Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 2
2 Miövikudagur 6. mars 1996 Tíminn spyr... Er rétt ab taka upp utandag- skrárumræöur á Alþingi um kynfer&islega áreitni? Kristín Halldórsdóttir (V): Kynferbislega áreitni þarf tví- mælalaust að ræba opinskátt og ná þessu málefni út úr þoku van- þekkingar og fordóma. Þaö þarf ab skilgreina hugtakiö, fræöa sem flesta um hvaö í því felst, hvaöa afleiöingar slík áreitni hefur og hvernig hægt er aö bregöast viö henni. Tilgangurinn meö um- ræöu um þetta mál á Alþingi er aö varpa ljósi á ástandiö og ýta á um aö þaö veröi bætt. Svavar Gestsson (G): Ég tel það stórt atriöi aö þessi mál veröi skýrð, en þetta fer allt eftir hvernig umræðunni verður háttaö, bæöi af hálfu fyrirspyrj- enda, ráðherrans og þeirra er taka þátt í henni. Það getur vel fariö svo að þessi umræða verði aö ein- hverju gagni og vonandi veröur það svo, sá er tilgangur svona umræöna. E.t.v. heföi þó verið heppilegra í staö þess að hafa ut- andagskrárumræöu, að flytja máliö sem beint þingmál. Um- ræöur utan dagskrár vilja oft veröa svoiítiö almennar. Lúövík Bergvinsson (A): Kynferöisleg umræöa er auð- vitaö áleitin í þessu samfélagi, en hvort taka eigi upp svona mál ná- kvæmlega á þessum tíma er um- hugsunarefni. Það er hætt viö aö það málefni, sem hæst ber nú á þessu sviði, muni dragast inn í þessa umræöu og utandagskrár- umræðan er formsins vegna oft frasakennd á kostnað málefna. í því ljósi er ég ekki viss um aö menn séu að gera góöa hluti með því aö taka þetta upp nú. Þetta eru vandmeðfarin mál og krefjast mikils tíma. Salmonellusýkingin á Landspítala: Ekki ljóst hvaöa dag fæðunnar var neytt Meira en 60 manns hafa orb- ib fyrir salmonellusýkingu af völdum eitrabs matar sem kom frá eldhúsi Ríkisspítal- anna. Maturinn mun vera abkeyptur frá fyrirtæki úti í bæ. Ab sögn Karls G. Kristins- sonar sýklafræbings í gær var enn ekki ab fullu ljóst af hvaba völdum sýkingþn staf- a&i né heldur hvaba dag fæð- unnar var neitt. Um gæti ver- ib ab ræða mat sem var á bor&um mánudag, þribjudag eba mibvikudag. Karl sagöi aö venjulega væri salmonellusýking ekki ban- vænn sjúkdómur, þótt dæmi væru um slíkt erlendis. Þá sagði hann aö litlar líkur væru á að sýkingin hefði mikil eftirköst, slíkt væri afar fátítt, en þá helst hjá eldra fólki. Karl sagði að vissulega væri um að ræða mikið áfall fyrir spítalann að lenda í máli sem þessu, en eldhús spítalanna væri þekkt fyrir góðan og holl- an mat. „Það er afar mikilvægt að vita með eins mikilli vissu og hægt er hvaðán þetta kemur. Við verðum að draga af því lær- dóm þannig að svona komi Salmonellusýkt sýni. Saursýnin rannsökub á Landspít- alanum í gœr. aldrei fyrir aftur," sagði Karl í gær. Sjúklingarnir veiktust dag- ana 21. til 26. febrúar, en mat- urinn sem talinn er hafa valdið salmonellunni var snæddur á sprengidaginn, 20. febrúar, að menn halda helst. Þó er það ekki að fullu ljóst. Meðgöngu- tími sýkingarinnar er mislang- ur eftir einstaklingum. -JBP ’BOQGI DavíðOddssonum MistökaðlátaFram- sóknarflokkekkivxte Viija r»n:» ,f "K”* * fn.m«rv ■gilN*''-"---- (VAkin« AV. »•»» »• 1 J OG AYG/sr AYe/s/j/z/v &£T/? ST/?£>/£> OfP/ / //ÁZ/N/J /? f/Ff ? Skólalíf ;rcrDs EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL -Þú veist þab Doddi, sagöi Sunna, að ég er búin aö tryggja mér stuðning flestra lykilmanna í hreyfingunni. Ég er líka svo vel ættuð að þó ég kallaði einungis eftir stuðningi frá frændum mínum, þá ættir þú lítinn séns. Hins vegar get ég viðurkennt að framboð frá þér gæti truflað mitt framboð og hugsanlega teldi einhver þriðji aðili, eins og til dæmis hann Glói grís, aö hann ætti er- indi í þetta starf. Við, sem bæði höfum merkt okkur fuglinum, getum vitaskuld ekki staðið sundruð og feng- ið einhvern alþýðuskrumara á móti okkur. Þessi ræöa Sunnu hafði meiri áhrif á Dodda en hann vildi kannast við. Hann vissi sem var að það gat verið erfitt að eiga við Sunnu því þau myndu sækja stuðning í sendiherrastöðuna í mjög svipaðar kreðsur. Eins var þaö þetta með framboð Glóa, gat það verið að hann ætlaði að sækja um? Engu að síöur lét Doddi ekki á neinu bera. -Ég hef nú lítið leitt hugann að þessum málum, sagði Doddi síðan rólega, og ég get að sjálfsögðu ekki