Tíminn - 13.02.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.02.1996, Blaðsíða 7
Þri&judagur 1 3. febrúar 1996 7 Kjallaraleikhúsiö sýnir nýlegt verk Edwards Albee: Þrjár kon- ur stórar Leikhópur Kjallaraleikhússins hefur hafið æfingar á leikrit- inu Þrem konum stórum (e. Three Tall Women) eftir bandaríska leikritaskáldið Ed- ward Albee í þýðingu Hall- gríms H. Helgasonar. Helgi Skúlason er leikstjóri, en með hlutverk fara Helga Bach- mann, Edda Þórarinsdóttir og Halla Margrét Jóhannesdóttir. Elín Edda Árnadóttir annast hönnun búninga og leikmynd- ar og framkvæmdastjórn er í höndum Þorsteins M. Jónsson- ar. Fyrirhugað er að frumsýna Þrjár konur stórar um miðjan mars og verða sýningar í Tjarn- Styrkjum Leiklistarráðs úthlutað Menntamálaráðuneytiö hef- ur, að fengnum tillögum frá framkvæmdastjórn Leiklistar- ráðs, úthlutað framlögum af fjárlagaliðnum „Starfsemi at- vinnuleikhópa" 1995, sem hér segir: Flugfélagið Loftur, til uppsetn- ingar á leikritinu „Bein útsend- ing" eftir Þorvald Þorsteinsson, kr. 2 milljónir. Möguleikhúsið, til uppsetning- ar á leikritinu „Ekki svona" eftir Aðalstein Ásberg Sigurösson og Pétur Eggerz, kr. 2 milljónir. Hvunndagsleikhúsið, til upp- setningar á sýningunni „Tróju- dætur og jötunninn" eftir Evrípí- des, kr. 1,5 milljón. Bandamenn, til uppsetningar á leikritinu „Amlóðasaga" eftir Svein Einarsson, kr. 1,5 milljón. Svöluleikhúsið, til að vinna dansverkið „Konan og köttur- inn", kr. 750 þúsund. Augnablik, til að semja og flytja leikverk byggt á þemanu um Tristan og Isold, kr. 700 þúsund. Brynja Benediktsdóttir, til upp- setningar á 4 einþáttungum á 4 tungumálum, kr. 500 þúsund. Benedikt Erlingsson, til einleiks sem byggir á Gunnlaugs sögu ormstungu, kr. 300 þúsund. Annað svið, til undirbúnings uppsetningar á leikritinu „Svan- urinn" eftir Elisabeth Egloff í þýð- ingu Árna Ibsens, kr. 250 þúsund. Kjallaraleikhúsið, til undirbún- ings á leikritinu „Þrjár konur stór- ar" eftir Edward Albee í þýðingu Hallgríms Helgasonar, kr. 250 þúsund. Leikfélag íslands, til undirbún- ings uppsetningar á leikritinu „Stone Free" eftir Jim Cartwright í þýöingu Magnúsar Geirs Þórðar- sonar, kr. 250 þúsund. Hafnarfjarðarleikhúsið Her- móður og Háðvör, tveggja ára starfssamningur og nemur fram- lagið 4 milljónum króna á þessu ári. 33 leikhópar sóttu um verk- efnaframlög og 8 hópar um starfs- styrk til lengri tíma. Til úthlutun- ar voru 14 milljónir króna. í framkvæmdastjórn Leiklistar- ráðs sitja Vilborg Valgarðsdóttir, framkvæmdastjóri Bandalags ís- lenskra leikfélaga, Hlín Agnars- dóttir leikmyndahönnuður, og Ólafur Haukur Símonarson leik- ritaskáld. ■ arbæ (áöur Tjarnarbíó). Kjallaraleikhúsið var stofnað árið 1986 af Helgu Bachmann í tengslum við uppfærslu hennar á Reykjavíkursögum Ástu í kjall- ara Hlaðvarpans við Vesturgötu. Uppfærslan fékk mjög góðar viðtökur og urðu sýningar um 100 talsins. Kjallaraleikhúsið hefur ekki starfað samfellt, en tekst nú á hendur þetta rómaða verk eftir einn athyglisverðasta leikritahöfund samtímans. Leikritið Þrjár konur stórar var fyrst frumsýnt í Enska leikhús- inu í Vín árið 1991 undir leik- stjórn höfundar. Að