Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 5
Miövikudagur 7. ágúst 1996 5 Magnús H. Gíslason: Flutningur ríkisstofnana Miklar umræöur hafa aö undanförnu staöiö yfir um þá ákvöröun Guö- mundar ráöherra Bjarnasonar aö flytja Landmælingar íslands frá Reykjavík og upp á Akranes. Sýnist þar sitt hverjum, eins og vænta mátti. Viö þessar umræöur rifjaöist þaö upp fyrir mér, aö fyrir mörgum árum skipaöi Ólafur Jóhannesson, fyrrum alþingis- maöur og ráöherra, nefnd er at- huga skyldi möguleika á því aö flytja ríkisstofnanir frá Reykja- vík og út á land. Skipaöi Ólafur nafna sinn Ragnar formann nefndarinnar. Auk þess skipuöu nefndina, muni eg rétt, Helgi Seljan, Jón Baldvin Hannibals- son, Magnús Guðjónsson, Sig- finnur Sigurösson og undirrit- aður. Einnig minnir mig aö Bjarni Einarsson hafi eitthvað komið að þessum störfum. Nefndin hélt allmarga fundi þar sem hún kvaddi til viðtals forstöðumenn allra ríkisstofn- ana og fékk hjá þeim ítarlegar upplýsingar um viðkomandi stofnun. Allar voru þessar við- ræður teknar upp á segulband. Á grundvelli þessara upplýsinga var svo samin skýrsla þar sem stofnununum var skipt í þrjá flokka: I. Stofnanir, sem nefndin taldi eðlilegast að yröu áfram á höf- uðborgarsvæðinu. II. Stofnanir, sem heföu aöal- stöðvar sínar áfram á höfuð- borgarsvæðinu, en eins konar útibú frá þeim yröu starfandi út um land. III. Stofnanir, sem nefndin taldi aö flytja ætti alfarið út á landsbyggðina. Ef nýjum ríkisstofnunum yröi komið á fót, skyldi þeim valið aösetur úti á landi nema sérstak- ar aðstæður mæltu því í mót. Eg held aö fullyrða megi, aö tillögur nefndarinnar hafi verið vel rökstuddar. Þeim var síðan skilaö til viðkomandi ráðuneyt- is. Eg hygg, aö viö sem nefndina skipuðum höfum nú búist við því að hafist yrði handa viö að framkvæma eitthvað af þessum tillögum okkar. Án þess var nefndarskipunin tilgangslaus og aðeins sýndarmennska. En árin liðu án þess að nokkuð ból- VETTVANGUR „Ráðherrar; aðstoðar- ráðherrar, ráðuneytis- stjórar, skrifstofustjórar, deildarstjórar, fulltrúar eða hvað þetta hrúgald heitir nú allt saman, enginn vissi neitt. Skýrsl- an virtist hreinlega vera týnd og tröllum gefin." aði á framkvæmdum. Svo gerðist það eitt sinn — eg var þá blaðamaður við Þjóðvilj- ann — að sýslumaðurinn á Höfn í Hornafirði, Páll Björns- son, hringdi og bað mig að út- vega sér þessa skýrslu. Eg taldi að það ætti að vera hægt. Eg spurðist fyrir um hana hjá hin- um háu ráðuneytum, en þar komu menn „af fjöllum". Ráð- herrar, aðstoðarráðherrar, ráðu- neytisstjórar, skrifstofustjórar, deildarstjórar, fulltrúar eða hvað þetta hrúgald heitir nú allt saman, enginn vissi neitt. Skýrslan virtist hreinlega vera týnd og tröllum gefin. Þetta varð eg að tilkynna sýslumanni, hvað sem honum hefur svo fundist til um hirðusemina í ráðuneytunum. En nú hefur Guðmundur ráð- herra Bjarnason tekið rögg á sig og segist ætla að flytja Land- mælingar ríkisins upp á Akra- nes, hvað sem hver segi. Ýmsir bregðast ókvæöa við og mektar- krati í borgarstjórn Reykjavíkur boðar styrjöld við landsbyggð- ina ef Guðmundur ráðherra hafi sig ekki hægan. Vel má vera að ráðherrann hefði getað staðið skynsamlegar að verki, kannski með ofurlítið minna yfirlæti og að vinnubrögð hans megi gagn- rýna. Hitt er fjarstæða, að allar ríkisstofnanir þurfi að vera