Tíminn - 13.02.1996, Blaðsíða 16

Tíminn - 13.02.1996, Blaðsíða 16
Vebrlb (Byggt á spá Ve&urstofu kl. 16.30 í gær) • Suburland til Vestfjarba: Vaxandi subaustanátt, allhvöss eba hvöss sunnan- og subaustanátt og rigning síbdegis. Hlýnar smám saman og hiti síbdegis verbur 1 til 6 stig. • Strandir og Norburland vestra: Vaxandi sunnanátt, allhvöss eba hvöss upp úr hadeqi oq riqninq. Hlýnar smám saman oq hitinn verbur 1 til 6 stig síbdegis. • Norburland eystra til Austfjarba: Sunnan gola og léttskýjab fram- an af en kaldi og skýjab síbdegis. Hlýnar smám saman og síboegis verb- ur hitinn nálægt frostmarki. • Subausturland: Hlýnar smám saman og þykknar upp meb hægt vaxandi sunnanátt. Sunnan kaldi eba stinningskaldi, súld eba rigning og hiti 1 til 5 stig undir kvöld. Niöyrstaba nefndar um tillögur varöandi útflutning í heilbrigöisþjónustunni: Utflutningur á plasma og fósturgreiningarrannsóknir Ni&urstöbur vinnuhóps sem skipabur var af framkvæmda- stjórn Ríkisspítala til ab vinna ab tillögum varbandi útflutn- ing á heilbrigbisþjónustunni, kemst skv. heimildum Tímans ab þeirri niburstöbu ab Ríkis- spítalar séu fyllilega sam- keppnishæfir vib erlendar gjaldskrár hvab verb snertir. Lega landsins og verblag geri þab hins vegar ab verkum ab ferba- og dvalarkostnabur verbi í hærra lagi. Þetta kemur ekki ab sök ab mati vinnuhópsins ef sjúklingar þurfa hvort sem er aö leita sér lækninga fjarri heimalandi sínu eöa ef gjaldskráin hérlendis er þab miklu lægri aö munurinn nái aö mæta kostnaöi vegna feröa og uppihalds. Verkefni nefndarinar skiptist í Prestskosningar á Vest- urlandi: Guöjón vann Braga Guöjón Skarphébinsson gub- fræbingur hlaut 153 atkvæbi, eba 68% greiddra atkvæba í prestskosningum í Stabastab- arprestakalli á Snæfellsnesi um sl. helgi. Séra Bragi Bene- diktsson fékk 69 atkvæbi, eba 30,66% atkvæba. Kosningin var lögmæt. Þá fóru einnig fram prests- kosningar í Saurbæjarpresta- kalli á Hvalfjaröarströnd um helgina. í þeim kosningum fékk sr. Kristinn Jens Sigurþórsson sóknarprestur á Þingeyri flest atkvæöi, eöa 39,5% greiddra at- kvæöa. Kosningin var ekki lög- mæt þar sem sr. Kristinn Jens náöi ekki 50% greiddra at- kvæöa. Engu aö síður má reikna með aö sr. Kristinn Jens hljóti stööuna vegna þess aö hann fékk flest atkvæöi af þeim sem voru í kjöri. -grh grófum dráttum í tvennt: Aö flytja verkefni til landsins, þ.e.a.s. annast ákveöna þætti heilbrigöisþjónustu fyrir aðrar þjóöir og annast verkefni sem nú eru gerð á íslendingum er- lendis. Og hins vegar aö flytja verkefni frá landinu og annast þau erlendis. Niöurstaöa yfirlækna sem vinnuhópurinn hafði samband viö mun jafnframt hafa verib aö algjörlega yröi aö vera tryggt að „ágóöi", sem af slíkum verkefn- um kynni að skapast, kæmi þeim sem hann sköpuðu, eða a.m.k. sjúkrahúsinu til gróöa, en leiddi ekki til skertra fjárveit- inga eða nýtingu ágóðans til gjörsamlega óskyldra þátta í þjóbfélaginu. Jafnvel þótt færa mætti rök aö því aö t.d. aðgerð- ir á útlendingum gætu veitt nýju fé til heilbrigðiskerfisins og þannig e.t.v. hjáipaö til aö stytta biölistann fyrir íslendinga, væru allar ákvarðanir sem snertu íslenska sjúklinga sem biöu aðgerðar vandmeöfarnar og mættu ekki lengja biölista. Og umræður um aukna starf- semi í skugga niðurskurðar, lok- ana deilda, lengingu biölista og fullnýtts starfsfólks, ætti trauöla rétt á sér. Sem möguleika á nýtingu vannýttra tækja eöa annarra tækifæra nefnir vinnuhópurinn útflutning á plasma, geislalækn- ingar meö línuhraöli og meö- ferö meö nýrnasteinsbrjóti. Tæknifrjóvgunarþjónusta, hjartaaðgeröir, liöskiptaaögerö- ir, endurhæfing, fósturgreining- arþjónusta, rannsóknarstofu- þjónusta, erfðatækni og klínísk rannsóknaverkefni eru meðal möguleika á aðgeröum eöa þjónustuþáttum fyrir útlend- inga hérlendis. Ennfremur mun í skýrslunni rætt um þróunaraö- stoö, s.s. aöstoö viö upphaf geislalækninga í Namibíu og ráðgjöf viö barnaspítala í Vilni- us, Litháen. Hvaö varöar heil- brigöisþjónustu fyrir Grænlend- inga og Færeyinga er bent á til- boö um sérstakar aögeröir eöa Sýknudómur í máli Sveinbjörns á Súganda. Sjávar- útvegsráöuneytiö: Ekkert fordæmisgildi „Þessi domur hefur ekkert for- dæmisgildi vegna þeirra breytinga sem síban hafa orb- iö á lögunum," segir Ari Edw- ald abstobarmabur