Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 2
2 Þribjudagur 26. mars 1996 Tíminn spyr... Er útganga stjórnarandstöb- unnar af þingfundi lítilsvirbing viö Alþingi? Salome I’orkelsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis: Já mér finnst þaö. Venjan er sú aö bæði stjórn og stjórnarandstaða hjálpast að aö koma málum til nefnda, burtséö frá því hvort þing- menn séu sammála. Þess vegna er þetta lítilsvirðing viö þingið og þingræöiö og eykur ekki virðingu stjórnarandstöðunnar sem slíkrar. Ég er þó ekki viss um aö þingforseti hafi vald til að taka á þessu sérstak- lega. Þetta koma aldrei upp í minni tíð á þingi. Guörún Helgadóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og varaþingmaö- ur Alþýöubandalags: Mér finnst lítilsvirðingin fyrst og fremst fólgin í að þeir þingmenn sem voru flutningsmenn að frum- vörpunum tóku ekki þátt í umræð- unni og voru ekki í húsinu. Hins vegar er einnig hæpið aö þingmenn gangi út frá atkvæðagreiðslu sem þeim ber að taka þátt í, en þetta er gömul mótmælaaðgerð sem hefur stöku sinnum veriö notuö. Svona uppákoma er ekki óskastaða neins þingforseta. Steingrímur Hermannsson sebla- bankastjóri og fyrrverandi for- sætisráöherra: Já, ég get því miður ekki svarað þessu öðruvísi en játandi. Ég tel þetta vera lílilsvirðingu viö Alþingi, sérstaklega þar sem þaö var búið að boöa atkvæöagreiðsluna. Það er skylda þingmanna að mæta við hana, nema óviöráðanlegar ástæð- ur komi til. Ég tel að forseti eigi aö áminna þá þingmenn sem þetta gerðu. Þaö skal þó tekið fram að ég tek enga afstöðu til þess máls er tek- ið var fyrir, ég er hættur að skipta mér af slíku. Frumvarpiö um vinnulöggjöfina gengur þvert á yfirlýsta stefnu sjálfstœöis- manna. Eykur miöstýringu og dregur úr lýörœöislegri þátttöku. Form. VR: Berst gegn áformum Sjálf- stæðisflokks í miðstjórn Magnús L. Sveinsson formabur Verslunarmannafélags Reykja- víkur segist ætla ab nota stöbu sína sem fulltrúi í mibstjórn Sjálfstæbisflokksins til ab reyna ab koma í veg fyrir ab frumvarp ríkisstjórnar til laga um breyt- ingar á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur verbi að lögum og „sjá síðan til hvab gerist." Hann segir frumvarpib stubla ab áframhaldandi láglaunastefnu auk þess sem þab gengur þvert á yfirlýsta stefnu flokksins meb því ab auka mibstýringu og draga úr lýbræbislegri þátttökua launamanna í stéttarfélögum. Hrafnkell A. Jónsson formabur Verkalýbsfélagsins Árvakurs á Eskifirði hefur hinsvegar sagt sig úr mibstjórn Sjálfstæbisflokksins og einnig úr stjórn kjördæmisráðs flokksins á Austurlandi í mót- mælaskyni vib stefnu flokksins í þessu máli. Hann hefur jafnframt látið ab því liggja ab meb frum- varpinu um stéttarfélög og vinnu- deilur séu stjórnvöld að stuðla ab því ab verkalýbshreyfingin verbi ríkisrekin í stað frjálsra félagasam- taka. Formabur VR segir ab stjórnarf- umvarpib um stéttarfélög og vinnudeilur sé mjög alvarleg ab- för ab verkalýðsfélögunum í land- Magnús L. Sveinsson. inu og dregur úr möguleikum þeirra til ab berjast fyrir bættum kjörum launafólks. Því til stað- festingar vísar hann til þess fagn- abar sem frumvarpib hefur fengib hjá samtökum atvinnurekenda. Hann segir að frumvarpib sé enn- fremur ávísun á ab Islendingar muni áfram búa við lægstu laun sem þekkjast í Evrópu. En síbast en ekki síst gengur frumvarpib í veigamiklum atribum í þveröfuga átt við þab sem sjálfstæbismenn hafa haldib á lofti, þ.e. ab draga úr miðstýringu og auka lýðræðis- lega þátttöku félagsmanna í Hrafnkell A. Jónsson. ákvarðanatöku. Magnús segir að þess í staö miði frumvarpið að því að auka miðstýringuna í verka- lýðshreyfingunni með því að stórauka vald stjórnar og samn- inganefnda. Þá mun frumvarpiö, verði það lögum, draga úr áhuga launafólks til koma á félagsfundi til aö greiða atkvæði um samn- inga vegna þess að atkvæðavægi félagsmanna er mest þegar þeir sitja heima. Þannig mundi t.d. sáttatillaga verða samþykkt hjá VR þótt fjögur þúsund félags- menn greiddu atkvæöi á móti en enginn með. -grh Skólalíf xtlds- EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Páskar voru framundan og þab mátti finna ab and- rúmsloftib á kennarastofunni var farib ab léttast tals- vert. Kennararnir jafnt sem deildarstjóranir kunnu því best þegar skólinn var í fríi og höfbu komib því svo fyrir ab fríin væru sem mest og sem lengst. Nú var abeins eftir einn starfsdagur kennara og þar átti ab afgreiba nokkur mál sem þegar var búib ab samþykkja á deildar- stjórafundi. Ab vísu hafbi nemendafélagib verib meb einhver mótmæli vegna þessara mála sem m.a. snerust um beytingar