Tíminn - 29.05.1996, Side 11

Tíminn - 29.05.1996, Side 11
ðfi&fikMkffir ______________________llafell Ólafur Ámason frá Oddgeirshólum Ólafur Árnason fæddist í Oddgeirs- hólum í Flóa 23. maí 1915, sonur hjónanna þar, Árna Árnasonar frá Hörgsholti í Hrunamannahreppi og Elínar Steindórsdóttur Briem frá Hruna í sömu sveit, dóttur prests- hjónanna þar, sr. Steindórs Jó- hannssonar Briem og konu hans Ka- millu. Ólafur ólst upp í stórum systkina- hópi, en börnin voru 7 sem komust upp, fjórir bræður og þrjár systur. Elstur af bræðrunum var Steindór, en hann dó rúmlega þrítugur og hafði verið heilsuveill frá barnæsku. Næstelstur var svo Ólafur, en ári yngri Guðmundur og Jóhann þrem- ur árum yngri. Þeir bræðurnir þrír stunduðu allir sjóinn á vetrarvertíð í Vestmannaeyjum og suður með sjó framan af ævi, Ólafur í 5 ár, en þá dóu þeir faðir hans og Steindór bróbir hans með árs millibili og eft- ir það var Ólafur heima, en Guð- mundur tók þá við sem sjómaður á vetrarvertíð í nokkur ár, en síban Jó- hann, en hann stundaði sjóinn á vetrarvertíð í yfir tuttugu ár. Systurnar þrjár giftust allar. Sig- ríður, sem er elst, giftist Guðmundi Kristjánssyni bónda í Arnarbæli í Grímsnesi, Katrín giftist Steinari Pálssyni bónda í Hlíð í Gnúpverja- hreppi og Ólöf Jóni Ólafssyni, bankastjóra Samvinnubankans í Vík og síðar á Selfossi. Bræðumir þrír ílentust allir í Odd- geirshólum og ráku þar stórt félags- bú í 50 ár, fyrst með móður sinni, en síðar giftist Guömundur Ilse, konu af þýskum ættum, og eignuðust þau þrjá syni og stofnuöu sitt eigið heimili. Árið 1960 giftist Ólafur Guðmundu Jóhannsdóttur, sem var ekkja og með tvo litla drengi, og eignuðust þau síðan eina dóttur, Kristínu, sem nú er gift Kristjáni Jónssyni garðyrkjubónda í Hvera- gerbi. Þau Óíafur og Guðmunda bjuggu áfram í gamla húsinu í Odd- geirshólum, sem byggt var um 1930, og var Jóhann bróbir Ólafs í heimili hjá þeim, en hann var alla tíð einhleypur og ómetanleg mátt- arstoð á heimilinu. Árið 1985 ákvaö Ólafur ab bregða búi í Oddgeirshólum, þar sem heils- an var ekki nægilega traust, og einkadóttirin Kristín kærbi sig ekki um að taka við jörb og búi. Ölafur fékk þá bróðurson sinn, Steinþór Guðmundsson, til þess að hafa makaskipti við sig, Steinþór fengi jörb og bú í Oddgeirshólum, en Ól- afur nýlegt íbúðarhús að Suðurengi 14 á Selfossi. Þetta reyndist öllum hib mesta heiliaráð, búið í Oddgeirshólum fékk endurnýjaða öfluga forystu, en Ólafur kærkomna hvíld, eftir 50 ára linnulítib starf við stórt bú, og þau bæði hjónin hvíld eftir þrotlaust starf við stórt og mannmargt rausn- arheimili. Þessi rúmlega 10 ár, sem þau hjónin hafa búið á Selfossi, hafa veitt þeim verðskuldaba hvíld, þó að þau hafi unnið ýmis tímabundin störf þegar slíkt bauðst eða hentaði. Síðastliðið vor, þegar Ólafur átti áttræbisafmæli, skrifaði sá sem þetta ritar, nokkuð ítarlega afmælisgrein um Ólaf, um hans víðtæka bónda- starf, bæði hans merku afrek sem fyrirmyndarbónda og ræktunar- manns, og hans merka heimili, sem var alla tíð eitt hib glabasta og holl- asta menningarheimili sem hefur verib starfrækt á þessari öld hér um slóðir og sennilega er nú ekkert í þjóblífinu, sem brýnna er að varð- veita en slík heimili. Það sem lengst af einkenndi Oddgeirshólaheimilið, var hve þar var jafnan mikið af börnum og unglingum og þar átti einnig margt gamalt vinnufólk, ætt- ingjar og venslafólk skjól eða at- hvarf í lengri eba skemmri tíma. Þessi