Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 6
Miðvikudagur 13. mars 1996 UR HERAÐSFRETTABLOÐUM rntTTnninmn SELFOSSI Pálmar á Borg í Grímsnesi og bróbir hans stofna endur- vinnslufyrirtækib Pappís: Húseinangrun úr endurunnum pappír í sam- vinnu vio Dani Pálmar Sigurjónsson á Borg í Grímsnesi og bróöir hans Svanur í Reykjavík hafa stofn- aö fyrirtækib Pappís ehf. til ab endurvinna pappír í stórum stíl í samvinnu vib danskt fyr- irtæki. Pappís hyggst fram- leiba húseinangrun og fleira úr pappírnum. Pálmar og Svanur hafa unn- ib ab þessu verkefni í tvö ár og hafa ab undanförnu átt í samhingavibræbum vib danska fyrirtækib. Pálmar vonast til ab innan tíðar verbi skrifab undir samninga vib Danina um ab Pappís kaupi af þeim vélar til ab endurvinna pappírinn. Jafnframt mun Pappís hafa abgang ab tækni- legum upplýsingum hjá danska fyrirtækinu. Pálmar segir ab Pappís muni fyrst í stab flytja inn húseinangrun- ina, en framleiðsla hefjist lík- lega hér á landi næsta vetur. Hann segir ab Ibntæknistofn- un hafi gefib einangruninni bestu meðmæli sem bruna- vörn. Pappísmenn hafa eirinig rætt vib Landgræbslu ríkisins um uppgræbsluefni sem þeir hyggjast framleiba úr pappírn- um. I þá blöndu yrði hægt að blanda fræjum og áburbi. Þá segir Pálmar mögulegt að vinna bindiefni í malbik úr pappírnum meb þeim tækja- búnaði sem Pappís hyggst kaupa. Áætlanir Pappísmanna gera ráb fyrir 600-800 tonna fram- leiðslu á ári af þessum vöru- tegundum, þegar starfsemin er komin í fullan gang. Pálm- ar segir að 4-7 menn fái væní- anlega vinnu við fyrirtækið, gangi dæmið upp. Hann segir ekki ljóst hvort það verður á höfuðborgarsvæbinu eba fyrir austan fjall. „Dagblabapappír er besta hráefnib, en vib gerum líka ráb fyrir ab taka vib afskurbi frá prentsmibjum. Vib notum ekki bylgjupappa," segir Pálm- ar. Sem stendur er mikib af dagblabapappír fluttur óunn- inn úr landi og Pálmar á ekki von á ab neinn hörgull verbi á hráefni til framleibslunnar. P R E T T I R KEFLAVÍK Reykjanessalt og Jurtagull til Kan- ada Um hálft tonn af íslenskum heilsu-, jurta- og náttúruvör- um var sent til Kanada í síb- ustu viku. Þab er fyrirtækib Iceherbs í Kanada sem hefur gert til- raunasamning vib fjögur ís- lensk fyrirtæki. Þar af eru tvö á Suburnesjum. íslensk sjóefni hf. á Reykjanesi, sem fram- Sigurbur Halldórsson hjá Islenskum sjóefnum á Reykjanesi meö Ebal- saltib og Hrafnhildur Njálsdóttir meb Jurtagullib. leiða Eðalsalt og Jurtagull sem eru nýjar hársnyrtivörur, en Hrafnhildur Njálsdóttir í Keflavík hóf framleiðslu á þeim á síðasta ári. Eðalsaltið frá Reykjanesi hefur vakið at- hygli í útlöndum og greinar um það hafa birst í fagtímarit- um og fréttablöðum og segir Sigurður Halldórsson hjá Is- lenskum sjóefnum að margar fyrirspurnir hafi borist. „Við höfum verið í miklu kynning- arstarfi undanfarin ár og út- flutningur í litlu magni er haf- inn til nokkurra landa." Eðalsaltið hlaut nýlega sam- þykki FDA, matvæla- og lyfja- eftirlits Bandaríkjanna, sem er nauösynlegur „stimpill" til að komast inn á haröan markað Bandaríkjanna. Hrafnhildur