á skólareglum og möguleikum nemenda- félagsins til ab halda fundi í skólanum. Sumir kennar- arnir höfbu ab sjálfsögbu tekib upp málstab nemend- anna gagngert til þess ab skaprauna Dodda og deildar- stjórunum. Ab sjálfsögbu var þar Baldintáta fremst í flokki en fleiri voru meb henni í málþófinu, kennarar eins og þeir Ömmi og Skalli sem bábir voru sérfræbingar ab tala mikib og oft á kennara- fundum. Doddi lét þau bob út gagna til hinna kennaranna ab málin yrbu afgreidd á kennarafundin- um og því rébu menn því sjálfir hvort þeir væru meb þennan kjaftavabal eba ekki — þab eina sem þetta hefbi upp á sig væri ab tefja þab ab menn kæmust í frí. Doddi vissi ab þab var áhrifaríkara en allt annab ab minna menn á fríib, kennaramir væm tilbúnir til ab ganga ansi langt, bara til ab komast í frí. Og þab var eins og vib manninn mælt: Eftir ab uppreisnarseggirnir úr röbum kennara höfbu verib minntir á fríib komu þeir ab máli vib Furstann og fleiri abila úr stubningslibi Dodda og deildarstjóranna og eftir þá rábstefnu gjör- breyttu þeir um baráttuabferb. Þeir einfaldlega gegnu út í mótmælaskyni. Þannig voru allir ánægbir, því málin voru afgreidd, mótmælin kröftug og þab sem mestu skipti: allir komust í iangt páskafrí. Skólalífib er því komib í frí — líka hér. (Aö gefnu tilefni skal tekiO fram aO persónur og atburöir t pessari sögu eiga sér ekki fyrirmyndir í raunverulelkanum. Öli samsvörun viO raunverulegt fólk eOa atburöi er hrein tilviljun.) Sagt var... Þjóbkunnur afbrotamabur „Organistinn fær ekki svo mikib sem ádrepu fyrir þjóbkunn afbrot sín. Hann beitti söfnubinn því hrybjuverki ab neita ab þjóna helgihaldinu um jólin. Hann virti ab vettugi tilmæli biskups um ab gera þab þó fyrir hans beibni. Loks hefur organistinn orbib uppvís ab því ab njósna um prest- inn..." HDlelúja. Hér talar séra Geir Waage um hinn þjóbkunna afbrotamann, skelfinn Jón Stefánsson. Úr Mogga. Sýgur orkuna úr Alþýbublabinu „Þab getur verib þrúgandi til lengdar ab vera eingöngu ab vinna á vinnu- stofunni. Á blabinu er mjög skapandi fólk og á því nærist ég. Eg sýg úr þeim orkuna." |ón Óskar myndlistarmabur í vibtali vi6 Moggann. Hann mun einn af fáum sem getur sótt sér orku í Alþýbublabib en þar hefur hann annan fótinn. Kraftaverk á tölvuöld „Ég leyfi mér ab taka svo djúpt í ár- inni ab halda því fram ab fyrir ís- lenskukennara sé þab kraftaverki næst ab fá nemanda til ab lesa eina skáldsögu á vetri, hann setji sig jafn- framt inn í verkib og dragi ályktanir af því." Skrifar Hjalti Jón Sveinsson skólastjóri í Moggann. Ljótt er ef satt er og kannski engin furba ab kennarar telji sig illa launab afreksfólk! Áhyggjur af öllu klabbinu „Vib vorum ótrúlega heppnir og vib höfum áhyggjur vegna fólksins í kringum okkur. Sérstaklega þykir okkur þetta leitt vegna rútubílstjór- ans, foreldra okkar og kennaranna í skólanum." Sveinn Björnsson sem stökk af rútu á 60 kílómetra hraba ásamt félaga sínum. DV í gær. Froba lítt horskra manna „Brynjólfur ætti ab kynna sér hlutina betur ábur en hann fer fram meb frobu. Horskra manna háttur er ab leggja ekki fram stabhæfingar án þess ab kynna sér nokkub grunn- inn." Skrifar forstöbumabur Sundhallar Reykjavíkur, Bjarni Kristjánsson, í DV og fer mikinn. Hann telur Brynjólf jónsson hafa farib óréttmætum orbum um Sundhöll Reykjavíkur og keppniskröfur laugarinnar. Þab vakti athygli í messugjörbinni hjá sr. Flóka Kristinssyni sl. sunnu- dag hve margir voru mættir til kirkju og kannski ekki síst ab þar voru abil- ar sem menn hefbu kannski ekki bú- ist vib ab sjá þar. Þannig mátti sjá Harald Blöndal lögfræbing mæta þarna, en Haraldur er kaþólskur. Hann var þarna ásamt Atla Frey Gubmundssyni í vibskiptarábuneyt- inu ... • ... Þá vakti athygli ab Ragnar jóns- son, fyrrverandi forsetaframbjób- andi, var á stabnum og heilsabi á bába bóga og virtist greinilega á heimavelli. Þá voru mættir bábir vígslubiskuparnir, Sigurbur Sigurbs- son og Bolli Gustavsson. Sigurbur kom snemma og gekk inn alla kirkj- una og settist á fremsta bekk nálægt presti og mebhjálpara. Sigurbur var meb prestskraga. Sr. Bolii hins vegar var meb slaufu og settist á bekk í mibri kirkju ... ... Þá kom fram í heita pottinum ab Ólöf Kolbrún, gjaldkeri sóknar- nefndarinnar, hafi verib á svæbinu og tekib virkan þátt í messugjörbinni sem ekki kemur á óvart... • ... Þá þótti þab tíbindum sæta í pott- inum ab Hörbur jóhannesson yfir- rannsóknarlögreglumabur var á stabnum og þábi sakramenti hjá Flóka, en Hörbur er sem kunnugt er í forsvari fyrir rannsókn RLR á bisk- upsmálinu ...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.