stóri hópur fólks, sem átti ekki heimtingu á neinu, en var þakklátt öllu sem fyrir þab var gert, vann oft heimilinu verulegt gagn og fann þá minna fyrir þeirri þakklætisskuld, t MINNING sem oft gat veriö erfitt að eiga, en geta aldrei goldib. Ég veit ab alla búskapartíð Ólafs í Oddgeirshólum voru mörg börn og unglingar til hjálpar í Oddgeirshól- um, einkum á sumrin, og hollari kennslu var vart að fá en ganga með Ólafi við verkin í fjósi og vib hey- skapinn, og ég veit að Ölafur tók engan félagsskap fram yfir þeirra fylgd vib bústörfin. Enginn vafi er á því, að bónda- starfið verður þeim sem stunda þab af alúð og kærleika við skepnurnar og gróður jarðarinnar, einstaklega gjöfult og þroskandi. Þeim bræbrun- um í Oddgeirshólum tókst ab ná óvenjulegum árangri í ræktun bú- fjárins og sérstæðast var að áhöld voru um það, hvar ræktunarárang- urinn var mestur, í fjárhjörðinni, í fjósinu eba hjá reibhestunum. Hér mun hafa stutt mest að hinum mikla ræktunarárangri hve bræð- urnir allir og svo yngri kynslóbin, synir Guðmundar sem nú hafa tekib vib búsforráðum í Oddgeirshólum, voru allir samhentir í ræktunarmál- unum. Þó ab Ólafur starfabi mest við nautgripina, þá var hann harð- glöggur og hafði bæði gott vit á kindum og mikinn áhuga á ræktun sauðfjárins. Það er skemmtilegt að fá það stað- fest nú, þegar nýjar hendur eru að taka við bústörfunum, að margir telja að í Oddgeirshólum sé nú ein- hver best ræktaði saubfjárstofn í landinu, bæði með tilliti til afurða- semi og kjötgæða. Það var erfið ákvörðun á sinni tíð fyrir foreldra Ólafs, þau Árna og El- ínu, að flytja úr Hmnamannahreppi að Oddgeirshólum í Flóa, sem þá var langt í burtu og fólkið í nýju sveit- inni í fyrstu allt ókunnugt. Én fljótt lærðist fjölskyldunni að meta land- kostina í Oddgeirshólum og margt af því góða í átthögunum tóku þau meb sér. Enginn vafi er á því að í Hmna, í tíö þeirra sr. Jóhanns og sr. Steindórs Briem, var eitt merkasta menningarheimili hérabsins og þar var skáldafákinum óspart hleypt og vitað er að börn sr. Jóhanns Briem, bæbi frú Ólöf kona sr. Valdimars Briem á Stóra-Núpi, og sr. Steindór í Hmna, vom fljúgandi hagmælt. Ekki veit ég hvort Elín í Oddgeirs- hólum gerði vísur eða kvæði, en flest börnin hennar og systkini Ól- afs Árnasonar eru ágætlega hag- mælt. Ólafur gaf sér ekki tíma til ab fara í skóla, en hann gat lært mikiö af foreldmm sínum, því að þau vom bæði vel að sér á þeirra tíma vísu. En Ólafur var eins og áður er getið í nokkur ár til sjós, og jók hann vem- lega viðsýni sitt í hinum ýmsu ver- stöðvum sem hann réri frá. En Ólaf- ur var bókelskur og einstaklega minnugur, og honum tókst ab menntast mjög vel í íslenskri tungu og íslenskum bókmenntum með lestri fornbókmenntanna, sem em einstakur fróbleiksbmnnur, sem lengi má ausa úr og aldrei þrýtur. Ólafur var einnig mjög ljóðelskur og las öll ljób sem gefin vom út og voru í stuðluðu formi, og þau vom hon- um ómetanlegur fjársjóður sem hann hafði mjög mörg jafnan á tak- teinum, því að hans minni var með afbrigðum traust. Hann las oft þær bækur sem hann hafði mætur á og ég hygg að hann hafi kunnað orð- rétt ýmsa kafla í fornbpkmenntun- um og bók eins og Sturlungu hafði hann kynnt sér svo vel að hið flókna orsakasamhengi og átök höföingjaættanna voru honum jafnljós og erjur heima fyrir í sveit- armálum og frárekstmm. Ólafur var einstaklega skemmti- legur maður og hann var vitur mað- ur, enda hafði hann dmkkib í sig