Tíminn - 20.01.1996, Page 12

Tíminn - 20.01.1996, Page 12
12 ffcHÍIIÍt Laugardagur 20. janúar 1996 Forseti fuiltrúadeildar Bandaríkjaþings, Newt Gingrich, var valinn „Maöur ársins" á síöasta ári af tímaritinu TIME. En hver er þessi gráhœröi gaur, sem er aö gera allt vitlaust í Banda- ríkjunum meö kröfum um hallalaus fjáríög og mikla uppstokkun í bandarísku samfélagi? Fyrsti meirihluti repú- 7 987 kvœntist hann Marianne, og voru bábar dætur hans vibstaddar brúbkaupib. þótti sérstakur, mætti alltaf með bindi. Hann fór í laganám og lauk því með sóma. í iðu stjórnmálanna Hann hneigðist til stjórnmála í lok 7. áratugarins, en raunveruleg- ' ur stjórnmálaferill hans hófst áriö 1974, er hann bauð sig fram gegn þingmanninum Jack Flynt undir slagorðinu „Newt Gingrich hefur áhuga á þér". Ekki gekk baráttan sem skildi og Newt tapaði. En hann lét það ekki á sig fá, bauö sig fram aftur 1976, en tapaði þá einn- ig. Árið 1978 bauð hann sig enn og aftur fram, haföi þá skipt um stíl, var orðinn gallharður hægrisinni og réðst á andstæðinga sína sem slíkur. Kjörorð hans í þessari bar- áttu var „Newt heldur fjölskyld- unni saman", en þessu beindi blikana í 40 ár l>ab var söguleg stund í banda- rískum stjórnmálum, þegar nýr meirihluti repúblikana tók vib í fulltrúadeild bandaríska þings- ins, þann 5. desember 1994. Fram að því höfðu demókratar haft meirihluta í fulltrúadeild- inni í meira en fjóra áratugi. Og leiðtogi nýja meirihlutans, for- seti fulltrúadeildarinnar (the Speaker) Newt Gingrich, er stað- ráðinn í að breyta því sem hann telur staðnað þing. Hann vill auka afköst, skilvirkni og ábyrgð þingsins og hann vill koma áætl- un í gegn sem hann kallar „Samning við Ameríku". í þeirri áætlun felst m.a. að taka af meiri hörku á glæpum, hvetja til aukinnar ábyrgðar í samfélaginu, styrkja fjölskylduna, lækka skatta, styrkja herinn, gera eldri borgurum auðveldara að halda auknum hluta tekna sinna, stuðla að því að at- vinnulífið skapi fleiri störf, m.a. með skattalækkunum, reyna að koma hömlum á lögsóknir gegn fyrirtækjum og takmarka tímabil þingmanna á þinginu. Sonur stríöshetju En hver er Newt Gingrich? Hann er fæddur á þjóðhátíðardegi íslend- inga, þann 17. júní 1943, og er því Sem barn dreymdi Gingrich um ab verba annab hvort stjórnmálamabur eba dýra- garbsvörbur. Segja má ab hann hafi hlotnast hvort tveggja sem forseti fuiltrúa- deiidar þingsins. einu ári eldri en lýðveldið, verður 53 ára næsta sumar. Faðir hans, Newt McPherson, var stríðshetja, liösforingi í bandaríska hernum, og félagar hans köllubu hann „stein- andlitib". Móðir Newts, Kit, kynnt- ist Newt eldra abeins 16 ára gömul, en hann var þá 18 ára. Stúlkan varb fljótlega ólétt, þau giftu sig, en sú sæla varði ekki lengi, því einn morguninn lamdi ungi her- maðurinn stúlkuna og þau skildu aðeins nokkrum dögum eftir þann atburð. Þegar Newt var svo þriggja ára, hitti móðir hans Bob nokkurn Gingrich og giftist honum. Næstu 16 ár fóru í að aga drenginn, sem þótti baldinn. Ekki bætti úr að Bob var demókrati, en Newt repúblik- ani. Stráknum gekk vel í skóla, Newt Gingrich er meb atorkusamari þingmönnum á Bandaríkjaþingi. hann gegn andstæðingi sínum, Virginiu Shephard, sem hafði skilib eiginmann og börn eftir heima þegar hún komst á þing. Og hann vann, en aðeins hálfu ári síðar skildi hann við konu sína, sem var fársjúk af krabbameini í leghálsi. Hann giftist síðan Marianne, en þau kynntust í gegnum stjórnmál- in. Þegar Newt kom á þing, var hann enn sem fyrr róttækur og vildi hreinsa ærlega til. Eldri menn sussubu á hann og hvöttu bylting- arsinnann til að fara sér hægt. Fljótlega safnaðist þó í kringum hann hópur róttækra repúblikana, sem m.a. áttu það sameiginlegt að vera á móti velferðarkerfinu. Þeir telja demókrata spillta og vilja hreinsa rækilega til í bandarísku samfélagi. Nú eiga Gingrich og félagar hans í mikilli deilu við Bill Clinton for- seta út af fjárlögum, eins og frægt er orðið og hefur m.a. sést í algerri lokun bandarísku stjórnsýslunnar, eða það sem Kanar kalla „govern- ment shutdown". Repúblikanar, meb Newt fremstan