Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 13.03.1996, Blaðsíða 8
8 - '." ¦¦ ¦ ¦ —'-------------------------------------------------------- W$wffasw ~ ..... Mibvikudagur 13. mársl996 |UTLÖND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND . . . UTLOND... UTLOND . .. UTLOND . .. Bandaríkjastjórn hvött til þess ab láta rannsaka frekar geislavirknitilraunir á fólki á tímum kalda stríbsins: Þeir sem báru ábyrgbina veröi dregnir fyrir dóm Hópur talsmanna fyrir fólk sem lifbi af tilraunir meb geislavirk efni á tímum kalda stríbsins skorabi á mánudaginn á banda- ríska dómsmálarábuneytib ab hefja rannsókn á því hvort til- raunirnar, sem gerbar voru ab undirlagi bandaríkjastjórnar, hafi ekki varbab vib lög, en vit- ab er til þess ab í sumum tilvik- um voru gerbar tilraunir á fólki án vitundar og samþykkis þess. „Málib verbur ekki látið niður falla fyrr en þab fólk sem bar ábyrgð á því að veita heimildir og framkvæma tilraunirnar verbur dregib fyrir dóm," segir Jerry Mo- usso frá Rochester, New York, sem heldur því fram að frændi sinn hafi verið sprautaður með geislavirkum efnum í tengslum við svonefnt Manhattan verkefni. í október sl. komst ráðgjafar- nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar að þeirri niðurstöðu að þeir ein- staklingar sem tilraunir voru gerðar á á árunum frá 1940 til 1970, svo og fjölskyldur þeirra, hljóti að eiga rétt á skaðabótum vegna þess að ekki hafi verið tek- ið tillit til heilsu og velfarnaðar Ósonlagib þynnraen nokkru sinni Þynning ósonlagsins á norbur- hveli jarðar hefur stundum á þessum vetri mælst allt að 45%, sem er meiri þynning en áður hefur mælst, að því er fram kemur í upplýsingum frá Al- þjóðaveðurfræbistofnuninni (WMO). Þynningin er þó ekki svo mikil ab gat hafi myndast á ósonlaginu, eins og gerst hefur yfir suðurheimskautinu. Ab sögn WMO má þó búast við enn frekari þynningu á næstu árum ef saman fer mikill kuldi í háloftunum og aukin notkun ósoneyðandi efna. -CB/Reuter vibkomandi einstaklinga og vegna þeirrar leyndar sem hvílt hafi yfir tilraununum. Á blaðamannfundi, sem tals- mannahópurinn hélt á mánudag- inn, var ríkisstjórn Clintons hvött til þess að fylgja eftir niður- stöðum nefndarinnar, þar sem fram kemur að tilraunirnar hafi m.a. náð til fanga, óléttra kvenna, hermanna, sjúklinga á sjúkrahús- um og þroskaheftra. í skýrslu nefndarinnar var varp- aö fram þeirri spurningu hvort tilraunirnar, þar sem fólki voru mebal annars gefnar sprautur með plútoníumi og Iíkaminn all- ur var látinn verða fyrir geislun, hafi átt þátt í að flýta fyrir dauða viðkomandi einstaklinga, sem sumir hverjir veiktust af krabba- meini og ýmsum öðrum sjúk- dómum. í bréfi til Janet Reno, yfirmanns bandaríska dómsmálaráðuneytis- ins, segist talsmannahópurinn vera „furðu lostinn" vegna þess að þrátt fyrir að niðurstöður nefndarinnar liggi fyrir séu engin áform uppi um að rannsaka glæp- samlegt athæfi í tengslum við til- raunirnar. „Af lokaskýrslu ráðgjafarnefnd- arinnar má ljóst vera að fyrir hendi er nægilega mikið af vís- bendingum til þess að réttlæta dómsrannsókn af hendi dóms- málaráöuneytisins," segir í bréf- inu til Reno. í bréfinu segir einnig ab athuga þurfi hvort um brot hafi verib ab ræba gegn alþjóðlegum mann- réttindasáttmálum. Þótt margar tilraunanna hafi verið