Tíminn - 29.05.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.05.1996, Blaðsíða 4
4 Miðvikudagur 29. maí 1996 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: Jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Gubmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmi&ja hf. Mánabaráskrift 1700 kr. m/vsk. Verb í lausasölu 150 kr. m/vsk. Samskipti frændþjóða Mary Robinson, forseti írlands, dvelst hér á landi þessa dagana í opinberri heimsókn. Heimsókn hennar er þáttur í því að rækta sambandið milli nágranna- og vinaþjóða sem írar og íslendingar eru. Saga og menning íra höfðar til okkar með al- veg sérstökum hætti, enda er víst að þjóðirnar eiga sameiginlegar rætur í fortíðinni. Forsetaembættinu á írlandi svipar að mörgu leyti til þess íslenska. Forsetinn er þjóðkjörinn, hann hefur ekki mikil pólitísk völd, en getur þó með málflutningi sínum og áherslum haft mikil áhrif í krafti embættis síns. Mary Robinson hefur ekki látið sitt eftir liggja að þessu leyti og talað fyr- ir frjálslyndum viðhorfum í umdeildum málum þar í landi. Saga íra er mikil baráttusaga. Hörmungar hafa gengið yfir þjóðina og má þar til nefna hungurs- neyð um miðja síðustu öld sem stafaði af upp- skerubresti. Hún varð til þess að ein og hálf millj- ón manna flutti úr landi, einkum vestur um haf til Bandaríkjanna og hefur fólk af írsku bergi brotið haslað sér þar völl. íslendingar áttu eftir síðar á öldinni að lifa þessa sömu reynslu þegar kröpp kjör, þrengsli í sveitum, eldgos og harðindi urðu til þess að fjöldi fólks flutti til Vesturheims og settist einkum að í Kanada. írar háðu sjálfstæðisbaráttu í upphafi aldarinn- ar. Síðustu stjórnarfarslegu böndin við Bretland voru slitin árið 1949, eða fimm árum síðar en ís- lendingar stofnuðu lýðveldi á Þingvöllum. írlandi er hins vegar skipt í tvö ríki og í Ulster eða á Norð- ur-írlandi hafa geisað átök um áratugi, sem öllum eru kunn af fréttum. í írska lýðveldinu hefur hins vegar tekist að varðveita friðinn, meðan trúarbrögð hafa skipt norðurhlutanum í stríðandi fylkingar. í utanríkismálum hafa írar fylgt hlutleysis- stefnu, en hafa þó lengi verið aðilar að Evrópu- sambandinu. írar hafa lagt drjúgan skerf til menningar Evr- ópu á þessi öld. Afrek þeirra í bókmenntum, leik- list og alþýðutónlist eru mörg og listinn yfir af- burðafólk á þessum sviðum er langur. íslendingar hafa gengið í þennan nægtabrunn og mörg leik- verk og bækur eftir írska höfunda hafa verið þýdd á íslensku og írsk sönglög eru afar vel kunn hér á landi. Allt þetta á djúpan hljómgrunn í huga og hjarta íslendinga. Áhugi íslensks leikhúsfólks og bókmennta- og tónlistarmanna á írskri listsköpun hefur auðgað menningarlífið hér síðustu áratug- ina og haft áhrif á íslenska listamenn. írar og íslendingar eiga veruleg viðskipti á sviði ferðamála og ber þeim sem reynt hafa saman um það að til írlands sé gott að koma og landinn sé þar aufúsugestur. Forseti írlands er góður gestur á íslandi og heim- sókn hennar hingað til lands er þáttur í því að efla samskipti vina- og frændþjóða, sem eiga sameigin- legar rætur í fortíðinni og geta eflt sín samskipti á mörgum sviðum á líðandi stund. Hin opinbera fótboltarás Mikil bylting hefur orbib í sjón- varpsmálum landsmanna á und- anförnum árum. Vissulega varb mikil bylting meb tilkomu ríkis- sjónvarpsins fyrir þremur áratug- um, sem á skömmum tíma náði til flestra landsmanna en þar á undan hafbi abeins lítill hluti lands- manna getab horft á sjónvarp frá herstöð Nató á Miðnesheiði í skamman tíma. Fyrir um áratug kom Stöð 2 til sögunnar en þar áð- ur hafði kapalsjónvarp haldib inn- reib sína í nokkrum fjölbýlishús- um á höfuðborgarsvæðinu og bæj- arkjörnum úti á landi en mjög hef- ur dregið úr kapalsjónvarpi undanfarin ár. Við nýja sjónvarpsstöb kættist heldur betur geð guma, enda von til þess að eitt- hvað