Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 9
8 Tíminn! Fimmtudagur 31. júlí 1986
llllllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR ~
Fimmtudagur31. júlí 1986
Ullli!!
ÍÞRÓTTIR
NM drengja í knattspyrnu:
Stórtap gegn Dönum
íslenska liðið átti ekki möguleika og tapaði 0-4
íslenska drengjalandsliðið í knatt-
spyrnu sem nú spilar á NM í Dan-
mörku spilaði gegn frændum vorum
Dönum í gærkvöldi. Ekki tóku gest-
gjafarnir vel á okkar mönnum og
Af Landsmóti
í golfi
Landsmótið í golfi stendur nú
yfir á Hólmsvelli í Lciru og hófst
keppnin í meistaraflokki í gær.
Henni lýkur á laugardag. I 2.
flokki karla hafði Pálmi Skarp-
hcðinsson forystu í gær. Hann er
ur GS. Högni Guðmundsson úr
GS er fyrstur í 3. flokki og í 2.
flokki kvenna hefur Sigríður
Ólafsdóttir GH forystu.
sigruðu 4-0. íslenska liðið hefur nú
aðcins eitt stig úr viðureignunum við
Finna, Svía og Dani sem er heldur
rýrt. ísland á cftir að spila við
Færeyinga og Norðmenn. Telja
vcrður líklegt að Færeyingar verði
lagðir en Norntenn hafa ekki tapaö
leik á mótinu til þessa og eru núver-
andi Norðurlandameistarar.
í leiknum í gær voru það heima-
menn sem höfðu undirtökin lengst
af og nýttu færi sín vcl. fslenska liðið
átti sín færi en tókst illa upp við
markið. Danir urðu því sigurvegarar
4-0.
Af öðrum leikjum á mótinu eru
þær frcttir að Svíar lentu í hörkubasli
gegn Færeyingum og unnu þá aðeins
2-0. Færeyingar eru að sækja sig og
verða varla mjög auðveld bráð fyrir
íslendingana. Pá unnu Norðmenn
Finna 2-1 í hálfgcrðum úrslitaleik og
allt bendir til þcss að þeir munu
varðveita bikarinn sent sigurvegarar
þessa Norðurlandamóts. ísland á frí
í dag en leikur gcgn Norðmönnunt á
föstudag.
Nehemiah á ný á
hlaupabrautina
- er hættur í fótboltanum og mun keppafyrstá Ítalíu
Nehemiah í miðið í hópi félaga úr
49ers fótboltaliðinu
Bandaríski heimsmethafinn í
llOm grindahlaupi karla, Renaldo
Nehemiah, sem gerðist atvinnumað-
ur í amerískum fótbolta með San
Francisco 49ers, hefur fengið áhuga-
mannaréttindi sín í frjálsum íþrótt-
um aftur. Nehemiah ráðgerir nú að
hefja keppni sína í frjálsum íþróttum
á móti í Viareggio á Ítalíu þann 6.
ágúst.
„Ég vonast síðan til að geta tekið
þátt í einhverjum Grand Prix
mótum,“ sagði Nehemiah. Hann
hefur ekki hlaupið utanhúss síðan
1981 en þá setti hann heimsmet í
llOm grindahlaupi á móti í Sviss.
Hann hljóp á 12,93. Árið eftir gerð-
ist Itann útherji hjá San Francisco
49ers í amerísku fótboltadeildinni
enda miklir peningar í boði. Hann
hefur nú gefið það skriflegt til Al-
þjóðafrjálsíþróttasambandsins að
hann muni ekki taka við peningum
fyrir fótboltakeppni. Petta þýðir að
hann mun ekki spila með 49ers í
vetur.
Nehemiah er ekki eini frjálsí-
þróttamaðurinn sem farið hefur út í
keppni í amerískum fótbolta. Willie
Gault, fyrrum spretthlaupari, er út-
herji hjá Chicago Bears og einn úr
sigursveit Bandaríkjanna í 4xl00m
hlaupi á ÓL í Los Angeles, Ron
Brown, spilar nú með L.A. Rams.
Pá hafa Dallas Cowboys þegar tryggt
sér réttinn til að bjóða Carl Lewis
samning ef honum dytti í hug að fara
í fótboltann.
Erna Lúðvíksdóttir varði vel í marki íslands í gær. Hér á hún í höggi við útherjann hætt Jlega Martinu Voss.