framkvæmdar fyrir 40 til 50 árum og margir þeirra sem hlut eiga að máli því látnir, á það þó ekki við um þær allar, að því er E. Cooper Brown, einn úr tals- mannahópnum, segir: „Mikið af þeim átti sér stað á sjöunda og áttunda áratugnum. Það eru ekki allir dánir sem gætu hafa tekið þátt í þessari starfsemi." -CB/Reuter I lltlUm CCjypSKUm DCB vibRauöaham,Sharmel-Sheikhh,verburídag haldinn alþjóblegur leibtogafundur þar sem leitab verbur leiba til ab koma á fríbi í Austurlöndum naer og sérstak- lega rœtt meb hverjum hœtti bregbast eigi vib hrybjuverkum. 29 þjóbarleibtogum hefur verib bobib til fundaríns, auk fulltrúa Sameinubu þjóbanna og Evrópusambandsins. Á myndinni má sjá mann hjóla fram hjá egypskum hermónnum sem standa vörb fyrir utan bygginguna þar sem fundurinn fer fram. Reuter Moskva: Endurbyggja sendiráð Hib nýja „sendiráb" Banda- ríkjanna í Moskvu hefur stab- ib ónotab í meira en áratug. Og hversvegna? Jú, vegna þess ab sendirábib er talib vera stærsti hljóbnemi í heimi. Þegar verib var ab byggja þab settu Rússar svo mikib af hljóbnemum í húsib ab þab var gjörsamlega ónothæft. Reyndar var þab aldrei tekib í notkun, því árib 1985 komust starfsmenn bandarísku utan- ríkisþjónustunnar ab þessu og framkvæmdir voru umsvifa- laust stöbvabar, enda málib hib vandræbalegasta. Sérfræb- ingar í njósnum voru gjörsam- lega gáttabir yfir því magni af flóknum njósnatækjum sem Rússar höfbu sett í húsib, en meb tækjunum var mögulegt ab hlusta á hvert einasta hljób í húsinu. Nú ætla Kanar hinsvegar ab koma húsinu í gagnib og er áætlaö að eyða sem svarar um 17-18 milljörðum króna í verk- efnið. Síðla sumars eða í byrjun hausts fara 200 sérhæfðir starfs- menn frá Bandaríkjunum og öll efni til verksins koma frá Banda- ríkjunum. Þeir eiga að rífa fram- hlið hússins og sneiða ofan af því tvær efstu hæðirnar, en hús- ið er alls átta hæbir. í staö hæb- anna tveggja á að byggja svo- kallaban „hatt," sem verbur fjórar hæbir og á hann ab vera öruggur. Sá galli er hinsvegar á gjöf Njarðar ab hinar hæðirnar sex verða áfram næmar fyrir njósnum og þar er ætlunin að hafa starfsmenn og tæki sem ekki eigi að skipta máli varðandi njósnir. Engum rússneskum verka- mönnum, né rússneskum bygg- ingarefnum verður hleypt inn á svæbið; „Þetta verður algerlega bandarísk framkvæmd," sagði starfsmaður utanríkisráðuneyt- isins. Og ástæðan fyrir því að Kanar ætla að ráðast í þessa framkvæmd er m.a. sú að mun ódýrara er að endurbyggja hús- ið, en bygging þess hófst árið 1979. Hinsvegar hefur verið eytt milljónum dollara í að rannsaka hvernig Rússar fóru að þessu öllu saman. En nú er sem sagt útlit fyrir að sendiráð Bandaríkj- anna verbi öruggt og Rússar geti ekki hlustab á hvert einasta hljóö eða óhljóð í þúsinu. C.H.A./ The Cuardian. Eistland: Finnar bjóða hernabarabstob Finnland hefur boðist til ab veita Eistlandi aðstoð vib að byggja upp varnarlið með hjálp frá finnskum hernaðarráðgjöf- um, ab því er varnarmálaráb- herrar beggja ríkjanna sögbu í gær. Finnski varnarmálaráb- herrann, Anneli Taina, sagöi að Finnar væru auk þess reiðubún- ir til þess ab selja Eistlendingum VOpn. -CB/Reuter Danskir vísindamenn ab rannsaka gerfrumur og gerla frá Afríku sem viröast búa yfir einstœöum eiginleikum: Vörn fundin gegn salmónellu? „Flestar fréttir frá Afríku