sjávarút- vegsrábherra. Hann segir ab niburstaba dómsins hefbi engu ab síbur komib á óvart. Þab sé hinsvegar ákæruvalds- ins ab ákveöa hvort málinu verbur áfrýjab. Héraösdómur Vestfjaröa hef- ur sýknab Sveinbjörn Jónsson trillukarl á Suðureyri viö Súg- andafjörö af ákæm fyrir aö hafa róið til steinbítsveiða á bann- degi. Atburöurinn átti sér staö í fyrra í þann mund sem kosið var til Alþingis. Þá réru 12 krókabátar á Vestfjörðum til fiskjar á banndegi krókabáta en Fiskistofa kærði skipstjóra bát- anna fyrir ólöglegar línuveiðar. Sjómennirnir töldu aftur á móti aö þeir væru i fullum rétti til að róa til steinbítsveiða á banndegi þar sem þær veiöar væru ekki háöar takmörkunum sam- kvæmt lögum. -grh þjónustuþætti og aðstoð viö heilbrigðisþjónustu í víðari skilningi. í samantekt tillagna vinnu- hópsins segir m.a. aö leggja ætti til fjármagn til plasmaútflutn- ings á vegum Blóðbankans. Kannaö veröi hvort finna megi markab fyrir vannýtta afkasta- getu línuhraöals og nýrna- steinsbrjóts. Mótuö veröi af- staöa spítalans og heilbrigðisyf- irvalda á hvern hátt ákveönar hugmyndir snerti biölista og ráöstofun „ágóöa" og leitaö verði eftir formlegu samstarfi Útflutningsráðs og annarra meö reynslu á sviöi markaössetning- ar erlendis. Þá verði óskaö eftir samstarfi viö heilbrigöisráðu- neytiö um gerö tilboðs til Græn- lendinga og Færeyinga um þátt- töku í heilbrigbisþjónustu þeirra. Skýrslan gerir hátækniaögerð- um einnig skil og mun niður- staöa hennar aö glasafrjóvganir og lýtalækningar kæmu helst til greina sem útflutningsvörur. -BÞ Hér má sjá útvarpiö góöa sem kveikt var á í versluninni, en þaö hefur veriö lagt á eldavélina. Tímamynd: GS Matvöruverslun gert aö greiöa fyrir opinberan tónlistarflutnings til STEFs. Marís Gilsfjörö kaupmaöur: Megum ekki lengur hlusta á útvarpiö Matvöruverslun í vesturbænum í Reykjavík, verslun M. Gilsfjörð viö Bræbraborgarstíg, hefur verib dæmd til ab greiba STEF gjöld fyr- ir opinberan tónlistarflutning. Dómur var felldur í Hérabsdómi Reykjavíkur í lok síbustu viku. Kaupmaburinn, Marís Gilsfjörb, segir ab hann hafi aldrei stabib fyrir tónlistarflutningi í búbinni sinni, vibskiptavinir sínir séu vægast sagt undrandi á dómnum. Marís segir ab í versluninni sé um ab ræba útvarpstæki inni á skrif- stofu. STEF segir ab hátalari hafi verib í búbinni. Gunnar Stefánsson, innheimtu- stjóri STEFs, sagði í samtali vib Tím- ann í gær að þarna hefbi verið vib- hafður tónlistarflutningur í versl- uninni. Fyrir slíkt beri mönnum ab greiöa eigendum flutningsréttar. „Auövitab er kaupmanni heimilt að hafa tónlist í verslun sinni, en hann þarf ab greiða fyrir opinberan tónflutning," sagbi Gunnar. Gunnar sagði ab slíkur tónlistar- flutningur, lágvær tónlist í flestum tiivikum, væri víða í verslunum. Um væri að ræða tónlist úr útvarpi, eða jafnvel sérstaka verslanatónlist sem á að höfða til viöskiptavina til að fá þá til ab eyba meiru í búðinni. Greiðsla verslana fyrir tónlistar- flutning er ekki há. Verslun sem er innan vib 50 fermetrar ab stærb greiöir rúmar 5.000 krónur á ári, verslun sem er 51 til 100 fermmetr- ar greibir um 10.000 krónur. Marís Gilsfjörb var talinn skulda 2 ára greibslur til STEFs, fjárhæðin var rúmar 20.000 krónur. Ab sögn Gunnars Stefánssonar hafa dómar í svipuðum málum fallib varðandi opinberan tónlistarflutning á gisti- heimilum og í veitingahúsum. Fyr- irtæki í hársnyrtiibnaðinum hafa verið treg til ab greiða STEF-gjöld, sem þau hafa verið rukkub um. Þessi dómur hefði án efa fordæmis- gildi gagnvart þeim. M. Gilsfjörb var dæmdur á þeirri forsendu aö hátalari hefbi verið frammi í búðinni og tónlistarflutn- ingur því oröinn opinber. Þessu hafnar Marís Gilsfjörö, kaupmaður. „Eg hef ekki séð dóminn, vib eig- um eftir ab skoða hann. Þab eru all- ir gáttaöir á þessu og sjálfur á ég ekki eitt einasta orð. Ég er ekki að spila neina tónlist fyrir kúnnana sem koma hingað í búbina. Þaö er ekki rétt ab vib séum meb hátalara í búðinni. Við erum með útvarpstæki til að hlusta á fréttir og einhverja tónlist vib vinnuna. Eftir þessu að dæma megum við ekki lengur hlusta á útvarpið," sagöi Marís Gils- fjörö í gær. Hann sagðist ekki viss hvort hann léti málið ganga áfram til Hæstaréttar. -JBP

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.