í Reykjavík til þess að geta gegnt hlutverki sínu. Árásir á ráðherr- ann fyrir að vera fylgjandi breytingum í þessum efnum eru því óréttmætar. Hitt er jafn frá- leitt að vera að kynna ráðherr- ann sem einhvern sérstakan brautryðjanda á þessu sviði. Öll þekkjum við dæmi um einkafyr- irtæki, sem flutt hafa starfsemi sína að einhverju eða öllu leyti út á land. Og sé litiö til ríkis- stofnana, þá voru höfuðstöðvar Skógræktar ríkisins fluttar frá Reykjavík og austur á Hallorms- stað. Veiðimálastofnun var flutt til Akureyrar. Með tillögu sinni um flutning Landmælinganna er ráðherrann því aðeins að lötra í annarra slóð. Höfundur er fyrrum blabamabur. Siguröur Lárusson: / Oþolandi ástand í sjúkra- husmálum í Reykjavík Nú á árinu 1996 hefur af- koma flestra stærri fyrir- tækja hér á landi stór- batnað. Fyrrihluta ársins hafa mörg stór fyrirtæki skilað mörg- hundruð milljónum í rekstrar- hagnaö og er gleðilegt að heyra þær fréttir. Þá hafa stjórnvöld landsins skýrt frá því að afkoma almennings hafi einnig batnað mikið á þessu ári og atvinnu- leysi líka stórminnkað. Þessi batnandi hagur nær þó engan- veginn til allra þegna þjóðfé- lagsins. Sannleikurinn er sá að vaxandi tekjumunur hefur orð- ið í þjóðfélaginu. Þeir sem hafa miklar tekjur hafa fengið mestar kauphækkanir. En þeir sem hafa lægstu tekjurnar hafa ekki feng- ið neinar launahækkanir og margir þeirra hafa fengið minni tekjur en áður. Þetta finnst mér óþolandi misrétti. Þann 25. júlí sl. kom það fram í viðtali við fjármálaráðherra í sjónvarpinu að á fyrri hluta árs- ins heföu tekjur ríkisins orðið þremur milljörðum hærri en áætlað var þegar núgildandi fjárlög voru afgreidd. Samt er ráðgert að lækka mikið framlög til stóru sjúkrahúsanna í Reykja- vík, samkvæmt fjárlagaáætlun- inni fyrir næsta ár. Þetta sýnir svo ekki verður um villst hvern- ig niðurskurðarstefna fjármála- ráðherra undanfarinna ára hef- ur gjörsamlega vitfirrt hann og fjárlaganefnd Alþingis. Þessir menn virðast lifa í allt öðrum heimi en almenningur hér á landi. Eða halda þeir virkilega að hægt sé ár eftir ár að halda áfram niðurskurðarstefnu þeirra VETTVANGUR Friðriks og Sighvatar án þess að það leiði til þess að brjóta vel- ferðarkerfið í landinu gjörsam- lega niður og leggja í rúst fjölda heimila og brjóta niöur heilsu fjölmargra sjúklinga og nánustu aðstandenda þeirra. 25. júlí samþykkti stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur að skera stórlega niður í rekstri sjúkra- hússins. Með öðrum orðum að beygja sig í duftið fyrir ákvörð- un fjármálaráðherra, í stað þess að krefjast aukinna fjárveitinga til sjúkrahússins. Þetta finnst mér lágkúruleg framkoma. Ég hélt að engir sómakærir menn létu bjóða sér slíkt. Þeir sam- þykktu að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Tillögur þeirra voru að fækka rúmum um 80-90 á öldrunardeildum, geðdeildum og síðast en ekki síst að leggja niður Endurhæf- ingardeildina á Grensási, sem er í sérhönnuðu húsnæði sem tek- ur 60 sjúklinga, auk þess sem hún er með sérhannaðri sund- laug fyrir fatlaða, einhverja þá fullkomnustu sem til er á Norð- urlöndum og þó víðar væri leit- að. Grensásdeildin er líka búin óvenju fjölbreyttum og full- komnum æfingatækjum og frá- bærlega vel þjálfuöum sjúkra- þjálfurum. Annað starfsfólk á deildinni er líka til fyrirmyndar. Ég er