Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn; Fimmtudagur 31. júlí 1986 2. einvígisskákin: Kasparov á vinningsmöguleika Missti þó af rakinni vinningsleiö rétt fyrir bið aflinn sé takmarkaður). 35... b6 2. cinvígisskák Kasparovs og Karpovs á Park Lane hótelinu í London fór í bið í gærkvöldi eftir skemmtilega og viðburðaríka viðureign. Kasparov sem hafði hvítt • virtist ekki fá mikla stöðuyfirburði út úr byrjuninni sem Karpov hafði greinilega undirbúið vandlega fyrir þessa viðureign en þau litlu færi sem hann fékk nýtti hann sér vel. Eilítið betra tafl varð enn betra og loks að yfirburðastöðu. Karpov lenti í alvarlegri tímaþröng og virtist Kasparov, sem tefldi lengst af afburðavel hafa öll ráð hans í hendi sér. Taugaóstyrkur eða þreyta? Eitthvað var það því í 39. leik sást Kasparov yfir rakinn vinn- ing en í biðstöðunni hefur hann enn vænlega stöðu a.m.k. eru sér- fræðingar í London almennt á því að hann eigi að vinna skákina. Kasparov er peði yfir en Karpov er ekki alveg án mótfæra með frelsingja á e- línunni og nokkuð virka stöðu. Þó tala tvö samstæð frípeð hvíts sínu máli. Fátt bar til tíðinda utan skák- borðsins í gær. Karpov sem er með lágvaxnari mönnum, lét lækka setuna á stól sínum og auglýsingaskilti mcð nöfnum þeirra sem fjármagna þennan hluta einvígisins var fjarlægt. 2. einvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 (Karpov hætti að tefla Nimz- oindversku vörnina undir lok síð- asta einvígis sakir þess aö hann átti erfitt með að finna teflanlegt afbrigði gegn þeirri leið sem Kasp- arov velur nú. Hann heíur haft nógan tíma til að finna varnir gegn áætlun Kasparovs, 4. Rf3 og 5. g3 og afrakstur þeirrar undirbúnings- vinnu fáum við að sjá í þessari skák.) 4. Rf3 (Kasparov lumar sjálfsagt á ýmsu góðmeti í öðrum byrjunum en fyrst vill hann ganga úr skugga um að Karpov hafi leyst heima- verkefnin samviskusamlega af hendi.) 4. .. c5 5. g3 Rc6 6. Bg2 d5!? (Fram að þessum lcik voru kepp- endur á troðnum slóðum en nú bregður Karpov út af. Þetta er nýjung cins og það heitir á fræði- máli og leikurinn virtist koma Kasparov á óvart því hann tók 40 mínútur til að komast að niður- stöðu. Hann valdi eðilegasta leik- inn en möguleikarnir 7. 0-0, 7. a3 og jafnvel 7. dxc5 eiga e.t.v. eftir að sjást síðar í þessu einvígi.) 7. cxd5 Rxd5 8. Bd2 cxd4 9. Rxd4! (Skemmtileg leikbrclla. Hvítur „fórnar" manni en fær hann til baka þegar í stað. Við það einfald- ast staðan að miklum mun.) 9. .. Rxd4 10. Rxd5 Bxd2t 11. Dxd2 Rc6 12. Rf4 (Hvítur átti aðra möguleika s.s. 12. Re3. 12. Rc3 eða 12. De3 en Kasparov hefur það fyrir sið að velja mönnum sínum stað seni næst óvinakónginum!) 12. .. Dxd2t 13. Kxd2 Bd7 (Bráðnauðsynlegur leikur ella leikur hvítur 14. Bxc6 með ylir- burðastöðu veikleikanna í peða- stöðu svarts.) 14. Hhcl Ke7 15. Rd3 Hhc8 (Ljóst er að aðalátakasvæðið er á drottningarvæng enda er þar nú mikill liðssöfnuður. Ljóst er að hvítur stendur bctur að vígi en vinningsmöguleikar hans eru þó ekki miklir þegar að er gáð. Peða- staðan er næstum samhverfa og menn svarts standa vel til varnar.) 11! iii a ■ j i lllllli. impj j m i lUí Mllll i 111 1 1 II 11 llllllllll H A| 1 IH A| IIIIB lil 101 lllllllllll llllllllll 16. Rc5 (Skarpasti leikurinn enda kemur hann heim og saman við þá kenn- ingu Kortsnojs að Kasparov leiki ávallt „lengsta" leikinn. Aðrirálit- legir möguleikar voru 16. b4 og 16. Hc3. Atlaga hvíts er varla mjög hættuleg. A sovésku skákmáli kall- ast svona nokkuð vindgustur á þakskeggi aðrir tala unt að skvetta vatni á gæs og þannig mætti lengi telja.) 