Njálsdóttir seg- ir að Jurtagull hafi nýlega ver- ið kynnt á tveimur sýningum í Kanada og hlotið góðar við- tökur. Tvær hárgreibslustofur hafa fengib Jurtagullib til prófunar og ef þeir abilar verba ánægbir meb Subur- nesja- hársnyrtivörurnar, gæti þab þýtt samning vib þrjátíu hárgreibslustofur í Kanada. Iceherbs er meb aðsetur í Vancouver í Kanada og rekur m.a. stærstu heilsuvöruverls- un í landinu auk þess að reka heildverslun. Þau Sigurður og Hrafnhildur sögðust bæbi bjartsýn á frekari útflutning, ekki síst í ljósi mikillar heilsu- vakningar í heiminum. Auk Ebalsalts og Jurtagulls voru sendar vörur frá íslensk- um fjallagrösum í Reykjavík, sykurlausar fjallagrasahálstöfl- ur og áburbur frá fyrirtækinu Móa í Hvammi í Vatnsdal. EGILSSTOÐUM Erfibur rekstur hjá Gunnarstindi Abalfundur Gunnarstinds hf. á Stöbvarfirbi var haldinn fyrir skömmu. Tap af reglu- legri starfsemi félagsins nam rúmum 34 milljónum króna, en hagnabur af rekstrinum var 294,5 milljónir, þegar reiknabur var inn í hagnabur af sölu eigna í sumar. Að sögn Ævars Ármanns- sonar stjórnarformanns geng- ur rekstur Gunnarstinds erfið- lega. Aðalframleibsla fyrirtæk- isins eru frystar bolfiskafurbir, en verb á þeim hefur farib lækkandi. Fullri vinnu hefur verib haldib uppi hjá fyrirtæk- inu allt árib, en um 70-80 manns eru þar vib störf bæbi á landi og sjó. Jónas Ragnarsson hefur undanfarna mánubi sinnt starfi framkvæmdastjóra, en hann er lausrábinn og var starfib auglýst laust til um- sóknar í vetur. Nokkrar um- sóknir bárust, en ekki hefur verib tekin ákvörðun um ráðningu. Stöðvarhreppur á 33% hlutafjár í Gunnarstindi, sem er að nafnverði rúmar 42 milljónir króna. Hlutabréfin voru auglýst til sölu í haust. Þrjú kauptilbob bárust og hafnabi sveitarstjórn tveimur, en einn dró tilboð sitt til baka. Ab sögn Björgvins Vals Guðmundssonar oddvita er sala á bréfunum ekki inni í myndinni sem stendur. AKUREYRI Húsavík: Kristileg sjón- varpsrás í loftiö í vor Ákveðið er að hefja útsend- ingar á kristilegu sjónvarps- efni á Húsavík með vorinu, í maí eða júní. Að útsending- unum standa kristilegu sam- tökin Ljós heimsins á Húsavík í samvinnu við Húsvíska fjöl- miðlun hf. Norman Dennis hjá Ljósi heimsins segist lengi hafa haft augastað á að sjónvarpa kristi- legu efni, en horfið frá því vegna kostnaðar. Með nú- tímatækni, örbylgjusending- um, séu forsendurnar allt abr- ar og í samstarfi vib Húsvíska fjölmiblun hf. hafi þótt fýsi- legur kostur ab fara út í dreif- ingu kristilegs sjónvarpsefnis á sérstakri rás. Til að byrja með munu sendingar nást aðeins á Húsa- vík og verður sent út efni frá kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega í Reykjavík, auk þess sem Norman Dennis segist hafa orðið sér úti um efni er- lendis frá endurgjaldslaust. Þá er hugmyndin að vinna og senda út efni frá Húsavík. Hann tók fram að allir, sem að þessu máli hafi komið, hafi verið mjög jákvæðir og lagt því liö. Norman Dennis sagði að ekki væri ætlunin að hafa starfsmann við sjónvarpsút- sendingarnar, í það minnsta ekki til að byrja með. Þetta yrði allt unnið í