Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn
Fimmtudagur 31. júlí 1986
SPEGILL
llllllll
illlllllllllllllllllllll
Suzy Quatro med
hönd á byssu í
stad gítars.
Hún Suzi Quatro hitti oft í ntark
meö rokklögunutn sínum, en nú
heldur hún upp á 36 ára afmælið
sitt nteð því að leika stórskyttuna
hana „Annie sem náði í byssuna
sína"! Suzi hefur tekið að sér
aðalhlutverkið í hinum sígilda
söngleik eftir Irving Berlin „Annie
Get Your Gun" á Chichester lista-
hátíðinni í Bretlandi.
Suzi sagði í blaðaviðtali er söng-
leikurinn var kynntur: „Þó ég hafi
unniö mér frægð með rokksöng og
poppi. þá hcf ég alltaf álitið mig
fyrst og fremst alhliða skcmmti-
kraft - söngkonu og leikkonu, ef
svo ber undir. Mér finnst ég eiga
mikið sameiginlegt mcð persón-
unni í leiknum, henni Annie. við
höfunt báðar verið strákalegar og
ópjattaðar stelpur, en undir niðri
vpðalega rómantískar. Mér finnst
það góð blanda," sagði söngkonan.
Suzi Quatro
- handleikur jafnt
byssu sem gítar
Hvor þeirra er fTnni - Jane Seymour eða Susan
George?
Toyah er einni tá fátækari, en táin
sú gegnir samt hlutverki.
Toyah gefur
af sér tána!
Brcska pönksöngkonan Toyah
gerir það ekki endasleppt við fyrr-
um kærasta sinn Graham Howard.
Þó að þau séu skilin að skiptum
hugsar hún hlýlega til hans og
hefur sent honum þá gjöf sem hún
veit að hann kann best að meta.
Það reyndist óhjákvæmilegt að
nema eina tá Toyah burt, þar sem
ekki reyndist mögulegt að bjarga
henni. Og Toyuh datt strax í hug
að hún gæti notað tækifærið og
glatt Graham. Þcgar allt kom til
alls hafði hann marglýst því yfir að
hann elskaði hana eins og hún
lagði sig og undanskildi engan
líkamshluta! Hvað var þá sjálf-
sagðara en að hann fengi tána af
henni til minja um sambýlið?
Að klæðast loðfeldi
- eða ekki?
Þaö er spurningin þegar
haustar aö
Náttúruverndarmenn hafa sumir hverjir hafið
mikinn áróður gegn notkun dýraskinna í loðfcldi.
svo að það liggur við að fínu konurnar séu með
sektarsvip þegar þær fara í minkapelsana sína.
Hér sjáum við hina gullfallegu Jane Seymour
leikkonu í sparipelsinum sínum og hún ber sig bara
vel, sendir ljósmyndaranum blíðubros. Hin
leikkonan, Susan George. verður óneitanlega
hálf-lummulég vfð hiðina á Jane Seymour pels-
klæddri. Susan er sútarleg á svip og vildi víst
áreiðanlega heldur vera í fallegum pelsi - hvað
sem allri náttúru- og dýravernd líður - heldur en
þessari púkalegu alltof stóru kápu. Ljósmyndarinn
spurði hana stríðnislega. hvort hún væri í gömlu
regnkápunni hans Sylvester Stallone!
Illlillllllllllllllll ÚTLÖND IIHIHI
FRÉTTAYFIRLIT
LUNDÚNIR - Efnahags-
legar refsiaðgerðir gegn Suð-
ur-Afríku af hálfu Evrópu-
bandalagsrikjanna virtust vera
óhjákvaemilegar eftir hina mis-
heppnuðu tilraun Sir Geoffreys
Howe utanríkisráðherra Bret-
lands til að reyna að koma á
viðræðum milli suður-afrískra
stjórnvalda og leiðtoga svarta
meirihlutans í landinu.
GENF — Olíumálaráðherrar
OPEC ríkjanna könnuðu ná-
kvæmar tillögur um að minnka
framleiðsluna til styttri tíma
er miðar að því að stöðva
verðlækkun á olíu. Ýmis teikn
voru þó á lofti um að sumir
ráðherranna mundu ekki sam-
þykkja að draga úr framleiðslu
ríkja sinna, jafnvel þótt aðeins
væri um að ræða minnkun til
skamms tíma.
JÓHANNESARBORG
— Svartur ráðherra í einu af
heimalöndum svertingja í Suð-
ur-Afríku lést eftir að sprengja
hafði sprungið í bíl hans.
PARIS — Ríkisstjórn Jacq-
ues Chiracs forsætisráðherra
Frakklands var í vanda eftir að
löggjafarráð landsins hafði
hafnað hinum nýju fjölmiðla-
lögum stjórnarinnar á þeim
forsendum að þar væri hætt-
unni boðið heim að fáir aðilar
gætu einokað fjölmiðlaeignina
í landinu.
BONN — Stjórnvöld í Vestur-
Þýskalandi buðu þrjár milljónir
þyskra marka fyrir upplýsingar
er gætu leitt til handtöku borg-
arskæruliða þeirra úr Rauðu
herdeildunum sem drápu við-
skiptamann frá Munchen þann
9. júlí síðastliðinn. Aldrei fyrr
hefur slik upphæð verið í boði
fyrir upplýsingar í glæpamál-
um í Vestur-Þýskalandi.
JERÚSALEM — George
Bush varaforseti Bandaríkj-
anna hélt til Jórdaníu frá ísrael
með sérstök skilaboð til
Husseins Jórdan íukonungs frá
Símoni Peres forsætisráð-
herra ísraels. Bush vonast til
að koma á friðarsamningavið-
ræðum að nýju fyrir botni Mið-
jarðarhafs.
HAAG — Ruud Lubbers for-
sætisráðherra Hollands hóf
formlega sitt annað kjörtímabil
i embætti með því að vara
landsmenn við að þrátt fyrir
lækkun á orkuverði yrði enain
breyting gerð á hinum hörðu
sparnaoarráðstöfunum ríkis-
stjórnarinnar.
BEIRUT — Hersveitir juku
öryggisgæslu sína í Beirút eftir
að bílsprengjur höfðu banað
alls 54 einstaklingum. Margir
Líbanir töldu sprengjurnar hafa
átt að kynda undir á ný með
átökunum í borqarastríði bví
sem geisað hefu'r í landinu og
virðist engan endi ætla að taka.