Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7 VETTVANGUR Illlllllllli Halldór Kristjánsson Draumur um þjóðarsátt Fyrir nokkrum árum var reynt að finna eðlilegt og réttlátt launa- hlutfall milli starfshópa. Þá var reynt að gera starfsmat, - meta störf eftir því hvað þau væru ábyrgðarmikil, erfið og hættuleg og hvað mikla kunnáttu eða lær- dóm þyrfti til að leysa þau af hendi. Þetta var erfitt verk en að því var unnið af alúð í trausti þess að réttlátt mat væri hugsanlegt. Nú heyrist ekki talað um starfsmat. Og kjaradómar í kaup- gjaldsmálum, - sem á vissan hátt eru áþekkir starfsmati - eru ekki vinsælir. Því er líkast sem menn hafni því alveg nú um sinn að hægt sé að ná viðunandi niðurstöðu með því að meta störfin. Það er sagt að frjálsir samningar á vinnumarkaði skuli gilda. Frjálsir eru þeir kallaðir þó að sumum finnist að það sé stundum vafasamt orðalag. Guðmundur Finnbogason sagði einhverntíma að almennur kosn- ingaréttur væri tilraun að láta hnefaréttinn ráða með friðsamleg- um hætti. Það væri samkomulag um að beygja sig fyrir ofureflinu. Flnefaréttur launabaráttunnar er ekki að fullu bundinn við höfða- tölu. Fámennir hópar sem mikið eiga undir sér hafa þar sterka aðstöðu. T.d. er sagt í fréttabréfi stéttarfélags nýlega: „Þær sem hafa þessa sterku samningsstöðu árið um kring og geta skapað neyðarástand í landinu með nokkurra daga verkfalli". Því hefur stundum verið talað um fjárkúgun í sambandi við launasamnmga. Neyðarástand kann að skerða frelsið við samning- ana. I sambandi við kjaramálin virð- ast sumir hafa hátt án þess að gera sér grein fyrir því að skipun launa- mála er háð efnahag þjóðarinnar. Baráttan gegn samningunum í vet- ur einkennist mjög af slíku skiln- ingsleysi. Þá var kaupmáttur launa tryggður, - raunar að mestu á kostnað ríkissjóðs. Stjórn Vinstrisósíalista birti ný- lega ályktun. Þar segir m.a. svo: „Ofan á annað loka einkafram- taksmenn fyrirtækjum og sparka fólki úr vinnu miskunnarlaust, þrátt fyrir að þeir hafi getað leikið sér að vild með kauptaxta undan- farin ár. Tími er kominn til að verkalýðshreyfingin hefji baráttu fyrír raunverulegu atvinnuöryggi og því að fólk geti lifað af launum sínum; hefji baráttu fyrir því að í sambandi viö kjara- málin virðast sumir hafa hátt án þess að gera sér grein fyrir því að skipan launamála er háð efnahag þjóðar- innar. Baráttan gegn samningunum í vetur einkenndist mjög af slíku skilningsleysi 'VJ alþýða þessa lands skapi sér sjálf s'ina velferð en láti það ekki eftir dekurdrengjunt gróðaaflanna. Er það sjálfgefið að einhverjir einstaklingar eigi atvinnurekstur í landinu og reki fyrirtækin með einkahagsmuni sína að leiðarljósi en fórni hagsmunum hins vinnandi manns? Eðlilegt er að starfsfólkið reki fyrirtæki sjálft og sjálfsagt að verkalýðshreyfingin beiti sér fyrir því." Það er næsta fátítt að sjá svona nokkuð í seinni tíð. Þegar Alþýðu- flokkurinn var stofnaður fyrir 70 árum var stefnuskrá hans sú að afnema tolla af nauðsynjum al- mennings en afla fjár í ríkissjóð með beinum sköttum á háar tekjur að því leyti sem arður af atvinnu- rekstri dygði ekki til. Vinstri sósíalistar hefðu átl að beita sér fyrir því að verkalýðs- hreyfingin tæki við Bæjarútgerð Reykjavíkur t.d. Svona ályktun er gaspur. Þetta er óraunsæi. Auðvitað hefur það marga kosti að atvinnurekstur sé félagslegur. Það er íslenskur at- vinnurekstur að verulegu leyti og hefur verið. En þar er alts ekki alltaf um stórgróða að tala. Öðru nær. Það er ekki alltaf fúlmennska auðkýfinga sem veldur því að fyrir- tæki hætta rekstri. Svo einfalt er það ekki. Og það vita flestir. Það ættu líka flestir að vita að verðbólga er hættuleg atvinnuöryggi landsmanna. Þess vegna fagna skyni bornir menn kjarasamning- unum frá síðasta vetri. Þessi þjóð ætti að hafa fengið þá reynslu af verðbólgusamningum liðinna ára ■ að hún