Tíminn - 18.07.1996, Síða 3

Tíminn - 18.07.1996, Síða 3
Fimmtudagur 18. júlí 1996 lS$99$$tlW 3 SASS kaupir nýtt húsnœbi: Miðstýrt bákn eða hag- kvæmni samnýtingarinnar? Anna Kristjánsdóttir ráöin sem afleysingavélstjóri á Hólmatind SU frá Eskifiröi. Hefur sömu kjör og aörir vél- stjórar á fiskiskipum: Skipstjórinn hélt að Jsetta væri grm Samtök sunnlenskra sveitarfé- laga, SASS, hafa ákvebiö aö kaupa nýtt og stærra húsnæði að Austurvegi 56, Selfossi. SASS hyggst nýta húsnæðið undir starfsemi sína og þann rekstur sem sveitarféiögin hafa falið þeim, þ.e Sorpstöb Suðurlands, Heilbrigðiseftirlit Suburlands, Atvinnuþróunar- sjób Suðurlands og Skólaskrif- stofu Suburlands sem mun taka við af Fræbsluskrifstofu Suðurlands þegar flutningur grunnskóla frá ríki til sveitar- félaga veröur ab veruleika. „Það var ekki síst fyrirliggj- andi skortur á húsnæði undir Skólaskrifstofuna sem býr að baki þessari ákvörðun, þá þótti vænlegt að sameina starfsemina undir eitt þak og samnýta hús- næði, tæki og starfsfólk," segir Guðmundur Ingi Gunnlaugs- son, formaður SASS. Það voru 26 sveitarfélög sem greiddu þessari ákvörðun at- kvæði sitt, eitt sat hjá en Ölfus- hreppur og Hveragerði greiddu gegn ákvörðuninni. Á bak við þessi tvö mótakvæði eru, að sögn Knúts Bruun, forseta bæj- arstjórnar Hveragerðisbæjar, rúmlega 20% allra íbúa sveitar- félagnna í SASS. Aðspurður um ástæður andstöðu Hveragerðis- bæjar sagöi Knútur Skólaskrif- stofuna vera í frummótun, menn vissu ekkert hvað úr henni yrði þess vegna væri óráð að ráðast út í kaup núna. Betra væri að bíða og sjá hvernig starf- semi hennar þróaðist. „Við teljum að þessi lands- hlutasamtök séu að breiða allt of mikið úr sér og séu að veröa allt of mikið bákn. Eðlilegra er að hafa eins mikið af hlutverk- um sveitarstjórna heima í hverju sveitarfélagi fyrir sig en síður að búa til millistig með þessum hætti. Með þessu er ver- ið að framselja sjálfkrafa allt of mikið af okkar fjármunum inn í svona stofnun eins og þessa." Á fundi SASS létu forsvarsmenn Hveragerðisbæjar bóka það sér- staklega að þeir teldu Hvera- gerði ekki verða fjárhagslega skuldbundna af væntanlegum kaupum. Fyrirhugað söluverð er að sögn Knúts 8 milljónir og áætlað er að 21 milljón fari í innréttingar en gamla húsnæði SASS verður tekið upp í á 7 milljónir. Þá eru bæjarstjórnar- menn Hverageröisbæjar að skoða þaö í hvaða samtökum Hveragerði eigi að vera og hvort þau ættu e.t.v. að draga sig út úr einhverjum af þessum samtök- um. -gos „Hann hélt ab ég væri ab grínast. í fyrsta lagi trúbi hann ekki því ab þetta væri kvenmabur og alls ekki ab þab væri sú sem hefbi verib karlmabur," segir Emil Thoraren- sen útgerbarstjóri Hrabfrystihúss Eskifjarbar hf. um vibbrögb skip- stjórans á Hólmatindi SU þegar honum var tjáb ab búib væri ab rába Önnu Kristjánsdóttur um borb sem afleysingarvélstjóra. „Það komu óvenju margir niður á bryggju þegar togarinn var ab fara og fólk tók gjaman í hendinni á henni og bauð hana velkomna," segir Emil um viðbrögð bæjarbúa. En Anna er fyrrum karlmaðurinn Kristján Gunnar Kristjánsson sem lét breyta sér í konu í Svíþjóð hér um árið. Útgerðarstjórinn segir að Anna sé ráðin uppá sömu kjör og aðrir vél- stjórar og gjaldi þess ekki í launum að hafa breytt sér úr karli í konu, enda sé hún ráðin sem fullgildur vélstjóri. Hann segir að það hafi far- ið vel á meö strákunum um borð og Önnu þegar togarinn hélt á grá- lúðumiðin úti fyrir Austfjörðum í fyrrakvöld. Hann segir að Anna hafi káetu út af fyrir sig vegna þess að í áhöfn eru aðeins níu manns í stað 15 eins og venjulega. Að öðmm kosti hefði hún orðið að deila káetu með öðmm stýrimanni. Emil segist ekki hafa orðið varir við neina fordóma í garð Önnu frá bæjarbúum nema síður sé, enda kunna Eskfirðingar að meta verk- kunnáttu og þá reynslu sem Anna hefur yfir að ráða sem vélstjóri. Hún hefur áralanga reynslu í því starfi, bæði hér heima og erlendis og er með ótakmörkuð réttindi sem vélstjóri. Ef eitthvað er þá býst Emil við því að enginn hörgull verði á at- vinnu fyrir Önnu á Eskifirði þegar og ef hún fer frá borði. Þannig að það er alls ekki útilokað að Anna muni ílengjast á Eskifiröi. -grh Hátíöarnefndin, frá vinstri júlíus Hafstein, nýráöinn framkvœmdastjóri, séra Örn Bárbur jónsson, frœbslustjóri kirkjunnar, Davíb Oddsson, forsœtisrábherra, Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, Ólafur Skúlason, biskup Is- lands og Haraldur Henrýsson, forseti Hcestaréttar. Á myndina vantar Óiaf G. Einarsson, forseta Alþingis. 