Tíminn - 13.02.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.02.1996, Blaðsíða 3
3 Þriðjudagur 13. febrúar 1996 ------- oxj,v m p.a'irBHiffB Sveitarfélögin þurfa aö punga út 2-3 milljöröum í aukakostnaö vegna einsetningu grunnskólans: Þjóðarátak um einsetningu grunnskólans „Þetta er lögbundiö skyldu- verkefni sveitarfélaga og ég lít á þaö sem hreint þjóöarátak aö koma þessu í framkvæmd og þar er ábyrgð ríkisins ekk- ert minni en sveitarfélaganna. Þaö er ríkiö sem setur þessi lög. Ég tel aö ríkiö eigi aö sjá sóma sinn í því ab tryggja sveitarfélögunum nægilegar tekjur til aö þau geti sinnt þessu með reisn," sagöi Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson, for- maöur Sambands íslenskra sveitarfélaga, í samtali vib Tímann í gær en vildi þó ekki nefna hve útsvarið þyrfti aö hækka mikiö, á kostnað tekjuskatts, til ab mæta vib- bótarútgjöldum vegna ein- setningar sem sveitarfélögin taka á sig þegar grunnskólinn flyst alfariö til sveitarfélag- anna um næstu áramót. Fram hefur komiö í fjölmiöl- um aö vegna ákvæöis grunn- skólalaga um m.a. einsetningu skóla og fjölgun kennslustunda muni kostnaöur viö rekstur grunnskólanna aukast um 2-3 milljarða á komandi árum, en á fjárlögum ríkisins er reksturinn áætlaöur um 6,2 milljaröar. Samkvæmt þessu gæti rekstrar- kostnaöur fariö upp í 9 milij- arða. Vilhjálmur segir þessar töl- ur ekki alls kostar réttar þar sem þessi viðbótarkostnaður sé að stórum hluta stofnkostnaöur, en ekki varanlegur viðbótar- kostnaöur, og miðist viö að allir grunnskólar veröi einsettir fyrir áriö 2001. Um 130 skólar af 200 grunnskólum landsins eru nú þegar einsetnir en byggja þarf nýjar kennslustofur og koma upp mötuneyti þegar skólar eru einsettir. „Þetta eru upplýsingar sem fulltrúar sveitarfélaganna hafa sett fram til þess aö þjóðin geti áttaö sig á því hver kostnað- ur samfélagsins er vegna þessara laga." Starfshópur sem meta átti kostnaö við tilfærslu grunnskól- ans skilaði verkefnisstjórn skýrslu í morgun og segir Vil- hjálmur aö eftir þaö verði geng- iö til samninga milli ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna til aö mæta þessum kostnaði og þeirri vinnu veröi aö vera lokið fyrir mánaðamót. -LÓA Ceirfinns- og Guömundarmál enn á döfinni — Sœv- ar Ciesielski fœr lögmann sér viö hliö sem freista mun þess aö fá málin endurupptekin. Ragnar Aöal- steinsson hœstaréttarlögmaöur: Þjóðin hefur verið í óvissu með þetta mál Ragnar Abalsteinsson hæsta- réttarlögmabur hefur verib skipaöur til aö taka aö sér mál Sævars Ciesielski, sem á sínum tíma var dæmdur fyrir hlut- deild í svoköllubum Geirfinns- og Guömundarmálum, hvarfi tveggja ungra manna á árinu 1974. Sævar heldur fram sak- leysi sínu í málum þessum og hefur sjálfur unnib ab endur- upptöku málsins. „Hlutverk mitt er aö gera grein fyrir sjónarmiöum Sævars, hvaða rök séu aö baki beiðni hans um endurupptöku málsins. Þjóöin hefur eins og vitaö er verið í óvissu með þetta mál," sagöi Ragnar Aðalsteinsson