Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 6. júní 1996 5 Matur og föt og áfengi ódýrara, en orka, leiga, einkabíllinn, tóbakib, síminn og heilsugœsla mikiu dýrara: Verðlag um 9% hærra í Danmörku en á íslandi Verðlag einkaneyslu er jafn- aðarlega rúmlega 9% hærra í Danmörku en hér á landi (1993), öfugt við það sem „þjóðarsálin" virðist ætla. Sennilegt er að sá misskiln- ingur „þjóðarsálarinnar" stafi af því að matvæli, fatn- aður, áfengi og verðlag á veitingahúsum (þ.e. þeir hlutir sem ferbamenn verba t.d. hvab mest varir vib) var um 7-8% lægra í Danmörku en hér. Danir þurfa aftur á móti að borga nærri þrefalt meira fyrir eldsneyti og orku, einkabíll- inn og síminn eru nær helm- ingi dýrari, heilsugæsla og húsaleiga kosta þriðjungi meira og tóbakið er fimmt- ungi dýrara. Samkvæmt bráðabirgðatölum hefði sam- anburðurinn orðið enn hag- stæðari fyrir íslendinga árið 1994, þegar matvara varð virð- isaukaskattsfrjáls á íslandi. Meginniðurstaðan er sú, að Danir mæta 9% hærra verðlagi með minni neyslu, þannig að útgjöld á mann (1993) voru örlitlu (1,7%) minni í Dan- mörku en á íslandi. Neyslu- mynstrið er töluvert ólíkt. Miðað við íslendinga spöruðu Danir sér hvað mest í bíla- kostnaði (enda einkabílar þar hlutfallslega um þriðjungi færri) og þar með eldsneyti. Þeir keyptu sér líka minna af fatnaði og húsbúnaði, notuðu heilsugæsluna sparlegar, og fóru minna á hótel og veit- ingahús, spöruðu meira í mat- arinnkaupum og drukku að- eins 1/3 af gosdrykkjum (óáfengum drykkjum) á við ís- lendinga. Danir reykja hins vegar fjórðungi meira og drekka meira en tvöfalt á við landann (og deyja líka jafnaðarlega um þrem árum yngri). Þennan samanburð má sjá enn frekar á eftirfarandi töflu. Fremri dálkurinn sýnir verðlag í Danmörku og aftari dálkur- inn síðan útgjöld á mann, í samanburði við vísitölu = 100 á íslandi. Verölag: Útgj: Matvömr 92 78 Óáfengir drykkir 93 33 Áfengi 44 100 Tóbak 118 146 Fatnaður 83 67 Húsaleiga 130 147 Eldsneyti/orka 281 205 Húsg./heimilisbún. 99 78 Heilsugæsla 136 111 Einkabíllinn 146 87 Samgöngur 97 109 Fjarskipti 142 258 Tómst./menntun 93 100 Veitingastaðir/hótel 91 82 Einkaneysla alls: 109 98 Úr töflunni má m.a. lesa, að þótt áfengi sé meira en helmingi (56%) ódýrara í Danmörku, þá drekka Danir bara ríflega tvöfalt meira, þannig að útgjöld á mann eru þau sömu í Danmörku og á íslandi. Þótt fatnaður sé líka nokkru (17%) ódýr- ari en hér, þá kaupa Danirnir um fimmtungi minna af fötum og eyða þannig þriðjungi minna í fatakaup. Á hinn bóginn láta þeir ekki 42% hærra verð fyrir fjarskiptanotkun aftra sér frá að nota þá þjónustu miklu (80%) meira, þannig að meðalútgjöldin fyrir þann lið eru 158% hærri á hvern Dana en ís- lending. í heildina neyttu Danir um 10% minna að magni til en íslendingar, þannig að útgjöld á mann vom tæplega 2% lægri þar í landi en hér árið 1993, sem áður segir. ■ Cuömundur P. Valgeirsson: Allt fyrir ekkert?! að vekur ekki mikla athygli almennings þó stöðugt séu að berast fyrirmæli frá Brussel um að okkur íslending- um beri og sé skylt að gera þetta og hitt til aö uppfylla samninga og