Tíminn - 20.01.1996, Page 17
Wmíwh
17
Laugardagur 20. janúar 1996
Umsjón:
Birgir
Gubmundsson
Með sínu nefi
Bóndadagur var ekki í gær, eins og svo margir virðast hafa haldið, heldur
verður hann næsta föstudag þann 26. janúar og hefst þá þorri.
En Nefið verður á þorralegum nótum engu að síður og tvö gleðskaparlög
koma hér fyrir væntanleg þorrablót. Fyrra lagiö, sem hljómar verða gefnir
við í dag, er „Þegar hnígur húm að þorra", ljóðið er eftir Hannes Hafstein,
en lagið gerði Björn M. Olsen. Hitt er lag C.E.F. Weyse við hið gullfallega
ljóð Jónasar Hallgrímssonar „Vísur íslendinga". Annað lag, hvergi nærri
eins þekkt, er einnig sungið við þetta ljóð, en þessir hljómar passa engan
veginn við það og ætti það því ekki að valda ruglingi.
Góða söngskemmtun!
ÞEGAR HNÍGUR HÚM AÐ ÞORRA
D A7
Þegar hnígur húm að þorra,
D
oft ég hygg til feðra vorra,
G
og þá fyrst og fremst til Snorra,
D A7 D
sem framdi háttatal
D G D
(sem framdi hátta tal,
G D
sem framdi hátta tal)
G
og þá fyrst og fremst til Snorra,
D A7 D
sem framdi háttatal.
Áður sat hann skýr að Skúla
og þar skálda lét sinn túla
;; bæði um hann og Hákon fúla,
sem hirti frelsi vort.;;
Fögur knáttu fullker geiga,
sem aö gaman væri að eiga,
;; full af safa sætra veiga,
er sveif á alla drótt.;;
Snorri kallinn kunni að svalla
og að kæta rekka snjalla,
;; þegar húmi tók að halla
í höllu Skúla jarls.;;
Og hann þoldi að þreyta bögur
og að þylja fornar sögur,
;; já, allt fram til klukkan fjögur,
þá fór hann í sit ból.;;
D
A7
r
X C 0 1 3
11 i 4 >
<
X 0 I I l 3
2 10 0 0 3
Samt frá hilmi heim hann stundar
út til helgrar fósturgrundar,
;; og sitt skip að búa skundar
það skáldmæringa val.;;
Þá kom boð frá herra Hákon,
sem var harður eins og Drákon.
;; „Ég er hákon-", sagði Hákon,
„ég er hákonservatív." ;;
„Ég vil út! Ég vil út að bragði!
Eg vil út," þá kempan sagði.
;; „Ég vil út", og út hann lagði
til íslands sama dag." ;;
Af því beið hann bana síðar
fyrir buðlungs vélar stríðar.
;; Síðan gráta hrímgar hlíðar
og holt um Borgarfjörð.;;
VISUR ISLENDINGA
C G C
Hvað er svo glatt sem góðra vina fundur,
C F C G
er gleðin skín á vonarhýrri brá?
C G C G
Eins og á vori laufi skrýbist lundur,
G7 G D7 G
lifnar og glæðist hugarkætin þá;
E Am
og meðan þrúgna gullnu tárin glóa
F C G7 C G
og guðaveigar lífga sálaryl,
C F C
þá er þaö víst, að bestu blómin gróa
F C G7 C
í brjóstum, sem að geta fundið til.
Látum því, vinir, vínið andann hressa,
og vonarstundu köllum þennan dag,
og gesti vora biðjum guð að blessa
og best að snúa öllum þeirra hag.
Látum ei sorg né söknuð vínið blanda,
þó senn í vinahópinn komi skörð,
en óskum heilla' og heiðurs hverjum landa,
sem heilsar aftur vorri fósturjörð.
Það er svo tæpt að trúa heimsins glaumi,
því táradaggir falla stundum skjótt
og vinir berast burt á tímans straumi,
og blómin fölna á einni hélunótt.
Því er oss best að forðast raup og reiði
og rjúfa hvergi tryggð né vinarkoss;
en ef við sjáum sólskinsblett í heiði,
að setjast allir þar og gleðja oss.
Látum því vinir! vínið andann hressa,
og vonarstundu köllum þennan dag,
og gesti vora biðjum guð að blessa
og best að snúa öllum þeirra hag;
því meðan þrúgna gullnu tárin glóa
og guðaveigar lífga sálaryþ
þá er það víst, að bestu blómin gróa
í brjóstum, sem að geta fundið til.
C
X 3 2 0 1 0
i ■< M
i »
1 > t'
G7
D
3 2 0 0 0 1
X 0 0 2 1
Am
"p » r < >
1 4 j « l < »
1 1 □
Jl r
4 egg
2 dlsykur
2 msk. smjör
Raspað hýði af
1/2 sítrónu og 1 appelsínu
3 gulrætur (ca. 200 gr)
4 dl hveiti
1 tsk. lyftiduft
Ofninn stilltur á 175°. Aflangt
form smurt og raspi stráð inn í
það. Egg og sykur þeytt létt og
ljóst. Smjörið brætt. Sítróna og
appelsína þvegnar. Gulræturnar
skolaðar og þær raspaðar niður,
ásamt hýði, sítrónu og appels-
ínu. Hveitinu, lyftiduftinu, gul-
rótum, appelsínu- og sítrónu-
hýði og bræddu smjörinu hrært
saman við eggjahræruna. Deig-
ið sett í formið, bakab nebarlega
í ofninum í ca. 60 mín. Kakan
smurð með flórsykurbráð, sí-
trónu- og/eða appelsínuraspi
stráb yfir (þ.e. flórsykur hrærður
með sítrónusafa).
