Tíminn - 04.06.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.06.1996, Blaðsíða 7
rh"i-*"-i | •S*fl..TV'WMW!l3 iS?3t> Þriöjudagur 4. júní 1996 Bankastjórn Seölabankans staöfestir jafnréttisáœtlun fyrir bankann: Seblabankinn ætlar eftirleiöis að ráða fólk eftir hæfileikum „Þess skal jafnan gætt ab í auglýsta stöbu sé sá umsækj- andi ráöinn sem talinn er hæfastur til þess ab gegna henni, aö teknu tilliti til menntunar og hæfni, en án tillits til kynferbis," segir m.a. í jafnréttisáætlun fyrir Seblabankann, sem nýlega var stabfest af bankastjórn. Áætlunin er sögb afrakstur náinnar samvinnu banka- stjórnar og forystu starfs- mannafélagsins og fela í sér yfirlýsingu bankastjórnar- innar um ab tryggja jafnrétti kynjanna í bankanum, sömu starfsabstöbu, réttindi og möguleika til aukinnar ábyrgbar. Um starfsmannastefnu segir m.a.: „Launastefna, aðbúnað- ur og umhverfi í bankanum skal vera hið sama fyrir konur og karla. Kynjunum skal hvorki mismunað við ákvörð- un launa og fríðinda né við út- hlutun verkefna, tilfærslur í störfum og uppsagnir." Hlut kynjanna í stjórnunarstöðum og öðrum auglýstum stöðum skal jafna eins og kostur er, og stefnt að því að í ársbyrjun 2003 „verði hlutur hvors kyns 46 sönglög Sigfusar komin út á geisla- diskum Heibursborgari Kópavogs, Sigfús Halldórsson, tón- skáld og tónlistarmabur, varb 75 ára á síbasta ári. í tilefni af afmælinu yoru haldnir tónleikar honum til heiburs — og urbu þeir 11 talsins, vegna gífurlegr- ar absóknar. Ætlunin var ab halda eina tónleika. Tónlistarmenn úr Kópa- vogi komu fram á tónleik- unum í Gerbarsafni og kom þá í ljós ab bærinn býr yfir mikilli breidd á tónlist- arsvibinu. Nú hefur verið gefinn út tvöfaldur geisladiskur og tvö- föld snælda með 46 af lögum Sigfúsar Halldórssonar, og nefnist hann Blítt lét sú ver- öld. Annar diskurinn inni- heldur söng Friðbjörns G. Jónssonar tenórsöngvara, en á hinum koma fram 10 söngvarar. Tónlistina hljóðritaði Sig- urður Rúnar Jónsson í Stemmu í Listasafni Kópa- vogs, Gerðarsafni. Söngvar- arnir eru Ágústa S. Ágústs- dóttir, Eiríkur Hreinn Helga- son, Stefanía Valgeirsdóttir, Friðrik S. Kristinsson, Krist- inn Þ. Hallsson, Þórunn Guðmundsdóttir, Harpa Harðardóttir, Kristín S. Sig- tryggsdóttir, Sigríður Grön- dal og Friðbjörn G. Jónsson. Jónas Ingimundarson er undirleikari ásamt Sigfúsi sjálfum og Marital Nardeau, sem leikur á flautu. -JBP Séö fyrir endann á endurbótum Hlaðvarpans Borgarráb hefur samþykkt ab veita einnar milljónar króna styrk til endurbóta á húseign- um Hlabvarpans. Síbastlibin tíu ár hefur verib unnib ab því ab gera framhús Hlabvarpans upp í upprunalegri mynd og vonast forsvarsmenn Hlab- varpans til ab unnt verbi ab ljúka þeim framkvæmdum í sumar. Framhús Hlaðvarpans var byggt árið 1885 og er því 111 ára gamalt. Borgarsjóður hefur undanfarin tvö ár styrkt endur- bætur á húsinu um eina milljón króna hvort árið og samþykkti í vikunni að veita einnig einnar milljónar króna styrk í ár. í er- . indi Ásu Richardsdóttur, fram- kvæmdastjóra Hlaðvarpans, til borgarráðs er farið fram á að borgarráð gefi jafnframt vilyrði fyrir samsvarandi styrk á næsta ári. Þeirri beiðni var hins vegar vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Áætlað er að þær framkvæmd- ir, sem eftir eru, kosti að lág- marki um fimm milljónir króna. -GBK um sig í þessum stöðum að lágmarki 30% af starfsmanna- fjölda í slíkum stöðum í heild". Eða með öðrum orðum að konur verði komnar í a.m.k. 30% af stjórnunarstöð- um í Seðlabankanum innan fárra ára. Verður spennandi að fylgjast með hvort sú stefna nær alla leið á toppinn, þ.e. að kona sitji í stól seðlabanka- stjóra fyrir árið 2003. Sömuleiðis skal leitast við að jafna möguleika kynjanna til þess að axla aukna ábyrgð, m.a. með setu í vinnuhópum og nefndum innan bankans. Starfsmönnum af báðum kynjum skal gert kleift að sinna tímabundinni fjöl- skylduábyrgð, sem skapast af veikindum barna, maka eða foreldra. Og við símenntun og þróun í starfi skal þess gætt að karlar og konur njóti sömu möguleika til náms og fræðslu. ¦ Séra Ceir Waage, formaöur Prestafélagsins, um ályktun safnaöar- fundar Langholtssóknar: Útilokað fyrir söfnuðinn að flæma séra Flóka burt „Þetta er fráleit ályktun safn- abarfundarins, þar sem prest- urinn hefur ekki brotib neitt af sér. Þab lá fyrir um áramót og stendur samkvæmt úr- skurbi herra Bolla vígslubisk- ups ab presturinn hafbi ekkert brotib af sér og ekki hefur hann brotib af sér síban. Fyrir hvab ætti þá ab flæma prest- inn frá? Vegna þess ab einhver klúbbur áhugamanna um ein- hverja hluti rís upp og vill ab presturinn fari. Þab kemur ekki til mála," segir séra Geir Waage, formabur Prestafélags- ins og sóknarprestur í Reyk- holti, um ályktun safnabar- fundar Langholtskirkju, sem vill ab séra Flóki Kristinsson víki frá störfum. Séra Geir rökstyður mál sitt með því að presturinn sé for- stöðumaður sjálfstæðs opinbers embættis og slíkt sé engin til- viljun í lúterskri evangelískri kirkju. Það sé afleiðing siðbótar- innar, fagnaðarerindið sé aðal- atriðið og prestum beri að þjóna því. „Presturinn er settur til að predika fagnaðarerindið fyrst og síðast, svo að það rekist á synd- ina í heiminum til að mönnum verði ljóst samhengi syndar og náðar. Þetta þýðir að presturinn getur átt í útistöðum við um- hverfi sitt vegna fagnaðarerind- isins. Með kenningunni á hann meira og minna í útistöðum við ýmis viðhorf, sem eru landlæg í samfélaginu og koma aftur og aftur upp," segir séra Geir. -BÞ ' >j|3j~-Vegiráskyggðumsvasðumeru lokaðiralirj iW' -Æ:: umferð þar Öl annað varður augtýst Astand fjallvega Coriöition of möuntaintmcks - PubKshsd May 30, 1996 NtximitiyMíiepuUtttKúJúmB %MA Vegagerðin Public RoadsAdministratjon Náttúmvemdarráð Nature Consorvation Coutíðil

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.