skánaði framboðið á sjónvarpsefninu. Sú von rættist að því leytinu að sjónvarpsútsending- ar hófust á fimmtudagskvöldum en lítið fannst Garra skána efnið sem fram var borið þó útgjöld hins opinbera til sjónvarpsútsendinga frá íþrótta- viðburðum væru margfölduð. Einn stærsti árang- urinn af þessari framþróun var að það litla félags- líf sem ennþá lifði meðal mörlandans og var stundað á fimmtudagskvöldum lognabist endan- lega útaf og sofnaði svefninum langa. Meiri samkeppni Nýlega tóku til starfa enn nýjar sjónvarpsstöðv- ar, Sýn og Stöð 3. Þá fór nú að glaðna yfir Garra - hann er nefnilega einn af launþegum landsins sem forystumenn launþegahreyfingarinnar sjá um að skammta kaup og kjör, þar af leiðandi hef- ur hann ekki efni á að greiða af fleiri sjónvarps- stöðvum en ríkisreknu fótboltastöbinni sem hann er skyldugur til að greiða af mánaðarlega þó hann hafi ekki minnsta áhuga á fótbolta. Garri treysti því að sjálfsögðu að fót- boltastöb hins opinbera sæi sitt óvænna og gerbi eins og almennt er gert á samkeppnismarkaði - hún brygðist við aukinni sam- keppni með því að bæta efnisval- ið. En, ónei, ekkert slíkt gerðist. Það er nefnilega sammerkt með ríkisreknu kirkjunni og ríkisreknu fótboltastöðinni að á þeim bæjum eru menn ekkert sérlega upp- næmir fyrir nýjungum, tísku- sveiflum eba öbrum dyntum nú- tímans. Menn fylgja bara þeirri stefnu sem þeir hafa alltaf fylgt hvað sem tautar og raular. Enda er forustusveit ríkisreknu fótbolta- stöbvarinnar ekki þannig skipuð að nein sérstök ástæða sé til ab ætla sérlega mikils fmmleika í rekstri stofnunarinnar. Auk þess eru fleiri lands- menn en Garri með því marki brenndir að vera skammtað í launaumslagið frá launþegaforyst- unni og hafa því ekki efni á öðrum sjónvarps- stöðvum en þeirri skyldugu. Hin nýja tækni Nú hefur Garra hins vegar borist til eyrna að með nýrri tækni geti sjónvarpsáhorfendur valið sjálfir hvað þeir horfa á. Þab er tækni hann mundi kunna að meta. Það eru hins vegar litlar líkur á því að ríkisrekna fótboltastöðin taki upp slíka tækni á næstunni - það er ekki viðeigandi að elta ólar við heimtufrekjuna í áhorfendum, þeir verða að borga hvort sem er. Garrí Skyndikynni — daubans alvara Þegar alnæmi nam land hér á Islandi fyrir rúmum ára- tug kom upp talsverð um- ræða um að nú þyrftu landsmenn heldur betur að endurskoða hjá sér skemmtanalífið. Talað var um að nú dygðu engin skyndikynni lengur, því skyndikynni gætu verið lífshættuleg — þau væru „dauðans alvara", eins og sagði í einhverri auglýsingu frá landlæknisembættinu. Þessi umræða hélt nokkrum dampi um skeið og hefur eflaust haft tals- verð áhrif á kynhegbun fólks, þó flestir séu sam- mála um að lífsstíllinn hafi ekki breyst í grundvallarat- ribum. Skyndikynni munu enn vera algeng á skemmtistöðum og hvort það er vegna aukinnar var- kárni og fyrirbyggjandi aðgerba sem menn beita, þá virðist HIV- smitið ekki hafa orðið ab þeim faraldri hér sem menn óttuðust í upphafi. Þannig hafa íslendingar að töluverðu leyti náð að aðlaga lífsstíl sinn, hvað þessi skyndikynni varbar, að breyttum aðstæðum og nýjum hættum. Skorinn á háis En skemmtanalíf íslendinga stendur frammi fyrir fleiri hættum en alnæmi, og nú um helgina hafa menn verið áþreifanlega minntir á að skyndikynni geta verið „dauðans alvara" í allt öðmm skilningi en áður var lagður í þennan frasa. Maður sem hittir konu og fer með henni heim til sín, er rændur, barinn og skorinn á háls í íbúö sinni eftir að tveir samverkamenn konunnar koma á eftir henni inn í íbúðina. Samkvæmt frétt- um var hér um skipulagðan verknað að ræba og hreinasta hending — munabi hársbreidd — ab þessi voðaatburður endaði ekki sem skipulagt ránsmorð. Húsráðandi, sem var skilinn eftir í blóði sínu í íbúöinni, var þannig fórnarlamb ótrú- lega fólskulegs og úthugsaðs ráns þar sem gert er út á