Tíminn - 29.05.1996, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.05.1996, Blaðsíða 10
M&Mikyfilagur 29, -ngaíii1,996 ;q P|ETUR SIGURÐSSON IÞRO Kvennalandsliöib í knattspyrnu hefur veriö valiö: Mætir Hol- lendingum Frökkum Kristinn Björnsson, lands- liösþjálfari kvenna í knatt- spymu, hefur valiö leik- mannahópinn sem mætir Frökkum og Hollendingum ytra, en um er að ræ&a leiki í riölakeppni Evrópukeppn- innar. Leikið veröur gegn Frökkum laugardaginn 1. júní og gegn Hollendingum þann 5. júní. Leikmannahópurinn er skipaður eftirtöldum leik- mönnum, en þær tvær fyrstu skipa stööu markvarða: Sigríður Sóphusd., Breibablik Sigríður Pálsdóttir, KR Ásthildur Helgad., Breiðablik Erla Hendriksdóttir, Breiðablik Helga Ó. Hannesd., Breiðablik Katrín Jónsdóttir, Breiðablik Margrét Ólafsdóttir, Breiðablik Sigrún Óttarsdóttir, Breiðablik Vanda Sigurgeirsd., Breiðablik Guðlaug Jónsdóttir, KR Olga Færseth, KR Ingibjörg Ólafsdóttir, ÍA Ásgerður Ingibergsdóttir, Valur Guðrún Sæmundsdóttir, Valur Kristrún Ingadóttir, Valur Ragna Lóa Stefánsdóttir, Valur Fyrsta deildin í knatt- spyrnu: 2. umferö Stjarnan-Fylkir 1-0 Helgi Björgvinsson skoraði sitt fyrsta mark í 1. deild og var það gert úr vítaspyrnu. Grindavík-Breiðablik 0-0 ÍBV-Valur 1-0 Leifur Geir Hallgrímsson gerði eina mark leiksins með glæsilegum skalla þegar síð- ari hálfleikur var enn ungur. ÍA-Keflavík 5-0 Bjarni Guðjónsson gerði þrjú mörk og vann sér þaraf- leiðandi inn 100 þúsund krónur frá Lengjunni. Það fyrsta gerði hann á síðustu mínútu fyrri hálfleiks. Á eft- ir því fylgdi mark frá Alex- ander Högnasyni, en þá kom Bjarni Guðjónsson með tvö í viðbót og það síð- asta gerði Mihajlo Bibercic. KR-Leiftur 2-1 Guðmundur Benediktsson geröi fyrsta mark leiksins á 18. mínútu leiksins meö glæsilegum skalla og hann bætti ööru marki við um miðjan síðari hálfleik eftir góða sendingu frá Siguröi Erni Jónssyni. Rastislav Lazorik náði að minnka muninn undir lok leiksins eftir varnarmistök KR- inga. Staðan 1. deild karla ÍA ..........2 2 0 0 8-1 6 KR ..........2 110 4-34 Fylkir........2 10 16-23 Leiftur .....2 10 14-33 ÍBV .........2 10 12-33 Stjarnan ....2 10 1 2-3 3 Valur.........2 10 12-13 Keflavík......2 0 112-71 Grindavík ...2 0 1 1 0-2 1 Breiðablik..2 0 11 1-6 1 Áœtlaöar 10 milljóna árstekjur skila líklega litlu upp í nýja 200 milljóna stúku: Um 7.000 stúkusæti fyrir aðeins 35.000 gesti á ári Viröist ekki nokkuð ríflegt að bjóða upp á 7.000 stúkusæti á íþróttavelli sem aðeins er sóttur af 25-30 þúsund gestum á ári? Ab þessu er stefnt á Laugardal- svelli, þegar lokið verbur þar fyrirhugubum 200- 250 millj- óna framkvæmdum, m.a. byggingu 3.500 manna stúku til viðbótar. Eftir það munu all- ir vallargestir ársins varla fylla stúkumar nema kringum 5 sinnum. Og tæpast munu tekj- ur af vellinum skila miklu upp í kostnaðinn. Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 1996 gerir ráð fyrir 10,6 milljóna tekjum upp í 23,8 milljóna áætlaöan rekstrarkostnað árs- ins. Borgaryfirvöld virðast skikkuð til þessara fram- kvæmda vegna þess ab fót- boltabullur hafa verið ab troða fólk undir á yfirfullum fót- boltavöllum í Evrópu þar sem gestir em allt upp í 50-60 þús- upd á leikjum. Samkvæmt Árbók Reykjavíkur hefur gestum fækkað gríðarlega undanfarinn áratug á íþróttavöll- unum í Laugardal, þ.e. Laugar- dalsvelli, gervigrasvellinum og Valbjarnarvelli. Á sjötta, sjöunda og áttunda áratugnum voru seld- ir rúmlega 90 þúsund miðar inn á Laugardalsvöll á ári. Gestafjöld- inn fór oft langt yfir 100 þúsund — mest í 152 þúsund árið 1979 — en nánast aldrei niður fyrir 70 þúsund fyrr en 1984. Þótt gervi- grasvöllur bættist við á því ári hefur gestum stórfækkað síðan; niður í 42-45 þúsund manns á ári á tímabilinu 1988-1993, og síðan niður fyrir fjörutíu þúsund síð- ustu tvö ár (um 1.500 að meðal- tali á viku á tímabilinu júní-sept- ember). Um 36.500 komu á Laug- ardalsvöll á síðasta ári — eða litlu meira en þriðjungur af meðal- fjölda gesta á árunum 1950-1985. Spurður um líklegustu ástæðu þessa sagði Jóhannes Óli Garöars- son vallarstjóri: „Þetta er bara vegna þess að fólkið hefur núna úr miklu meira að moða — alls konar annarri afþreyingu og svo vitanlega sjónvarpið, sem færir mönnum heim í stofu það besta úr íþróttum heimsins". Jóhannes Óli segir það ekki nema kannski 2-3 leiki á ári sem dragi að sér fleira fólk en komist fyrir í núverandi stúku. Á öllum venjulegum leikjum sé yfirleitt meira en nóg pláss í stúkunni til þess að allir komist þar fyrir, þannig að gestir gætu þess vegna allir verið undir þaki, sagði Jó- hannes Óli. Forsendur fyrir byggingu nýrr- ar 3.500 manna stúku segir hann þær einar að samþykktir hafi ver- ið gerðar hjá Knattspyrnusam- bandi Evrópu og Alþjóðknatt- spyrnusambandinu (UEFA og FIFA) um það að áhorfengur skuli allir hafa sæti, og þá með sjálf- stæðum sætum, þ.e. stólum eða skeljum. Þannig að bekkina sem fyrir eru í gömlu stúkunni megi heldur ekki nota nema til ársins 1998. Strangt til tekið megi ekki selja inn á Laugardalsvöll í dag á landsleiki eða aðra milliríkjaleiki sem heyra undir UFA og FIFA, nema allir gestir hafi sæti. „Þetta er fyrst og fremst vegna þess að erlendis, þar sem upp- hlaup hafa orðið á knattspyrnu- völlum og allt logað í áflogum þannig að fólk hefur verið í lífs- hættu, þá er talið fólk sé rólegra ef það situr. Þess vegna voru þess- ar kvaðir settar á. Mér finnst þessar reglur því nokkuð strangar að beita þeim gegn okkur, þar sem hérna hefur aldrei oröiö neinn ófriður". Þrátt fyrir það, og að áhorfend- ur eru jafnan miklu færri en á er- lendum stórleikjum segir Jóhann Óli ómögulegt að fá undanþágu