verið að gera einhverja samninga um þessa stöðu fyrirfram, slíkt væri fullkom- lega siðlaust. Með þessu svari ætlaði Doddi að snúa vörn í sókn og láta sem baktjaldamakk væri honum mikið á móti skapi. Hann setti punktinn yfir i-ið þegar hann sagði: - Svo veit ég nú ekki hvað fólki mun finnast um svona verslun með há embætti! Þetta gerði útsiagið, því í þessu fólst hótun um að hann gerði tilboð hennar op- inbert. Sunna var strax farin aö draga í land, og flýtti sér að segja að auðvitað yrði Doddi að gera upp við sig hvað væri best í stöðunni en hún hafi aðeins viljað benda honum á aö þau sæktu stuning til svipaðra hópa í þjóðfélaginu og það væri verra fyrir hreyfinguna ef þau væri bæbi í kjöri. Þau luku þessum óvænta fundi á skrifstofu Dodda með því ab sammælast um ab þau yröu að hugsa um hag hreyfingarinnar fyrst og fremst, en Doddi sagbist ætla að íhuga málið dálítiö lengur, enda rynni umsókn- arfresturinn um sendiherrastööuna ekki út fyrr en í seinnipartinn í maí. (Adgefnu tilefhi skal tekiö fram aö persónur og atburöir íþessari sögu eiga sér ekki fýrirmyndir í raunveruleikanum. Öll samsvörun viö raunverulegt fólk eöa atburöi er hreln tilvlljun.) Sagt var.. ■ Svo monta karlar sig af laxi... „Svo eru karlar ab monta sig af ein- um laxi sem þeir veiða. Ég skil vel ab konur tali um barneignir, því fæöing er kraftaverk." Magnús Scheving fer ekki trobnar slób- ir í líkingamálinu. Úr DV í gær. Lagst í þunglyndi vegna sjón- varpsdagskrár „Ég þekki fjölda manna sem lögðust í þunglyndi og fylltust örvæntingu eftir að hafa séð fyrsta þáttinn. Skyldi sjónvarpið virkilega ætla ab bjóða fólki upp á þennan ófögnuð í fleiri vikur?" Spyr P.Á. í DV og leggur til ab þýski sjónvarpsþátturinn „Frúin fer sína leib" fari sína leit>. Framarar pota og plkka „Þegar vib gáfum Framsóknarflokkn- um til kynna ab við værum tilbúin að rétta þeim upp í hendur forystuhlut- verk, þorðu þeir ekki ab axla þá ábyrgð. Þeir vildu bara vera í baksæt- inu og geta potað og pikkab eins og þeim hentaði þegar þeir sæju hvern- ig staöan yrði eftir kosningar." Segir Björn Hafberg á Vestfjör&um í Al- þýöubla&inu. Fökkfé „Ennfremur vil ég samglebjast Þór- arni í stolti hans yfir syni sínum fjög- urra ára, sem er „farinn að segja „átshj" þegar hann kveinkar sér" (snemmindis brábgörr á enska tungu) og heyröist um jólin „segja fyrsta fökkiö sitt". Nú er ég ekki al- veg viss um hvort þetta er yfirleitt eitthvað sem íslenskir foreldrar nú til dags bíða eftir í ofvæni eins og eftir fyrstu tönn, og ég er ab hugsa ab kannski ætti ég að senda snáðanum eitthvað lítilræbi í fökkfé." Skrifar Hallberg Hallmundsson skáld í skemmtilegri grein í Mogga, en hann og Þórarinn Eldjárn eiga nú í ritdeilu um kynferöislega (mis)notkun íslenskra fornafna. Stígamót yfir velsæmismörkin „í þessu tiltekna máli hafa Stígamót gengið út fyrir öll velsæmismörk sem fulltrúi meintra fórnarlamba biskups og ég fæ ekki betur séð en að þau hafi einungis afrekab ab gera illt verra, hvab varbar alla þá abila sem málið snerti beint: meint fórnarlömb og meintan sakborning." Skrifar Snæbjörn Ólafsson í Mogga. Kynferðisleg áreitni er áhyggjuefni víba og er nú svo komib ab fáir stabir geta talist orbib lausir vib þetta nýfundna vandamál. Þannig mun í Þjóbarbókhlöbunni hafa far- ib fyrir brjóstib á safnvörbum ab finna í tölvupósti sínum á Internet- inu blautlegar limrur, haganlega saman settar þó, sem fylgdu meb fyrirspurnum frá tilteknum fræbi- manni úti í heimi. í stabinn fyrir ab leita hjálpar hjá Stígamótum eba Gu&nýju Gubbjörns kvennalista- þingkonu vann safnvörburinn úr málinu sínu sjálfur og sendi fræbi- manninum í útlöndum þessi skila- bob: Þótt tölvur og tœkni ég meti og töluvert kunni og geti, þá mörkin ég dreg vib kynferbisleg áreiti á Interneti. • Enn eitt nafnib heyrist í sambandi vib forsetaframbob, nafn Njar&ar P. Njarbvík, rithöfund og prófess- or. í pottunum nor&ur á Akureyri var því hvíslab í gær að mebal þeirra sem ýttu á Njörb til fram- bobs væru þeir Benedikt Davíbs- son, forseti ASÍ, og Matthías Jo- hannessen, ritstjóri Moggans. Vit- ab er a& Þórbur Helgason lektor er í hópi fólks sem safnar undir- skriftum fyrir Njörb...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.