Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.05.1996, Blaðsíða 8
8 WMkm Miðvikudagur 15. maí 1996 íran, írak og Sýr- land sögö vera í einskonar banda- lagi gegn Banda- ríkjunum, ísrael, PLO, Egyptalandi, Jórdaníu og Tyrk- landi Kúrdi handtekinn í Þýskalandi. Þýskaland er bandamaöur Tyrklands íNATO og hefur mikil vibskipti vib þab. Þýska stjórnin hefur bannab starfsemi PKK þarlendis, en þar býr um hálf milljón Kúrda og mebal þeirra eru margir stubningsmenn PKK. Bandalög á vísu Austurlanda nær Öcalan: sumum manna hans finnst hann orbinn of eftirgefanlegur. Eitt það nýjasta frá þeirri lotu þjóðar- hreinsunar/þjóöar- morbsaðgerða Tyrkja og ír- aka gegn Kúrdum, sem segja má aö staöið hafi með skömmum hvíldum í rúm 20 ár, er að nú um páskana umkringdi og „hreinsabi" tyrkneski herinn svæbi nokkurt austur af borginni Diyarbakir. Einhverjum kom þetta á óvart, vegna þess að vopnahlé, sem Abdullah (Apo) Ócalan, leiðtogi Verkamannaflokks Kúrdistans (PKK), er heldur uppi skæruhernaði gegn Tyrkjum í Norður- Kúrdistan (tyrkneska Kúrdistan), lýsti yf- ir 15. desember, var enn í gildi. Þá hafði Tyrklandsstjórn undanfarið verið fremur sátt- fús í orðum í garð PKK, trúlega með hliðsjón af Evrópu, þar sem málstaður Kúrda hefur vakiö athygli nokkra. Hermálasamningur ísraels og Tyrk- lands Tyrkneska stjórnin hefur að sögn fréttaskýrenda staðfest, að erlendar Ieyniþjónustur — NATO-ríkja að því er virðist — hafi verið tyrkneska hernum hjálplegar við „hreinsunina" um páskana. Ekki þarf það að koma á óvart. Menn kunnugir þeim ófriði, þ.ám. sagnfræð- ingar, hafa talið næstum víst að Bandaríkin, sem að því er virðist eru gagntekin af rétt- látri reiði og harmi út af þjóð- arhreinsun og fjöldamorðum frömdum í Evrópu fyrir rúm- lega hálfri öld, hafi með gervi- hnattanjósnum aðstobað Tyrki vib hliðstæöar aðgerðir þeirra í Kúrdistan. Svo að ekki sé minnst á annan stuðning Bandaríkjanna og Vesturlanda yfirleitt við núverandi ríki Tyrkja, sem að verulegu leyti var grundvallað á þjóbar- hreinsunum og fjöldamorð- um. Þaö sérstaka við fréttir af njósnastuðningi við Tyrki nú er að hann hafi ekki einungis komið frá NATO-ríkjum. Meb því virðist vera átt við ísrael. Fyrir skömmu gerðu ísrael og Tyrkland meb sér samning um samstarf í hermálum, án þess að mikið væri gert úr því í fréttum. Samkvæmt þeim samningi geta ísraelar nú æft orrustufluglib sitt yfir Tyrk- landi og frá tyrkneskum her- flugvöllum. I staðinn tóku ísraelar að sér að endurnýja um 50 tyrkneskar stríðsflug- vélar af gerðinni F4, sem orðn- ar eru gamaldags, gegn ríflegri greiðslu. Ekki hefur allt verið gefið upp um efni samnings þessa, sem er feimnismál nokkurt fyrir Tyrki með hlið- sjón af arabaríkjum, en ekki er grunlaust ab í honum sé gert ráð fyrir samstarfi í njósnum. Athygli vakti að Tyrkland, múslímskt ríki, fordæmdi ekki árásir ísraela á Líbanon nýver- ið, heldur aðeins „harmaði" manntjón óbreyttra borgara og hvatti í stillilegum tón til „endurathugunar á aðstæb- um". Fréttaskýrendur ýmsir, sem sérfróbir teljast um ormagarð þann sem valdataflið í Austur- löndum nær/Vestur-Asíu er, telja sig merkja að aðilar í því tafli séu að þoka sér saman í tvær fylkingar, með Washing- ton og Teheran sem höfuð- borgir. Bandarískur óska- draumur Að öbrum þessara öxla standi