jafnt fróðleik úr fornbókmenntum okkar og þá sérstaklega Eddunum og einnig úr Biblíunni, sem hann var vel kunnugur og vitnaði oft í. Hann var ekki mikill kirkjunnar maður, en hann var gegnsýrður af hinni kristi- legu mannúðarstefnu, að lifa í sátt vib sína granna og styðja þá sem standa höllum fæti í lífsbaráttunni. Ólafur lét aldrei dragast að vinna þau verk, sem hann taldi brýnt að vinna, heldur gekk strax til verks og unni sér ekki hvíldar fyrr en verkinu var að fullu lokib. Nú, þegar Ólafur kveður sína kæm byggð, samstarfsmenn og fjöl- skyldu, þá er ljóst ab hér verður skarð fyrir skildi, og allir sem hann þekktu hafa misst mikib. Mönnum er því mörgum þungt um andar- dráttinn, þegar ljóst verður að Ólaf- ur er horfinn sjónum okkar og nú gefst ekki lengur kostur á að blanda geði vib hann, og margir því haldn- ir sámm trega og vildu nú fá að bera fram einhver kvebju- og þakkarorð. Ég og mín fjölskylda eigum Ólafi mikiö að þakka, fyrst fyrir dygga vináttu, sem aldrei hefur kulnab síð- an vib kynntumst fyrst fyrir rúmum fimmtíu ámm. Ég vil þakka honum hans bóndastarf og samstarf að ræktunarmálum búfjárins allan þennan tíma, og við þau störf, veigamikla aðstoð og aðvaranir, þegar tæpt var stigib. Eg votta sveitinni hans samúð, nú þegar einn helsti afreksmaður byggðarlagsins kveður, og sá sem hefur borið hróður þess víðast fyrir búskaparafrek og rausnarbúskap á einu mesta höfuðbóli sveitarinnar. Ég votta eftirlifandi eiginkonu og dóttur og bróburnum Jóhanni, og öðmm systkinum hans og fjöl- skyldu aílri, innilega samúð við brottför Ólafs í Oddgeirshólum úr okkar augsýn. Mér finnst þó, að nú sé rík ástæða til, fyrir alla vini og venslamenn Ól- afs í Oddgeirshólum, að kveðja hann með stolti yfir hans glæsilega lífsstarfi og óska þess jafnframt, að í uppvaxandi kynslóðum sé fólk ab ná þroska, sem muni halda áfram þeim merku störfum, þar sem Ólaf- ur varð að láta staðar numið. Blessuð veri minningin um hann Ólaf í Oddgeirshólum. Hjalti Gestsson Ólafi Árnasyni kynntist ég er hann flutti á Selfoss á vordögum 1985 ásamt konu sinni Guðmundu Jó- hannsdóttur. Þau höfðu þá rekið farsælan búskap að Oddgeirshólum í Hraungerðishreppi um árabil í fé- lagi við bræður Olafs, þá Guðmund og Jóhann. Af miklum dugnaði og samstilltu átaki tókst þeim bræbrum ab byggja upp og gera Oddgeirshóla að feng- sælli bújörð með reisulegum bygg- ingum sem skarta fagurlega með Bæjar- og Stangarklett í bakgrunn. Af sömu elju tókst þeim að koma sér upp afurðasælum bústofni. Sauð- fjárræktunin í Oddgeirshólum er löngu landskunn. Úr þeim stofni hafa bændur víba að fengiö kosta- gripi til kynbóta. Þótt Ólafur hafi hætt búskap, var hugur hans heill og óskiptur við Oddgeirshóla og bú- skapinn þar. Hann hafði yndi af því að heimsækja sitt forna býli og virða fyrir sér þá glæstu hjörð, sem hann átti drjúgan þátt í að skapa. Honum var mikib í mun að frændum sín- um, sem nú hafa tekib við búskapn- um þar, farnist vel. Er Ólafur Árnason fluttist að Suð- urengi 14, sem er í nágrenni vib mig, var það mér sönn ánægja. Á milli okkar bundust vináttubönd, sem aldrei féll skuggi á. Það kom fljótlega í ljós, að vib áttum sameig- inieg áhugamál, sem við gátum í fé- lagi sinnt. Margar stundir sátum við saman yfir kaffibolla og skeggrædd- um. Oftar en ekki var gripið í spil, en Ólafur var snjall spilamaður og erfiður viðureignar í þeim efnum. Það voru hlýir straumar sem streymdu frá Ólafi Árnasyni. Hann