Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 26.03.1996, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 26. mars 1996 11 UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . . . UTLÖND . Fylkiskosningar í Þýskalandi um helgina: Kohl styrkir stöðu sína Þingkosningar voru í þremur fylkjum Þýskalands á sunnu- daginn, þ.e. í Baden- Wiirttemberg, Rheinland- Pfalz og Schleswig-Holstein. Flokkur Helmuts Kohls kansl- ara, Kristilegi demókrataflokk- urinn, jók fylgi sitt í öllum þremur fylkjunum, en náði ekki flestum atkvæöum nema í einu þeirra: Baden-Wíirttemberg. Jafnaöarmenn töpuöu hins veg- ar fylgi í öllum fylkjunum, en náöu engu aö síður flestum at- kvæðum í Rheinland-Pfalz og Schleswig-Holstein. Græningjar juku fylgi sitt nokkuð alls staö- ar, og sama má segja um Frjálsa demókrata. Hins vegar misstu Repúblíkanar, flokkur þjóöern- issinna, lítið eitt af fylgi sínu í Baden-Wúrttemberg. Jafnan er vel fylgst meö fylkis- kosningum í Þýskalandi þar sem niðurstöður þeirra þykja gefa góðar vísbendingar um stöðu ríkisstjórnarinnar hverju sinni. „Hver sem kýs Kristilega demókrata veit meira eða minna hverju hann er að greiða atkvæði sitt," segir í þýska dag- blaöinu Súddeutsche Zeitung. „Hver sem kýs Frjálsa demó- krata veit að hann er óbeint að greiða samsteypustjórninni í Bonn atkvæði sitt. En sá sem kýs Jafnaðarmenn þessa dagana veit ekkert við hverju hann má búast. Þetta er einföld en líkleg skýring á kosningaúrslitunum í öllum þremur fylkjunum." -CB/Reuter Bob Dole og mœlskulistin: Þá reynir á skilnings- gáfu áheyrenda Um hvaö snúast eiginlega kosningarnar? Bob Dole, sem nú er Ijóst að verður forsetaframbjóbandi Repúblikanaflokksins, er ekki beinlínis þekktur fyrir að vera lipur ræbumaður. Sjálfur er hann raunar fyrstur manna til ab viðurkenna það. Undanfarna daga hefur hann þó reynt töluvert til þess að bæta ræbutækni sína, enda mikið í húfi þegar baráttan við Clinton hefst fyrir alvöru. Árangurinn er misjafn, enn sem komið er. Dole er ekki mik- ið fyrir að koma með stórar yfir- lýsingar, dregur heldur úr því sem hann er að segja og talar gjarnan í stuttum setningum og hálfkveðnum vísum, þar sem samhengið getur verib dá- lítið á reiki. Stundum tekst honum þó að hrífa áheyrendur meb sér, og hann getur verið fyndinn, en oft sitja áheyrend- ur með sveittan skallann undir ræöum hans og hafa ekki hug- mynd um hvert maðurinn er að fara. Síðastliðinn laugardag hélt hann ræðu í Bakersfield í Kali- forníu, og sýndi þar ab honum getur tekist nokkub vel upp þegar hann er í stuði. Þar var hann að tala um hægan bata sinn af stríösmeiðslum, og tókst ab tengja þá sögu við það hvað varð úr honum síöar meir, hvers konar manneskja hann er og hvaða afstöðu hann hefur til stjórnmála. „Þessi reynsla geröi mig að betri manni. Mótlætib styrkti mig, gerði að betri manneskju, næmari, umhyggjusamari fyrir þeim sem eiga vib sérstök vandamál að glíma, örorku," sagði hann. „Kannski þurfa þeir aöstoö. Kannski eru þeir fátæk- ir. Og Repúblikanaflokkurinn er alveg jafn næmur og um- íbúafjöldinn í ísrael er orbinn 5,6 milljónir, að því er segir í nýrri skýrslu um mannfjölda- þróun í Israel. Þetta þýðir ab íbúum í ísrael hefur fjölgab um 40% frá því ár- ið 1983, en þá bjuggu um 4 milljónir í landinu. Skýring- anna á þessari fjölgun er ekki síst ab leita til þess aö hundruð þúsunda af Gyðingum hafa hyggjusamur og hver annar. En vib höfum betri hugmyndir." En svo varð honum, eins og oft vill verba, fótaskortur á tungunni og lenti í ýmsum af gildrum mælskufræðinnar. „Ég fæddist eins og allir aðrir hér í litla bænum Russel í Kansas," sagbi hann. Og nokkrum setn- ingum síðar datt þetta upp úr honum: „Eins og margir hér í áheyrendahópnum kom stríðið og ég fór af stað eins og allir aðrir," sagbi forsetaefnið. Ekki síst virðist hann eiga í erfiðleikum með að taka af- stöðu til þess hver eiga að verða helstu kosningamálin, um hvað kosningarnar eigi að snú- ast. í Fresno kom hann með þessa útlistun: „Þetta snýst ekki um Bill Clinton. Ekki einu sinni streymt til landsins frá Sovét- ríkjunum sálugu. Gybingum, sem numib hafa land á Vesturbakkanum eða Gazasvæðinu, hefur einnig fjölgað gífurlega á þessu