eru af' verri gerbinni — snúast um skort, hungur og sjúkdóma. En í þessu tilviki getum vib, ibnabarþjóbirnar, virkilega lært ýmislegt af þeim," segir Mogens Jakobsen, vísinda- mabur vib Landbúnabahá- skóla Danmerkur, og um- ræbuefnib eru örverur af ýmsu tagi, einkum gerfrumur og mjólkursýrugerlar, sem Afríkubúar hafa notab í mat- væli öldum saman, m.a. til ab verjast sjúkdómum, og ab því er best verbur séb meb góbum árangri. Meb því ab nota þessar örver- ur í matvörur eins og jógúrt, ávaxtasafa og braub telja dönsku vísindamennirnir ab fengib sé nýtt og öflugt vopn í baráttunni vib salmónellu og abra fæðutengda sjúkdóms- valda. Hugmyndin er einföld. Þegar afrísku örverurnar berast meb fæbunni um meltingarkerfib mynda þær eins konar varnar- lag innan á þörmunum sem hindrar þab að salmonellur og fleiri sjúkdómsvaldandi örverur geti náð fótfestu og starfað eins og þeim er eiginlegt. Þess í stað lenda þær í klósettinu án þess að hafa nokkurn tíma náð því að gera neinn usla. „Þessar afrísku gerlategundir og gerfrumur sem vib erum ab vinna meb hafa um ómunatíð verið notabar í staðbundinni, óiðnvæddri matvælagerb. Þess vegna hafa þær varðveitt með sér ýmsa mjög gagnlega, sjúk- dómsfyrirbyggjandi eiginleika sem gerlar í okkar hátækni- vædda heimshluta hafa meira eða minna glatað niður," segir Jakobsen. „Þeir mjólkursýrugerlar sem vib erum ab tala um búa í mörg- um tilvikum yfir einstæðum eiginleikum. T.d. er um að ræða efni sem geta komið í veg fyrir að salmonella og aðrir sjúk- dómsvaldar nái að fjölga sér í þörmunum á fólki. Önnur hafa eftir því sem best verbur séð þann eiginleika að minnka kó- lesterólinnihald blóbs, vegna þess ab þau leysa upp gallsýru. Og um leið hafa þau góð áhrif til varðveislu matvæla auk þess að gefa matnum gott bragb," segir Jakobsen. Upphafið að því að farið var að veita þessum afrísku örverum athygli má rekja til þess þegar Danida og Evrópusambandib lögbu fyrir fimm árum sameig- inlega um 100 milljónir króna í þróunarverkefni í sex afríku- ríkjujm: Keníu, Tansaníu, Gana, Simbabve, Burkina Faso og Níg- eríu. Ætlunin var ab veita þessum löndum abstoð við að auka gæði í matvælaframleiðslu með því ab ná betri tökum á örveru- lífinu í matnum. íbúar í lönd- unum eiga það sameiginlegt að hafa um aldir haft yfir að ráða aöferðum vib geymslu matvæla meb gerjun, enda er það naub- synlegt ab vissu marki vegna ab- stæðna í Afríku. „Þegar við uppgötvuöum þetta fórum viö að velta því fyr- ir okkur hvernig hægt væri að nýta alla þessa eiginleika í mat- vælaframleiðslu í okkar heims- hluta," segir Jakobsen. Þegar hafa fundist um 100 örverur sem gætu nýst í þessu skyni, og verið er að hefja ítarlegar rann- sóknir á þeim við danska Land- búnabarháskólann. Stefnt er ab því ab innan þriggja ára verbi búið að finna út hverjar þessara örvera lofa mestu, og gætu helst nýst m.a. til varnar salmonellu. Einnig verbur sérstaklega skoð- að hvort hægt sé að nýta þá eig- inleika sumra mjólkursýranna ab lækka kólesterólinnihald blóbs, þannig ab unnt væri að nota þær í baráttunni gegn hjartasjúkdómum. Ef hugmyndir vísindamanna ganga eftir mun eitthvað af þessum gerfrumum og mjólkur- sýrugerlum verða komið í dönsk matvæli innan fárra ára. -CB/Politiken iwiiiMuriHj.^^j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.