Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 5
Tíminn 5
Fimmtudagur 31. júlí 1986
lliilllllllflllllllllllllill ÚTLÖND
Suöur-Afríka enn í sviösljósinu:
Afríkuleiðtogar
fordæma stjórnir
vestrænna ríkja
Addis Abeba, Jóhannesarborg-Reuter
Ráðamenn Afríkuríkja er fundað
hafa í Addis Abeba að undanförnu
samþykktu í gær yfirlýsingu þar sem
ríkisstjórnir fimm vestrænna ríkja
voru fordæmdar fyrir samskipti sín
við stjórn Suður-Afríku. Ríki þessi
eru Bretland, Frakkland, Israel,
Vestur-Þýskaland og Bandaríkin.
Þá var samþykkt tillaga þar sem
lagt var að Afríkuríkjum að taka
upp refsiaðgerðir gegn Bretlands-
stjórn vegna neitunar hennar um að
grípa til viðskiptaþvingana gegn
Suður-Afríku.
Leiðtogarnir á þessari árlegu ráð-
stefnu Einingarsamtaka Afríkuríkja
(OAU) samþykktu allar tillögur þær
sem utanríkisráðherrar ríkjanna
lögðu fram á ráðstefnunni í óbreyttri
mynd.
Tillögur þessar voru allar frekar
hófsamar, en búist hafði verið við,
að þær myndu verða samþykktar
eftir að ljóst var að baráttuherferð
fyrir harðari aðgerðum gegn vest-
rænum ríkjum hafði ekki tekist sem
skyldi. Það var, flestum Ijóst er líða
tók á hina þriggja daga ráðstefnu.
Stjórnarerindrekar er ráðstefnuna
sóttu sögðu að samþykktir hennar
bentu til að þáu Atríkuríki sem eru
innan Samveldisbandalagsins vildu
bíða eftir árangri fundar sent hald-
inn verður í Lundúnum um næstu
helgi. I>ar munu sjö leiðtogar helstu
Samveldisbandalagsríkjanna koma
saman og ræða meðal annars málefni
Suður-Afríku.
Mikill þrýstingur er nú á aö
gripið verði til efnahagslegra refsiað-
gerða gegn Suður-Afríku í meiri
mæli en þekkst hefur. Þessi þrýst-
ingur jókst sérstaklega eftir hina
misheppnuðu „friðarför" Sir Geof-
freys Howe utanríkisráðherra Bret-
Aðskilnaðarstefna stjórnar Suður-Afríku og ástandið í landinu eru nú mjög
í sviðsljósinu. Fjöldi drápa er nú daglegt brauð í landinu.
lands til Suður-Afríku þar sem hann
hugðist reyna að koma á viðræðum
milli stjórnvalda og leiðtoga svarta
meirihlutans í landinu.
Gjaldmiðill landsins, hið suður-
afríska rand, féll í verði í gær
morgun eftir að Ijóst var að ferð
Howe hafði engan árangur borið. í
gær var einnig Ijóst að stjórn Suður-
Afríku býst nær örugglega við við-
skiptaþvingunum. Það mátti lesa út
úr sjónvarpsávarpi Botha forseta
Suður-Afríku í gær þegar hann sagði
að Suður-Afríkubúar hefðu þegar
sigrast á takmörkunum á sölu olíu
og vopna til landsins og myndu
einnig sigrast á frekari viðskipta-
þvingunum.
Mótmælt í Washington gegn mannréttindabrotum í Chile. Bandarísk stjórnvöld hafa nú „fryst“ lán til
Chilestjómar að sinni og vestur-þýskur stjómmálamaður er hneykslaður á framferði Pinochct og stjórnar hans.
Háttsettur v-þýskur stjórnmálamaður:
Traðkað á mannréttindum
í Chile og Suður-Kóreu
Bonn-Reuter
Háttsettur samstarfsmaður Hel-
muts Kohl kanslara Vestur-Þýska-
lands sagði í gær að vestur-þýska
stjórnin yrði að fylgjast betur en
áður með mannréttindamálum í
Chile og Suður-Kóreu.
Heiner Geissler, aðalritari
flokks Kristilegra demókrata
(CDU) sem er flokkur Kohls, sagði
á blaðamannafundi eftir heimsókn
sína til áðurnefndra landa: „Það er
stjórnmálalega og siðferðislega
öfugsnúið að ríkisstjórnir Suður-
Kóreu og Chile skuli brjóta mann-
réttindi og nota þvingandi aðferðir
gegn stjórnarandstæðingum með
þeirri réttlætingu að verið sé að
berjast gegn kommúnisma".
Hann hvatti sendiráðsstarfs-
menn V-Þýskalands í þessum lönd-
um til að fylgjast með framgangi
mannréttinda og hafa samband
bæði við stjórnarandstæðinga og
stjómvöld.
Geissler sem er mjög hægrisinn-
aður í innanríkismálum sagði að
gagnrýni vestrænna ríkisstjórna á
mannréttindabrot í Sovétríkjunum
hefði lítið að segja væri ekki sama
umhyggja sýnd framgangi mann-
réttinda í Chiie og Suður-Kóreu.
