Tíminn - 29.06.1996, Síða 11

Tíminn - 29.06.1996, Síða 11
Laugardagur 29. júní 1996 11 Áfengis- og tóbaksveitingar á vegum forsetaembœttisins: Allir á móti áfengi og reyk Eitt af því sem lítt hefur verib til umræðu í sam- bandi viö forsetaframbjóð- enduma fjóra er bindindis- semin. Svo virðist sem tvö aðhyllist reykleysið, og öll vilja áfengi í hinu mesta hófi. Svör forsetaframbjóð- endanna varðandi stefnu þeirra í veitingum á áfengi og tóbaki í embætti forseta birtust í nýjasta félagsriti Bindindisfélags öku- manna. Enginn grundvallarmunur verður lesinn úr stefnum frambjóðenda að því er varð- ar veitingar á áfengi, allir leggja þeir áherslu á hóf- semi. Hins vegar var stefna Guðrúnar og Péturs afdrátt- arlausari í tóbaksveitingum heldur en Ólafs og Ástþórs, hvorugt þeirra myndi bjóða upp á tóbak en hinir síðar- nefndu halda sig við hóf- semina í þessum efnum líkt og í áfenginu. -gos Ástþór Magnússon: Fara ber varlega í veitingar á áfengi og tóbaki. Enda eru slík- ar veitingar ekki í boði á fund- um, ráöstefnum og samkom- um sem Friður 2000 stendur fyrir. „Ef ég kæmi að skipu- lagningu veitinga hjá embætti forseta íslands, myndi ég leit- ast við að farið yrði mjög var- lega með áfengis- og tóbaks- veitingar og að slíkt yrði frekar undantekning en regla. Heim- ili mitt og vinnustaður eru reyklaus svæði," segir Ástþór Magnússon. Gubrún Agnarsdóttir: Tóbak skuli ekki veitt og hófs gætt í meðferð áfengis, með áherslu á létt vín fremur en sterk. „Tóbak mun ég alls ekki veita, hvorki sem forseti né í öðru hlutverki í lífi mínu. Ég tel rétt aö gæta hófs í meðferð áfengis og leggja áherslu á létt vín fremur en sterk og gæta þess ab jafnan séu einnig born- ir fram óáfengir drykkir," er haft eftir Guðrúnu Agnarsdótt- Ólafur Ragnar Grímsson: Hófsemi varbandi veitingar á áfengi og tóbaki. Leiðarljós hans í þessum efnum er sá lífs- stíll sem hann og fjölskylda hans hefur tileinkab sér í þess- um efnum. Ekkert þeirra hefur t.d. reykt en við hátíðleg tæki- færi er áfengi, léttvín en ekki brennd, veitt. „Ég hef ætíð ver- ið bindindismaður, enda alinn upp í slíku umhverfi. Freldrar mínir voru það líka, sérstaklega faðir minn, sem var forystu- maður í bindindishreyfingunni á Vestfjörðum," segir Ólafur Ragnar Grímsson. Pétur Kr. Hafstein: Engar tóbaksveitingar, en við ákveðin tækifæri boðib upp á áfengi, með áherslu á að hófs sé gætt í hvívetna. „Ég byði gest- um mínum ekki upp á tóbak. Við ákveðin tækifæri myndi ég hins vegar bjóba gestum upp á áfengi. I rekstri embættis for- seta Islands myndi ég hins veg- ar leggja mikla áherslu á að hófs væri gætt í hvívetna," sagði Pétur Hafstein. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Húsnæði óskast á Hvammstanga Ríkissjóður leitar eftir kaupum á húsnæbi fyrir sambýli fatl- abra á Hvammstanga. Um er ab ræba a.m.k. 200-250 m2 einbýlishús í góbu ásigkomulagi meb rúmgóbum svefnherbergjum. Æskilegt er ab húsnæbib sé á einni hæb og allt abgengi innan dyra sem utan í góbu lagi meb tilliti til fatlabra. Tilbob, er greini stabsetningu, herbergjafjölda, afhend- ingartíma og söluverb, sendist eignadeild fjármálarábu- neytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 10. júlí 1996. Fjármálaráöuneytið, 28. júní 1996. Lokaö svœöi viö Þjóbleikhús og bílahús viö Hverfisgötu. Matreióslumenn Varnarliöið á Kefla- víkurflugvelli óskar eftir matreiðslumönnum til starfa í mötuneyti liðsforingja (Officers Club). Umsækjendur séu lærðir matreiðslumenn með reynslu. Mjög góðrar enskukunnáttu er krafist. Umsóknir berist til Ráðningardeildar Varnarmála- skrifstofu, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík, eigi síðar en 9. júlí 1996. Nánari upplýsingar veittar í síma 421- 1973. Starfslýsingar liggja þarframmi til aflestrarfýrir um- sækjendur og er þeim bent á að lesa þær áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. Ceisladiskar Icelandic Folk Music Ný geislaplata var að koma út sem heitir Icelandic Folk Mus- ic. Þessi plata er leikin (instru- mental) útgáfa af plötunni ís- landsklukkur, sem kom út árib 1994 og hefur notið mikilla vinsælda hjá unnendum þjób- lagatónlistar frá öllum heims- hornum. Tónlistina má meðal annars finna í nýju mynd- bandi um ísland eftir John P. Wilson sem var að koma út bæði hér á landi, í Kanada og Bandaríkjunum. Hljóbfæraleikarar í aðalhlut- verki á leikinni útgáfu íslands- klukkna eru: Szymon Kuran fiðluleikari, Martial Nardeau flautuleikari, Rúnar Vilbergs- son fagottleikari og Dan Cassedy fiðluleikari. Þeir sem standa að baki út- gáfunni eru tónlistarmennirn- ir Rafn Jónsson og Magnús Þór, en þeir sáu einnig um upptökustjórn og í nokkrum tilfellum útsetningar. Auk laganna sem eru á ís- landsklukkum má finna nýtt lag eftir Rafn á leiknu útgáf- unni, sem ber nafnið „Tyrkja- ránið", og hið sígilda lag „ís- land er land þitt" eftir Magnús Þór. Útgefandi er MR músík, en dreifing er í höndum Japis, s. 562 5088, og Magnúsar Þórs, s. 562 3415. Framkvœmdir í gatna- málum: Umferö um Hverfisgötu lömuð Vinna vib breytingar á Hverf- isgötu hófst fyrir viku síban. Vegna þessa hefur verib lokab fyrir bílaumferb frá Þjóbleik- húsinu ab Vitatorgi. Áætlab er ab verkinu ljúki í byrjun ág- ústmánabar, þá verbur öll al- menn umferb í austurátt leyfb en akstur í vesturátt takmark- abur vib strætisvagna og leigubíla. . Breytingamar munu einnig felast í fegrun á umhverfi götunnar og öryggi gangandi vegfarenda verbur aukib. Gatan hefur því ekki verið greið undanfarib þeim sem leið hafa átt um miðbæinn og um- ferð þar lamast talsvert. Til dæmis hafa þeir sem viljab hafa í heimsókn á kosningaskrifstofu Ólafs Ragnars Grímssonar á Hverfisgötunni þurft að leita þangað eftir ýmsum krókaleið- um. Hvort það á eftir ab hafa áhrif á niðurstöður kosning- anna er ekki gott að segja og kemur í ljós annað kvöld. -gos /-----------s

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.