(Tímamynd Péiur)
mm
._ *$ftf
. %
'
orur
ÚTILEGAN heppnast betur með
niðursuðuvörum frá Kjötiðnaðarstöð KEA.
Matreiðslan gengur fljótar, innihaldið helst
óskemmt þrátt fyrir hita og holótta
vegi - en umfram allt er maturinn
• f ms : f i
Við bjóðum þér tæpan tug mismunandi
rétta - hvorki meira né minna.
Simi: 96-21400
%«Nf
<1 Kjötbóóingur
Golfmót SÍB ’86
GoUmót SÍB 1986
Luigardaginn 19. júlí sl. var haldið á golfvell-
inum í Grindavík meistaramót bankamanna í
golfi. hið annað í röðinni. Þátttakendur voru alls
um ssxtíu, þar á meðal stór hópur frá Akureyri.
G 'lfmeistari SÍB 1986 varð Björn Axelsson
úr Élvegsbankanum á Akureyri og sigraði hann
þa^’teð annað árið í röð.
Svei^keppni: Nr. 1. D sveit Útvegsbankans á 117
höggutn nettó.
Sveitina skipuðu: Gunnar Guðjónsson, Bragi Björnsson,
Jóhaönes Jónsson.
Einst\klingskeppni:
Án f° r3jafar:
Nr. 1- Björn Axelsson, Útvegsbankanum .. á 72 höggum
Með l^rgjöf:
Nr. 1- Axel Björnsson, Búnadarb..... á 50 höggum.
Byrje idaflokkur A:
Nr. 1- Kristin Jónsdóttir, Alþýðub.. á 60 höggum.
Byrj« idaflokkur B:
Nr. V Úlfar Ásmundsson, Alþýðub......á 47 höggum
Finleikar á Selfossi
Dmski fimleikaflokkurinn AAG GYM
TEAM frá Árhus er staddur hér á landi á leið
sinni til Canada og USA. Peir verða með
sýnifgu í íþróttahúsi Selfoss fimmtudaginn 31.
júií I I. 20.00 ásamt fímleikafólki frá Gerplu
Kóptvogi.
AaG fímleikafíokkurinn er frægur fimleika-
hópur sem farið hefur víða. Þeir komu til íslands
1980 og eru því íslensku fimleikafólki að góðu
kunUÍr. Árið 1981 ferðuðust þeir um Bandaríkin
og svndu þar í 13 ríkjum. Sumarið 1983 lá leið
þeim til Vancouver og Columbíu. 1985 fóru
þeir i sýningarferð um Skandinavíu og síðan til
Leningrad og Moskvu og fleiri borga í Sovétríkj-
unum. Þeir munu enda ferð sína í sumar á
EXPð 86 í Vancouver.
Ufdanfarnar vikur hafa þeir verið með sýn-
inguv í Danmörku m.a. í Tívolí í Kaupmanna-
höfn- Þetta er 15 manna karlahópur og stjórn-
andi þeirra er Olav Ballisager.
Sýningardagskrá þeirra er mjög fjölbreytt og
ætti að höfða til fíestra með skemmtilegu
sams Jili af íþróttum ogdansi, fímleikum og list.
Gotfmót á Akureyri
Á laugardag og sunnudag verður hjá Golf-
klúbl i Akureyrar hið svokallaða „Famous Gro-
use“-golfmót. Þetta er 36 holu mót með og án
forgjufar og verða mjög vegleg verðlaun í boði
og ó enjuleg aukaverðlaun. Tilvalið tækifæri
fyrir þá sem ekki eru á landsmóti að keppa á
Akurevri.
Tíminn 9
Kvennaknattspyrna, ísland - V-Þýskaland:
Aftur tap gegn þýskum
Þær þýsku unnu 5-0 á Laugardalsvelli í gærkvöldi - Ágætur fyrri hálfleikur
hjá íslensku stúlkunum - Erna varði vel
þýsku 5-0 en samt varði Erna Lúð-
Ef Kristín Arnþórsdóttir hefði
nýtt gullið tækifæri strax á 8. inínútu
í viðurcign íslands og V-Þýskalands
í kvennaknattspyrnu í gærkvöldi er
hugsaniegt að barátta íslensku
stúlknanna hefði fleytt þeim betur
áfram en raun varð. Kristín klikkaði
þvi miður illa og aðeins fjúrum
mínútuni seinna náðu þær þýsku
forystu og leikurinn var úti. Þegar
upp var staðið varð sigur þeirra
víksdóttir mjög vel í íslenska mark-
inu.
