Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 1
— • - :T:; i S’ If j | 'Si 'm'i L. 'i l**« FÍKNIEFNASMYGLARI franskur sem lögreglan handtók á Kefla- víkurfluqvelli á sunnudaq, var í qær úrskurðaður í 30 daga gæsluvarðhald, en hann var tekinn með tæplega hálft kíló af hassi. Vinkona Frakkans, sem var með honum í för, er hinsvegar komin aftur til síns heima. Fíkniefnalögreglan gerði í fyrrinótt húsrannsóknir í tveim íbúðum í Reykjavík og yfirheyrði nokkra menn en sagði í gær að þao hefði ekkert tengst máli Frakkans. ÖKUMENN hafa heldur dregið úr hraðanum á þriðjudaginn ef marka má niðurstöður úr umferðarátaki Umferðar- ráðs og lögreglu, því þann dag voru 46 ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur og 180 áminntir. Þetta eru mun færri en kærðir og áminntir voru á mánudaginn oa virðist því umferðarátakiö vera farið að bera árangur VESTMANNAEYJABÆR hefur framlengt umsóknarfrest um stöðu bæjarstjóra til 15. ágúst. Þegar umsóknar- frestur rann út höfðu tveir sótt um starfið, sem báðir óskuðu nafnleyndar. Annar umsækjandinn dró síðan um sókn sína til baka og var því gripið til þess ráðs að framlengja umsóknarfrestinn. MARGEIR PÉTURSSON hef- ur einn forustu á skákmóti sem nú stendur yfir í Gausdal í Noregi, Margeir hefur 4 V2 vinning eftir 5 umferðir. Karl Þorsteins hefur 3 vinninga, Hannes Hlífar Stefáns- son 1 '/2 og Þröstur Árnason 1 vinning og biðskák sem átti að Ijúka seint í gærkvöldi. ÞJÓÐARLEIÐTOGAR þeirra sex þjóða, sem undanfarin tvö ár hafa unnið að friðarfrumkvæði í afvopnunar- málum, koma saman til fundar í Mexíko í fyrstu viku ágúst. Þessir leiðtogar eru Alfonsin forseti Argentínu, de la Madrid forseti Mexíko, Gandhi forsætisráðherra Indlands, Papandreou forsætisráðherra Grikklands, Nyerere fyrrum forsætisráð- herra Tanzaníu og Ingvar Carlson for- sætisráðherra Svípjóðar sem tekur nú sæti Olof Palme. Þessf leiðtogafundur er skipulagður af alþjóðlegum þingmanna- samtökum sem Ólafur Ragnar Grímsson veitir forstöðu. SKOTVEIÐIFÉLAGIÐ hefur fordæmt dráp á gæsum í sárum sem það segist hafa upplýsingar um að sé stundað í talsverðum mæli. Til þessa verknaðar sé notað m.a. hraðskreiðir bátar, barefli, byssur og háfar og ástæða sé til að vekja sérstaka athygli á stöðum eins og Breiða- firði og Axarfirði. Félagiö biður alla þá sem verða varir við slíkar veiðar að kæra viðkomandi umsvifalaust til yfirvalda. ENGLAR eru andlegar verur og hafa það hiutverk að vera tengiliðir og sendiboöar milli Guðs og manna, að því er Jóhannes Páll II sagði í móttöku i Vatikaninu í gær. Páfi sagði að englar tækju þátt í stjórn Guðs yfir sköpunarverk- inu, með því að framfylgja skipunum hans og englar hefðu það sérstaka hlutverk að koma bænum mannanna til Guðs. Fyrr í þessum mánuði sagði páfi að englar hefðu verið misskildir í aldanna rás. KRUMMI Ætli þjóðin verði komin með skásett augu um aldamót- m.. Barnsfæðingum hérlendis fækkar ár frá ári: Stefna íslendingar í kínverska munstrið? - Fæðingatíðnin fór niður í 1,9 börn á hverja konu 1985 Aðeins um 3.800 börn fæddust á íslandi í fyrra, í stað 8.600 barna sem litið hefðu dagsins Ijós ef konur ættu enn jafn mörg börn og mæður þeirra 25 árum áður. Barnsfæðingar í fyrra voru 1.116 færri en árið 1960, en konur voru þá miklu færri en nú. Um 1960 var fæðingatíðnin um 4 börn á æfi hverrar konu. Það hlutfall hrapaði niður í um 3 börn í kringum 1970 og fór í fyrra niður í 1,9 börn á æfi hverrar konu að