í flokki, hafa Kólumbía: Ekki lengur „fínt" að tengj- ast eiturly fj a bransanum Þessi kólumbíski hermabur er ab sinna skyldustörfum sínum vib ab upprœta valmúa. Herinn hefur verib notabur óspart í baráttunni vib eiturlyfjamafíuna. Þab eru ekki nema tvö ár síðan eiturlyfjabarónarnir í Kólumbíu nutu frægbar og lýbhylli í landi sínu. Þeir veittu fólki atvinnu og styrktu ýmis líknarmál. Fegurð- ardrottningar og íþróttahetjur spókuðu sig í félagsskap þeirra. Forkólfar í vibskiptalífinu keppt- ust um að fá að „þvo" peningana þeirra. En skjótt skipast vebur í lofti. Nú eru Kólumbíumenn eru hver í kapp við annan ab reyna ab af- hjúpa tengsl stjórnmálamanna, viðskiptajöfra og frægra listamanna við eiturlyfjabarónana. Tugir manna, m.a. ýmsir helstu leiðtogar og viðskiptajöfrar þjóðarinnar, mega sæta rannsóknum bæði ríkis- saksóknara, sem er óháður abili þar í landi, og fjölmiðla. Athyglin beinist að háum jafnt sem lágum, allt frá Ernesto Samper, sjálfum forsetanum, sem er talinn hafa þegið fé frá eiturlyfjasölum til að fjármagna kosningabaráttu sína, til tónlistarmannsins Grupo Niche, forkólfs einnar frægustu salsa- hljómsveitar landsins, sem var handtekinn í desember fyrir að hafa notað peninga frá eiturlyfja- hring til þess ab opna diskótek í Cali. Það er sem sagt ekki lengur fínt eba töff — chévere, eins og Kól- umbíumenn segja — að vera eitur- lyfjasali, né ab umgangast þá eða þiggja peninga frá þeim. Hvað veldur þessum umskipt- um? Síaukið ofbeldi á vafalaust stóran þátt í þeim. Ekki síst ofbeld- isherferð Medellin- eiturlyfja- hringsins á síbasta áratug, sem vakti bæði óhug og vibbjóð með fólki. Þegar eiturlyfjasalarnir héldu auk þess innreið sína í lögleg við- skipti olli það töluverðu uppnámi í efnahagslífi landsins. i Restropo, einu hverfinu í Bogotá, þar sem fólk byggir lífsafkomu sína að stór- um hluta á skóiðnaði, misstu menn t.d. gjörsamlega tökin á efnahagsmálunum þegar fyrirtæki, fjármögnub af Cali- eiturlyfja- hringnum, yfirfylltu markaðinn með ódýrum innflutningi. Það voru svo ásakanirnar á hend- ur Samper forseta sem gerbu úts- lagið, en þær eru byggðar á upp- tökum af símtölum sem áttu sér stað á milli leiðtoga Cali-hringsins og manns sem starfar við almanna- tengsl í Cali. Samper heldur því raunar fram að fjárframlögin í kosningabaráttuna hafi verib gerb að sér forspurðum. Nýjasta þjó&hetjan Maðurinn sem ber hitann og þungann af baráttunni gegn eitur- lyfjabransanum í Kólumbíu er Alf- onso Valdivieso, aðalríkissaksókn- ari landsins og nýjasta þjóðhetjan þar. Hann er fyrrverandi ráðherra, en var Jítiö áberandi þangað til hann hann hóf krossferb sína í rík- issaksóknarembættinu á hendur eiturlyfjabransanum og öllum sem á einhvern hátt eru taldir hafa tengst honum. Honum er fulljóst að heimurinn fylgist náib með honum og því starfi sem hann innir af hendi. En hann lítur svo á að þetta starf sé rétt að hefjast, enda sé siðferðileg tvöfeldni jafn útbreidd í Kólumbíu og kókaín. Samkvæmt skoðana- könnun, sem Gallup gerði í desem- ber, telja flestir landsmenn að Sam- ber hafi þegið fé í kosningabarátt- una og ab hann hafi vitað vel hvaban það var fengið — en að hann eigi samt ekki að víkja úr embætti. Spilling hvers konar, sem tengist eiturlyfjabransanum, er enn mikil og útbreidd. Samt er frekar ólíklegt að ferlinu verbi snúið við. Fólk virðist al- mennt vera farið að gera sér grein fyrir að þetta gengur ekki lengur eins og hingað til. Jafnvel menn á borð við Carlos Espinosa virðast sætta sig vib örlög sín, en hann er 31 árs lögfræðingur sem var rekinn úr starfi sínu sem yfirmaður skatta- og tollstofunnar í Kólumbíu vegna þess — eftir því sem hann segir sjálfur — að faðir hans var á ein- hvern hátt tengdur eiturlyfjamafí- unni. Hann spyr reyndar hvers vegna hann ætti að gjalda fyrir syndir föður síns og segist vera fórnarlamb ofsókna. En hann við- urkennir að jafnvel þótt herferð þjóðarinnar hafi komið á þennan hátt niður á honum sjálfum, þá sé þab sem er að gerast tvímælalaust gott fyrir þjóðina. -GB/Reuter

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.