Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.07.1996, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. júlí 1996 3 Heilbrigöiseftirlit og lögregla hreinsa út úr alrœmdu bœli í Mjölnisholti: Fólkið komi öllu sínu haf- urtaski í burtu Öllum íbúum og fylgjendum þeirra hefur verið vísað út úr gömlu Bananasölunni við Mjölnisholt, en þar hefur lög- reglan ítrekab verið meb að- geröir vegna eiturlyfja. Nú hefur heilbrigðiseftirlitib skorist í leikinn, og dæmt hús- næðib óíbúöarhæft. „Við erum þarna með heil- brigðisfulltrúa í broddi fylking- ar og öllu vísað út. Þarna eiga allir að flytja út með allt sitt haf- urtask. Það er búið að afhenda eigandanum húsið og hann á að ganga frá þessu, skipta um læs- ingar og fólkið á að koma öllu sínu hafurtaski þarna í burtu. Það á að loka þessu sem íbúðar- húsnæði," sagði Geirjón Þóris- son aðalvarðstjóri lögreglunnar í Reykjavík um málið í samtali við Tímann í gær. Hann segir lögregluna hafa unnið mjög markvisst þetta árið í að taka á bælum eins og því sem var í Mjölnisholtinu. „Við fórum nokkrum sinnum inn í Tangarhöföann og gerðum rass- íu og erum að taka mjög fast á þessu." Geirjón segir þetta bera ár- angur og varðandi það hvort hópurinn úr Mjölnisholtinu færi sig ekki bara eitthvað ann- að til að halda áfram starfsem- inni segir Geirjón að lögreglan muni fylgjast með hvar hann haldi sig. Hann segir lögregluna fylgjast með nokkrum fleiri bæl- um eins og í Mjölnisholtinu, en það hafi verið sýnu verst, „en það eru önnur sem eru að nálg- ast það." Geirjón er fullviss um að þessi aðferð beri árangur í baráttunni við eiturlyfin og raunar önnur afbrot líka. „Við látum ekkert stoppa okkur lengi, það er alveg ljóst." -ohr Atvinnuleysistryggingasjóbur kannar meinta misnotkun á bótakerfinu og hvetur fólk til ab láta vita: Lofar fullum trúnaði fyrir upplýsingar „Þetta kemur til bæbi af því ab þab hefur verið umræba í þjóbfélaginu um meinta mis- notkun og þab hefur líka verib töluvert um tilkynningar hingab um fólk í vinnu sem jafnframt er á bótum. Slíkar upplýsingar hafa í öllum til- vikum verib réttar," segir Margrét Tómasdóttir fram- kvæmdastjóri Atvinnuleysis- tryggingasjóbs. Hún neitar því ab þama sé verið ab hvetja fólk til ab njósna hvert um annab gegn loforbi um fullan trúnab. Stjórn Atvinnuleysistrygg- ingasjóbs hefur ákveðið að hrinda af stab könnun um meinta misnotkun á bótakerfi sjóðsins, bæbi vegna vaxandi umræðu um meinta misnotkun og þá ekki síst vegna þess að rökstuddur grunur er um að slíkt misferli hafi aukist að und- anförnu miðab við framkomnar upplýsingar frá almenningi. Framkvæmdastjóri sjóðsins seg- jón júlíusson, kjötiönaöarmaöur í Nóatúni, hampar hér fallegu lœri af ný- slátruöu lambi úr Borgarfiröinum. Tímamynd: cva Kjöt af nýslátruöum lömbum á markaöi vegna tilraunar meb mjólkun sauöfjár: Slátrað á miðju sumri „Þetta er mjög gób stærb á skrokkunum, þetta er magurt og gott kjöt sem fólk vill," Matt- hías Sigurðsson verslunarstjóri í Nóatúnsversluninni viö Hring- braut í Reykjavík, en þar var á boðstólum kjöt af nýslátmbum lömbum úr Borgarfirbi. Á Hvanneyri stendur yfir til- raun með að taka undan ám um mitt sumar, slátra lömbunum og mjólka árnar fram á haustið. „Þetta er kannski hluti af því sem við teljum að eigi ab vera, slátra undan ánum og fara ab mjólka þær seinni hluta sumars. Það gæti kannski orðið til bú- drýginda," segir Sveinn Hall- grímsson sem stendur að til- rauninni fyrir hönd Bændaskól- ans á Hvanneyri. ívar Ragnarsson fram- kvæmdastjóri Afurðasölunnar Borgarnesi hf., sem sér um sölu lambanna, segir þetta mjög spennandi möguleika og segir þennan sláturtíma augljóslega henta mjög vel fyrir eitthvað af lömbunum. „Vib erum tilbúnir að gera þetta áfram ef við fáum lömb, og við borgum yfirverð fyrir þau," segir hann. Tíminn mun greina nánar frá þessari athyglisverðu tilraun í landbúnaðarblaði sem kemur út í næstu viku. -ohr Úthafskarfastofn mceldur meb bergmálsabferb: Vanmat á stofnstærð úthafskarfans Niburstöbur úr sameiginlegum leibangri íslendinga, Þjóbverja og Rússa á stofnstærb úthafskarfa benda til ab stofninn sé stærri en fyrstu niburstöbur gefa til kynna. Þab helgast m.a. af því ab erfitt var ab greina karfann meb berg- málsmælingum þar sem hann var blandabur öbrum tegundum á miklu dýpi. Fyrstu niðurstöður leiðangurs- ins sýna 1,6 milljón tonn af út- hafskarfa, en