1000 ára afmœli kristnitökunnar 30. júní til 2. júlí áriö 2000: Júlíus Hafstein stýrir umferðinni Á fundi hátíðarnefndar vegna 1000 ára kristnitökuafmælis- Hjálmar afhendir trúnaöarbréf Hjálmar W. Hannesson sendiherra í Kína afhenti nýlega Kim Young Sam forseta Suður-Kóreu trúnaðar- bréf sitt sem sendiherra íslands í landinu. Hann hefur aðsetur í Beij- ing. ■ ins árið 2000, sem haldinn var á Bessastöðum 11. júlí, var ákveðið að ráða Júlíus Hafstein fyrrverandi borgarfulltrúa sem framkvæmdastjóra nefndar- innar. Hann mun undirbúa hátíðarhöldin á Þingvöllum dagana 30. júní til 2. júlí alda- mótaárið. Lífsspekingurinn Dal opnar málverkasýningu Synda frá Akranesi til Reykjavíkur Hópur krakka úr Sundfélagi Akraness ætlar ab synda frá Reykjavík til Akraness, svokallab Faxaflóasund, á laugardaginn kl. 9. Sundleibin er 21 kílómetri, og öslar Akraborg þessa leib þrisvar á dag á sléttum klukkutíma. Hætt er vib ab ferbin sækist seinna hjá unga sundfólkinu. Ellefu krakkar úr sundfélaginu skiptast á um ab synda, þau eru allt nibur í 14 ára gömul. Ingunn Ríkharðsdóttir og Hjör- leifur Helgason hjá Sundfélaginu segja að alls öryggis verði gætt. Lóð- sinn á Akranesi býður aðstoð sem og Björgunarsveitin Hjálpin. Lækn- ir verður um borð í bátnum og tveir menn í kafarabúningum viðbúnir. Þetta er þriðja Faxaflóasundið. Þess má geta til gamans að Eyjólfur sundkappi Jónsson synti þessa leið á sjötta áratugnum og varð frægur fyrir. -JBP Gunnar Dal, sá landsþekkti lífs- spekingur, er búinn ab opna málverkasýningu í Eden í Hveragerbi. Hjá honum kvebur vib nokkub annan tón en á öbr- um myndlistarsýningum. „Hann er að freista þess að opna nýjan stíl í málaralist. Hann merkir myndirnar sínar Dal og er því annar maður á eft- ir Dali. Hann kallar þetta borg- arstíl, þetta er alveg nýr stíll í málaralist, ekki alveg hrein abstraktlist en hérumbil alveg, og mikill gmnnur í náttúruað- ferðum," sagði Indriði G. Þor- steinsson rithöfundur og áður fyrr ritstjóri Tímans í Hvera- gerði um sýninguna, eftir að hafa skoðað hana. ■ Gunnar Dal, — snýr sér nú ab málverkinu. Borgarráb Reykjavíkur: Veitinga- leyfi fyrir skuldlausa Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt ab beina þeim til- mælum til lögreglustjórans í Reykjavík að framvegis skuli fylgja umsóknum um vínveit- ingaleyfi, upplýsingar um skil umsækjanda, eigenda eba framkvæmdastjóra á opinber- um gjöldum m.a. vib Gjald- heimtu og lífeyrissjób. Ennfremur samþykkti Borgar- ráð að með umsókn þyrfti að fylgja upplýsingar um fyrirhug- aðan opnunartíma veitinga- staðarins og að við byggingu nýrra veitingastaöa yrði undan- tekningalaust fylgt byggingar- reglugerð nr. 3. Hún kveður m.a. á um að nágrönnum sem eiga hagsmuna að gæta, skuli gefinn kostur á að tjá sig um fyr- irhugaða framkvæmd, og að umsókn verði ekki tekin til greina fyrr en mat byggingar- nefndar liggur fyrir. -sh Húsnœbisstofnun ríkisins: Tal um hreinsanir og brotlega starfs- menn út í hött „Vib komum ofan af fjöllum, vib hvab er átt í Heita pottin- um í Tímanum," sagbi Gylfi Öm Gubmundsson, formabur Starfsmannafélags Húsnæbis- stofnunar ríkisins í gær. Hann mótmælti abdróttunum sem fram komu í stuttum pistli í blabinu. „Hér er nýlokið stjórnsýslu- legri endurskoðun á allri starf- seminni á vegum Ríkisendur- skoðunar. Þar hefur ekkert kom- ið fram sakhæft," sagði Gylfi Örn. Gylfi sagði að starfsfólkið vildi ekki vera bendlað við leið- indamál frá því fyrir 2-3 árum. Þau mál væru afgreidd og hinir seku horfnir á braut frá stofnun- inni. Tíminn biðst afsökunar á þessum ummælum sem birtust í Heita pottinum í gær, sem eiga enga stoð í veruleikanum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.