var hafsjór af fróðleik, víðlesinn og bjó yfir góðu minni, sem sjaldan brást. Ég veitti því athygli hversu málfar hans var aubugt og frjótt. Orðaval, er hann beitti oft svo skemmtilega í samræðum, er ekki á hvers manns vörum nú til dags. Þegar ég innti hann eftir því hvar hann hefði numið sitt frjóa mál, þá sótti hann stafla af bréfum, sem móðir hans, Elín Briem, hafði skrif- ab. í þessum bréfum var mikinn fróðleik að finna á fögru og skýru máli. Ekki þurfti ég lengi að lesa rit- gerbir Elínar Briem til þess ab fá sönnur á hvaðan tungutak sonarins var komið. Ólafur var eftirsóknarverður og góður félagi, það fylgdi honum ávallt glaöværð og þægileg glettni. Hann var víðlesinn og kunni frá mörgu að segja og var bókin sá sjóð- ur er hann sótti mest í. Hann viðaði ab sér ýmsu efni sem fengur var í og varðveitti. Að eðlisfari var hann hógvær og lítillátur og sannur vinur vina sinna. Hann gat verið fastur fyrir ef svo bar undir og ákveðinn talsmaður þeirra er minna máttu sín í þjóöfélaginu og þoldi illa ranglæti og misskiptingu á lífsins gæðum. Umhyggja hans og hlýja gagnvart börnum og unglingum var einstök. Þeir sem nutu góbvildar hans á æskuárum sínum hugsa hlýtt til vel- gjörðarmannsins á kveðjustund. Nú, þegar ég kveð Ólaf Árnason í hinsta sinn, er mér efst í huga þakk- læti fyrir að hafa verið þess abnjót- andi að deila með honum ógleym- anlegum stundum á liðnum árum. Aðstandendum öllum flytjum við hjónin okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Gub blessi ykkur öll. Guðni B. Guðnason Oddgeirshólar í Flóa eru með allra glæsilegustu bændabýlum á íslandi. Bæjarstæbib er fagurt, stendur undir fallegum klettum sem veita skjól og skapa tignarlega umgjörð um reisu- leg húsakynni, sem bera það með sér ab góður búskapur er rekinn á jörðinni. Hvítá rennur straumþung á landa- og hreppamörkum og hand- an við ána blasir Grímsnesið vib. Mikið vatn hefur til sjávar runnib úr Hvítá frá því að Ólafur Árnason var í heiminn borinn. Straumþung skvettir hún sér vib Skotaberg og minnir okkur á hraða lífsins, nið aldanna og að allt hefur sinn tíma; nýjar kynslóðir koma og þeir eldri hverfa á bak við tjaldið mikla. Alla þessa öld hefur verið rekinn góður búskapur í Oddgeirshólum. Foreldrar Ólafs, Árni Arnason frá Hörgsholti og Elín Steindórsdóttir Briem frá Hruna, koma að Oddgeirs- hólum 1906. Þau voru um margt á undan sinni samtíð; hann búfræð- ingur frá Hólum, en hún prestsdótt- ir frá miklu menningarheimili. Þau hjónin settu mikinn svip á mannlíf í Hraungerðishreppi. Ólafur í Oddgeirshólum var mik- ill reglu- og staðfestumaður í lífi sínu. Ungur tókst hann á vib erfiðar aðstæður, sem mótuðu hann og gerðu það að verkum ab á æsku- skeiði axlaði hann ábyrgb fulltíða manns. Föðurmissirinn var sár. Einnig féll Steindór, elsti bróbir Ól- afs, frá, en systkinin þjöppubu sér saman meb móður sinni og ekkert var gefið eftir. Markið var eitt: að halda heimilinu saman, halda merkinu á lofti. Gæfan var með fjöl- skyldunni og í hálfa öld héldu þeir bræður Ólafur, Gubmundur og Jó- hann þannig á málum að þeir ráku myndarlegt félagsbú, sem hefur skorið sig úr sakir framsýni og bú- fjárræktar. Sauðfjárrækt þeirra bræðra er landsþekkt. Einnig náðu þeir langt í öðrum búgreinum. Þeir bræður fylgdust vel með öllu því helsta sem var að gerast í búskap og ræktunarmálum og kunnu betur en margur að nýta sér hina fremstu bú- vísindamenn til leibsagnar. Má þar nefna Halldór