Tíminn - 29.06.1996, Síða 5

Tíminn - 29.06.1996, Síða 5
Laugardagur 29. júní 1996 5 Jón Kristjánsson: Hugleiðingar á kjördag í dag gengur þjóðin til kosningar fimmta forseta lýðveldisins. Þetta er mikill við- burður og þáttur í sjálfstæði þjóðarinnar. Þjóðkjörinn forseti er grundvöllur stjórn- skipunar landsins, og þjóðkjörið gefur honum allt aðra stöðu meðal þjóðarinnar heldur-en gerist í nágrannalöndunum þar sem konungdómur gengur í erfðir án þess að þjóðin komi þar nærri með atkvæða- greiðslu. Forsetakosningar fyrr og nú Forseti íslands var fyrst kjörinn á lýð- veldishátíðinni á Þingvöllum árið 1944. Þá kaus Alþingi Svein Björnsson ríkisstjóra fyrsta forseta lýðveldisins. Sú kosning var umtöluð og söguleg. Stór hluti þingmanna sat hjá og andstaban var mest í Sjálfstæðis- flokknum. Þetta átti rætur sínar ab rekja til skipunar utanþingsstjómarinnar sem sat á þessum tíma, en skipun hennar var tekin óstinnt upp af ýmsum forustumönnum í stjómmálum, þar á meðal Ólafi Thors og Bjarna Benediktssyni. Þessir atburðir eru meðal annars raktir í fróðlegri ævisögu Sveins Björnssonar, fyrsta forseta íslands. Þar kemur meðal annars fram að þessi sundmng Alþingis þótti í ósamræmi við þann einhug og há- tíðarblæ sem ríkti á lýðveldishátíöinni. Þjóðin hafði greitt atkvæði um sambands- slitin við Dani og verið nær algjörlega ein- huga um málið. Það varð því svo að tekið var upp þjób- kjör um forseta íslands og Sveinn Bjöms- son var næst kjörinn af þjóbinni, en hann sat til ársins 1952. Ásgeir og Bjarni Árið 1952 var komið að því að kjósa á milli manna í forsetaembættið og vom þrír í framboði. Tveir stjómmálamenn og einn virtur prestur í höfuðborginni, sem studd- ur var af forustu tveggja stærstu stjórn- málaflokka landsins. Þetta vom Ásgeir Ás- geirsson, Gísli Sveinsson, forseti Alþingis, og séra Bjarni Jónsson. Harðar kosningar fóm nú í hönd, og þjóðin valdi stjórnmála- manninn Ásgeir Ásgeirsson, þrátt fyrir stuðning stjórnmálaforingjanna við séra Bjarna. Þessi úrslit hafa áreiðanlega haft mikil áhrif og hafa ef til vill enn. Til þeirra má rekja að stjórnmálaforingjar hafa síðan farið varlega á opinberum vettvangi í for- setakosningum. í þessum kosningum kom það í ljós að þjóðin gat hugsað sér að hafa stjórnmála- mann í þessu embætti. Hins vegar átti þetta eftir aö breytast, en sveiflur í þjóbar- sálinni í þessu efni á hálfrar aldar tímabili em mjög athyglisverð- ar. Gunnar og Kristján Þegar Ásgeir Ásgeirs- son lét af embætti árið 1968 var komið að því á ný að kjósa á milli manna. Þá vom í fram- boði stjórnmálamaður- inn Gunnar Thorodd- sen og fræðimaðurinn Kristján Eldjárn þjóðminjavörður. Þessum kosningum man ég eftir og sat fundi þeirra beggja á Egils- stöðum á sínum tíma. Gunnar Thoroddsen var flínkur stjórnmálamaður, afburða ræðumaður, hafði þá verið til hlés í stjórn- málum nokkurt skeib og verið sendiherra í Kaupmannahöfn og prófessor við Háskóla íslands. Gunnar var glæsilegur í fram- göngu og sópabi að honum. Hins vegar dugbi þetta honum ekki. Hann beið mik- inn ósigur fyrir Kristjáni, sem var feikilega vel máli farinn maður og höfðaði mjög til þjóðarinnar á þeim tíma með sínum bak- grunni í fræðimennsku og sögu og menn- ingu. Gunnari varb tvennt ab fótakefli: að vera stjórnmálamaöur og tengdasonur Ás- geirs Ásgeirssonar og hafa stutt hann í hinni hörðu kosningu 1952. Nú var tími stjórnmálamanna í þessu embætti liðinn, ab dómi þjóðarinnar, en geta má þess að Kristján Eldjárn var óvenju hæfur frambjóðandi og gegndi forsetaemb- ættinu með miklum