Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.08.1996, Blaðsíða 6
6 Miövikudagur 7. ágúst 1996 ÚR HÉRAÐSFRÉTTABLÖÐUM Verkstœbishús Rœkjuvélaþjónustu Ómars Ásgeirssonar er um 200 fer- metrar. Fiskverkunarhús Hcelsvíkur var reist utan um eldra hús sem síban verb- ur rifib. Austurland NESKAUPSTAÐ JG matvæli frá Stöbvarfirbi? Eigendur JG Matvælæla á Stöðvarfirði sem hófu rekstur á sl. hausti með framleiðslu pastarétta hugsa sér nú til flutnings og ef af verður flytja þeir framleiðslu sína til Egils- staða. Jóhann Jóhannsson, annar eigandi fyrirtækisins, sagbi í samtali vib blaðið að mjög fátt gæti komiö í veg fyrir flutninginn. Munnlegt svar væri komið um húsnæði, en um ástæðu flutningsins vildi hann ekki tjá sig. Jóhann sagði að óhætt væri að segja að reksturinn hefði gengið þokkalega. Hins vegar mætti segja að hjá þeim færi mikill tími í vöruþróun en það fylgdi bara framleiðslu eins og þessari. Velta fyrirtæk- isins hefði verið um 1,2 millj- ónir á mánuði fyrstu fjóra mánuðina og fyrir utan eig- endurna tvo hefðu mest verið þrír aðrir starfsmenn. Að- spurður um hvort dreifingar- mál væru ástæða flutningsins sagði Jóhann svo ekki vera. Hins vegar væri ljóst að dreif- ing yrði auðveldari til allra átta frá Egilsstöðum en þau mál hefðu samt verið í góðu lagi. KEFLAVIK Deilt um Trölla- dyngjusvæöiö Ekki voru allir á eitt sáttir hér suður með sjó, þegar frétt- ist að Reykjavíkurborg, Iðnað- arráðuneytið og aðilar í Hafn- arfirði ætluöu að nýta jarð- hitasvæðið í Trölladyngju fyr- ir pappírsverksmiðju í Straumsvík. Hitaveita Suður- nesja hefur þegar mótmælt málinu, Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofan vill samstarf við Hafnfirðinga um málið og nú eru landamerkin farin að valda deilum. Virðist ljóst að skömmu fyr- ir síðustu aldamót hafi orðið misbrestur hjá sýslumannin- um sem þá sat í Krýsuvík. Virðist þá hafa veriö gengið á land bæði hjá Stóru- Vatns- leysu og Grindavík. Af þessu er nú sprottin deila enda vilja þeir sem telja sig eiga landið, þ.e. bóndinn á Hrauni í Grindavík og sá á Stóru-Vatns- leysu í Vatnsleysustrandar- hreppi ekki samþykkja annað en að umrætt jarðhitasvæði sé í þeirra eigu. Raunar hefur deila þessi staðið yfir í rúm tuttugu ár, án þess að hafa nokkuð þokast áfram. Tvö hús á viku Þeir voru snöggir hjá EP verk ehf. í Grindavík því að þeir reistu grindur af tveimur stálgrindarhúsum fyrir skömmu. Um er að ræða verk- stæðishús fyrir Rækjuvéla- þjónustu Ómars Ásgeirssonar og fiskverkunarhús fyrir Hæls- vík hf. Gert er ráð fyrir að húsin verði fullbúin á um þremur vikum. f n é ttn n l nn i n SELFOSSI Heimsmetspeysa í Þingborg Peysa, sem konur í Ullar- og handverkshúsinu á Þingborg og Ullarselinu á Hvanneyri tóku höndum saman um að prjóna, kláraðist fyrir skömmu. Kon- urnar vonast til að peysan sé sú stærsta sem búin hefur verið til í heiminum. Umboðsmönnum Heimsmetabókarinnar Guinnes á íslandi hefur verið tilkynnt um afrekið og er nú kannað hvort það fæst skráð í Heims- metabókinni. Stærð peysunnar er 9,33 fer- metrar en það mun vera sama stærð og níu stórar karlmanns- peysur. Lykkjufjöldinn er talinn vera 590.000. í peysuna þarf reyfi af fimmtán kindum og er bandið á bilinu 20-25 kg. í peysunni eru 179 bútar af efni sem saumaðir voru saman á Þingborg. Miðað við að bandið sé 22,5 kg er verðmæti peys- unnar 442.800, þar af nemur vinnuframlagið 172.800 kr. og efniskostnaður 270.000. Peysan