S&in&u.toppa/*' á
ano.no.senO'iðam
Fyrir 4
200 gr skinka
200 gr grænar baunir
4 sneibar ananas
2 1/2 dl ananassafi
2 msk. sherry eða hvítvín
5 matarlímsblöö
1 msk. sjóbandi vatn
100 gr majones
1 msk. sinnep
Skinkan er skorin í litla bita.
Blandið saman ananassafa og
víni. Bræðið matarlímið, bland-
ið sjóðandi vatni saman við og
hellið því í safann. Smyrjið 4
bolla með matarolíu, látið 1-2
msk. af safa í hvern bolla og lát-
ið það bíða um stund uns það
stífnar. Blandið saman skinku
og grænu baununum, látið í
bollana og hellið safanum yfir.
Látið stífna. Hvolfið úr bollun-
um á ananassneiðar, sem hafa
verið settar á litla diska (Gott er
að setja heitan klút aðeins yfir
bollann áður en honum er
hvolft, þá losnar strax úr).
Skreytið með majonestopp og
salatblöðum, baunum og tóm-
ati. Kryddið majones meb sinn-
epi og örlitlum ananassafa og
berið með ásamt brauði, nýju,
heitu eba ristubu.
Dstasíonsur
Alltaf jafngóðar nýbakabar
meb kaffi- eba tesopa.
125 gr smjör
8 dl hveiti (ca. 450 gr)
2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
2egg
1 1/2 dl mjólk
50 gr niðurrifinn ostur
Smjörið mulið saman við
hveitið, lyftiduftið og saltið.
Vætt í með eggjunum og mjólk-
inni, hnoðaö saman í þétt deig.
Ostinum hnoðað saman vib.
Einnig má skipta deiginu í
tvennt og nota þá ost í annan
helminginn. Deigið flatt út í 1-1
1/2 sm þykkan hleif. Stungnar
út kringlóttar kökur með glasi
eba skornar út ferkantaðar kök-
ur með hníf. Kökurnar bakaðar
við 200” í 15-20 mín.
He,ií/w6Ítito‘iéö&a/c
Svo ágætar meb morgun-
kaffinu, meb osti, marmel-
abi eba bara smjöri.
2 msk. smjör
2 1/2 dl mjólk
25 gr ger
1/2 tsk. salt
1 msk. síróp
3 1/2 dl heilhveiti
2 dl hveiti
Smjörið er brætt, mjólkinni
bætt út í, haft ylvolgt (ca. 37”).
Gerinu blandað saman við. Bæt-
ið salti, sírópi og næstum öllu
hveitinu út í, afganginn af
hveitinu notum við til að
hnoða deigið saman. Deigib er
svo látið hefast í 30 mín. undir
stykki. Búin til lengja úr deig-
inu, sem svo er skorin í ca. 25
bita. Þeir eru svo hnobaðir í
bollur, sem settar eru á pappírs-
klædda plötu. Bollurnar látnar
hefast í 30 mín. með stykki yfir
og síban bakaðar við 250“ í ca.
10 mín. Bollurnar klofnar í
tvennt (best er að gera þab með
gaffli), svo settar aftur inn í ofn-
inn í ca. 1-2 klst. vib 100”.
Lára ábur. Lára eftir.
Það er gaman að fá sér
nýja hárgreiðslu. Á þess-
um myndum sjáum við
að Lára varð alveg ný
kona þegar hún kom út
af hárgreiðslustofunni,
með smávegis lagfær-
ingu og góðum ráðum
varbandi andlitssnyrt-
ingu.
Áður var hárið á Láru
of sítt. Það varð að stytta
það, svo hálsinn sýndist
lengri. Smávegis hress-
ingu í kringum fallegu
bláu augun hennar og
vara- og kinnalit í mjúk-
um rósalit. Á myndinni
til hægri sjáum vib ab
Lára hefur verið snyrt í
mildum litum, hárið
klippt í styttur og gefib
smá lyfting, og Lára er
orðin huggulegri stúlka
meb ekki meiri tilfær-
ingum.
Vib brosum
Barnið: Mamma sjáðu. Þarna liggur skeifa.
Móbirin: Já, veistu hvab það þýðir?
Barnið: Já, nú verður einhver veslings hestur að labba á
sokkaleistunum.
Þab var barið ab dyrum hjá Pétri múrara. Ungur mabur
stób fyrir utan með söfnunarbauk.
„Vill frúin láta okkur hafa eitthvab á drykkjumannaheim-
ilib Von?" spurbi hann.
„Já, já, ef þú kemur aftur um 7-8- leytið, þá fáið þið mann-
inn minn."
í óperunni:
A: Finnst þér ekki stórkostlega gaman að fara í óperuna?
B: Jú, jú, þab finnst mér svo sannarlega. Bara ef þeir syngju
ekki svona mikið.
Það var barið að dyrum. Úti fyrir stóð maður með spjald
sem á stób: „Ég er mállaus. Vilt þú kaupa af mér jólakort?"
Konan keypti kortin.
„Kærar þakkir," sagði maburinn.
„En þú sagðist vera mállaus," sagbi konan.
„Já, en þetta er líka þab eina sem ég kann að segja."