skildi þetta og vissi. Kaup hefur tvöfaldast á fáum misserum án þess að nokkur kannaðist við að það hefðu orðið sér kjarabætur. Hér skal engu spáð um framtíð- ina. Svo er að sjá sem uppi verði háværar raddir um verðbólgu- samninga í vetur. Nýlega hefur mátt sjá í blöðum þá frétt að vísitölufjölskyldan þurfi 83 þús. kr. á mánuði. Þar er auðvitað því til að svara að þessi þörf er miðuð Þá verða þeir Kristján Thorlacius og Kristján Thorlacius að vera vinir og vinna saman. Flestir viðurkenna að það sé dýrt að útkljá kaupdeilur með verkföllum. Því hef ég haldið að það Væri miklu betra að selja launþegasamtökunum sjálfdæmi um öll launakjör. Þá fylgdi ábyrgð því valdi sem þau hefðu. Og ekki skyldi ég leggjast gegn því að þau tækju að sér atvinnurekstur í vax- andi mæli. En þá yrðu launþega- samtökin að sættast innbyrðis um launahlutfall. Og þar er þrautin þyngri. Þá yrðu þeir Kristján Thorlacius og Kristján Thorlacius að verða sammála, - vinna saman - í stað þess að stjórna hvor um sig sínum launþegaarmi í tangarsókn verð- bólgunnar. Sjálfsagt erþaðfjarlægurdraum- ur að málum þessum verði skipað með sáttum og samkomulagi. Samt ætti mönnum að vera frjálst að eiga þann draum. Það er draumur um þjóðarsátt, samkomulag hinna vinnandi stétta. Það er draumur um ábyrga afstöðu starfsstéttanna og samvinnu þeirra um skipun mála. En hversu fjarlægt sem það kann að vera er naumast hægt að hugsa sér aðra leið til friðar, far- sældar og réttlætis á starfssviði þjóðarinnar. við lífsvenjur, sem að vísu virðasl almennar, en inni í þeim reikningi er meira og minna af óþarfa. Vísitölufjölskyldan þarf ekki þessi 83 þúsund á mánuði til að lifa góðu og heilbrigðu lífi, heldur til að taka þátt í lífsvenjum scm að sumu leyti eru vafasamar að ekki sé meira sagt. Það hlýst af því að miða við lífsvenjur en ekki lífsþarfir. Vísitölufjölskyldan þarf ekki þessi 83 þúsund á mánuði til að lifa góðu og heilbrigðu lífi, held- urtil að taka þátt í lífs- venjum sem að sumu leyti eru vafasamar að ekki sé meira sagt. Það hlýst af því aðmiðavið lífsvenjur en ekki lífs- þarfir. VJ Hlynur Jörundsson: Stiglaus sjálfskipting Stiglaus sjálfskifting hefur þá kosti að nýta bensínið með 10% betri nýtingu en beinskifting og gefa betri hröðun og kraft. Bílaframleiðendur keppast nú við að koma stiglausri sjálfskiftingu í bifreiðar sínar. General Motors hafa kostað til meira en milljarði íslenskra króna í uppfærslu á verk- smiðjum sínum í Strasbourg í Frakklandi, Ford meiru en í verk- smiðju sína í Bourdeaux en það er Volvo sem situr með pálmann í höndunum. Allt frá 1974 er Volvo eignaðist meirihluta í hollensku fyrirtæki sem framleiðir DAF, hef- ur fyrirtækið framleitt stiglausar sjálfskiftingar í bifreiðar sínar. Volvoverksmiðjurnar bjóða upp á stiglausa sjálfskiftingu í 340 útgáf- unni sem byggð er í Hollandi. Fiat kallar sjálfskiftingu sína Unomatic og í Þýskalandi hyggja menn á notkun stiglausrar sjálfskiftingar í auknum mæli. Stiglausa sjálfskift- ingin er þróuð útfrá Variomatic skiftingunni í DAF en hún var hönnuð upprunalega af van Doome verksmiðjunum. Stiglausa sjálfskift- ingin er byggð á notkun belta til að snúa ás. Skiftir það litlu hvort um sé að ræða framdrifnar eða aft urdrifnar bifreiðar, búnaðurinn hentar báðum jafn vel. Van Doome útfærslan Um er að ræða stálstyrkt gúmmi- belti eða málmbelti, sem liggur yfir trissuhjól sem eru áföst drifás og drifási vagnhjólanna. Með því að hafa trissuhjólin sem beltið situr í keilulaga og annan disk trissuhjóis- ins lausan á ásnum má stjóma aflyfirfærslu. Þetta gerist þegar lausi diskurinn dregst frá hinum disknum því þá færist beltið neðar í sæti sínu og snýr því minni ás en áður. Og alveg öfugt þegar að disknum lausa er ýtt að fasta disknum. Notkun styrktra, V-laga belta tryggir það að beltið sitji fast í sæti sínu og velti hvorki nes núi upp á sig. Snúnings- hraða ásanna er.