Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 11
Mi&vikudagur 13. mars 1996 'Mb &%¥ if ¦% ff ffcTf 15 Á Alþingi Islendinga Skömmu ábur en eyðnin kom upp sagbi ég í hljóði vib sjálfan mig: „Hvað skyldi verða langt þangað til kynvillingum tekst að koma á lagasetningu sem skyldar alla til athæfis þeirra?" Áróðurs- og áhrifavald þeirra fór mjög vaxandi um þær Fréttir af bókum Banda- manna sagaá hljóðbók Hljóðbókaklúbburinn hefur gef- ið út Bandamanna sögu í flutn- ingi Jakobs Þórs Einarssonar leikara. Til eru tvær gerðir af sögunni og varð sú lengri fyrir valinu, en hún er varðveitt í Möðruvallabók. Méb útgáfu þessari er Hljóðbókaklúbburinn að auka við það safn af íslend- ingasögum sem þegar eru til í hljóðútgáfu, en það eru: Brennu-Njáls saga, Egils saga Skallagrímssonar, Grettis saga, Laxdæla saga og Gísla saga Súrs- sonar. Leikgerð Sveins Einarssonar á Bandamanna sögu var sýnd fyr- ir tveimur árum, bæði hér á landi og á Norðurlöndum. Jak- ob Þór Einarsson tók þátt í þeirri uppfærslu og er því vel heima í sögunni. Bandamanna saga er á tveim- ur snældum (1 1/2 klst). Hljóð- ritun og framleiðslu annaöist Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Þórhildur Elín hannaði kápu. Bandamanna saga er fyrst um sinn aðeins seld félögum í Hljóðbókaklúbbnum og kostar kr. 1.475. ¦ LESENPUR mundir og úrræðaleysi um varnir. En svo kom eyðnin og þá varð bakslag í seglum. Slík lög komu ekki, þá. Það var reynt að bregðast við með því að múlbinda allt fréttakerfi hnattarins, virkja það í þágu villandi frétta, og árum saman fór þessu fram. Sérstakt kapp var lagt á það aö ekkert samband væri milli eyðninnar og hegðunar- mynsturisins"; mikið kapp lagt á að fela hlutfallstölur. Einnig átti að vera alveg víst að meðal fyndist fljótlega, ef nógu mikl- um peningum yrði til þess var- ið. En þessi fréttapólitík dugði ekki því smám saman sá fólk í gegnum þetta og skildi að svo var sem sýndist. Skynsamt fólk sá að til þess að bjarga sjálfu sér varð það að hugsa sjálft. Mesti erfiðleikinn var sá skortur á sannri líffræði sem vissulega hvílir eins og skuggi yfir þeirri jörð sem við byggj- um. Menn héldu að ekki væri nema um tvo kosti að ræða, þann að „guð er oss reiður" eða þá hinn að engin stefna sé til og ekkert sé öðru betra eða verra. Úr ýmsum arabískum trúarbrögðum höfðu menn hinn „reiða guð" en hins vegar var það akademískur boðskap- ur að „allt er tilviljun" og þró- un lífsins frá mólekúli til manns ekki annað en „tilvilj- anakennt rangl um ríki mögu- leikanna" eins og „heimspeki" þess rétttrúnaðar vill hafa það. Ef fram koma líffræðikenning- ar sem brjóta í bága við þessi „lögmál" rétttrúaðra af tvenn- um tegundum — eins og til dæmis kenning Ruperts Sheld- rake um „formskapandi afl- svæði", lífaflsvæði — er jafnan nóg af fóthvötum þjónum til að ofsækja slíkan skilning á ýmsan hátt. Reyndar hefur Sheldrake og fjölmargir aðrir í fylgd hans sótt í sig veðrið síð- asta kastið. Það eru þegar komnar fram virtar kenningar um að eyðnin eigi sér huglæg- ar orsakir (í sambandi við raf- virkni heilans), fari ekki aðeins eftir smitunarleiðum, og færi þá að verða stutt í það að hug- arfar geti leitt af sér heilsufar. