Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.03.1996, Blaðsíða 10
10 Miðvikudagur 6. mars 1996 Loksins kom- inn dómur í Gýmismálinu svokallaba Cýmir frá Vindheimum. Hinrik Bragason heldur í hestinn. Öllum er í fersku minni þegar gæðingurinn Gýmir frá Vind- heimum fótbrotnaði í úrslitum í A-flokki gæðinga á landsmótinu 1994 á Gaddstaðaflötum. Málið var kært vegna meints brots á dýraverndarlögum og ríkissak- sóknari birti ákæru í málinu í júní í fyrra. Héraðsdómur hefur ný- lega kveðið upp dóm í málinu og hafa þeir Hinrik Bragason, eig- andi hestsins, og Helgi Sigurðs- son dýralæknir verið fundnir sek- ir um brot á lögum um dýra- vernd. Helgi er jafnframt dæmdur fyrir brot á starfsskyldum sínum Leggja þarf meiri rækt við stóbib Viötal viö Bjarna Maronsson, formann Hrossarœktarsambands Skagafjaröar Hjá Hrossaræktarsambandi Skagafjarðar er nú verið að leggja síðustu hönd á niðurröðun stóð- hesta sambandsins og leiguhesta fyrir sumarið. Margir af hestum sambandsins eru famir að eldast og því liggur fyrir að endurnýja þarf stóðhestaeignina eða þá að byggja verulega á leiguhestum. Kosturinn við að sambandið eigi hesta er sá að þá hefur veriö hægt að hafa folatollana í lægri kantin- um, en fyrir leiguhestana þarf í flestum tilfellum að greiða talsvert meira, einkum ef um mjög eftir- sótta hesta er aö ræða. Það hefur hins vegar skyggt á hjá Skagfirðing- um að notkunin á viðurkenndum hestum dróst saman á tímabili, þó hún hafi verið viðunandi í fyrra. Það hlýtur að vera farið að renna upp fyrir mönnum aö ef þeir sinna ekki sínu stóöi, temja hryssumar og velja til þeirra góöa hesta, þá drag- ast þeir afturúr í ræktuninni. Mark- aburinn er þannig í dag að þar sem ekki eru notuð tamin og sýnd hross og þekktir stóðhestar er sneitt hjá þeim bæjum. Þau hross verða verð- laus. Þetta er það sem menn verða að átta sig á. Við hér í Skagafirði liggj- um ekki eins vel við markaði og Suöurland. Þess vegna verðum við að byggja á því að vera með veru- lega góð hross, eins og lengst af hef- ur verib í Skagafirði. Gæðin verða að sitja í fyrirrúmi og þannig getum við labað til okkar kaupendur. Það hefur alltaf borgab sig fyrir þá sem eru að leita eftir góðum hrossum að koma í Skagafjörö og því megum við ekki tapa niður. Þó við höfum yfir að rába efnileg- um ungfolum og vel ættuðum, verðum við að hafa notkun á þeim í lágmarki þar til þeir ná þeim þroska að hægt sé aö temja þá. Reynist þeir vel, á aö nota þá mikið, en ekki spara eyrinn og fleygja krónunni. Mikil eftirspurn eftir Feyki Við höfum undanfarin ár átt mjög góða hesta, sem staðið hafa í fremstu röb. En þeir eru nú ab eld- ast, eins og fyrr segir. Þar má minna á Hrafn frá Holtsmúla, Hervar frá Saubárkróki, Feyki frá Hafsteinsstöð- um og Viðar frá Viðvík. Þessir hestar hafa allir reynst vel í ræktuninni. Hrafn er þeirra elstur, fæddur 1968, en Viðar yngstur, fæddur 1979. Á síðustu árum hefur endurnýjunin orbið lítil. Þar hafa þrír hestar bæst