í gær. Sævar Ciesielski rak sjálfur mál sitt þegar hann óskaöi eftir end- urupptöku málsins á grundvelli nýrra gagna sem hann taldi sig hafa. Óskab var eftir umsögn embættis saksóknaraembættis- ins. Ríkissaksóknari er hinsvegar talinn vanhæfur vegna fyrri af- skipta af málinu og var þá skip- aður sérstakur saksóknari í mál- iö, Ragnar Hall, hæstaréttarlög- maöur. Ragnar skilaði áliti sínu eftir eitt ár. Efnislega gengur það út á að hann mælir ekki með endurupptöku málsins. í þessum efnum gildir jafnræö- isregla sem svo er kölluð, til að skapa mönnum færi á aö koma sjónarmiðum sínum á framfæri með aðstoð löglæröra manna. Var Sævari samkvæmt henni boðið upp á aö tilnefna lögmenn til aö gera grein fyrir sínu máli. Veröi í kjölfar vinnu Ragnars Aöalsteinssonar tekin áköröun í Hæstarétti um endurupptöku Geirfinns- og Guömundarmála, þá veröa málin flutt upp á nýtt. -JBP Tímamynd: S Bibröbin vib Plúsferbir í fyrrinótt. Sólarlandaferöirnar komnar í bullandi kynningu, „auglýsingatilboö" feröaskrifstofanna þýöa hrollkaldar nœtur hjá mörgum. Helgi Jó- hannsson, Samvinnuferöum-Landsýn: Tiíboðin era allt að 18% lægri en í fyrra Talsverbur hópur fólks þrauk- aöi frostkalda mánudagsnótt fyrir utan skrifstofu nýrrar ferbaskrifstofu, Plúsferba, sem mun vera eign Úrvals- Útsýnar, sem aftur er eign Flugleiba. Til- gangurinn var ab hreppa far- miba til Glasgow og Billund í Danmörku á 9.900 krónur. Hér var aðeins um aö ræöa 100 farmiöa, sem voru fljótir að ganga út, sérstaklega var Dan- merkurferöin vinsæl. Samvinnuferöir-Landsýn, stærsta feröaskrifstofa landsins hyggur á svipað tilboö, en býö- ur 200 farmiða á góöu veröi á miðvikudagsmorguninn, frá 9.500 til 14.900 krónur. Helgi Jóhannsson forstjóri S-L segir þessar næturstundir skapa mikla stemmningu, ekki kvef. Hann viti um par sem hittist í rööinni í fyrra, og hafi nánast ekki séb hvort af öðru síðan! Stemmningin er komin í full- an gang og samkeppni ferða- skrifstofanna sem aldrei fyrr. Samvinnuferðir hafá brotið ísinn meö allt aö 18% verðlækk- un á sólarlandaferöum. Helgi Jóhannsson segir aö allt hafi lækkað, mismikiö eftir stööum. „Við vorum nú vændir um hvíta lygi, en nú er dómsdagur upprunninn og sannleikurinn kominn í ljós. Það var sagt aö viö værum bara að bjóöa 18 sæti á þessu góða verði. Þau eru nær 18 þúsundum sætin sem stór- lækka í verði," sagöi Helgi Jó- hannsson. Hann sagði aö með- an beðið var eftir bæklingnum með nýju verðunum hafi S- L auglýst Þýskalandsferðir á mun lægra veröi en í fyrra. Þaö hafi þýtt aö fargjöld Flugleiða lækk- uöu. Helgi sagöi aö sér væri fyrir- munað aö sjá hvers vegna Flug- leiöir eru í stööugri samkeppni viö feröaskrifstofurnar meö af- slætti í sólarferðum og sumar- húsaferðum. „Maöur spyr sig hvers vegna þeir lækka heldur ekki fargjöld- in í stað þess aö keppa viö ferða- skrifstofunar og reyna þannig að klekkja á þeim. Svo hækka þeir fargjöldin og láta almenn- ing borga þennan stríðskostnaö gegn feröaskrifstofunum," sagði