Tíminn - 04.06.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.06.1996, Blaðsíða 2
Þriðjudagur 4. júní 1996 Á ab leyfa veibar á hrossagauk? Arnór Þórir Sigfússon fuglafræbingur: Veiðar á hrossagauknum voru leyföar á íslandi fram til ársins 1913. Stofninn þolir Iík- lega veiðar vel, hann er hátt í milljón fuglar að hausti. Þessar veiðar eru stundaðar í flestum nágrannalöndum okkar og þær yrðu aldrei miklar, þar sem erfitt er að veiða hrossa- gaukinn. Það er því alfarið spurning um tilfinningalegt mat hvort leyfa eigi veiðar á hrossagauk eða ekki. Út frá líf- fræðilegu sjónarmiði er ekkert því til fyrirstöðu. Sólmundur Einarsson skotveiðimaður: Erlendis eru leyfðar veiðar á þessum fugli og stofninn er stór hérlendis, þannig að það er ekkert því til fyrirstöðu út frá náttúrufræðilegu sjónar- miði og skotveiðimenn hafa leitað til ráðuneytis til að kanna möguleikana á slíkum veiðum. Mín sannfæring er að leyfa eigi veiðar á þeim stofn- um sem nýtanlegir eru. Ásbjörn Dagbjartsson veibistjóri: Samkvæmt lögum er hrossa- gaukurinn ekki á skrá yfir þá fugla sem má veiða og ég tel ólíklegt að veiðar verði heimil- aðar á honum, vegna tilfinn- ingaástæðna. Það má vel vera að líffræðilega sé ekkert því til fyrirstöðu að veiða fuglinn, en ég tel mjög ólíklegt að Alþingi og almenningsálitið leggi blessun sína yfir að veiðar á hrossagauk verði leyfðar. -BÞ Frumsýning á Galdra-Lofti eftirjón Ásgeirsson þótti takast hiö besta og fékk afburöa móttökur frumsýningargesta. Jón Ásgeirsson skrifaöi eitthvert erfiöasta hlutverk sem tenór hefur fengiö í óperu. Jón Ásgeirsson: Þetta var stórsig- ur fyrir Þorgeir Eftir stórsigur á svibi íslensku óperunnar á laugardagskvöldib var Þorgeir J. Andrésson, verk- fræbingur hjá Landsvirkjun, mættur til vinnu sinnar í gær- morgun. Þó var hann strangt til tekib kominn í sumarfrí! Þor- geir vann hug og hjörtu óperu- gesta í hlutverki Galdra-Lofts eftir Jón Ásgeirsson tónskáld. Menn ræddu um stórafrek ab- standenda óperunnar, og þá ekki síst Þorgeirs sem bar hit- ann og þungann af sýningunni. Sjaldgæft er ab svo mikib sé lagt á einn söngvara í óperu, kannski setti Þorgeir heimsmet í þessu hlutverki. 2 tíma og 25 mínút- ur á sviðinu „Hann Jóhannes lögreglu- þjónn, sem er mikill óperuunn- andi og vel að sér í óperufræð- unum, vildi meina að ef til vill væri Siegfried Wagners lengra hlutverk. En hann ætlaði nú að mæla það til að vera viss," sagði Þorgeir J. Andrésson, óperu- söngvari og verkfræðingur, í gær. Þorgeir er allan tímann á svið- inu, eða 2 tíma og 15 mínútur. Aðeins einu sinni hverfur Galdra-Loftur af sviðinu, í 7 sek- úndur að sagt er, til að sækja særingabókina. „Þetta er rismikil ópera, falleg, mikil saga, dramatík og mikil átök. Það passar okkur mörgum þarna. Sagan er í sjálfu sér ekk- ert séríslensk, gæti þess vegna verið ítölsk — brjálaður maður, sem sækist eftir völdum og þekkingu, og ástfangnar konur. Þetta er alþjóðlegt fyrirbæri. Ég verð að viðurkenna að ég var af- ar ánægður með útkomuna, það væri vanþakklæti að vera það ekki. Þetta gekk allt upp, ekki bara hjá mér, heldur og öllum hinum líka," sagði Þorgeir J. Andrésson í gær. Nú er söguhetjan Loftur, eins Ur Galdra-Lofti. ogjóhann Sigurjónsson skapaði hana, rétt rúmlega tvítugur skólasveinn á Hólum snemma á 18. öld, kuklari sem ætlar sér langt í heiminum með göldr- um. Söngvarinn Þorgeir er hins vegar að nálgast fimmtugt, en engu að síður í stöðugri framför og vann á laugardagskvöldið trúlega sinn sætasta sigur. „Það er rétt, ég er rúmlega tví- tugur, en einsog menn sjá í upp- færslunni er litið framhjá aldr- inum, verkið er óstaðsett í tíma og rúmi, og persónan getur ver- ið miðaldra þess vegna. Þetta at- riði hefur nú ekkert truflað mig, ég er svo ungur í anda," sagði Þorgeir og hló við. Þriðja ópera Jóns í smíðum Jón Ásgeirsson tónskáld sagði í gær að hann væri vissulega ánægður með útkomuna á Galdra-Lofti. „Maður hlustar alltaf svolítið öðruvísi sjálfur. En þetta var góð sýning og gekk vel. Þorgeir var náttúrlega algjör methafi, eins og þeir segja í íþróttunum, setti íslandsmet. Þetta var stórsigur fyrir Þorgeir, en hin voru afburða góð og Garðar Cortes leiddi þetta áfram af mikilli ástríðu og ákafa. Þetta Tímamynd BC er mjög erfitt fyrir tenórinn og afar íangt. Eiginlega eigum við engan tenór sem færi svona léttilega í gegnum þetta eins og