Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 6
6 ftWnnrgjrTi igirnii WWWWrw Þriðjudagur 26. mars 1996 Þriöja forsetaframbobib tilkynnt á laugardag — Cubrún Agnarsdóttir lœknir og fyrrum alþingismabur Kvennalistans, sem í dag vinnur ab rannsóknum á visnu og mœbiveiki: Arin s j ö á þingi vei ttu reynslu sem kemur sér vel Gubrún vib störf sín uppi á Keldum ígœr. Tímamynd-.cs Það kom ekki á óvart þegar Guðrún Agnarsdóttir læknir og fyrrverandi alþingismaður boðaði fréttamenn til fundar og tilkynnti um framboð sitt til embættis forseta íslands. Ekkert nafn forsetaefnis hefur verið eins lengi í pottinum og nafn Guðrúnar Agnarsdóttur. Guðrún var enn á þingi fyrir Kvennalistann þegar fariö var að ræða um hana sem forseta- efni fyrir 5 árum síðan. Guðrún Agnarsdóttir sagði í samtali við Tímann í gær að hún væri ekki í vafa um að árin sjö sem hún sat á Alþingi ís- lendinga hefðu aflað henni víð- tækrar reynslu á íslensku þjóö- félagi og myndu koma í góðar þarfir yrði hún kjörin forseti. Ræöuskörungur strax í Versló En hver er Guðrún Agnars- dóttir? Guðrún er fædd 2. júní 1941, dóttir hjónanna Birnu Petersen, dóttur Hans Petersens kaup- manns, og Agnars Guömunds- sonar hvalveiðiskipstjóra. Fjöl- skyldan bjó við Miðstræti í mið- borg Reykjavíkur. Guðrún varð stúdent frá Verslunarskóla ís- lands 1961 og lét mikið til sín taka í þeim skóla sem ræðuskör- ungur og ritstjóri skólablaðanna svo nokkuð sé nefnt. Kandídat í læknisfræði varð hún í febrúar 1968, þá móðir lítillar telpu og átti annab barn í vændum. Guðrún er gift Helga Valdi- marssyni, lækni og prófessor. Börn þeirra eru þrjú, Birna Huld, 32 ára blaöamaður við dagblaðið European, Agnar Sturla 27 ára og Kristján Orri 24 ára. Synir Helga eru Asgeir Rún- ar 38 ára og Valdimar 33 ára. Bamabörnin eru nýlega oröin 7 að tölu. Þau Guðrún og Helgi bjuggu um 13 ára skeið í Englandi ásamt fjölskyldunni, voru þar við nám og störf. Rannsóknir á visnu og mæbiveiki Guðrún vinnur í dag sem sér- fræbingur í veirufræði við Til- raunastöb Háskólans í meina- fræði á Keldum. Þar vinnur hún ásamt fleirum að rannsóknum á visnu og mæöiveiki. Visna er ill- vígur smitsjúkdómur í sauðfé sem veldur skemmdum á mænu skepnanna. Guðrún segir aö þar sé um ab ræða veirur náskyldar alnæmisveirunni. Rannsókn- irnar eru að hluta til byggðar á rannsóknum dr. Björns Sigurðs- sonar sem féll frá í blóma lífs- ins. Guðrún vinnur ennfremur sem forstjóri í hlutastarfi hjá Krabbameinsfélagi íslands og er umsjónarlæknir Neyðarmót- töku vegna nauðgunar á slysa- deild Borgarspítala. Trúir á fyrirmyndar- þjóðfélagið ísland Guðrún Agnarsdóttir til- kynnti formlega um forseta- framboð í Kornhlööunni við Bankastræti eftir hádegi á laug- ardaginn, nánast á æskuslóöun- um, umvafin ljósum sjónvarps- véla og blossum myndavéla. Salurinn var þéttsetinn fjöl- miðlafólki, en einkum stuðn- ingsfólki hennar. Við háborðið sátu Guðrún og Helgi maöur hennar, ásamt þeim Sigurði Björnssyni sérfræöilækni og Ág- ústu Sigfúsdóttur sjúkraþjálfara, vinkonu hennar allt frá í æsku. Guðrún flutti stutt ávarp og sagði meöal annars um ákvörð- un sína: „Meginorsakirnar fyrir því að ég geri þetta eru þær að ég trúi því að hægt sé að skapa mjög gott þjóðfélag á íslandi, fyrirmyndarþjóðfélag. Þá á ég við þjóðfélag þar sem allir ein- staklingarnir skipta máli, fá not- ið hæfileika sinna, geta verið virkir þátttakendur og glatast ekki." Sagbi Guðrún aö hún hefði trú á að hér á landi væru sérstakar aðstæður til að skapa þjóðfélag þar sem hver einstak- lingur hefur sitt hlutverk, skipt- ir máli, nýtir hæfileika sína. „Ég er glöð og stolt yfir því ab vera íslendingur, um leið og ég ber virðingu fyrir og hef áhuga á margbreytilegri menningu ann- arra þjóða og tel að vib eigum að hafa gób samskipti við þær," sagbi Guðrún á fundinum og sagði að hún teldi forsetaemb- ætti góðan vettvang til að hafa áhrif í þessa veruna. Guðrún sagbi aðspurö aö illvíg- ar deilur af ýmsu tagi sem nú setja lit sinn á íslenskt þjóðfélag mundu hverfa. Áberandi sundur- lyndi eins og nú, væri nokkuö sem kæmi og færi. Hún hefbi óbilandi trú á að íslendingar gætu lifað saman í sátt og samlyndi og orðið