Helgi. Samvinnuferöir-Landsýn fljúga meö TriStar breiðþotu frá Atlanta. Helgi segir að góöir samningar viö flugfélag með svo stóran farkost leyfi þær verölækkanir sem nú hafa séð dagsins Ijós. „Viö höfum engar áætlanir um að láta fólk bíöa fyrir þetta fáa miða. Viö höfum fáa miöa aö bjóða á þessu veröi. Viö vinnum stööugt aö því aö ná niður veröinu og raunverðið hefur lækkaö verulega á undan- förnum árum," sagöi Einar Sig- urösson blaöafulltrúi Flugleiða í gær. Flugleiöir auglýsa nú „sumar- leyfisunað á Spáni" og „sumar- hús í Danmörku", vikuferöir á lægri veröum en bjóðast í reglu- bundnu áætlunarflugi. Einar sagöi aö Flugleiöir tækju hins vegar þátt í almennri sam- keppni á markaðnum, en ekki meö því aö varpa út 100 eöa 200 farmiðum á lágu veröi sem væri ekki gert nema í auglýsinga- skyni. Fimm starfsmenn vinna hjá Plúsferöum. Laufey Jóhanns- dóttir er framkvæmdastjóri og segir að áhersla sé lögð á ódýran rekstur og einfaldari þjónustu, engir glansbæklingar sem kosta mikið fé. Hún segir aö boðið sé upp á alveg þokkalega gististaöi er- lendis, engan lúxus en góö þæg- indi. Flogið er meö Flugleiðum. „Við erum afar stolt og glöö af því að viö fljúgum með Flug- leiöum og geröum alla okkar samninga viö þá," sagöi Laufey. -JBP Mikil loönuveiöi á miöunum út af Stokksnesi. Aukiö viö kvótann. Súlan EA: Einn viðsnúning til vibbótar uppá ermina „Viö erum hérna beint út af verndurum okkar á Stokks- nesi undir mikilli og góöri hervernd. Lobnan er eitt- hvaö hrædd vib þá því hún hefur lagst á botninn," sagbi Bjarni Bjarnason skipstjóri á Súlunni EA 300 um miöjan dag í gær. Hann bjóst viö ab lobnan mundi lyfta sér þeg- ar hann færi ab skyggja og þá yröi trúlega gób veiði eins og verið hefur undanfarna daga á lobnumiðunum. Mikil og góö loðnuveiði hef- ur verið á miðunum við suö- austurströndina og er loðnu landað til bræðslu og frysting- ar allt vestan frá Akranesi og noröur til Raufarhafnar. Sjó- mönnum finnst þó hráefnis- verö á loðnu upp úr sjó ekki hafa hækkaö sem skyldi á milli ára, auk þess sem verðmunur- inn á loðnu til bræðslu og hinsvegar til frystingar Sé ekki mikill að teknu tilliti til þess tíma sem fer í aö landa henni til frystingar. „Ætli menn verði ekki að bretta enn einn snúning upp á ermina," sagbi Bjarni skip- stjóri á Súlunni um þá ákvörö- un stjórnvalda að bæta 350 þúsund tonnum viö útgefinn bráöabirgðakvóta. Samkvæmt því nemur heildarkvótinn rúmum 900 þúsund tonnum á vertíðinni. Sökum dræmrar veiði fyrir áramót er nóg eftir af kvótanum, eöa eitthvað um 600 þúsund tonn þegar við- bótin er reiknuð með. í loðnubæjunum er einnig allt á fullu viö loðnufrystingu fyrir Japansmarkaö og aöra markaði í Asíu. Víöa er unnið á vöktum allan sólarhringinn á meðan hráefni er til staðar. Til aö afkasta sem mestu í frystingunni eru öll tiltæk tæki notuð og m.a. er nokkur fjöldi frystitogara eingöngu í því að frysta loðnu á Aust- fjörbum. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.