glæsibrag. Kosningarnar 1980 Þegar Kristján Eldjárn lét af embætti, fóru í hönd kosningar þar sem fjórir voru í framboði. Þar fóru háskólakennari, leik- hússtjóri og kennari, stjórnmálamaður og diplómat. Þetta voru Guðlaugur Þorvalds- son, Vigdís Finnbogadóttir, Albert Guð- mundsson og Pétur Thorsteinsson. Það kom fljótlega í ljós að arfurinn úr síðustu kosningum að kjósa mann úr þjóðlífinu, sem ekki hafði verið í stjórnmálum, var í fullu gildi. Þetta voru ekki kosningar stjórnmálamanna og diplómata, þótt Pétur og þó einkum Albert fengju nokkurt fylgi. Bardaginn var á milli Vigdísar og Guðlaugs og fór Vigdís með sigur af hólmi og hefur gegnt þessu embætti með miklum glæsibrag síðan. Sextán árum síbar Nú er komið að því að velja nýjan for- seta, sextán árum síðar. Ég hleyp í þessari upprifjun yfir millikaflana, því enginn hef- ur ógnað sitjandi forseta með framboði, þótt einu sinni hafi farið fram forsetakosn- ingar í tíb Vigdísar þar sem hún fékk um 95% atkvæða. Hins vegar vekur það athygli að nú virðist tími stjórnmálamannanna runninn upp á ný. Stjórnmálamennirnir Ólafur Ragnar Grímsson og Guðrún Agn- arsdóttir hafa í skoðanakönnunum mælst með allt að 70% fylgi til samans fram á lokasprettinn. Gubrún hætti að vísu þing- mennsku fyrir nokkrum árum, en þab breytir því ekki að hún kom fram á sviðið sem áberandi stjórnmálamaður. Embættis- maðurinn Pétur Hafstein hefur mælst með rúmlega 30% fylgi á lokaspretti kosninga- baráttunnar. Framboð Ástþórs Magnússon- ar er eitt af þessum sérstöku fyrirbærum sem upp koma í kringum forsetakosningar. Menn og málefni Kosningabaráttan Ég hef fylgst með kosningabaráttunni eftir því sem aðstæður hafa leyft, en hef misst mikið úr af kynningum frambjóð- enda og málflutningi þeirra. Ég þekki Ölaf Ragnar Grímsson og Gubrúnu Agnarsdótt- ur sem samþingmenn, en Pétur Hafstein hef ég aðeins séð tilsýndar en ekki hitt hann. Ljóst er ab þab er mikið átak hjá mönnum, sem ekki hafa veriö í opnu sviðs- ljósi fjölmiðlanna, ab kynna sig. Nútíma fjölmiölun kann ab hafa áhrif á gengi stjórnmálamannanna í þessari kosninga- baráttu. Stjórnmálamenn, sem hafa verið tíðir gestir einkum í sjónvarpi, standa feti framar í kynningarmálum heldur en aðrir. Tungan, menningin og sagan Það hefur vakið athygli mína í þeim framboðskynningum og viðræðuþáttum sem ég hef séð, hvað frambjóðendurnir eru lítið spurðir um viðhorf til þjóöararfs ís- lendinga, sögunnar, íslenskrar tungu og menningarmála. Ég er svo gamaldags að ég trúi því ab það sé þetta framar öbru sem gerir okkur að sjálfstæðri þjóð, sem getur komið fram með fullri reisn gagnvart um- heiminum. Ég er síbur en svo að gera lítið úr þeim umræðuefnum, sem verið hafa á fundum og í heimsóknum frambjóðend- anna, og ég tek það fram að vera má að ég hafi misst af umræöum um þessi efni. Hins vegar hef ég heyrt fjölmiðlamenn komast í gegnum heila viðræðuþætti án þess að minnast að marki á þetta. Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadótt- ir eru þeir forsetar sem hafa gegnt þessu embætti eftir að ég varð fulltíða mabur. Bæði höfðu þessi atriði, auk ræktunar landsins, sem undirstöðu í sínu starfi. Ég vil treysta því að sá forseti, sem verður kjör- inn í dag, reyni af fremsta megni ab rækta meb þjóðinni virðingu fyrir tungunni, sög- unni, menningararfinum og menningar- starfsemi líbandi stundar. Án virðingar fyr- ir þessum gildum erum við rótslitin þjóð, sem smám saman tapar virðingu sinni og reisn og hverfur í þjóbahafið. ■

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.