skuldbindingar við EES-sam- tökin. Þetta er þó orðinn æði fyrir- ferðarmikill þáttur í þjóðlífi okk- ar og stjórnsýslu. Margt bendir til að ekki líði á löngu þar til nýtt og sérhæft ráðuneyti verður sett á stofn til að taka við þeim fyrir- mælum og sjá um að þeim verði undanbragöalaust framfylgt. Engum þyrfti heldur að koma á óvart þó það yrði eitt stærsta ráðuneytið í stjórnsýslu okkar. Enginn segir nú líkt og Jón Loftsson í Odda forðum: „Heyra má ég erkibiskups dóm. En ráö- inn er ég í að hafa hann að engu; því eigi veit ég hann viti betur VETTVANGUR „Áberandi er þó hvað oft hann Ingimar Ingimarsson þarfað koma fram í fjöl- miðlum og tilkynna hvað okkur og öðrum beri að gera til að uppfylla skyldur okkar við hina nýju valdhafa. Þar virðist oft ekki vera mikil miskunn hjá Magnúsi." en vér og Sæmundur í Odda og aðrir vitrir forfeður vorir." Slíkar mótbárur stoða nú lítt gegn hin- um erlendu fyrirmælum, þó fram væru bornar. Ég minnist þess að á s.l. sumri kvartaði fjármálaráðherra okkar, Friðrik Sophusson, yfir því að slík fyrirmæli væm send hinum og þessum aðilum og krafist sektargjalda fyrir seinagang á að hlýða þeim, án þess að viðkom- andi ráðuneyti væri tilkynnt um kröfurnar. Lýsti ráðherrann van- þóknun á þessu. Áberandi er þó hvað oft hann Ingimar Ingi- marsson þarf að koma fram í fjölmiðlum og tilkynna hvað okkur og öðrum beri að gera til að uppfylla skyldur okkar við hina nýju valdhafa. Þar virðist oft ekki vera mikil miskunn hjá Magnúsi. Með tilskipun EES um vinnu- skyldur barna og unglinga þarf engum að koma á óvart, þó ung- lingur, sem beðinn er að víkja hönd eða fæti, dragi upp úrið sitt og bendi viðkomandi á að klukk- an sé farin að ganga sex og þar með sé hann orðinn undanþeg- inn að gera það sem hann er beðinn um. Undan þeirri tilskipun var engin leið að víkjast. Og svo er með annað. Nú liggur það fyrir að erlendir aðilar innan þessara samtaka telja sig eiga jafnan rétt (ef ekki meiri) til fallvatna ís- lands, jarðhita og hverra annarra auðlinda sem nöfnum tjáir að nefna, sem við höfum taliö okk- ar eign. Við þessu höfum við ekkert að segja, jafnvel að ráð- herrar taki þessu fagnandi og séu þegar teknir að búa í haginn svo þetta megi verða sem auðveldast og fyrst. Þar sé það aðeins fjár- magnið sem ráði. Þetta er þó aðeins forsmekkur þess sem koma skal. Við höfum þegar afsalað forráðarétti okkar stjórnvalda yfir landi og þjóð. Af þessu má sjá sannleiksgildi þeirra orða sem sögð voru eftir undirritun fulltrúa okkar undir EES- samninginn, „að við hefð- um fengiö allt fyrir ekkert". Eftir sem áður eigum við undir högg að sækja með sölu framleiðslu okkar lands. Þar stöndum við bljúgir með bænarskrár til hinna nýju valdhafa. Enginn gengur í grafgötur um að þess verður ekki langt að bíða, að þeir sömu húsbændur krefjist fiskveiðiréttar til jafns(!) við okk- ur í okkar landhelgi og lögsögu. Þar eigum við ekkert öruggt neit- unarvald fremur en á öðrum sviðum. Þegar svo er komið vit- um við hvert auðlindaskatturinn hans Jóns Baldvins rennur! Þar er því til nokkurs að vinna. Höfundur er bóndi. Gamla myndin „Er það