frá þessum reglum. „Reglur eru reglur og veröa að ganga jafnt yfir alla, hvort sem þær eru fyrir velli sem taka 50-60 þúsund manns og m.a. mikill fjöldi af fótboltabullum, sem tal- ið er að minni hætta stafi af ef þeir eru í sætum. Hætturnar eru miklu meiri ef menn standa því massinn getur raunverulega farið á flot líkt og vökvi, þegar allt er komiö á suðupunkt. En menn hlaupa ekki um áhorfendasvæði þegar það er fullt af sætum, sætin hindra enn í því. Og það em raunverulega þessar kvaðir sem verið er að flytja hér inn til okkar". Varðandi kostnaðinn sagöi Jó- hannes Óli verið að tala um ein- hverjar 200 milljónir til þeirra framkvæmda sem nú sé verið að tala um, sem eru stúka fyrir 3.500 manns hinu megin á vellinum og endurnýjun á sætum í gömlu stúkunni ásamt þvi að laga hluti sem komnir eru úr takt við tím- ann innan dyra. Roy Keane týndur? Roy Keane, leikmaður Man. Utd og írska landsliðsins, hefur farið huldu höfði að undanförnu. Þjálfari írska landsliðsins segir að Keane hafi reynt að ná í sig, en ekki tekist. „Það voru skilin eftir skilaboð, sem rennt var undir hurðina á hótelherbergi mínu," segir Mike McCarthy landsliðsþjálfari. Talið er að Ke- ane, sem mætti ekki í landsleik írlands og Skotlands á sunnu- dag, sé í sumarfríi á Capri. „Hann getur alveg eins verið á tunglinu. Ég hef ekki hugmynd um hvar hann er," segir þjáífar- inn. Keane er ekki vinsælasti leikmaður liðsins hjá írska knattspyrnusambandinu, því hann lék aðeins þrjá af leikjum irska liðsins í undankeppni EM, en liðiö náði ekki að vinna sér þátttökurétt í lokakeppninni. Leikir vikunnar Miðvikudagur 29. maí 2. deild karla Víkingsvöllur kl. 20.00 Víkingur-Skallagrímur 3. deild karla Dalvíkurvöllur kl. 20.00 Dalvík-Ægir Kópavogsvöllur kl. 20.00 HK-Ægir Neskaupstaður kl. 20.00 Þróttur N.-Fjölnir Sandgerði kl. 20.00 Reynir S.-Höttur Selfoss kl. 20.00 Selfoss-Grótta 4. deild karla B Gervigras í Laugardal kl. 20.00 TBR-Bruni Fimmtudagur 30. maí 4. deild karla A Gervigras í Laug. kl. 20.00 Léttir-ÍH Njarðvík kl. 20.00 Njarðvík-Afturelding 4. deild karla B Ármannsvöllur kl. 20.00 Ármann-Skautaf. Rvk. 4. deild karla C Blönduós kl. 20.00 Hvöt-Tindastóll Hörgárdalur kl. 20.00 SM-Magni Reykjaskólav. kl. 20.00 Kormákur-KS 4. deild karla D Reyðarfjarðarv. kl. 20.00 KVA-Huginn Föstudagur 31. maí 4. deild karla A Helgafellsvöllur kl. 20.00 Framherjar-KSÁÁ Hvolsvöllur kl. 20.00 HB-GG 4. deild karla V ísafjörður kl. 20.00 Ernir Í.-Reynir Hn. Laugardagur 1. júní U21 landsleikur í undankeppni EM Kaplakriki kl. 14.00 Ísland-Makedónía Landsleikur í undankeppni HM Laugardalsvöllur kl. 19.00 Ísland-Makedónía Mánudagur 3. júní Mjólkurbikarkeppni KSÍ Kópavogsvöllur kl. 20.00 HK-Stjarnan 23 Kaplakriki kl. 20.00 FH-Valur 23 Valbjarnarvöllur kl. 20.00 Fram 23-Ökkli Akranes kl. 20.00 ÍA 23-Keflavík 23 Grindavík kl. 20.00 GG-Ægir Gróttuvöllur kl. 20.00 Grótta-Breiðablik 23 Blönduós kl. 20.00 Hvöt-Magni Dalvík kl. 20.00 Dalvík-Tindastóll ÍR-völlur kl. 20.00 ÍR-KR 23 Leiknisvöllur kl. 20.00 Leiknir-Reynir Sand. Þórsvöllur kl. 20.00 Þór 23-Völsungur Varmárvöllur kl. 20.00 Afturelding-Víking Ó. Víkingsvöllur kl. 20.00 Víkingur R.