venjulegan Islending, einn af mörgum þús- undum, sem fer út á lífið um helgi til að lyfta sér upp. Innbrotum virðist vera ab fjölga sem og auðg- unarglæpum hvers konar, og ofbeldi og fólskuleg rán verba sífellt meira áberandi hluti af næturlífi landsmanna. Eflaust má rekja þetta til aukinnar notkunar fíkniefna og meiri hörku í skúmaskotum þjóðfélagsins. Er nú svo komið að þeir, sem ætla að stunda næturlífiö í Reykjavík, þurfa að fara að velta fyrir sér þessum þætti og taka mib af hugsanlegu of- beldi þegar þeir ákveba hvert þeir fara og hvort óhætt sé ab vera einn á ferð. Og nú bætist vib að einhleypir karlar geta átt von á því að yngismeyjar, sem láta líkindalega, séu í raun illskeytt glæpakvendi sem brugga launráð og sitja um líf þeirra. Ríó tríó söng um karldýrið sem gengur laust á skemmtistöðunum í leit ab fórnarlambi. En nú er það ekki kvenfólkib sem má fara að vara sig heldur þarf dýrið sjálft að vara sig á kvenfólk- inu! Hugmyndaflug óþjóða- lýðsins er óneitanlega mikiö, eins og þetta dæmi sannar, og enginn veit hvað eða hvernig þab ber A& breg&ast vi& vandanum Enn sem komið er er vandinn þrátt fyrir allt þó ekki svo risavaxinn, að ekki sé hægt að koma ein- hverjum böndum á hann með því að ráðast að sterkustu rót hans, þ.e. fíkniefnamálunum. Slíkt má gera meb samblandi af hertu lög- og tollgæslu- starfi annars vegar og svo forvarnar- og meðferð- arþjónustu hins vegar. Hitt er því miður ljóst að ofbeldisþjóðfélagið er komið til að vera hér á ís- landi ekki síður en alnæmisógnin er hingað kom- in til að vera. Landinn verður því að aðlaga líf sitt þessum breyttu abstæðum, skemmtanalífið jafnt sem annað, rétt eins og menn lærðu að lifa við al- næmishættuna. En eins og brugbist var vib al- næmishættunni með meðvitubu átaki til að koma í veg fyrir að hún næði sér á strik hér, þurfa yfir- völd og samfélagið allt að gera sitt með skipuleg- um hætti til að draga úr þessu ofbeldi eftir því sem kostur er, áður en það nær að gegnsýra mannlífið alveg. Viðvörunarmerki helgarinnar eru skýr og greinileg og ef til vill mætti freista þess ab vekja menn til umhugsunar um ofbeldið meb því ab endurbirta auglýsingar landlæknis: Skyndikynni — dauðans alvara! -BG Tvœm 1 gMluvartluld oí elnn handtekinn a6 auki vegna „hilsskurtamálsins": Samantekin ráð um að ræna fórnarlambið bmdlr lU »a trt* t htUtn- n t Gnrtíhmtou hLuv" M«lr HUimt CrlmMon. ■UUlterrliþocl««istcrvml BrtU' tujud ttt rro» kuh. Uðmmu ilter réðutt trclr t hun q« Buiu (teuðu- iw. V*r v«kl imMntUM , hua b*rtaa «« holfl M « Mli bna VtrtUt M«n **1kom ttl t Mwuw ua Uluu. tUAðti iffOUa ill o« Itk I uumum miuaI ■uonlmua. tUnn ar itt oUm 0« hrtk*l«l »8 Dt ^HUaur »8 ttllit nunníln* Wt rtrtt iku*»»l««l o« htiui UU b»rtnn uik •kurtvlM S*r vtrtlM þrl ttrtttls tuíi vtrttt óvttnju fn|t|inW o« tiurur i *o «/ nunnln um ttr*«l8 httnttr lunn UtUttl tijtr httJin ttttttt ttkkl nulr» «tt »vo I hrtunu. M H htttttl »kkl verttt httlm* M MOI honua blrtlt 01 B*r t trflpp- unum Sttos Utur br vUiuttl kon- ■n mln ttkkl vltt U-l Unnl Uai brtutAltt IIU vttt •« tW ntpinnttnn *von» OtUlktnn.* M( tr MUmttr. Hinn lý»lr hlnum 0«rfUv»">» fj(r*nn» udi »0mttni»nnl —" *l<lr»l h»fl ln 1 vaiulnttéum p*u xm hnno h»fl bukð l hvtrflnu ttt«nslm< liefur n0 tmndlcklO lAlktð lem viðilðið »r ttrttln* Kon»n o« *nn»r nuðui'tnn lualn verltt Unkurtutt l *m*luv»rth»kl brtð|l mttðurtnn «r elnnt* I httlitl U* verttur lekln ttkvórðuin um ver&held >flr honum I itX- Menn ir httl> i lr konilð vlð MWu ttlbrotABttle ea kotmn —- Mttðurtnn mlull imkkurt Uðð •n hinn íttkk »ð tere helm eftlr ikaiuu lr*U » «ukrrt»t»l «•»«. vlkur Ittn tiyklr «0 h*le*ttnni*r fðru tkkl I aundur vlð ikurðinn ou ■ð >ttrlð var .kkl m«n tn .vo rt nuiðurlun kmnet »f .'Uin r*1'"" ÍÍJ" "................ " A víbavangi niður næst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.