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós óvænta hluti sem kerfið á vissulega erfitt með að tileinka sér fyrst í stað. Sem dæmi má nefna að „spánska veikin" 1918 kom fyrst upp sama daginn, 12. september 1918, í Bostun, USA og Bombay, Indlandi. En hrað- ar samgöngur tilheyrðu ekki þeim tíma. „Formskapandi afl- svæði" veita (meðal margs annars) nýja innsýn í slík mál. Þegar eyðnin kom upp 1981 breiddist hún óðfluga út um bælin, bandarísku, og síðan um alla jörð. En hafi það gerst vegna hins ógeðslega lifnaðar, án smitunar, væri erfiðara að Frá Alþingi. sanna slíkt nú en 1918, vegna samgangna nútímans. Hvað sem slíku líður ber að líta á kynvilluna sjálfa sem sjúk- dóm. Oft er hann sjálfskapar- víti en það er þó ekki einhlítt því oft er um einskonar „dá- leiðslu" að ræða, bioindukti- on. Forn-íslendingar litu á eyðnina sem hina mestu skömm og lögöu á hana skatt, argaskatt, og stæði þingmönn- um nær að kunna skil á því en að styðja ósómann með laga- setningu „samkvæmt erlendri fyrirmynd". Það að um sjúkdóm er að ræða þyrftu menn að hafa í huga áður en þeir taka ákvarð- anir og skapa fordæmi. Menn vilja af , eðlilegum ástæðum halda sig að hinu raunhæfa, en þyrftu að skilja að það sem hér var sagt er fyllilega raunhæft. Illt væri til þess að vita ef þeir færu að samþykkja „yfirmann- réttindi" handa kynvillingum og sæju svo þann árangur að börn þeirra sjálfra og barna- börn yrðu þeim raunveruleika að bráð. 11.03.96 Þorsteinn Guðjónsson í leit að menningarrótum Poul Vad: „Nord for Vatnajökel". Danskur texti gefinn út í Ósló 1996. Útgefandi Gyldendal Norsk Forlag, 147 bls. Vero NOK 198,-. „Hver kynslóð speglar sig í sögunum, og sögurnar breyt- ast með hverri nýrri kynslóð. Þær eru óslítandi og duga til alls. Lesnar á síðasta áratug tuttugustu aldarinnar eru þær ef til vill fyrst og fremst kvik- myndir, eins og Hrafnkels saga Freysgoða." Þetta á vel við bók Pouls Vad „Norðan Vatnajökuls", þar sem hann segir frá heimsókn sinni til að skoða sögustaðina og þá fyrst og fremst Aðalból, þar sem sagan hafði tekið hann slíkum heljartökum, að lauk með pílagrímsferð á NORSKAR BÆKUR SIGURÐUR H. ÞORSTEINSSON Landroverjeppa á hina ýmsu staði sem lýst er í frásögn hennar norðan Vatnajökuls. Tilurð og gerð þessarar bókar minnir mig á ýmsan hátt á Norðmanninn og dóminíkan- ann, séra Kjell Arild Pollestad, sem frelsaðist svo af frásögn- um íslendingasagna í æsku að hann fór í og skrifaði um sína „Islandsfærd", árið sem Vigdís Finnbogadóttir var kjörin for- seti íslands. Poul Vad er danskur rithöf- undur, fæddur 1927, magister frá Kaupmannahafnarháskóla, listráðunautur í Holsterbro og þátttakandi í Bókmenntahátíð í Reykjavík 1995, þar sem þessi bók var rædd. Hann er mikil- virkur rithöfundur með fjölda bóka að baki, en sú fyrsta var ljóðabókin Den fremmede dag, 1956. Rödd hans er á margan hátt leiðandi í danskri og norrænni bókmenntaum- ræðu. Bók hans „Rúbrúk" þekkja íslendingar af þýðingu og lestri Úlfs Hjöryars í Ríkisút- varpið áriö 1975. Það er heilt ævintýri að lesa ferðasögu hans á slóðum Hrafnkels Freysgoða. Undanúrslit Islandsmótsins í sveitakeppni fara fram um nœstu helgi: 40 sveitir etja kappi Búið er ab draga í ribla fyrir undanúrslit íslandsmótsins í sveitakeppni, er hefst nk. föstudag kl. 15.10. 