Pálsson og Hjalta Gestsson, sem voru góðir heimilis- vinir, Ólafur var fastur fyrir og skoðanir hans afdráttarlausar. Hann skipabi sér í fylkingu með vinnandi stéttum og stóð með verkalýðnum í barátt- unni fyrir bættum kjörum og mann- réttindum. Hann var vinstri mabur í stjórnmálaskoðunum og fylgdi Al- þýbubandalaginu í landsmálum. Ól- afur þoldi ekki órétt og væri hann eða vinir hans beittir órétti, brást hann hart vib og sagði meiningu sína umbúðalaust. Hann var ekki léttur á bárunni ef svo bar undir, en alltaf málefnalegur og drenglyndur í röksemdafærslu sinni. Oddgeirshólabúið bar vott um góða afkomu og betri en gerðist, en ekki breyttust viðhorf Olafs fyrir það, eins og oft vill verða. Hann studdi réttindabaráttu, stóð með fá- tækum og lét þeim í té stuðning ef svo bar undir. Ólafur var málsvari litla mannsins og sýndi sjúkum og öldrubum mikla umhyggju. Ólafur var ekki allra, en þeir, sem hann bast vináttu við, þekktu hina tryggu lund hans og óvenjulegu ræktarsemi. Börn og unglingar bæði í Hraun- gerðishreppi og þau, sem nutu þess að starfa undir hans leiðsögn, nutu þess jafnan hversu áhugasamur hann var um þeirra velferð. Minnist sá, er þetta ritar, hversu Ólafur gerbi hlut unglinga, sem hjá honum dvöldu, góban og í því ríkti jafnrétti milli kynja. Margur býr ab því ævi- langt ab hafa starfað sumarlangt í Oddgeirshólum. Þar var strangur agi og virðing borin fyrir hverju dags- verki, en jafnframt ríkti skilningur á gildi hvíldar og góðra stunda milli stríða. Ekki þótti verra að nota stundina til að leggja hnakk á góðan hest og þeysa frjáls út í náttúmna. Mesta gæfa Ólafs var þó eigin- kona hans, Guðmunda Jóhanns- dóttir, sem kom til hans 1956 meb tvo unga syni, en saman áttu þau dótturina Kristínu. Guðmunda bjó manni sínum óvenju snyrtilegt og fallegt heimili. Oft var ég gestur í Oddgeirshólum á þeim árum, sem ég starfaði hjá Mjólkurbúi Flóa- manna. Minnist ég þess, þegar ég kom þar í hádeginu og snæddi há- degisverö, ab margt var skrafað og hlustað á fréttir, en síðan fleygðum við okkur á sitthvorn beddann í borðstofunni og fengum okkur blund í örfáar mínútur. Matartím- anum lauk svo með molasopa og stuttu spjalli ábur en haldið var til starfa á nýjan leik. Þetta sýndi í hversu föstum skorðum vinnudag- urinn var og hvernig húsbóndinn lagði rækt við hverja stund og lét ekkert raska sinu ætlunarverki hvern dag, þótt alltaf fengju gestir sinn tíma. Árið 1985 brá Ólafur búi og lét sinn hlut i hendurnar á Steinþóri bróbursyni sínum. Ólafur og Guð- munda fluttu á Selfoss og hafa unab þar vel sínu hlutskipti. Mörgum kom þessi ákvörðun þeirra á óvart, að Ólafur skyldi hverfa í þéttbýlið, en þarna var honum rétt lýst. Hann skildi að ungur má en gamall skal. Hann vildi sjá ævistarfið varðveitt í höndum nýrrar kynslóðar. Ólafur var góbur gestur á heimili okkar hjóna, dvaldi stutt við í hvert sinn. Stundum kom hann færandi hendi með herta þorskhausa, sem þeim Stóru-Reykjasystrum þykir lostæti. Ég minnist Ólafs með þakklæti og eftirsjá. Hann var glaðlyndur og hnyttinn í tilsvörum og við yngra fólkið ræktaði hann trúnab og vin- áttu. Það er gott að minnast Ólafs og að honum er söknuöur. Þessi fátæk- legu orð em mín lokakveðja til Ól- afs. Við Margrét sendum Guð- mundu og börnum innilegar sam- úðarkveðjur, en við emm stödd er- lendis. Guðni Ágústsson Fleiri minningargreinar um Ólaf birtast á morgun.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.