ekki rétt hjá mér að þú viljir heiðra minningu Ólafs Jó- hannessonar sem mest þú mátt og fyrirgefir ekki þeim mönnum sem skapraunuðu honum eða gerðu honum rangt til?" Sá sem spurði er málkunnugur mér og ég sá það á svipnum að eitthvað meira en sögulegur áhugi byggi að baki spurning- unni. Ég hugsaði mig um áður en ég svaraði. Ályktun mannsins var alveg rétt. Ég hafði þekkt Ólaf vel, ver- ið heimagangur á Aragötunni og notið þeirra forréttinda að ræða við hann í hvert sinn ef hann var heima. Sjálfsagt hef ég oft þreytt þann mæta mann, en svo seinþreyttur sem hann var til vandræða, lét hann mig aldrei finna að það væri honum til nokkurs ama eða ég væri barna- legur þegar ég bunaði út úr mér hugðarefnum mínum. í augnablikinu gat ég ekki hugsað mér neinn sem hefði komið sér svo út úr húsi hjá heiðursmanninum Ólafi Jó- hannessyni, að spurning mannsins gæti átt við. „Jú, það er rétt," svaraði ég. „Mér er annt um minningu hans og nokkrum sinnum hef ég minnt á þau góðu verk sem hann vann." „Þú svarar ekki spurningunni til fulls," sagði maðurinn. „Hvað með óvildarmenn hans?" „Voru þeir nokkrir?" spurði ég varfærnislega. Maðurinn dró þlað upp úr vasa sínum, fletti því og sagði um leið: „Ég held að þú ættir að semja við gömlu kommana í Rúss- landi. Þeir voru snillingar í að Frá mínum bæjar- dyrum LEÓ E. LÖVE fjarlægja óæskilega menn af hópmyndum á Kremlarmúr- um." Um leið og hann lauk setning- unni rétti hann blaðið að mér. Þetta var blað ungra fram- sóknarmanna og á næst öftustu síðu var mynd af nokkrum full- trúum á SUF-þingi árið 1970. Ég þekkti sjálfan mig, ungan og drengjalegan, lengst til vinstri á myndinni, en næstur mér stóð maður sem þá var í Framsóknarflokknum, kom síð- an víða við og er nú í framboði til embættis forseta íslands. „Þeir í Kreml hefðu fjarlægt einhvern af þessari mynd," sagði viðmælandi minn. „Eða rifjast ekki upp fyrir þér hvernig þessi maður kom fram gagnvart Ólafi Jóhannessyni - og flokkn- um?" Ég svaraði ekki, beindi um- ræðunum inn á aðrar brautir, en hugsaði mitt. Ég sá á glað- hlakkalegum svip viðmæland- ans að hann taldi sig hafa hitt á snöggan blett. Það sem kom upp í hugann var nokkuð sem ég hafði á sín- um tíma upplifað sem svívirði- legar árásir á Ólaf Jóhannesson og upp rifjuðust mörg atvik. Ég minntist þess þegar lögð var fyrir SUF-þing tillaga sem kölluð var harðorða tillagan, en var ekkert nema dylgjur, rógur og skammir um flokksforystuna, og ég minntist nafnlausra grein- arskrifa í svipuðum dúr sem birst höfðu á SUF-síðu Tímans. Jú, ég minntist þess að hafa séð þykkna í Ólafi Jóhannessyni þótt hann segði fátt, þegar þessi maður skapraunaði honum og kom fram af litlum drengskap. Og ég minntist þess líka hvað framsóknarmenn voru fegnir þegar hann yfirgaf flokkinn. Það er alveg rétt hjá viðmæl- anda mínum, að ég geri það sem ég get til að heiðra minningu Ólafs Jóhannessonar. Það gerir mig enn staðfastari en ella við að ljá öðrum frambjóðanda en þessum fyrrverandi framsóknar- manni atkvæði mitt og svo sannarlega vona ég að fleiri breyti eins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.