-Selfoss Molar... ... Gianluca Vialli mun leika meb Chelsea í úrvalsdeildinni f knatt- spyrnu á næsta tímabili, en hann hefur leikið meb Juventus ab und- anförnu og er Evrópumeistari meb libinu. Hann segir ab fram- kvæmdastjóri Chelsea hafi gert gæfumuninn ab hann gekk til libs vib libib. ... Gary Speed var á laugardag seldur frá Leeds til Everton fyrir um 3,6 milljónir punda eba um 360 milljónir íslenskra króna. ... Harry Redknapp kaupir enn leikmenn til West Ham, en um helgina festi hann kaup á Dean Saunders frá Galatasaray í Tyrk- landi. Redknapp er ekki hættur, því hann er nú ab reyna ab fá Paule Futre frá AC Milan, en hann er samningslaus vib ítalska félag- ib. Futre hefur lítib leikib meb Mil- anlibinu, eba alls um 80 mínútur í allan vetur. ... Enska landslibib í knattspyrnu lagbi úrvalslib Hong Kong ab velli 1 -0 og var þab Les Ferdinand sem gerbi sigurmarkib. Sigurinn þykir ekki ýkja merkilegur, því Hong Kong úrvalib var skipab leik- mönnum sem þykja ekki merki- legir pappírar. ... Reynir Sandgerbi hefur kært leik libsins vib Þrótt Neskaupstab í 1. umferb 3. deildarinnar í knatt- spyrnu, sem Þróttur vann 2-1. Reynismenn halda því fram ab Þróttarar hafi notab leikmann í leikbanni, en um er ab ræba Vil- berg Jónasson sem m.a. skorabi annab marka Þróttar í leiknum. Málib ku ab sögn kunnugra liggja nokkub Ijóst fyrir, því Vilberg var rekinn útaf í síbasta leik libsins á síbasta keppnistímabili og á því ab hefja mótib í leikbanni. Reynis- menn eru meb þab skjalfest ab Vilberg hafi í kjölfar brottreksturs- ins verib úrskurbabur í leikbann. ... íslenska landslibib í körfu- knattleik tryggbi sér um helgina sæti í riblakeppni Evrópukeppn- innar í körfuknattleik, en libið lenti í öbru sæti í forkeppni sem haldin var hér á dögunum. ... Terry Venables hefur ákvebið ab Peter Beardsley verbi ekki í leikmannahópi enska landslibsins í úrslitakeppni EM í sumar. Gary Lineker, fyrrum leikmabur meb enska landslibinu, er ekki ánægb- ur meb þessa ákvörbun Venables, segir hana mistök og ab landslibs- þjálfarinn komi til meb ab sjá eftir því ab hafa ekki valib Beardsley í libib. VINNINGSTÖLUR Laugardaginn áéiáá) Í8 Vinningar Fjöldi vlnningshafa Upphæð á hvern vlnningshafa 1 . 5 af 5 0 2.011.056 2. 4”s ® Sfl 271.480 3. 4,1,5 38 12.320 4. 3of5 1.516 72o Samtals: 1.897 3.842.216 Upplýsingar um vinningstölur fást einnig I slmsvara 568-1511 eöa Grænu númeri 800-6511 og I textavarpi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.