í hópinn: Stígandi frá Sauðárkróki og Þyrill frá Aðalbóli, en í þeim eigum við hlut, og svo Hjalti frá Hólum sem sambandið á. Asi frá Brimnesi er á söluskrá hjá okkur. Vib höfum verib meb folatollana lága til ab auka aösókn, en það hefur vart dugað. Það er hins vegar ekki hægt að fara með þá mjög lágt, ef menn vilja hafa eitthvert fé milli handa til að endurnýja. Núna í ár er mikil eftirsókn eftir Feyki frá Hafsteinsstöðum. Ég vona að við fáum einnig góða nýtingu á aðra hesta. En ég held að það sé nauðsynlegt fyrir okkur Skagfirðinga að taka okkur tak í þessum efnum og leggja meiri rækt við stóöið. Betri efnivið held ég menn finni ekki í hrossum annars staðar. Menn kom- ast ekki hjá því að aðlaga sína rækt- un þeim dómstiga sem gildir, hversu mikib sem menn hamast út í dóm- ana. Ég er ekki ab mæla meb því að allir fari í sama farið. En ræktun verða menn að sinna, þó svo þeir haldi sínum séreinkennum. Öðru- vísi lenda menn utan markaðarins. Framboðiö er mikið og samkeppnin hörð, en Skagfirðingar eiga að hafa alla burði til að vera þar í fremstu röð. Þokki frá Bjarnanesi veröur leiguhestur hjá Hrossarœktarsambandi Skagfiröinga. Hvar ver&a hestarnir? Hér á eftir er greint frá því hvar stóðhestar hrossaræktarsambands- ins verba í vor og sumar og hvaða leiguhesta sambandið verður meb: Hrafn frá Holtsmúla: húsnotkun Suburland, fyrra gangmál Suburland og síöara gangmál Hólar í Hjaltadal. Hervar frá Sauðárkróki: húsnotk- un Syðri-Hofdalir, fyrra gangmál Vopnafjörður og síðara gangmál Hornafjörbur. Feykir frá Hafsteinsstöðum: hús- notkun fyrst á Hafsteinsstöbum og svo í Ketu, fyrra gangmál Reynistað- ur og síbara gangmál Skefilsstaða- deild. Viðar frá Viðvík: húsnotkun óráð- stafað, fyrra gangmál Dalsmynni og síöara gangmál Hóla- og Viðvíkur- deild. Kveikur frá Miðsitju: húsnotkun Suðurland, fyrra gangmál Suðurland og síðara gangmál Stóra-Seyla. Léttir frá Flugumýri: húsnotkun óráðstafað, fyrra gangmál Stóra- Seyla og síðara gangmál Hlíðarberg. Þyrill frá Aðalbóli: húsnotkun Ytra-Vallholt, fyrra gangmál A.- Hún. og síðara gangmál Víðimelur. Hjalti frá Hólum er unghestur á fjórða vetur sem sambandið á. Hann er undan Kveik frá Miðsitju og Eldey frá Hólum. Honum hefur enn ekki verið ráðstafað. Þá hefur sambandið tekið á leigu þrjá hesta: Kjarval frá Sauðárkróki sem verður á Gýgjarhóli, Þokka frá Bjamanesi sem verður í Kýrholti, og Galsa frá Sauðárkróki sem verður á Víðimel. Þess skal getið að fullnýti Skagfirð- ingar ekki hestana, þá gefst utanhér- aðsmönnum kostur á að koma meb hryssur undir þá. Pöntunarsíminn er 453-6559. ■ og um árvekni og fyllstu sam- viskusemi sem dýralæknir með því að hafa átt hlut að þátttöku hestsins Gýmis í landsmóti hesta- manna á Gaddstaðaflötum við Hellu sumarið 1994. Eins og kunnugt er, þurfti að aflífa hest- inn vegna þess hve áverkinn var alvarlegur. Hinriki var gefið að sök að hafa farið með Gými bæði í forkeppni 30. júní og úrslita- keppni landsmótsins 3. júlí. í