Eftir blaðamannafund Geisslers
gaf samstarfsflokkur Kristilegra
demókrata í ríkisstjórninni, Frjáls-
lyndi og óháði demókrataflokkur-
inn (FDP) út yfirlýsingu þar sem
Geissler var hvattur til að láta
athafnir fylgja orðum sínum.
Opinberir starfsmenn í Belgíu:
SAFNA Á FULLU í
VEIKINDASJÓÐINN
Bríissel-Reuler
Belgísk stjórnvöld munu í þcssari
viku verða beðin um að breyta
reglum varðandi veikindafrí opin-
berra starfsmanna en þótt hertar
reglur verði innleiddar niunu sumir
starfsmenn samt geta tekiö heilt ár í
„veikindi" og fengið full laun allan
tímann.
Pað er Charles-Ferdinand
Nothomb. sá ráðherra sem er ábyrg-
ur fyrir opinberum starfsmönnum í
landinu, sem ætlar að fara fram á við
samráðherra sína í ríkisstjórninni aö
reglunum verði breytt.
Hann hcldur því fram aö sumir
opinberir starísmenn misnoti mjög
veikindafrísreglurnar sem gefa
þeim rétt til að vera veikir þrjátíu
daga ó ári hverju og fá samt full laun.
Ef þeir dagar eru ekki notaðir að
fullu geta menn scm konur safnað
þeinr sáman og vcrið svo vcik svo
mánuðum ef ekki árum skiptir.
„Það cr farið að líta á þrjátíu daga
vcikindaleyfið sem rétt scnt sjálfsagt
er að nota. Því verður að breyta,"
sagði Nothomb.
Sovétríkin:
SUNGIÐ Á VOLGU
- í fyrstu myndbandsmyndinni sem Sovétmenn framleiða
Moskva-Rcutcr
Fyrsta myndbandsmyndin hcfur
verið framleidd í Sovétríkjunum og
er um að ræða söngleik sem gerist
um borð í fljótabát á Volgu. Það er
poppsöngkonan Alla Pugacheva
sem fer með aðalhlutverkið í mynd-
inni.
Myndbandaiðnaðurinn í Sovét-
ríkjunum eflist óðum og nú þegar
eru margar bíómyndir fáanlegar á
myndbandi. Söngleiksmyndin „Öll
þessi hátíð. þar á meðal þú og ég" er
þó fyrsta myndin sem gerð hefur
verið sérstaklega fyrir myndband.
Söngkonan Pugachcva cr vinsæl í
heimalandi sínu og kom m.a. fram á
nýafstöðnum tónleikum sem haldnir
voru til styrktar fórnarlömbum
kjarnorkuslyssins íTsjernóbíl.
Nokkuð hefur verið um aö ýmis-
konar „vafasöm" nryndbönd hafi ver-
ið sýnd í Sovétríkjunum og hafa ófá
réttarmálin sprottið upp vegna
þessa. Nýlcga sagði dómari einn í
Ukraínu að eina leiðin til að sporna
við innflutningi myndbanda frá
Vesturlöndunr cr væru neikvæð hug-
myndafræðilega séð væri að fram-
leiða góðar sovéskar myndbands-
myndir. „Öll þessi hátíð, þar á
meðal þú og ég“ er fyrsta svar
Sovétmanna við vestrænum „Ram
bóum".
Eru hvaiir vitibornar skepnur?:
TÓKU LAND í ÁSTRALÍU
Pcrth-Reuler
Fiskimenn og aðrir sjálfboðaliðar
höfðu í frammi miklar björgunarað-
gerðir í gær til að reyna að halda
lífinu í einum hundrað hvölum sem
strandaðir voru cftir að hafa synt í
land við strönd eina í Vestur-Ástral-
íu.
Björgunarmennirnir höfðu mynd-
að heljarins mikla röð og var vatn
látið ganga milli manna í fötum og
því hellt yfir hvalina. Tilgangurinn
var að halda í þeim lífi þar til
sérfræðingar kæmu á staðinn og
drægu þá til sjávar á nýjan leik.
Hvalirnir strönduðu nálægt Aug-
usta sem er um 315 kílómetra suður
af borginni Perth.
V-Þýskaland:
Boðið upp á bjórgutl
Munchen-Reuter
Heilsubylgjan fer nú sem eldur
um sinu um allan heim og hlífir
engu, ekki einu sinni hinni 176 ára
gömlu bjórhátíð í Bæheimi, nánar
tiltekið í borginni Munchen. Þar
hefur verið drukkinn bjór og háv-
aði hafður í frammi á Októberhá-
tíðinni svokölluðu lengur en elstu
menn muna eða í 176 ár eins og
áður sagði.
Hátíðin í október á þessu ári
verður þó frábrugðin fyrri hátíðum
í því að nú verður til sölu óáfengur
bjór í hinum risastóru tjöldum sem
í Bæheimi
reist eru í tilefni glaumsins.
Gabriele Weishaupl ferðamála-
stjóri borgarinnar sagði frá þessu
er hún kynnti dagskrá bjórhátíðar-
innar í ár. Verðið á óáfcnga bjórn-
um vcrður svipað og á hinum
raunverulega bjór.