tíma- bili. Árið 1983 voru þeir um 24.000 en eru nú komnir upp í 134.000, sem er nánast sexföld fjölgun. -GB/Reuter um Bob Dole. Þetta snýst um Ameríku, þá stefnu sem við eig- um að taka á næstu fjórum ár- um á meðan við erum á leið- inni inn í nýja öld," sagði Dole. „Þetta snýst um reynslu, um leiðtogahæfileika, um að taka erfiðar ákvarðanir. Þetta snýst um þab hvern þið viljið hafa við stjórnvölinn, hvern þið vilj- ið hafa í forsetastóli í þessu landi þegar fást þarf við börnin ykkar, skattana ykkar, fjölskyld- urnar ykkar. Það er það sem kosningarnar snúast um." En nokkrum klukkutímum síðar, í Bakersfield, fór hann ab ræða um heilsufar sitt og gerði langt mál úr því hve gott þab væri. Síðan endaði hann mál sitt þannig: „Þetta snýst allt um heilsufar ykkar og mér sýnist að allir hér inni séu bara býsna heilbrigðir." Dole er frægur fyrir kímni- gáfu sína, sem getur verið bæði beitt og svört þegar svo ber undir. Og stundum tekst hon- um að koma henni nokkuð vel til skila í ræðum sínum. Ræð- una í Bakersfield endaði hann með þessum orðum: „Takið þið nágranna ykkar með á kjörstab, takið vini ykkar með á kjörstað ef þeir styðja okkur. Ef þeir þeir gera það ekki, segið þeim þá ab kosningunum hafi veriö frest- að. Segið þeim hvað sem er." -CB/Reuter Israelsmönnum fjölgar ört MJÓLKURBÚ FLÓAMANNA Fundarboö Aðalfundur Mjólkurbús Flóamanna verður haldinn að Gunnarshólma í Landeyjum þriðjudaginn 2. apríl 1996. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Fundurinn hefst kl. 1 3:30. Fulltrúar mæti kl. 12:00. Selfossi, 25. mars 1996. Stjórn Mjólkurbús Flóamanna. MEN NTAMÁLARÁÐ UNEYTIÐ Styrkir til sumarnám- skeiða á dönskum lýbhá- skólum fyrir íslenska dönskukennara Sumarib 1996 veitir danska ríkið 10 íslenskum dönskukennur- um styrk til sumarnámskeiða á dönskum lýbháskólum. Gert er ráð fyrir a.m.k. tveggja vikna löngu námskeiði. Styrkir þessir eru fyrst og fremst ætlabir íslenskum dönsku- kennurum sem lokið hafa BA-prófi í dönsku, BEd-prófi meb dönsku sem valgrein eba hafa sambærilega faglega menntun í dönsku. Styrkþegar þurfa sjálfir að afla sér skólavistar í dönskum lýðhá- skólum. Hver styrkur er ab upphæb 3000 danskar krónur og er ætlab- ur til ab greiða námskeibskostnab. Umsókn skulu fylgja upplýsingar um fyrra nám og störf um- sækjenda. Jafnframt skal gerð grein fyrir fyrirhuguðu nám- skeibi. Skila skai stuttri skýrslu um námskeibib til menntamála- rábuneytisins strax að því loknu. Umsóknir um styrkinn fyrir sumarið 1996 skulu sendar menntamálarábuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 12. apríl 1996. M EN NTAMÁLARÁÐU N EYTIÐ Styrkir til skóla- heimsókna til Danmerkur Menntamálaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar nokkra styrki frá danska ríkinu, sem ætlabir eru til skólaheimsókna ís- lenskra grunn- og framhaldsskólanemenda til Danmerkur vor- ib 1996. I. Styrkir þessir miðast við nemendur í 8.-10. bekk í grunnskóla og nemendur í framhaldsskóla. II. Umsókn skal fylgja ítarleg lýsing á ferðinni og tilgangi hennar. Þeir skólar, sem þegar hafa umtalsverð bréfa- skipti/tengsl vib danska skóla, skulu ab öllu jöfnu hafa forgang við styrkveitingu. Skólaheimsóknina skal undirbúa í nánu sam- rábi við skólann sem heimsóttur er, og skal skrifleg stabfesting frá danska skólanum um fyrri tengsl milli skólanna og sam- vinnu um skipulagningu heimsóknarinnar fylgja umsókninni. Einnig skal tilgreina hvort sótt er um styrk til annarra aðila og þá til hverra. Gert skal ráð fyrir að nemendahópurinn dvelji a.m.k. átta daga í skólum eba fræbsluumdæmum sem hópur- inn heimsækir. III. Styrkurinn skal alla jafna miðaður við fasta upphæb á nem- anda að hámarki 6 þúsund krónur. Við styrkveitingu skal miö- að vib 30 nemendur að hámarki í hverjum skóla. Ab námsferb lokinni ber bæði styrkþegum og stjórn þess skóla sem heim- sóttur er ab skila skriflegri skýrslu um ferðina. Menntamála- rábuneytið ákveöur skilatíma skýrslu. Umsóknir um styrki skulu hafa borist menntamálaráðu- neytinu fyrir 15. apríl 1996. Nánari upplýsingar fást hjá menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík. Sími 5631631 Fax: 5516270

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.