40 sveitir eigas't þar vib í 5 riblum og komast tvær efstu sveitirnar í hverjum ribli áffam í úrslita- keppnina, sem fram fer í dymbilviku skv. hefb: A-ribill Lyfjaverslun íslands, Rvík (C) Stefán G. Stefánsson, Nl. eystra (D) Lífeyrissjóður Austurlands (G) Guðfinnur KE, Rnes (F) Hjólbarðahöllin, Rvík (B) Kaupfélag Héraðsbúa (E) Landsbréf, Rvík (A) Sparisjóður Dalvíkur, Nl. eystra (H) B-ribill Sparisjóður V-Hún.sýslu (G) Valur Símonarson, Rnes (F) Skandia hf. (Suöurl.) (D) Búlki hf., Rvík (A) Anton Haraldsson, Nl. eystra (B) Vatnsveitan, Rvík (H) Tíminn, Rvík (E) Dröfn Guðmundsdóttir, Rnes (C) C-ri&ill Jóhannes Jónsson, Nl. eystra (G) Landsbankinn, Seyðisf. (H) VÍB, Rvík (A) Aðalsteinn Jónsson, Austurl. (D) BRIDGE BJÖRN ÞORLÁKSSON Hrói Höttur, Rvík (E) Roche, Rnes (B) H.P. Kökugerð, Suðurl. (C) Kaupfélag Skagfirðinga, Nl. vestra (F) D-riðilI Sigmundur Stefánsson, Rvík (D) Borgfirskir bændur, Vesturl. (H) Bangsímon, Rvík (B) Hvítir Hrafnar, Rvík (F) Auðunn Hermannsson, Suðurl. (G) Samvinnuferðir-Landsýn, Rvík-(A) ísak Örn Sigurðsson, Rvík (C) Eiríkur Kristófersson, Vestf. (E) E-ribiIl Landsbankinn, Egilsstöðum (G) Óskar Elíasson, Vestf. (H) Flutningsmiðlun Jónar hf., Rnes (D) Þormóður rammi, Nl. vestra (B) Borgfirskir frændur, Vesturl. (F) Ólafur Lárusson, Rvík (A) Grandi hf., Rvík. (E) Ingi St. Gunnlaugsson, Vesturl. (C) Hverjir fara áfram Eins og sjá má, er sýnt með bók- staf innan sviga í hvaða styrkleika- flokki sveitimar eru, en yfirleitt eru úrslit ekki alveg eftir bókinni og gaman að spá fyrir um möguleika sveitanna. Samkvæmt óformlegri skoðanakönnun Tímans eiga þessar sveitir mesta möguleika að mati nokkurra „sérfróðra" manna: A-riðill: Hér má telja landsliðssveit Lands- bréfa örugga áfram, og B-sveit Hjól- barðahallarinnar er vissulega líkleg til að fylgja. Þó er ekki hægt aö úti- loka að sveitir Stefáns G. eða Lyfja- verslunarinnar komist áfram. B-riðill: Einn jafnsterkasti riðillinn að mati margra, en óumdeilanlega eru sveitir Búlka og Antons Haraldsson- ar fyrirfram líklegastar. Sigurður Vilhjálmsson mun styrkja sveit An- tons í þetta sinn. Aðrar sveitir, sem gætu verið með í baráttunni, eru sveit Drafnar, sem er Reykjanes- meistari í sveitakeppni, sveit Skand- ia og sveit Tímans. C-riðill: Sveit VÍB er örugg áfram, en deildar meiningár eru um hvort B- sveit Roche muni fylgja. Spámenn telja að sveitir H.P. Kökugerðar og Hróa Hattar gætu ógnað sæti þeirra verulega. Sveit Verbbréfamarkabar Islandsbanka mun eflaust blanda sér íbarátt- una um íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppni. Undankeppni mótsins fer fram um helgina. D-riðiIl: Bullandi spenna. Samvinnuferð- ir- Landsýn eru mjög líklegar áfram, en mikil barátta gæti orðið um ann- að sætið. Þeir, sem helst gætu ógn- að B- sveit Bangsímonar, eru sveit ísaks, sveit Sigmundar og jafnvel sveit Hvítra Hrafna, sem hefur náð góðum árangri í ár. E-riðill: Opnasti riöillinn að mati margra. Sveit Ólafs Lárussonar hefur veriö að spila vel í vetur og ætti verð- skuldað að komast áfram, en barátt- an um annað sætið verður gríðar- lega hörð. Þó er líklegast að Siglfirð- ingarnir muni hafa það. Að lokum fylgir tímatafla móts- Tímamynd BÞ ins, jafnframt því sem spilurum er bent á að klæðast snyrtilega. Föstudagur: 1. umferð: 15.10-16.40/17.05.- 18.35 2. umf.: 20.30-22.00/22.25-23.55 Laugardagur: 3.umf.: 11.00-12.30/12.55-14.25 4.umf.: 15.10-16.40/17.05-18.35 5. umf.: 20.30-22.00/22.25-23.55 Sunnudagur: 6. umf.: 11.00-12.30/12.55-14.25 7. umf.: 15.10-16.40/17.05-18.35 Spilaðir eru 24 spila leikir meft innáskiptingu í hálfleik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.