undan- förnu hefur verkið verið sýnt við fádæma góðar undirtektir í New York og London og fengið einróma lof gagnrýnenda. Verk- ið hefur hlotið fjölda verðlauna og meðal þeirra eru Pulitzer- verðlaunin fyrir leikverk árið 1994. Edward Albee er íslenskum leikhúsunnendum að góðu kunnur. Rétt er að minnast sýn- inga Þjóöleikhússins og Leikfé- lags Akureyrar á Hver er hrædd- ur viö Virginíu Woolf (e. Who's Afraid of Virginia Woolf), en einnig má nefna Sögu úr dýra- garðinum (e. The Zoo Story) og Ótrygg er ögurstundin (e. A Del- icate Balance). í nýlegu viðtali lét Albee þess getið að besta svar hans við spurningunni hvað það tæki hann langan tíma að vinna leik- rit væri „allt lífið". Albee segist geta tímasett nákvæmlega hve- nær hann byrjaði að vinna Þrjár konur stórar. Það haldist í hend- ur við fyrstu minningu sína sem barn. Hann var í (jögurra manna hópi á lítilli hæð. Fólkið var að virða fyrir sér nýbygg- ingu. Þrír fullorðnir og eitt barn. Fósturforeldrar Albees, barn- fóstra hans og hann sjálfur, þriggja mánaða gamall í örmum barnfóstrunnar. Minningin er sjónræn, fólkið, húsið, vinnu- pallar og umhverfið. Þá byrjaði sagan sem er efniviðurinn í Þrjár konur stórar. Verkið er öðrum þræði upp- gjör Albees við kjörmóður sína, sem ættleiddi hann tveggja vikna gamlan. Þau áttu ekki skap saman og ungur öölaðist hann þá fullvissu ab sér liði bet- ur án hennar. Þegar Albee var átján ára gamall, fór hann að heiman og lét ekki sjá sig í for- eldrahúsum í ríflega tvo áratugi, eða þar til að móðir hans veikt- ist alvarlega. Þá fór hann aö heimsækja hana öörum þræði vegna þess ab hann hélt að hana vantaöi félagsskap. Þau ræddu aldrei brotthvarf hans, langa fjarveru eba afskiptaleysi. Móðir hans var honum reið og það tókust aldrei meö þeim sættir. Edward Albee segir aö sumir rithöfundar hafi þann hæfileika að geta hvort tveggja í senn, verið virkir þátttakendur í eigin lífi og fylgst hlutlægt með sjálf- um sér utan frá í lífsins leik. Þessi hæfileiki hafi gert honum kleift að skrifa Þrjár konur stórar fordómalaust. Þótt undirtónn verksins sé harmrænn, þá er fléttað inní það óborganlegri kímni sem lyftir af því þunga al- vörunnar. Aöstandendur Kjallaraleikhússins. Frá vinstri: Þorsteinn M. jónsson, Halla Margrét jóhannesdóttir, Helga Bach- mann, Edda Þórarinsdóttir og Helgi Skúlason. Notaðar búvélar og tæki Dráttarvélar verð án vsk MF 3095 4WD 110hö árgerð 1991 ekin 2500 kls m/ Trima ámoksturstækjum..............................................3.050.000 MF3060 4WD 80hö árgerð 1990 ekin 2700 kls m/Trima ámoksturstækjum............................................2.100.000 MF390 2WD 80hö árgerð 1987 ekin 3700 kls m/Alö ámoksturstækjum..............................................1.150.000 MF390 2WD 80hö árgerð 1991 ekin 3100 kls.............................1.280.000 MF290 2WD 80hö árgerð 1988 ekin 3350 kls m/Trima ámoksturstækjum 1620 ......................................1.250.000 MF575 2WD 70hö árgerð 1982 ekin 2100 kls/Trima tækjafestingu ..........850.000 MF362 2WD 62hö árgerð 1990 ekin 1000 kls.............................1.000.000 MF135 2WD 47hö árgerö 1974 m/húsi ...........................................220.000 CASE695 4WD 70hö árgerð 1990 ekin 2700 kls...........................1.150.000 CASE885 4WD 82hö árgerð 1989 ekin 3000 m/VETO ámoksturstækjum.............................................1.440.000 MF355 2WD 55hö árgerð 1988 ekin 2600 kls...............................700.000 CASE 895 4WD 85hö árgerð 1991 ekin 3300 kls .........................1.350.000 Steyr 80-90 4WD 85hö árgerð 86 ekin 3000 kls m/Hytrak tækjum.........1.580.000 CASE 385 47hö 2WD árgerð 1987 ekin 2500 kls ...........................520.000 IMT 665 2WD 60hö árgerð 1986 ekin.4000 kls.............................200.000 FORD 300 2WD 47hö árgerð 1972 ekin 6600 kls m/ámoksturstækjum .........210.000 SAME EXPLODER 4WD 90hö árgerð 1986 m/ámoksturstækjum..................1.350.000 IH 444 2WD 47hö árgerð 1977 ekin 5000 kls .............................230.000 Zetor 5211 2WD 47hö árgerð 1987 ekin 3000 kls .........................350.000 Traktorsgröfur MF60HX Traktorsgr. árg. 93 ekin 1800 kls 4in1 frams/skotbóma/servo...............................................3.800.000 MF60HX Traktorsgr. árg. 91 ekin 3700 kls 4in1 frams/skotbóma.2.700.000 MF50HX Traktorsgr. árg. 90 ekin 3600 kls 4in1 frams/skotbóma.2.300.000 MF50HX Traktorsgr. árg. 89 ekin 4000 kls 4in1 frams/skotbóma.2.100.000 MF60HX Traktorsgr. árg. 90 ekin 3000 kls 4in1 frams/skotbóma.2.400.000 MF50HX Traktorsgr. árg. 89 ekin 4000 kls 4in1 frams/skotbóma...............2.100.000 Rúlluvélar og rúllupökkunarvélar MF 828 Rúllubindivél árgerð 1991 Fastkjarna 60-180 x 120 cm............850.000 CLAAS46 m/net Rúllubindivél árgerð 1993 120x120 cm ..................1.000.000 CLAAS 46 Rúllubindivél árgerð 1990 ..........................................750.000 Deutz Fahr Rúllubindivél m/söxunarbúnaði árgerð 91 120x120 cm .........900.000 Welger RP12 Rúllubindivél árgerð 89 120x120 cm .......................650.000 Welger RP12 Rúllubindivél árgerð 84 120x120 cm .......................350.000 Kverneland UND 7510 Rúllupökkunarvél árgerð 89 ............................ 350.000 Kverneland UND 7510 Rúllupökkunarvél árgerð 90 ..............................360.000 Kverneland UND 7512 Rúllupökkunarvél árgerð 92 m/hníf..................450.000 Lawrence Edwards Sila Pack Rúllupökkunarvél árgerð 90 .................350.000 Lawrence Edwards Sila Pack Rúllupökkunarvél árgerð 89 .................250.000 Acmed Super Bee Rúllupökkunarvél árgeró 89 ..................................350.000 Ýmis tæki PZ CZ 330 Rakstrarvél 3,40 m árgeró 1990 ...............................90.000 Taarup 106 Múgsaxari árgerð 90 ..............................................410.000 JF Múgsaxari árgerð 88 .................................................160.000 Claas M65 Heybindivél árgerð 90 .............................................450.000 Steinbock Rafmagnslyftari 800 kg lyftigeta árgerð 75 ..................350.000 Still Diesel Lyftari 2500 kg lyftigeta árgerð 89 ......................780.000 Greiðsluskilmálar: Lán til allt aö 3ja ára á skuldabréfi. Ingvar Helgason hf. VÉLASALA Sævarhöföa 2, SIMI 525-8000

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.