nið- urstöðu dómsins segir að fyrir liggi að Gýmir hafi veriö bólginn á vinstra framfæti þegar 22. júní og þrátt fyrir læknismeðferð hafi hesturinn verið áberandi haltur síðdegis fimmtudaginn 30. júní. „Telja veröur að þetta fótarmein hestsins hafi verið þess eðlis að óverjandi hafi verið að láta hest- inn taka þátt í forkeppni í A- flokki gæðinga um kvöldið," segir í dómnum. Helga er gefið að sök að hafa átt hlutdeild í framangreindu broti meöákæröa með því að hafa gert honum kleift að fara með Gými í keppnina, þrátt fyrir að ástand hestsins leyfði það ekki. Dómurinn í málinu var kveð- inn upp af Pétri Guðgeirssyni hér- aðsdómara. Sérfróðir meðdóms- menn voru Eyjólfur ísólfsson, tamningamaður og kennari viö Bændaskólann á Hólum, og Páll Stefánsson dýralæknir. Þess má geta að sú mynd, sem hér birtist, var tekin af ljósmynd- ara Tímans tveimur tímum fyrir forkeppnina 30. júní og þá var hesturinn haltur. Greinilega sést á myndinni hve vinstri framfótur er sverari en sá hægri. ■ HEJTA- MOT KARI ARNORS- SON Sauðárkrókshestarnir fara víða Sauðárkróksfeðgar, eins og þeir Sveinn Guðmundsson og Guð- mundur sonur hans eru gjaman nefndir á meðal hestamanna, hafa á að skipa einhverjum stærsta flota þekktra stóðhesta sem em í ein- staklingseign. Þessir hestar hafa um langt skeiö haldib uppi nafni Saubárkróks, ekki aöeins hjá hesta- mönnum hérlendis heldur einnig um allan heim þar sem íslenski hesturinn er ræktaður. Þeir munu í það minnsta vera með sex hesta í útleigu í sumar og fá þá færri en vilja. Tíðindamaður HESTA- MÓTA forvitnaðist um hvar hestar þeirra yrðu í sumar. Kjarval verður á húsi í Villinga- holtshreppi, fyrra tímabil í Skagafirði og seinna tímabil í Suöur-Þingeyjar- sýslu. Otur verður á húsi hjá Hrossarækt- arsambandi Suðurlands, fyrra tímabil í Ölfusi og seinna tímabil í Þistilfirði. ' Glaður verður alfarið á Austur- landi. Léttir verður á húsi í Eyjafiröi og Páfi frá Kirkjubœ verbur hjá Saubárkróksfebgum í vor. Knapi á þessari mynd er Heigi Eggertsson. einnig fyrra tímabil, en seinna tíma- bil í Rangárvailasýslu. Galdur verður á húsi á Flugumýri, fyrra tímabil í Skagafiröi og seinna tímabil á Vesturlandi. Hilmir verður á húsi hjá þeim feðg- um, fyrra tímabil á Torfastöðum í Biskupstungum og seinna tímabil á Austurlandi. Hilmir er í tamningu, en hann er undan Ófeigi frá Flugumýri og Hervu frá Sauðárkróki. Hervör er undan Gáska frá Hofsstöðum og Hervu frá Sauðárkróki. Ófeigur virðist eiga vel við hryssur þeirra feðga. Það hafa synir hans Hraunar frá Sauðár- króki, sem reyndar féll langt fyrir ald- ur fram, og svo Galsi frá Sauðárkróki sýnt, en hann er mönnum minnis- stæður frá landsmótinu síðasta. Þá er verið að temja tvo aðra fola á fjórða vetur. Það eru Espir brúnn undan Kjarval og Ösp, og Fleygur brúnn undan Kjarval og Freydísi, en hún er undan Frey frá Akureyri og Hrafnhettu. Þessum folum hefur ekki verið ráðstafað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.