Tíminn - 04.06.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.06.1996, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 4. júní 1996 11 Genbreytt dýr þýöa allt aö 30- faldan vaxtarhraöa og gagnast vel í rannsóknum. Norrœnt málþing fjallaöi um hin siöfrceöilegu atribi og telur genbreytingar réttlœtanlegar: Rætt um aö græba genbreytt svínshjörtu í hjartasjúklinga Sérfræbingar í líftækni vinna víba um heim að því ab gen- breyta dýrum. Meb genbreyttu dýri er átt vib dýr sem hefur fengib „nýjan" erfbavísi, þ.e.a.s. ab utanabkomandi erfbavísir hefur verib settur inn í kyn- frumur dýrsins meb erfbatækni, þannig ab hann verbur arfgeng- ur. Hvernig líst fólki til dæmis á genbreytta fiska, sem auka má vaxtarhrabann á allt ab þrjátíu- falt? Genbreyttar mýs og rann- sóknir á þeim benda til ab litlar líkur séu á ab ribuveikir naut- grtþir orsaki Creutzfeld-Jakob veiki í mönnum. Og kannski stærsta fréttin úr líftækninni: Hjörtu úr genbættum svínum kunna ab verba grædd í menn í nánustu framtíb. Mál sem hefur margar hliðar Genbreytingar á dýrum þýða að sjálfsögðu fleiri krón- ur í kassann fyrir þá sem slíka fiska veiða eða slík dýr ala. En málið hefur á sér margar hlið- ar, lagalegar, hagfræðilegar — og siðferðilegar hliðar. Norræn nefnd um lífsið- fræði, sem starfað hefur í 8 ár, hélt árlegt málþing um þetta efni í Hanaholmen, skammt fyrir utan Helsinki í Finnlandi, í apríl síðastliðnum. Nefndin starfar á vegum norrænu ráð- herranefndarinnar og er skip- uð tveim fulltrúum frá hverju Norðurlandanna. í henni eiga sæti fyrir íslands hönd, þau Er- lendur Jónsson heimspeking- ur og dr. Jórunn Erla Eyfjörð erfðafræðingur. Erlendur og dr. Skúli Skúlason líffræðingur sóttu málþingið. Til þingsins mættu menn með ýmsar gráð- ur, lögmenn, blaðamenn, vís- indamenn, rithöfundar, stjórnmálamenn, guðfræðing- ar og heimspekingar. Fjallað var um hin margvís- legu markmið með genbreyt- ingum dýra og fjallað um gen- breytta fiska, mýs, nautgripi og svín. Þá var rætt um hinar ýmsu hliðar á slíkum tilraun- um. Mikilvægið fyrir rannsóknir í máli Peters Aleström, pró- fessors við dýralæknaháskól- Neytendablabib birti á dögunum þessa mynd af kynbœttu belgísku nauti, sem sýnir vel á hvaba leib kynbætur eru. Vöbvarnir eru gríbarmiklir, en fœturnir eins og á venjulegu nauti. ann í Ósló, kom fram að gen- breyttir fiskar geti haft efna- hagslega þýðingu í framtíð- inni með stórauknum vaxtar- hraða sumra tegunda — eins og fyrr sagði, allt að 30-falt. Genbreyting á fiskum er ekki talin breyta neinu varðandi næringargildi eða bragð fisks- ins. Notkun genbreyttra fiska sem fæðugjafa er hins vegar skammt á veg komin, víðast eru slíkir fiskar aðeins notaðir í rannsóknarskyni. Mikilvægasta riotkun gen- breyttra dýra hefur reyndar fram til þessa verið í rann- sóknum og reynst mjög nyt- samleg við greiningu sjúk- dóma, hefur veitt innsýn í þróun fósturs, svo og í það hvernig ónæmiskerfi og æða- kerfi virkar. Þá hafa þessar rannsóknir reynst mikilvægar gagnvart krabbameinum og öðrum sjúkdómum, sem ekki hefur verið unnt að ákvarða með öðrum aðferðum. Nautakjötiö ekki söku- dólgurinn Á málþinginu ræddi Jan Ottesen