Bandaríkin, ísrael, stubningsmenn Arafats mebal Palestínumanna, Egyptaland, Jórdanía, Tyrkland og ab vissu marki olíuríkin á Arabíuskaga. Bandaríkin séu helsti drifkraft- urinn á bak við þann öxul, og má ætla að sérstakt samband þeirra við ísrael skipti í því samhengi miklu, svo sem ver- ib hefur í stefnu þeirra vibvíkj- andi þessum heimshluta. „Samningur Tyrklands og ísra- els var bandarískur óska- draumur, sem hefur ræst," er haft eftir tyrkneskum prófess- or í alþjóðastjórnmálum. Þab sem helst veldur samstöbu ríkja þessa mönduls er líklega ótti við „róttækar" íslamskar hreyfingar og í því samhengi sérstaklega íran. Hinn öxulinn mynda að sögn íran, írak og Sýrland. Helsta sameiningaraflið þar er andstaða við Bandaríkin og ísrael. Grikkland kann raunar að vera í einhverjum tengslum við þann öxul, vegna fjand- BAKSVIÐ DAGUR ÞORLEIFSSON skaparins milli þess og Tyrk- lands. Grikkir hafa a.m.k. gert vib Sýrland „samning um samstarf", sem eins og tyrk- nesk-ísraelski samningurinn er hálft í hvoru leyndarmál. En sagt er ab með honum fái Grikkir lendingarleyfi fyrir stríðsflugvélar sínár í Sýrlandi, og Tyrkir saka þá sýknt og heilagt um stuðning við „PKK- hryðjuverkamenn". Varla þarf að taka fram að nokkuð vantar á að í „banda- lögum" þessum sé um bróbur- lega einingu að ræða. Sýrland og írak eru óvinir, íran og írak engir vinir og Sýrland (sem stjórnað er af íslömskum „villutrúflokki", Alavítum) hefur illan bifur á bókstafstrú írans og ítökum þess í Líbanon gegnum Hizbollah. Tyrkland, sem á mikib undir stuðningi frá Bandaríkjunum, er ergilegt yfir því að Bandaríkin reyna að sögn að sætta þá Massoud Barzani og Jalal Talabani, helstu rábamenn í Suður- Kúrdistan (íraska Kúrdistan). Grunar Tyrki ab tilgangurinn með þessu hjá Bandaríkja- mönnum sé að gera Suður- Kúrdistan að sjálfstæðu ríki í raun, er verði komið upp á bandaríska vernd og þar með fylgiríki Bandaríkjanna, sem þau gætu beitt í valdatafli við grannríki þess. Með tilkomu slíks ríkis myndu sjálfstæðis- sinnar í Norður-Kúrdistan að líkindum fá aukinn stuðning utan frá. Reynt ab kljúfa PKK Einnig íran og Sýrland reyna nú að sætta kúrdneska flokka báðum megin tyrknesk-írösku landamæranna, meb það fyrir augum að veikja Tyrkland og írak og ná auknum ítökum í tyrkneska og íraska Kúrdistan. „Hreinsunaraðgerð" Tyrkja um páskana kann að hafa ver- ib hugsuð sem mótleikur á kúrdneska vettvangnum gegn Bandaríkjunum, íran og Sýr- landi. Öcalan hefur allt frá 1990 slakað á sjálfstæðiskröf- um PKK og látið í ljós vilja til samningaumleitana. Herskárri PKK-mönnum, undir forystu Semdins Sakik, yfirforingja PKK-skæruliða þeirra er hafa bækistöðvar í Suður-Kúrdist- an, finnst Öcalan orðinn of eftirgefanlegur. Sú hundsun Tyrkja á sáttaviðleitni hans, sem atlagan um páskana fól í sér, gæti veikt stöbu hans í PKK. Deilur innan PKK, sem gætu leitt til klofnings þar, myndu sennilega stefna í hættu friðar- samningi, sem Öcalan gerði í vetur við Barzani, sumpart fyr- ir tilstilli írans. í augum Tyrkja er hugsanleg samstaða Kúrda innbyrðis líklega ógnun við sjálfan tilvistargrundvöll Tyrk- lands eins og það er nú. Þá vilja þeir heldur óbreytt ástand — þ.e. áframhaldandi stríð — í Kúrdistan, þótt það sé þeim sjálfum dýrt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.