verður höfð til skiptis á Þingborg og Hvanneyri og er reiknað með að hún veröi hengd upp utandyra. Aðaldalur: Lausaganga hrossa og nautgripa bönnub Lausaganga hrossa og naut- gripa hefur verið bönnuð í Að- aldælahreppi og segir Dagur Jó- hannesson, oddviti, að ákveðið hafi verið að banna lausagöngu þessara tveggja búfjártegunda í kjölfar nýlegrar lagabreytingar. Áður haföi lausaganga hrossa verið bönnuð, en bannið ein- ungis auglýst innan sveitar, og þótti rétt að koma lagalegu formi bannsins á hreint, um leíð og það var endurnýjað og aukið. Aðspurður um hvers vegna sveitarstjórnin hefði ekki ákveðið að ganga enn lengra og banna einnig lausagöngu sauð- fjár, sagði Dagur að það væri einfaldlega ekki gerlegt. „Stór hluti dalsins er alveg opinn og það er alltof lítið um girðingar til að hægt sé að banna lausa- göngu sauðfjár. Fé gengur frjálst í sumarhögum víða um sveit- ina, og þyrfti að hólfa allt niður ef það ætti að vera gerlegt." Dagur treysti sér ekki til að segja til um hvort bændur yrðu bótaskyldir við ökumenn sem ækju á hest eða nautgrip er gengi laus. „Á síðustu einum til tveimur árum hafa mörg sveit- arfélög afnumib bönn um lausagöngu vegna dóma sem gengu um tjón er hlotist hafði af skepnum sem sloppib höfðu úr girðingum. í sumum þessara dóma voru bændur dæmdir til að greiða tjónið, jafnvel þó sannaðist ab þeir ættu ekki neina sök á því að skepnurnar slyppu, t.d. höfðu veiðimenn gleymt að loka á eftir sér hliði í einu tilfelli. Þetta hefur mörg- um sveitarstjórnum mislíkað, og þær því afnumið bannið, en svo hafa einnig fallið dómar þar sem ökumenn hafa ekki talist fríabir ábyrgð þrátt fyrir bann. Því eru dómar nokkuð misvís- andi, og ekki nógu margir farið fyrir Hæstarétt til að þetta sé á hreinu. Við vildum þó ekki láta þetta hafa áhrif á okkur, við viljum hafa þessi mál í lagi, enda geta laus hross t.d. verið til stórleiðinda, eins og þau voru hér áður fyrr." Konur í Ullar- og handverkshúsinu á Þingborg hafa nú lokib vib ab prjóna ríflega 9 fermetra peysu. Rannsóknarráö íslands veitir styrki: Umsóknir mun fleiri en unnt er að anna Alls var úthlutab 150 milljón- um króna til 227 verkefna úr Vísindasjóöi Rannsóknaráðs ís- lands í ár. Úr Tæknisjóði ráðs- ins var úthlutað 162 milljónum til 113 verkefna. Alls voru um- sóknir 623 talsins en veitt var samtals til 340 verkefna. „Þetta er þrískipt ferli. Það er sent út til umsagnar fagkunn- ugra, þeirra sem eru á viðkom- andi svibi og fengnar umsagnir. Síöan em þær umsagnir metnar í Fagráði, sem er fastanefnd skipuð sjö manns. Þar er fjallað um sér- stök fagsvið, m.a. hug- og félags- vísindi, og gefur umsóknunum einkunn. Síðan em þær sendar til úthlutunarnefndar sem úthlutar úr Vísindasjóði og Tæknisjóði. Þessir aðilar gera síðan tillögu til ráðsins um úthlutunina þann- ig ab þeir meta þá verkefni í sam- anburði í heild; hvað fer á hvert svið og taka þá mið af umsögn- unum sem komnar eru með þess- um hætti. Að lokum er tillaga send ráðinu sem fer í sjálfu sér ekki ofaní einstök verkefni en reynir að skoba hvort unnið hef- ur verið samkvæmt reglum og allt hafi verið gert nokkurn veg- inn rétt," segir Vilhjálmur Lúð- víksson framkvæmdastjóri Rann- sóknaráðs íslands um það hvern- ig úthlutunum er háttað hjá ráð- inu. Ef einhvers misskilnings gætir í matinu, eða einhverjir umsækj- endur telja sig hafa ástæbu til að ætla að þeir hafi ekki fengiö sanngjarnt mat þá geta þeir skrif- að