því stjómað með innbyrðis fjarlægð á milli trissudisk- anna. Til að ná sem bestum hlutföll- um hafa bílaframleiðendur ákveðið að nota tölvustýringu til að stjóma diskaflutningnum. Það em tölvu- stýringamar og stálstyrkt beltin sem hafa laðað bílaframleiðendur að stiglausu sjálfskiftingunni. Reyndar er hún fundin upp árið 1896 og upprunalega kemur hún fram um 1930 og þá í breskum Austin, en vegna þyngdar og óáreiðanleika og lélegrar endingar búnaðarins gáfust flestir upp á honum. Þó svo að hún hyrfi þá úr bifreiðum hefur hún notið vinsælda í snjóbílum, sláttu- vélum og sumum gerðum mótor- hjóla. Fleiri en 100 mismunandi framleiðendur stiglausra sjálfskift- inga em í Bandarikjum Norður- Ameríku einum. Það er af tveim meginástæðum sem að þessi skifting hefur nú aftur hlotið vinsældir: í fyrsta lagi vegna beltanna, stig- laus sjálfskifting getur spannað stærra svið hlutfalla en bæði fimm gíra handskifting og fjögurra gíra sjálfskifting. Venjuleg fimm gíra skifting hefur hlutfallasvið upp á 5.0:1 en stiglaus sjálfskifting hefur hlutfallasvið upp á 5.6:1 (eða með öðmm orðum; hæsti gírinn er 5.6 sinnum lægsti, verið er að vinna að hönnun stiglausrar sjálfskiftingar með hlutföllunum 10:1, þar em Japanar að verki). Bensfnsparnaður getur því auðveldlega farið upp í 30% I öðm lagi þá er það örtölvan sem gerir bensínspamað að vemleika og gerir það með því að stilla snún- ingshraða vélarinnar út frá því hlut- falli sem að hún getur stillt sjálfskift- inguna á og samt haldið lágmarksk- rafti sem þarf. Tölvan er forrituð með upplýsingum um hlutföll milli afls og snúningshraða vélar, út frá viðmiðun við hlutföll sjálfskiftingar- innar. Tölvan sér svo um að stilla sjálfskiftinguna þannig að snún- ingshraði vélarinnar er sem minnstur... án þess að þetta bitni á afli bíisins. Þannig býður Ford CXT-811 til dæmis upp á tvo möguleika í akstri. E eða S (Economy eða Sport), sé sett á E sér tölvan um að halda bensíneyðslu í lágmarki, sé sett á S sér tölvan um að halda gímnum 1 neðar, fær þannig aukið afl á kostn- að bensínsparnaðar. Sport stillingin er því mjög áþekk venjulegri sjálf- skiftingu (að afli) í neðri gírunum tveim en nýtir sér svo yfirburði sína þegar í hærri gírana er komið. Tæknileg þróun Það sem hamlar notkun stiglausr- ar sjálfskiftingar í fleiri bifreiðum er viðhorf manna til þeirra. Vegna uppbyggingu samkúplingar við drif- kerfið og niðurfærslu á sifúningshr- aða er vel hægt að hanna stiglausa sjálfskiftingu fyrir velflestar bifreið- ar á götunni í dag og jafnvel koma henni fyrir á sambærilegu verði og kostar að endumýja gírkassann, kúplinguna og drifskaftið. En verið er að hanna nýja gerð stiglausrar sjálfskiftingar sem að er allvemlega frábrugðin Van Doorne útgáfunni. Þetta er Vadetec drifið. Þrátt fyrir að það sé einungis byggt úr fimm einingum og vegi ekki nema einn þriðja af þyngd Van Doorne útgáfunnar, þá getur það meðhöndlað 300 hestöfl. Inntakið er knúið af vélinni og olíuþrýstingur- inn fær tvöfalda keiluna til að snúast í hringi. Þegar keilan snýst þá fara grannir endar hennar með hringlaga hreyfmgu um plan það sem sker þá. Hraði spuna keilunnar markast af því hversu þvermál hennar er mikið þar sem að hún snertir færanlegu hringina þegar að hún snýst. Þegar hringimir em saman er hraðinn mestur og minnstur þegar að hrin- gimir em við enda keilunnar. Hrin- gimir leitast alltaf við að ná jafnvægi milli þrýstings og snúnings og era því ekki nema brot úr sekúndu á sama stað. Pinon gír á enda keilunn- ar snýr svo tannhjóli drifsins. Ýmis vandamál era þó óleyst svo sem kæling olíunnar í kassanum, núning- ur við hringina, slit og léleg ending.- En ömggt er talið að hinar hefð- bundnu sjálfskiftingar komi til með að víkja fyrir stiglausu sjálfskifting- unum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.