dýralæknir um notk- un músa og annarra nagdýra í rannsóknum. í máli hans kom fram að genbættar mýs skipta miklu máli við rannsóknir á próteininu príon, sem orsakar bæði riðuveiki í nautgripum og Creutzfeld-Jakob veiki í mönnum. Rannsóknir þessar benda til þess að litlar líkur séu á því að neysla riðusmitaðs nautakjöts orsaki þessa veiki í mönnum. Hins vegar undir- strikaði Ottesen að margir aðr- ir þættir geti haft áhrif á það hversu næmir menn eru fyrir riðusmiti úr nautakjöti. Svínshjörtu grædd í menn? Af fjöldamörgu, sem athygli vakti á málþinginu í Hanahol- men, var erindi sænska læknis- ins Carls Gustavs Groth, sem er prófessor við líffæraígræðslu- deild Karolinska sjúkrahússins í Huddinge. Prófessorinn sagði að erfitt og dýrt heföi reynst að fá manns- hjörtu til að græða í hjartasjúk- linga. Hann benti á að hættulegt getur verib að græöa apahjörtu í menn vegna skyldleika apa við menn. Það getur haft í för meb sér að veirur sem ekki eru skeinuhættar öpum, eins og eyðniveiran, berist úr öpunum í menn og verði þeim mjög skæð- ar. Því er það ab nú binda menn mestar vonir við vélræn hjörtu og hjörtu úr svínum. Vandinn við ígræðslu svínshjarta í mann er að hjarta úr venjulegu svíni kallar fram ofnæmisviðbrögð, sem valda því ab svínshjartað verður ónýtt nokkrum klukku- stundum eftir ígræbslu. Með því hins vegar ab skeyta einum erfðaþætti inn í svín má koma í veg fyrir slík viðbrögð og gera svínshjörtu hæf til notkunar í mönnum. Með þessu móti kann að takast að lengja líf milljóna hjartasjúklinga, sagði prófessor- inn. Ýmis siðfræðileg álitamál voru uppi á málþinginu, eins og eðli- legt er. Erlendur Jónsson dósent segir að umræður um sibfræbi- legt réttmæti þess að breyta gen- um dýra hefbu verið talsverðar. En flestir hafi þó verið sammála um að slíkar genbreytingar á dýrum væru réttlætanlegar þeg- ar þær leiða til framfara af því tagi sem áður hefur verið minnst á. -JBP Bílabúö Benna opnar nýtt dekkjaverkstæði Bílabúb Benna hefur opnab nýtt dekkjaverkstæbi og smurstöb meb Shell-vörur ab Suburströnd 4 á Seltjarnarnesi. Fyrirtækib nefn- ist Nesdekk og er stabsett á milli Bónusverslunarinnar og Sund- laugar Seltjamarness. Fyrirtækið býður upp á nýjung í dekkjaþjónustu, sem felst í að verk- stæðiö tekur sumar- og vetrardekk- in endurgjaldslaust til geymslu á meðan pláss leyfir. Bifreiðaeigendur þurfa því ekki að standa í dekkja- burði í geymslur og bílskúra, heldur aðeins að vitja dekkja sinna þegar veður kallar og breytingar að hausti eða vori. Fyrirtækið mun hafa á boðstólum frá Bílabúð Benna hin frábæru Kle- ber- dekk frá Frakklandi og einnig verða boðin Monarch-dekk á afar hagstæðu verði. Einnig verða til sölu ýmsir smáhlutir auk frekari þjónustu til almennra viðgerða. Fljótlega mun hefjast þjónusta, sem felst í smáviðgerðum og ýmsum lagfæringum, og eftir að dekkjaver- tíð vorsins iýkur verða bílar einnig teknir til þrifa og bónunar. í fyrstu munu þrír starfsmenn annast þjónustu fyrirtækisins. Þeir hafa allir mikla reynslu af slíkri þjónustu og áhersla verður lögð á hraða og góða þjónustu við alla við- skiptavini. -ÞI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.