alls náði rannsókn- arsvæðið yfir 250 þúsund fermíl- ur. Það er nokkru minna en mældist í sambærilegum leiðangri íslendinga og Norbmanna árið 1994 þegar stofninn mældist 2,2 milljónir tonna. Ytri abstæður til mælinga voru að mörgu leyti góbar, skaplegt veður og lítið um hafís. Aftur á móti virtist karfinn vera á meira dýpi en áður sem talið er að megi rekja til hærri sjávarhita. Það gerði m.a. ab verkum að í leiðan- grinum fékkst úthafskarfi á allt að 700-800 metra dýpi sem er mun dýpra en áöur. -grh ir að þær upplýsingar sem fram hafa komið um sviksamlegt at- hæfi séu ekki bundnar vib ákveðna þjóöfélagshópa heldur eigi þarna hlut að máli fólk úr nær öllum stéttum þjóöfélags- ins. Það sem er verra, er að þessi svik virðast fara vaxandi miðað við þær upplýsingar sem sjóðn- um hafa borist frá almenningi. Aðspurð hvort sjóðurinn þurfi ekki leyfi frá Tölvunefnd vegna upplýsingasöfnunar sem þessarar bendir Margrét Tómas- dóttir m.a. á að þegar fólk sækir um atvinnuleysisbætur veitir það sjóðnum skriflegt leyfi til ab gera kannanir, t.d. hjá skattin- um. Hún minnir jafnframt á að bótaréttur sjálfstætt starfandi og launafólks utan stéttarfélaga byggir m.a. á upplýsingum sem sjóðurinn fær um viðkomandi einstaklinga hjá skattinum. Hinsvegar hefur sjóðurinn ekki abgang að upplýsingum um eignastöbu skjólstæðinga sinna hjá skattinum heldur aðeins hvort viökomandi sé ab greiða skatta af launatekjum eða ekki. Viðurlög við því að afla sér bóta með röngum hætti getur varðað bótamissi frá tveimur og uppí sex mánubi vib fyrsta brot og allt að tvöfaldri endur- greiðslu þeirrar upphæðar sem aflað var með sviksamlegum hætti. ítrekað brot getur varðað bótamissi í eitt til tvö ár. Margr- ét segir að ef fólk fær slíkan úr- skurb og verður síðan atvinnu- laust, þá verður það á svörtum lista þangað til það er búið að afplána þessa refsingu. -grh Sjópróf á nœstunni vegna Æsu IS: Orsakir ókunnar í gær reyndu menn frá sjóslysa- nefnd ab rannsaka flakib af kú- fiskbátnum Æsu ÍS frá Flateyri meb abstob nebansjávarmynda- vélar þar sem þab liggur á tæplega 80 metra dýpi vib mynni Arnar- fjarbar. Búist er vib sjóprófum innan tíbar en orsakir slyssins var mönnum hulin rábgáta í gær. Skipverjarnir tveir sem leitað hef- ur verið að frá því skipið lagðist skyndilega á hliðina og sökk skömmu síöar vom taldir af í gær. Þeir eru Sverrir H. Sigurðsson 59 ára og Hörður Bjarnason 48 ára. Þeir sem björguðust af kili og um borð í gúmmíbát og síðan af áhöfn Vigdís- ar BA voru þeir Kristján Torfi Ein- arsson, Hjörtur Guðmundsson, Ön- undur Pálsson og Jón Gunnar Krist- insson. En sá síðastnefndi drýgði mikla hetjudáð þegar hann kastaði sér af kili skipsins og kafaði undir það til að losa um hylkið sem geymdi gúmmíbátinn. Æsa ÍS var sérsmíðuð fyrir kúfisk- veiðar árið 1987 í Hollandi og var 132 brúttótonn að stærð. Skipið var fyrst gert út frá Suðureyri við Súg- andafjörð áður en Vestfirskur skel- fiskur tók við útgerð þess. -grh Tekjuskattar einstaklinga 18% umfram áœtlun fjár- laga og 30% hœrri en á fyrra misseri 1995: Staögreiðslustofninn hækkað 11% milli ára Þótt fæstir vilji kannast við að kaupið þeirra hafi hækkað (jafnvel í áraraðir) virðast inn- heimtir tekjuskattar einstak- linga gefa annað til kynna. Á miðju ári höfðu rúmlega 13 milljarða tekjuskattar skilað sér í ríkissjóð, sem var 2 millj- örðum (18%) umfram áætlan- ir fjármálaráðuneytisins og drjúgum 3 milljörðum (31%) meira heldur en á sama tíma- bili á síðasta ári. Fjármálaráðuneytið segir meginskýringuna felast í meiri tekjubreytingum heimilanna en við var miðað í forsendum fjár- laga. Samkvæmt upplýsingum úr staðgreiðslukerfi skatta, hafi staögreiðslustofninn hækkað um 11% á fyrri helmingi þessa árs samanborib við sama tíma í fyrra, en forsendur fjárlaga hafi gert ráð fyrir 6% hækkun á ár- inu öllu. Vegna þessa hafi Þjóðhags- stofnun nú í nýrri spá gert ráð fýrir 8% meðalhækkun tekna á yfirstandandi ári, samanborðið við 6-7% í fyrri spám. Á hinn bóginn er nú komiö í ljós að tekjuskattsálagning fyrir- tækja (álagður skattur á tekjurn 1995) reyndist nokkru lægri heldur en áætlað hafði verið, fyrir fjárlagagerbina. Innheimtir tekjuskattar ein- staklinga virðast benda til veru- legra launahækkana í landinu, þótt fæstir vilji kannast við ab kaupið þeirra hafi hækkað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.