Þorgeir. Hann er hraustur og sérstakt að vinna með honum," sagði Jón Ásgeirsson í gær. Það tók Jón tvö ár að semja Galdra- Loft, bæði tónlist og texta. Jón Ásgeirsson vinnur nú að gerð þriðju óperu sinnar í fullri lengd. Það er Möttulssaga, sem er riddarasaga. Sagan gerist við hirð Hákonar gamla konungs í Noregi árið 1262. „Ég er að gera grín að siðgæði riddaramennskunar. Það segir frá afburða fögrum möttli sem allir vilja eiga, en er gæddur þeim eiginleika að sýna með hvaða hætti konur eru ótrúar mönnum sínum. Þetta er skemmtileg saga, skemmtileg sálfræði og hégómleiki manna tekinn fyrir. Sagan er í riddara- sagnaútgáfunni og er næst á eft- ir Tristan og ísold. Þetta er stutt saga, en utan um þetta nota ég Norna-Gests þátt úr Fornaldar- sögum Norðurlanda og læt hann segja sögurnar; tengi svo inn í þetta minni úr Örvar-Odds sögu og fleiri þáttum úr Forn- aldarsögunum. Þetta er norskt efni, gerist þar í landi, en þetta er íslensk bókmenning," sagði Jón Ásgeirsson. -JBP Sagt var... Allir í bjór og brennivíni „Þab er ekki nema lítil prósenta ung- linga sem fer ífíkniefni... hinirfara allir í bjór og brennivín og þab þarf ab stöova." Bubbi Morthens í Mogganum. Þribja buffib „Ég held ab þetta sé í þribja skipti frá því ab ég var krakki í skóla sem ég hef lamibfrá mér." Björk um Bangkok-barsmíö sína í Mogga. Risaebla í hrauni „Þá var ég þar ein ab labba úti í hrauninu einn daginn þegar keyrir framhjá mér jeppi. Bílstjórinn þekkti mig, bakkabi meb hrabi, fjölskyldu- fabirinn stoppabi og sendi krakkana út. Þau hlupu öll ab mér og potubu í mig. Þab var eins og pabbinn hefbi séb risaeblu og sent krakkana út í hraun til ab skoba hana. Þau horfbu ekki einu sinni í augun á mér eba bubu góban daginn." Aftur Bjbrk í Mogga, sem lýsir hér öm- urlegri lífsreynslu sinni hérlendis eftir ab hún varb stórstjarna. Hafa ekki áhuga á álftinni „Sumir hafa bent á ab vib ættum heldur ab veiba fugla eins og t.d. álftina. Vib höfum hins vegar engan áhuga á því, enda er hún aubveld veibibráb og stofninn miklu minni en hrossagaukurinn." Sigmar B. Hauksson í Tímanum, en skotveibimenn vilja fá ab skjóta hrossa- gauk. Vonbrigbi meb vodkann „Menn héldu ab þarna væri kominn glabningur fyrir sjómannadaginn. Þab var aubvitab tekinn tappi af einni flöskunni, en verstur andskoti ab þetta var svo brimsalt og gjör- samlega ódrekkandi." Þorleifur Gubmundsson, skipstjóri á Jóni Trausta, í DV. Bátsverjar fundu hell- ing af vodka í sjónum, en mjbburlnn olli vonbrigbum. Sjómönnum veitir ekki af fríi „Skyldustopp tvisvar á ári ífiskiskipa- flotanum getur varla verib svo alvar- legt ab útgerbin sé ab sligast undan þeim þunga og flokka þab undir mikinn kostnab. fvlönnum veitir ekki af ab taka þau frí sem þeir eiga möguleika á." Gubmundur Hallvarbsson um vinnu sjó- manna á siómannadaginn. DV. POTTJ Það vekur athygli í pottinum a& Stöð 2 virðist ætla ab hrifsa frumkvæ&ið í dekkun á forsetakosningunum og vera meb frambo&sfund allra fram- bjó&enda í beinni annað kvöld. Ljóst er a& sjónvarpsma&urinn góðkunni, Stefán Jón Hafstein, mun þó verða fjarri gó&u gamni, en eftir að fram- boð Péturs Kr. Hafsteins tók Stefán sjálfur þá ákvörðun að segja sig frá umfjöllun um forsetakosningar, en hann og Elín Hirst áttu að stýra þeirri umfjöllun fyrir stöðina. Astæð- an fyrir ákvörðun Stefáns er sú aö hann og Pétur eru bræ&rasynir og Stefán passa&i sig á því að segja sig frá þessu verki á&ur en nokkrar at- hugasemdir komu fram. Stefán mun ver&a nýttur til annarra verka á Stöð- inni á meðan, en hvaða er ekki enn vitað... • ... pottormur sem þekkir til Stefáns fullyrðir þó að það sé algerlega úr lausu lofti gripið a& Stefán Jón sé a& fara að vinna fyrir frænda sinn Pétur á kósningaskrifstofu hans, eins og or&rómur hefur verið uppi um. Eftir því sem næst verður komist hefur Stefán ekki gefið upp stuðning við neinn enn sem komið er... • Frá því var greint í heita pottinum á dögunum að Hrafn Jökulsson, rit- stjóri Alþýðubla&sins, var ekki me&al bo&sgesta íforsetaveislunni til hei&- urs Mary Robinson, forseta írlands. Hrafn var hins vegar í veislunni sem Mary Robinson hélt á Hótel Borg, og segja menn í pottinum greinilegt að írski forsetinn hafi greinilega ekki lesið Alþýðublaðið í fyrrasumar þeg- ar það fór hamförum vegna Kína- fer&arforsetans...

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.