16. .. Hab8 17. Hc3 Rd8 18. Hacl Bc6 (Uppskipti létta á stöðunni.) 19. Rd3 Bd7 20. Re5 Hxc3 21. Hxc3 Be8 22. b4! (Kasparov gat einnig reynt fyrir sér með 22. Ha3 en áður en hann reynir að skapa veikleika í stöðu svarts styrkir hann peðastöðu sína.) 22. .. a6? (Karpov var engan veginn til- neyddur til að leika þessunt Ieik en sjálfsagt hefur hann talið að veik- leikarnir í peðastöðunni kæmu ekki að sök. Kasparov hefur ekki mikið til að spila upp á en í næstu leikjum tekst honum að skapa svörtum veruleg vandamál sem m.a. má rekja til textaleiksins.) 23. Be4 h6 24. a3 f6 25. Rd3 Bc6 26. Bxc6 Rxc6 27. Rc5 Re5 28. f4 Rd7 29. Rb3! (Hárnákvæmur leikur sem viðheld- ur öllum helstu ávinningum hvíts. Riddarinn er á leið til a5 þar sem hann skapar svörtum margháttuð vandræði.) 29. .. Kd6 30. e4 g5 31. Ke3 e5 32. fxg5 fxg5 33. Ra5 (Svartur er bundinn í báða skó og er sannarlega úr vöndu að ráða. Karpov var farinn að verða tíma- naumur en velur besta kostinn. Hann reynir að mynda sér mótvægi á kóngsvængnum með peðaíram- sókn.) 33. .. g4 34. Hc2 h5 35. Hcl! (Skemmtilegt hliðarspor hróksins. Mergurinn ntálsins er sá að svartur er í leikþröng sem sést best á eftiríarandi afbrigði: 35.-RÍ6 36. Hc7! og hvítur ryðst inn þó manns- 36. Hc6t Ke7 37. Rc4 Hf8 38. Ke2! Hf3 39. Re3? (Meinleg ónákvæmni. Hvítur gat unnið strax með 39. Hc7! með hótunin 40. Hxd7t t.d. 39. - Hc3 40. Kd2! o.s. frv. Makalaus yfir- sjón). 39... Rf6 40. Hxb6 Rxe4 41. Hxa6 j É| II s 11 11111 llliil I ai iiuii Hl IIIIIH m a 11 IHI 11! ! aia 111 111 ^ Sf iiiif3 - Hér fór skákin í bið. í London eru menn á því að hvítur eigi að vinna en það er fullsnemmt að afskrifa Karpov. Hann virðist eiga best 41. - H12t 42. Kd3 Rd6. Biðskákin verður tefld áfram í dag. SÓLARSKÁKMÓT Á LÆKJART0RGI Skákmenn hafa undanfarið nýtt sér sólardagana í Reykjavík og teflt við útitaflið á Lækjartorgi, en þar hefur tímaritið Skák skipulagt mót alla góðvirðisdaga. Mótum þessum verður haldið áfram meðan veður leyfir og geta allir tckið þátt í þcim, en þau hefjast kl. 15.00 Fjórum mótum er þegar lokið, en þau eru öðrum þræði firmakeppni. Karl Þorsteins vann fyrsta mótið, en hann tefldi fyrir Flugleiðir, og Róbert Harðarson vann tvö þau næstu og hann tefldi einnig fyrir Flugleiðir á báðunt mótunum. Sólin skcin glatt í gær á Reykvíkinga og þá þustu skákmenn niður á Lækj- artorg til aö tefla. Timnmynd Sverrir. vWz&wfm ■ f * f {m Almannavarnasamkomulag Undirritað var í gær samkoniulag milli Almannavarnaráðs og Landssambands flugbjörgunarsveita, Landssambands hjálparsveita skáta, Rauða kross ísiands og Slysavarnafélags íslands um hlutverkaskipti í hcildarskipulagi hjálparliðs vegna almannavarna. Samningur þessi hefur verið þrjú ár á leiðinni og cr þetta í fyrsta sinn sem öll aðildarfélögin skrifa undir samninginn. (Tímamynd-Gísli Egill) Þjóðminja- safnið heimsótt Sverrir Hermannsson. mennta- ntálaráðherra og gestir hans Ber- tel Haarder, kennslumálaráð- herra Danmerkur og eiginkona hans Birgitte Haarder heimsóttu í gær Þjóöminjasafn íslands og var safnið skoðað undir leiðsögn Þórs Magnússonar. þjóðminja- varðar. Einnig var Listasafn ís- lands sótt heim og yfirlitssýning á íslenskri myndlist skoðuö undir leiðsögn dr. Selntu Jónsdóttur. forstöðumanns. 1 dag haldagest-- irnir til Norðurlands þar sent farið verður í skoðunarferð til Mývatns o.fl. Á ntorgun fara svo fram á Þingvöllum lokaundir- skriftir vegna lausnar handrita- málsins. (Timamynd-Gísli F.gill)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.