meðaltali, að því er fram kemur í nýjasta hefti Heilbrigðismála. Það getur ekki leitt til annars en að landsmönum taki að fækka á ný áður en langt um líður. Þessi þróun hefur orðið til þess að allar mannfjöldaspár og út- reikningar hafa orðið marklitlir nánast um leið og þeim er lokið. Þannig spáðu t.d. reiknimeist- arar Framkvæmdastofnunar árið 1976 að íslcndingar yrðu orðnir um 261 þús. talsins í árslok 1985, en nú er komið í Ijós að nær 20 þúsund manns vantaði upp á þá tölu. Barneignum hefur stórlcga fækk- að í öllum aldurshópum kvenna - þó hlutfallslcga mest, eða um helming meðal þeirra yngstu og elstu, en minnst meðal 30-34 ára kvcnna. Af hvcrjum 100 konum sem voru á aldrinum 20-24 ára árið 1972 eignuðust 19 börn það ár, en aðeins 12 af hverjum 100 konum á þeim aldri árið 1984. Aðeins ein af hverjum 100 konum yfir 40 ára aldri eignaðist barn árið 1984. Rúmlega fertug ÐC3 llugvél í eigu kanadíska félagsins Odyssey 86 lenti á Reykjavíkurflugvelli í gær, en þessi flugvéi er nú á leiðinni kringum hnöttinn til að kvnna heimssýninguna sem nú stendur yfir í Vancouver í Kanada. Þessi vélartegund var einnig valin til að minnast þess að 50 ár eru síöan Douglas DC3 flugvélarnar voru teknar í notkun. ísland er eitt 28 landa sem vélin hefur viðkomu í áður en hnattferðinni lýkur 10. ágúst, og Rcykjavík cr ein 47 horga sem vélin og áhöfn hennar heimsækir. í áhöfn vélarinnar eru 10 manns. Meðfylgjandi niynd var tekin þegar DC3 vélin lenti á Reykjavíkur- flugvelli í gær, en cins og glöggir lcsendur sjá er vélin sömu gerðar og Landgræösluflugvélin Fáll Sveinsson. Tímamynd: Sverrir Heyskapur langt kominn á Austurlandi: MUNADIMESTU UM KN0SARANN - segir Júlfus Þóröarson á Skorrastað Frá Svanfríöi Hagnaag. fréttarítara Tímans á Norðfirði: „Ég tel það hafi munað mestu hjá mér hvað tækin varðar að ég var með knosara á sláttuvélinni og baggatínu til að taka upp baggana," sagði Júlíus Þórðarson bóndi á Skorrastað er hann var spurður að því hvernig heyskapur hefði gengið hjá þeim. Sláttur í Norðfirði er langt kom- inn og eru flestir bændur annað hvort langt komnir eða búnir. Að sögn Júlíusar byrjaði hann að slá nokkuð á undan öðrum vegna þess að hann var hræddur um að fá úr sér vaxið gras. „Heyskapurinn byggist náttúr- j lega fyrst og fremst á tækjum nú ; orðið og ég tel þess vegna nauðsyn- legt að hafa góð tæki. Mörg undan- i farin ár hefur heyskapartíminn hér verið skemmtilegur tími, því það j hefur komið fjöldi fólks til að taka ! þátt í þessari skemmtun með okkur og það hefur auðvitað ráðið úrslit- um,“ sagði Júlíus Þórðarson á lokum. Vík í Mýrdal: Ný saumastofa sett á fót Fyrir sköntmu var sett á fót ný saumastofa í Vfk í Mýrdal. Ber hún nafnið Saumastofan Gæði hf. og kemur í stað Prjónastof- unnar Kötlu sem varð gjaldþrota nú í vetur. Stofnun þessarar saumastofu kemur sér mjög vel fyrir íbúa Víkur, því ófremdarástand skapaðist í atvinnumálum staðar- ins eftir að prjónastofan Katla hætti starfsemi sinni. Raddir voru á lofti um að fólksflótti yrði frá Vík ef ekkert yrði að gert í atvinnumálum staðarins. Til- koma þessa nýja fyrirtækis ætti því að koma í veg fyrir fólksflótt- ann, enda eru bundnar við það miklar vonir. Saumastofunni Gæði hf. erætl- að að halda uppi iðnrekstri og skyldum atvinnurekstri. Stjórn- arformaður saumastofunnar er Ágúst Þór Eiríksson, cn fram- kvæmdastjóri Auður Axelsdótt- ir. HM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.