéttbýli, þótt
þjóðvegir hafi rétt til 20m lands
utan vegkants. Þessi þrengsli
neyba húseigendur til ab leggja
bílum sínum á miðja götu, upp
á graseyju, svo ömurlegt sem
þab nú er.
(Það er ólík gerð vega í íbúðar-
hverfum eða milli héraða,
þungaflutningar.)
Þjóbveginn í Mosfells-
bæ verbur ab færa
Hagkvæmustu lagfæringar
þar til aldamóta sýnast vera að
færa Vesturlandsveg ca. 0,5 km
sunnan Leirvogsár niður í botn
Leirvogs móts vib hesthúsa-
hverfi Mosfellinga, síðan vestur
fjöruborð vogsins að Korpuós,
þaðan beint upp á Vesturlands-
veg sunnan Korpu-tengivirkis.
Með þessari breytingu færist
umferðarþunginn úr miðbæ
Mosfellinga og klýfur bæinn
ekki að endilöngu, eins og nú
lítur út fyrir að verði. Geta bæj-
arbúar þá skipulagt sín hring-
torg, hjóla- og göngustíga að
vild. Kjalnesingar þurfa að
skipuleggja gegnumakstur í sínu
byggðarlagi innan fárra ára, svo
ekki hljótist óþægindi af þegar
umferðarþunginn eykst.
(Verður ríkissjóður að kosta
verslunargötur og torg í sumum
bæjar- og sveitarfélögum? Mib-
bæjartorg Mosfellsbæjar mun
kosta allt að 200 milljónir, ef af
verður.)
Vegur af Kjalarnesi til
Reykjavíkur árib 2010
Kollafjörð yrði þá trúlega að
brúa nálægt raflínustæðinu,
ásamt vegarlagningu suður Álfs-
nesib að Gunnunesi. Þar kæmi
brú yfir í Geldinganes, en suð-
vestan í því er talin ákjósanleg
hafskipa-hafnaraðstaða á kom-
andi öld. Úr Geldinganesi
myndi vegurinn liggja um Eiðið
beint að Gufuneshöfða, en þar
útaf myndi Kleppsvíkin brúub.
Er þá aðkoma af Vestur- og
Norðurlandi inn til höfuðstað-
arins mun betri. Áhugavert væri
að koma járnbraut (rafknúinni)
út í Viðey frá Gufunesi ab Við-
eyjarstofu og spara þar meb
rekstur á Viðeyjarferju og flot-
bryggjum. Þarna voru litlir
vöruvagnar á teinum knúnir af
handafli fyrr á öldinni, ef til vill
eru teinarnir ennþá nothæfir.
Óráðlegt er að leggja bílveg í
eyjuna, en göngu- og reiðhjóla-
stíga vantar þar. Banna þarf um-
ferð gæludýra þar.
Reyknesingar í bibröb-
um á Hafnarfjarbarvegi
Það er krókótt og eftir því taf-
samt að aka í gegnum Hafnar-
fjörð, Garðabæ, Kópavog og
Reykjavík, ætli maöur t.d. ab
Raunvísindastofnun Háskólans
eba í flugafgreiðslu innanlands,
sem er einstaklega illa staðsett
miöað við hlutverk sitt (í her-
námsskála) við Þorragötu í
Skerjafirði. Sýnist því tímabært
að stöðin fái aðra staðsetningu
og aðgengilegri, t.d. austan N-S
brautar en sunnan A-V brautar,
þar er autt og ónotað svæði.
Augljóst óhagræði er ab núver-
andi fyrirkomulagi Flugleiða á
utan- og innanlandsafgreiðsl-
um. Verulegar úrbætur í að-
komu umferðarstöðva lofts og
láðs má gera með eftirtalinni
vegarlagningu: Af Hafnarfjarð-
arvegi við Fossvogslæk nibur að
sjávarmáli, sunnan ESSO- stöðv-
arinnar eftir sjávarmálinu norb-
ur á sjávarbakkann og eftir hon-
um neðan kirkjugarðsins, vestur
ab Hlíðarvegi og norður hann
að Flugvallarbraut móts við
skrifstofur Flugleiða og eftir
henni að vesturhorni Valsvallar,
þá í sveig að Læknagarði með
tengingu við Miklatorg undir
Bústaðavegsbrú (framlenging
Miklubrautar). Sunnan Lækna-
garðs og Umferðarmiðstöðvar-
innar er sveigt norður að Hring-
braut vestan stöðvarinnar, svo
vestur meb henni (með graseyju
á milli) að Sæmundargötu og
áfram að Jarðfræðihúsi Háskól-
ans, meöfram suðurhlib þess að
Suðurgötu, en þar þarf undir-
göng fyrir gangandi og hjólandi
fólk, ásamt 3 akreinum smærri
bíla (ca. 2,30 m lofthæð), 2 ak-
reinar í austur og 1 akrein í vest-
ur. Er þá komið að Hótel Sögu
og Þjóðarbókhlöðu (vegarheiti
Flugvallarbraut). Eitthvað þarf
að lagfæra vegamótin í Engidal,
líklega meb því að færa þau ca.
100 m norður á Hafnarfjarðar-
veg, þannig að Álftanesvegur
komi á Reykjavíkurveg. Þarna
kemur möguleiki á vegbrú í
framtíðinni.
Ofanbyggbavegur
(öryggisvegur)
Af Reykjanesbraut sunnan
Straums, á Suburlandsveg við
Geitháls. Frá Straumi um Kap-
elluhraun, sunnan Hamraness,
beint ab Hvaleyrarvatni, norðan
þess og þvert yfir Smyrlabúðar-
hraun á nýgerðan veg austan
Hjalla, eftir honum neðan Heið-
merkur að Jabri, austan við
hann en vestan dælustöðva
Vatnsveitunnar, svo beint á Veg
I við Geitháls, en austan at-
hafnasvæðis nýju vatnsverk-
smiðjunnar. Öfluga girðingu
þarf að reisa beggja vegna vegar-
ins frá Jaðri að Suðurá. Mann-
held verður hún að vera og í alla
staði vönduð.
Öryggisvegur af
Vesturlandsvegi
Sunnan Úlfarsárbrúar upp
með ánni, norðan Reynisvatns-
áss suður með honum ab Langa-
vatni, vestan þess en austan
Stóraskyggnis, síðan beint að
Vegi I við Geitháls. Bót væri að
brúa Úlfarsá móts við Fellsmúla.
Höfundur er áhugamabur um sam-
göngu- og umhverfismál.