Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.06.1996, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 6. júní 1996 11 Lisa Leeson, eiginkona Barings- brjálœöingsins Nicks Leeson, lít- ur nú bjartari augum til framtíö- arinnar eftir aö hún fékk vinnu sem flugfreyja hjá Virgin- flugfé- laginu. Nick veröur 6 og hálft ár ífangelsi í Singapúr og er hann aö vonum ánœgöur meö nýja djobb spúsu sinnar, því aö innan fárra mánaöa mun hún njóta þeirra fríöinda aö fá ódýrar flug- feröir, sem hún mun áreiöanlega nýta sér. Þeim linnir ekki frumsýningun- um sem veslings stjörnurnar þurfa aö láta sjá sig á. jessica Lange og eiginmaöur hennar, leikarinn og handritshöfundur- inn Sam Shepard, viröast þó ekki líta á bjórdrykkju, mann- fagnaö og kvikmyndagláp sem áþján, eins og sést á fullnœgö- um andlitsdráttum þeirra. Fyrir þá, sem ekki hafa rifjaö upp meö sér barnafjölda þeirra skötuhjúa í einhvern tíma, má geta þess aö saman eiga þau tvö börn, en auk þess á jessica táningsdóttur frá því hún stóö í ástarsambandi viö ballettdans- arann Mikhail Baryshnikov. Rob Lowe klœddi sig niöur á viö, eins og þaö kallast á máli stjarn- anna þegar maöur fer bara íþau jakkaföt sem eru nœst hendinni í fataskápnum, þegar hann mætti órakaöur og bindislaus ásamt eiginkonunni á frumsýningu myndarinnar Twister og True Li- es. Eiginkonan Sheryl hefur sett feril sinn sem kvikmyndaföröun- armeistari til hliöar íbili meöan hún stendur í uppeldi sona þeirra tveggja, Matthew 2ja ára og john Owen hálfs árs. í SPEGLI TÍIVIANS Þaö er nú meira hvaö þaö er alltaf gaman hjá þessu pakki. Sjálfsagt má skýra gríöarlega gleöi þeirra Coldie Hawn og Michaels Douglas sem föstudagsfiöring. Þau hittust á frumsýningu leikrits eftir David Mamet, Ric- ky jay And His 52 Assistants. Framsóknarflokkurinn Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 1996 Dregib verður í Sumarhappdrætti Framsóknarflokksins 6. júni 1996. Velunnarar flokksins eru hvattir til að greiða heimsenda gírósebla fyrir þann tíma. Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu flokksins í síma 562-4480. Framsóknarflokkurinn 26. þing Sambands ungra framsóknarmanna, Bifröst í Borgarfirði 7.-9. júní 1996 Föstudagur 7. júní: Kl. 20.00 Setning — Guðjón Ólafur jónsson, formaöur SUF. Kl. 20.10 Kosning embættismanna: a) Tveggja þingforseta. b) Tveggja þingritara. c) Kjörnefndar. Kl. 20.15 Skýrsla stjórnar: a) Gubjón Ólafur jónsson, formabur SUF. b) Þorlákur Traustason, gjaldkeri SUF. Kl. 20.45 Tillögur ab ályktunum þingsins. Kl. 21.30 Ávörp gesta — umræöur og fyrirspurnir. Kl. 22.45 Nefndastörf. Kl. 00.00 Óvæntar uppákomur. Laugardagur 8. júní: Kl. 09.30 Morgunveröur. Kl. 10.00 Nefndastörf. Kl. 12.00 Hádegisverbur. Kl. 13.00 Umræbur og afgreiösla ályktana. Kl. 15.30 Kaffihlé — uppákomur. Kl. 17.00 Afgreiösla stjórnmálaályktunar. Kl. 17.30 Kosningar. Kl. 18.00 Önnur mál — þingslit. Kl. 19.30 Grillveisla — samdrykkja. Kl. 23.00 Dansleikur. Sunnudagur 9. júní: Kl. 09.30 Morgunverbur — brottför. Sumartími á f I o kkss kr if stof u n n i Frá og meb 15. maí og fram til 15. september verbur opib á skrifstofu flokksins ab Hafnarstræti 20 alla virka daga frá kl. 8.00 til 16.00. Skrífstofa Framsóknarflokksins Framtíðarskipulag ferðaþjónustu Fimmtudaginn 6. júní verbur haldinn fundur í fundaröð Framsóknarflokksins um málefni ferbaþjónustunnar. Fundurinn verður haldinn á Hótel Sögu, í A-sal á annarri hæb, og hefst kl. 20.00. Fundarstjóri verbur Stefán Jón Hafstein. Frummælendur eru tveir: Ólafur Örn Haraldsson alþingismabur, Pétur J. Eiríksson framkvæmdastjóri. Almennar umræbur verða ab loknum framsögum og munu framsögumenn þá sitja í pallboröi, ásamt: Ómari Benediktssyni, íslandsflugi og íslandsferbum, Tryggva Árnasyni, Jöklaferðum, Magnúsi Oddssyni, framkvæmdastjóra Ferbamálarábs. Allir áhugamenn, sem og atvinnumenn í ferbaþjónustu, eru hvattir til ab mæta á fundinn og taka þátt í umræbum um framtíb ferbaþjónustu á íslandi. Framsókn í feröaþjónustu Nýr umboðsmaöur á Skagaströnd er Kristín Þóröardóttir, Bankastræti 3, sími 452-2723. Eiginma&ur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi Sigurbur Brandsson Hjaröartúni 5, Ólafsvík veröur jarösunginn frá Ólafsvíkurkirkju, laugardag- inn 8. júní kl. 14.00. jarösett veröur í Brimilsvalla- kirkjugaröi. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningarsjóö Krabbameinsfélagsins. Margrét Hulda Magnúsdóttir Birgir Vilhjálmsson Jóna Valdís Árnadóttir Brandur Sigurösson Áslaug Bjarnadóttir Ragnheiöur M. Sigurbardóttir Gunnlaugur Jónasson Ingólfur J. Sigurösson Sigríöur A. Hrólfsdóttir Valgeröur Siguröardóttir Bo Ingmar Larsson og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.