fyrirmynd annarra. Guðrún sagðist ekki hafa í hyggju róttækar breytingar á störfum forseta. Hún sagði að brýnast væri ab telja sig eiga er- indi. Sá sem sæti á forsetastóli væri eins konar hvati eða sendi- boði, en þyrfti ævinlega að hafa fólkið í landinu þétt að baki sér. Hlustar síðast á sína innri rödd En hvernig var helgin hjá for- setaframbjóðandanum? „Það var mjög mikið að gera, margir hringdu, sendu skeyti eða blóm. Ég er mjög bjartsýn og hef ekki ástæðu til annars," sagði Gubrún Agnarsdóttir í samtali við Tímann í gær. Guðrún segir að ákvörðunin um að fara í framboö hafi vissu- lega verið erfið. Hún hafi rætt málið við sína fjölskyldu, sem styddi sig vel. Einnig hefbi hún rætt við fjölmarga aðra, sem hefbu ólíka lífsreynslu, ólík sjónarmið og ynnu ólík störf. Hún hefði viljað fá sem víðast og fjölbreyttast hugmynda- flæði. „En auðvitað hlustar maður síðast á sína innri rödd og tekur sína ákvörðun. En maður leitar samskipta við aðra, því þetta starf er mjög sérstakt. Maöur sækir ekki um það, maður er kallaður til að gegna slíku starfi. Maður verður að vera í fullkom- inni sátt við sjálfa sig og gera sér grein fyrir því hvers vegna mað- ur vill vinna það," sagöi Guð- rún Agnarsdóttir. Stubningur — meb blendnum huga Á fundinum á laugardaginn ávarpaði Siguröur Björnsson læknir samkomuna, en hann er samstarfsmaður Guörúnar og félagi hennar úr læknadeild Há- skóla íslands á námsárunum. Sigurður sagbi að hann styddi Guðrúnu til forsetaembættis, en ekki meö óblendum huga þó. Að henni yrði mikil eftirsjá, því hún hefði sýnt mikinn dugnað, áhuga og hæfileikann til að tak- ast á við erfið verkefni. „Og þab er erfitt að reiðast vib hana," sagði Sigurður. -JBP Umhverfisrabherrar atta rikja samþykkja ab: Stofna vöktunarmiðstöb á Akureyri Umhverfisráöherrar og emb- ættismenn átta ríkja, þar á mebal Gubmundur Bjarnason umhverfisrábherra, sam- þykktu á tveggja daga fundi sínum í Inuvik í Kanada að stefna ab því ab stofna sér- stakt Norburskautsráð. Einnig var samþykkt á fundinum að skrifstofa verkefnis um skrá- setningu lífvera á norburslóð- um (Conservation of Arctic Flora and Fauna — CAFF) skyldi stabsett á íslandi, nán- ar tiltekið á Akureyri. Fundur ráðherranna var sá þriöji af sínu tagi, en fyrsti fundurinn var haldinn í Ro- vaniemi í Finnlandi árið 1991, þar sem grunnurinn var lagður að samstarfi ríkja á noröurslóð- um um umhverfismál og gerð áætlunar um vernd norður- heimskautssvæðisins. Auk full- trúa ríkjanna átta (íslands, Bandaríkjanna, Danmerkur/ Grænlands, Finnlands, Kanada, Noregs, Rússlands og Svíþjóð- ar), eiga fulltrúar samtaka frum- byggja á noröurslóðum aðild ab samstarfinu. Með stofnun Norðurskautsráðs yrði þessi samvinna færð í formlegra horf. Til stendur ab koma skrifstofu CAFF á Akureyri á laggirnar nú í ár. Búist er við ab starfsmenn skrifstofunnar verði a.m.k. tveir. Ráðherrarnir ákváðu for- gangsverkefni fyrir CAFF, sem verða a.m.k. gerb áætlunar um framkvæmd sáttmála Samein- ubu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni á norðurslóðum og framkvæmd áætlunar um vernd stuttnefju og langvíu. í lok fundarins á fimmtudag- inn var undirrituðu umhverfis- rábherrarnir svokallaba Inuvik- yfirlýsingu, þar sem þeir árétt- uðu stefnu sína um verndun norburskautssvæðisins. Þar er m.a. lögö áhersla á athugun á magni og dreifingu mengunar- efna á norðurslóðum og mögu- leika á svæbisbundnu eftirliti meö olíumengun. í ræbu sinni í Inuvik lagði Guðmundur Bjarnason um- hverfisrábherra áherslu á’ að hafið og lífríki þess væri mikil- vægasta aublind ríkja á norður- slóðum. Því væri nauðsynlegt að tryggja sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar með velferð íbúa svæöisins ab leiðarljósi. ís- lendingar væru þeirrar skobun- ar ab takmörkuð veiði sjávar- spendýra væri ein leið til ab ná þeim markmiöum. Guðmundur minntist Vil- hjálms Stefánssonar, sem varð frægur fyrir könnunarleiðangra sína um heimskautasvæði Kan- ada og skrif sín um lífshætti frumbyggja þar, og sagöi að ís- lendingar hefðu ákveðið að setja á fót á Akureyri stofnun um heimskautarannsóknir, kennda vib Vilhjálm.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.