Islénska liðið lék vcl í fyrri hálfleik
í þessum leik gágnstætt því sem þær
gerðu í fyrri lciknum. Kristín komst
alein í gegnum vörn Pjóðvcrja á 8.
mínútu eftir sendingu Ástu Maríu
en skaut bcint á markvörðinn sem
kom út á móti í stað þess að leika á
hana með hraöa sínum. Stuttu síðar
skoraði Klinzmann fyrsta markiö í
lciknum nteð skoti úr teignum, 0-1.
Stelpurnar íslensku gáfust ckki upp
heldur börðust mjög vel út fyrri
hálfleikinn og Kristín uppskarannað
færi en skaut lausu skoti bcint á
markvörðinn. Staðan í hlci var því
0-1.
Síðari hálfleikur var mun slakari
af hálfu íslensku stúlknanna rétt eins
og þær hefðu, keyrt sig úi í þeim
fyrri. Liðiö fékk engin færi utan á
síðustu mínútu komust þær fjórar á
móti tveimur í skyndisókn en óná-
kvæm scnding varð til þess að hún
fór út í sandinn. Pær þýsku skoruðu
hinsvcgar jafnt og þétt. Fyrst Heidi
Mohr, þá Silvia Neid með aðstoð
Laufeyjar Sigurðardóttur. Martina
Voss gerði fjórða markið og Elkc
Richtcr það fimmta.
Hjá íslensku stúlkunum spiluðu
þær Erna í markinu, Arna og
Guðrún vel en aðrar voru jafnar.
Hjá þeim þýsku voru Silvía Neid (6)
og Martina Voss (7) góðar.
Hvatning til þín og mín
Kæri lesandi.
Næsta helgi, verslunarmannahelgin, er
mesta umferðarhelgi ársins. Af því tilefni
drep ég niður penna til að ræða stuttlega við
þig um umferðarmálin og slysahættuna. Um-
ferðarslysin og tjónatíðnin valda okkur öllum
vaxandi áhyggjum. Stöðugt hækka tölur um
árekstra, óhöpp, líkamsmeiðsl, örkuml og
dauðsföll. Þessi neikvæða þróun umferðar-
mála hrópar á okkur öll að sameinast í rót-
tæku átaki til úrbóta, sem snýr vörn í sókn.
Ég þarf ekki að segja þér, að það kostar
þjóðfélagið okkar umtalsverða fjármuni að
líkna slösuðum. Þú veist, að sjúkrahúskostn-
aðurinn rýkur upp ár frá ári af þessum sökum.
Endurhæfing þeirra sem slasast kostar dýr-
mætan tíma og peninga, svo ekki sé talað um
slysa- og örorkubæturnar til handa þeim sem
aldrei ná fullri heilsu á ný. Vinnutap er einnig
fjármunir, hvort sem það er tímabundið eða
varanlegt.
Þú, eins og ég, þekkir mörg dæmi um
erfiðleika fólks sem slasast hefur, svo ekki sé
minnst á sorgir og sársauka þeirra sem misst
hafa sína nánustu af slysförum. Þú veist líka
allt um eignatjónið sem menn verða fyrir
vegna óhappa og slysa.
Það er skylda okkar allra að leggja okkar
af mörkum til að bæta umferðarmenninguna,
jafnt í þéttbýli sem strjálbýli. Það er hags-
munamál okkar allra að draga úr tjónatíðni og
fækka hörmulegum slysum. Förum því með
gát í umferðinni um helgina og framvegis. Við
verðum að draga úr of hröðum akstri. Við
megum ekki taka óþarfa áhættur í umferð-
inni. Það er skylda okkar að sýna fulla tillits-
semi og fara að settum reglum. Við megum
aldrei gleyma því að við, þú og ég, erum ekki
ein(ir) í umferðinni.
Ef við sameinumst öll í því að bæta um-
ferðina, drögum við um leið úr slysum og
tjónum. Það skilar sér fljótt í auknu öryggi og
vellíðan.
Að lokum vona ég að þú og þínir nánustu
hafið það gott um helgina.
Með bestu kveðju,
S
s
£
x
5
<
Es. Það jafnast fátt á við slysalausa helgi.