ráðinu og fariö fram á að mál- ib verði tekið upp aftur með hliö- sjón af rökum sem þeir færa fyrir því. „Þetta er ferli sem er í þremur stigum meb alls konar öryggis- ventlum í sambandi við þessar úthlutanir á opinbem fé, en ekki fullkomið," segir Vilhjálmur. Vísindasjóbur fær framlag á fjárlögum og framlag frá Seðla- banka íslands, en stærsti hlutinn kemur þaban. Vilhjálmur segir framlag hins opinbera hafa farið minnkandi og að þab hafi nú minnkað í 20 milljónir úr 25 milljónum á síð- asta ári, „gagnstætt því sem var búið að segja og við væntum og allt það. Það er víða hert að víst." Mun fleiri umsóknir berast Rannsóknarráði en unnt er að sinna. „Satt að segja er þetta svo- lítið erfitt því það er það mikið af hæfum umsóknum sem eru fag- lega góðar umsóknir. Menn hafa, sérstaklega í grunnvísindahlið- inni, verið í erfiðleikum með ab gera upp á milli góðra verkefna þannig að niðurstaðan hefur óþægilega mikið orðið sú að láta marga aðila hafa lítið og í raun- inni of lítið. í rauninni er vafa- samt að gera slíkt, en það er bara svo erfitt að gera upp á milli verkefna á grunnvísindasviðinu," segir Vilhjálmur. -ohr Svifflug Árið 1936 komu nokkrir ung- ir og kappsamir Reykvíkingar sér upp svifflugum, byggbu sér flugskýli á Sandskeiöi og stofnuðu Svifflugfélag ís- lands. Núna 60 árum síöar er enn allt í fullu flugi hjá þessu elsta flugfélagi landsins og enn hefur félagið aðstöðu rétt fyrir utan Reykjavík, þ.e. á Sandskeiði. Einn helsti frumkvöbull fé- lagsins var Agnar Kofoed-Han- sen, lærður flugmaður frá flug- liðsforingjaskóla í Danmörku, sem gerðist forystumaður ís- lenskra flugmála. Hann sá, eins og fleirri framsýnir menn, að með svifflugum var hægt að þjálfa upp flugrnenn á tiltölu- lega ódýran máta a.m.k. miðað við vélarflugið en þá hafbi í 60 ár rekstri slíkra flugfélaga tvívegis lognast út af. Svifflugfélag íslands er áhuga- mannafélag, með 70 félögum. Félagið á 10 flugvélar, þar af eina vélflugvél, notuð til að draga svifflugur á loft, eina mótorsvifflugvél og eina tveggjasæta svifflugvél til ýt- sýnis- og kennsluflugs. Sjálfir eiga félagsmenn 10 svifflugur. Hægt er að læra svifflug hjá fé- laginu, fá leigðar svifflugur og fá farþegaflug til útsýnis. Uppstreymi loftsins og loft- straumarnir eru þeir kraftar sem nýttir eru í sviffluginu. Tilfinn- ingin þegar flogib er fyrir til- stilli slíkra náttúruafla er allt önnur en í flugvélum þar sem vélaraflið er virkjað. Athugasemd Hr. ritstjóri. í ágætri forsytugrein í Tíman- um í dag, þar sem fjallað er um „hálendiö, gögn þess og gæbi", kemur sá misskilnugur fram, að forsvarsmenn Ferðafélags ís- lands telji að félaginu „beri réttur til skipulags á mibhá- lendinu." Stjórn Ferðafélagsins þekkir takmörk sín og vill alls ekki taka sér neitt skipulagsvald á hálendinu né annars staðar. Hins vegar hefur stjórnin séð ástæðu til þess ab mótmæla formlega þeirri fyrirætlun skipulagsyfirvalda að láta meiri hluta aðstöbu félagsins til ferðamannaþjónustu á Hvera- völlum hverfa, svo sem nú er gert ráð fyrir á staðfestu skipu- lagi. Af skiljanlegum ástæbum hefur Ferbafélagið ekki önnur vopn í þeirri baráttu sinni en að vekja athygli á málstað sín- um í fjölmiðlum, þar sem form- legri kæmleib sleppir. Ég vona ab þér takið þessa leiðréttingu af minni hálfu til vinsamlegrar athugunar. Reykjavík, 31. júlí, Páll Sigurðsson forseti Ferðafélags íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.