mikið fatlaður og hef dvalið þar nokkrar vikur á ári í fjölda ára og alltaf fengið þar verulega og stundum mikla heilsubót. Sérstaklega þegar ég kom þangað lamaður upp að mitti eftir mænuskurð á Borgar- spítalanum í marslok 1974 og dvaldi á Grensásdeildinni í hálf- an fimmta mánuð. Þaðan fór ég á tveimur hækjum og við hjón- in höfum getaö haldið heimili síðan og þar með sparað þjóðfé- laginu mikla peninga. Sama má segja um þúsundir landsmanna sem hafa fengið þar mikla heilsubót og sumir náð fullri heilsu aftur, aðrir fengið það mikla heilsubót að þeir hafa komist út á vinnumarkaðinn og þar með orðið þjóðfélaginu nýt- ir þegnar. Og loks þessi stóri hópur sem hefur fengið það mikinn bata að þeir hafa getað haldið heimili og séð að mestu eða öllu leyti um sig sjálfir. Gaman hefði verið ef hægt hefði verið að reikna út hvað starfsemi Grensásdeildarinnar hefur sparað þjóðarbúinu mikla peninga á þessum 23 árum sem hún hefur starfaö. Það eru stórar fjárhæðir, fyrir utan hvað hún hefur linað þjáningar mörgþús- und manna og gefið þeim ham- ingjuríkara líf. Engum heilvita manni dettur í hug að leggja slysadeildina á Sjúkrahúsi Reykjavíkur niður eða minnka þjónustu hennar um helming, en í raun og veru er Grensásdeildin beint fram- hald af henni, því að þangað eru sendir frá slysadeildinni fleiri eða færri sjúklingar í hverj- um mánuði til framhaldandi meðferðar, enda er miklu ódýr- ari hver dagur þar fyrir stofnun- ina heldur en á Borgarspítalan- „Eða halda þeir virkilega að hægt sé ár eftir ár að halda áfram niðurskurð- arstefim þeirra Friðriks og Sighvatar án þess að það leiði til þess að brjóta velferðarkerfið í landinu gjörsamlega nið- ur og leggja í rúst fjölda heimila og brjóta niður heilsu fjölmargra sjúk- linga og nánustu að- standenda þeirra." um. Það er hin mesta firra að leggja niður endurhæfingar- deildina á Grensási, sem er sér- hönnuð fyrir endurhæfingar- sjúklinga og með stórri og full- kominni sundlaug fyrir endur- hæfingarsjúklinga, en flytja þangað í staðinn geðsjúklinga. Það var nógu mikið búið að ganga á í janúar síðastliðnum með tilfærslu sjúklinga milli staða á vegum Sjúkrahúss Reykjavíkur þó að enn sé ekki byrjað á sömu vitleysunni aftur. Ég tel að eina varanlega lausn- in á þessu árvissa vandamáli sjúklinga sé að ríkissjóður veiti að minnsta kosti 500 þúsund króna meira fjármagn til Sjúkra- húss Reykjavíkur en gert er ráð fyrir í næsta fjárlagafrumvarpi, sem mér skilst að nú liggi fyrir fjárlaganefnd til afgreiðslu nú í haust. Einnig tel ég að bráð- nauðsynlegt sé að eyrnamerkja Grensásdeildinni ákveðna fjár- hæð sem nægði til þess að reka hana með eðlilegum afköstum á hverju ári. Þetta sífellda umtal um að skerða stórlega starfsemi hennar eða leggja hana niöur þar sem hún hefur verið rekin í rúm 23 ár er alveg óþolandi bæði fyrir starfsfólk hennar og sjúklinga sem leita þurfa þangab og er þar ab auki dýrara fyrir rík- issjób. Nú ætti þetta að vera auðveld- ara fyrir ríkissjóð en oftast áður samkvæmt því sem fjármálaráð- herra segir um afkomu ríkis- sjóðs fyrrihluta ársins. Ég vona ab heilbrigöis- og tryggingaráðherra standi fast við bakið á Grensásdeildinni eins og í janúar síðastliðnum og að þessu sífellda taugastríbi linni sem allra fyrst. Höfundur er fyrrum bóndi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.