sjálfboða- vinnu. Rætt hafði verið um að hefja útsendingarnar um páskana, en Norman Dennis segir nú ljóst ab þab verbi tæpast fyrr en í maí eba júní. Flestir Reykvíkingar vilja fara á einkabílnum til vinnu en: Meirihluti lítur áumferöina sem vandamál Um 60% Reykvíkinga líta á umferbina í borginni sem vandamál. Tæplega 60% telja æskilegt ab borgaryfirvöld dragi úr bílaumferb meb beinum abgerbum. Flestir kjósa samt sem ábur ab fara meb einkabíl milli heimilis og vinnu/skóla. Skipulagsnefnd Reykjavíkur lét í desember sl. gera könnun á ferbamáta og vibhorfi íbúa Reykjavíkur til umferbar. Könnunin var framkvæmd af Félagsvísindastofnun og náði til 600 Reykvíkinga á aldrinum 15-70 ára. Svör fengust frá 464 sem er 77,33% svarhlutfall. Helstu niburstöbur könnun- arinnar eru að flestir kjósa að fara með- einkabíl til vinnu/skóla eða um 66% svar- enda. Heldur fleiri fara þó með honum eða um 70%. Um 15% kjósa helst að fara með stræti- svögnum sem eru fleiri en fara yfirleitt með þeim en þeir reyndust 10,7% svarenda. Fleiri sögðust líka helst vilja hjóla en þeir sem gera það. Hins vegar eru fleiri sem ganga en kjósa það sem ferðamáta. Hærra hlut- fall gangandi og hjólandi eru í Vesturbæ og Mibbæ/Hlíbum en í öbrum hverfum og strætis- vagnar eru meira notaðir í Ár- bæjar/Ártúnshverfi en í öbrum hverfum. Af þeim sem fara yfirleitt meb einkabíl til vinnu/skóla eru 53,9% a'b jafnaði einir í bílnum. Nokkur munur er þar á kynjum. Algengara er ab karlar séu einir í bílnum, eba 60% þeirra á móti 46,6% kvenna. Þrátt fyrir mikla notkun einkabílsins segist um helming- ur svarenda geta skilib bílinn eftir heima þegar þeir fara til vinnu/skóla án þess ab þab valdi þeim verulegum töfum eba óþægindum. Um 70% segj- ast tilbúin til ab taka þátt í degi meb kjörorðinu „Bíllinn heima". Umferöin of þung Um 60% svarenda líta á um- ferð í borginni sem vandamál. Um helmingur þeirra telur ab vandamálib felist í „þungri um- ferð" og rúm 40% nefna atriði sem flokka má undir lélega um- ferðarmenningu, svo sem van- hæfni ökumanna, tillitsleysi o.s.frv. Rúmur helmingur svarenda telur æskilegt að borgaryfirvöld reyni að draga úr bílaumferb með beinum abgerbum. Um 65% þeirra eru hlynnt því ab veita strætisvögnum frekari for- gang á götunum og nánast allir eru hlynntir því ab borgaryfir- völd bæti og fjölgi göngu- og hjólreiðastígum. Þá telja rúm 82% æskilegt að fjölga mislæg- um gatnamótum innan borgar- innar. Á hinn bóginn vilja fáir draga úr bílaumferð með því ab aubvelda ekki frekar umferb á abalumferbargötum, fækka bílastæbum í mibborginni, stækka gjaldtökusvæbi bíla- stæba og hækka gjald á bíla- stæbum. Könnunin sýndi ab um 82% Reykvíkinga á aldrinum 17-70 ára eiga bíl eba hafa bíl til um- ráöa. Að meðaltali telja þeir það kosta rúmar 17 þúsund krónur að eiga og reka bíl á mánuði. Nokkuð sterkt samband reynd- ist á milli tekna svarenda og þess hvab þeir telja þab kosta sig ab eiga og reka bíl en svo virðist sem flestir telji að u.þ.b. 10% af tekjum þeirra fari í rekstur bíls. -GBK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.