Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 6
Tíniinn
MALSVARIFRJALSLYNDIS, SAMVINNU OG FELAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog
Framsóknarfélögin í Reykjavik
Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason
Ritstjóri: NíelsÁrni Lund
Aðstoöarritstjóri: OddurÓlafsson
Fréttastjóri: GuðmundurHermannsson
Aðstoðarfréttastjóri: Eggert Skúlason
Auglýsingastjóri: SteingrimurGíslason
Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsimar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45,- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Endurskoðun framfærslulaganna
Alexander Stefánsson félagsmálaráöherra
hefur nú fyrir nokkrum dögum skipað nefnd,
sem hefur það verkefni að endurskoða fram-
færslulögin frá 1947. Að dómi margra eru þau
lög, svo prýðileg sem þau voru á sinni tíð, orðin
úrelt í ýmsum greinum og þörf á endurbótum
og breytingum. Lög verða að vera í takt við
tímann.
Sveitastjórnarmenn eru þeir, sem fram-
kvæmd framfærslulaga hvílir einna mest á, og
hafa þeir óskað eftir breytingum á lögunum. I
starfi sínu sem félagsmálaráðherra hefur Alex-
ander Stefánsson lagt mikla áherslu á, að
ráðuneytið hafi forystu um stefnumótun í mörg-
um málum. Nægir þar að nefna húsnæðismálin
og nú framfærslumálin.
Við umræður, sem urðu á Alþingi í framhaldi
af ráðstefnu um fátækt á íslandi, lýsti hann því
yfir, að hann mundi beita sér fyrir rækilegri
athugun á þeim málum. Endurskoðun fram-
færslulaganna er í raun og veru liður í aðgerðum
til þess að jafna lífskjör á íslandi. Við hljótum
að spyrja af hverju kjör séu svo mismunandi
sem raun ber vitni, og í framhaldi af því hvernig
stuðla megi að því, að allir eigi kost á að lifa
mannsæmandi lífi. Hver einasti þegn þessa
lands á rétt á að njóta lágmarkslífsgæða.
í tengslum við endurskoðun framfærslulag-
anna verður að athuga mörg atriði. Meðal þess,
sem hlýtur að verða kannað er hvernig barnalög,
barnaverndarlög og fjölskyldumál tengjast þeim
markmiðum að jafna kjör fólks og tryggja öllum
gott uppeldi.
í umræðunum um fátækt á íslandi kom það
fram, að í kjölfar baslsins og efnahagserfiðleik-
anna fylgdu sundraðar fjölskyldur. Upplausn
heimilanna hefur í för með sér óheillavænleg
áhrif á börn og unglinga. Efling fjölskyldunnar
sem grunneiningar þjóðfélagsins er eitt mikil-
vægasta verkefni þjóða um þessar mundir. Það
með er ekki sagt að hjónaskilnaðir séu undan-
tekningarlaust af hinu illa. Þvert á móti geta þeir
verið öllum aðilum til góðs. En þar sem heimili
sundrast vegna fjárhagsvandræða, óreglu og
volæðis, þá er börnunum hætt og staða þeirra í
lífsbaráttunni allmiklu lakari en þeirra, sem búa
við góðar aðstæður og heilbrigða lífshætti.
Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á, að
þessi mál verði öll könnuð ítarlega og leitað ráða
til þess að veita öllum þegnum landsins mögu-
leika á að njóta gæða lífsins og búa Við öryggi.
Það verður að standa vörð um það sem áunnist
hefur og bæta úr því, sem miður fer. Fátækt á
íslandi er þjóðarskömm. Hér á landi eru öll skil-
yrði þess að allir geti búið við bærileg kjör. Það
er bæði rangt og hættulegt að halda því fram, að
öryggi og framtak einstaklinga geti ekki þróast
hlið við hlið. Fagna ber frumkvæði félagsmála-
ráðherra að endurskoðun framfærslulaganna.
6 Tíminn
Siðvæddir í hagsmuna
árekstri
Það hcfir ckki farið frain hjá
ncinum, að liafín er alvöruþrungin
umræða um siðferði í landinu.
Allir cru með siðferðinu en á móti
spillingunni. Lengi vel var umræð-
an einkum tengd fjármálaumsvil'-
um stjórnmálamanna og þeirri
hættu sem í því getur leynst að vera
vinur vina sinna - ef þeir eru í
öðrum stjómmálaflokki. Orðið
HAGSMUNAÁREKSTRAR var
á hvers manns vörum, cnda ábúð-
armikið orð og laust við alla lcttúð.
Sá sem notar svo þrungið hugtak
getur ekki farið með ncitt flcipur.
Eina vörnin í hagsmunaárekstri er
rétt og heiðarlegt SIÐFERÐI. Sið-
væddir geta menn beðið spenntir
eftir hagsmunaárekstrunum -
(þessu er hnuplað úr útvarpi Matt-
hildar).
„Siðferði erveruleiki“
En eins og vænta mátti koinust
menn brátt að því, að siðfcrði náði
yfir fleira en peninga. Heimspek-
ingar minntu á þá köldu staðreynd,
að siðferði væri veruleiki, eitthvað
í líkingu við tungumál. Þetta opn-
aði nýjar víddir. Var kannski allt.
sem við gerum eitthvað tengt sið-
ferði? Allir eru sammála um, að
stjórnmálastarf sé einkum og sér í
lagi siðferðilegt, - eða öllu heldur
ósiðlegt. Allt, sem snertir vald,
ákvarðanir, stjórnun er á einhvem
hátt hættulega nálægt spillingu.
„Og augu þeirra lukust upp og þau
sáu að þau vora nakin“. Kratamir
voru búnir að sjá fyrir, að fjármál
voru svo siðlaus, að þeir kusu ekki
þingmenn í bankaráð, heldur
ópólitiska menn. Átöppunarmeist-
ari í Sjálfstæöisflokknum baðst
undan pólitískum íhlutunum í ný-
sköpun atvinnulífs og „einkafram-
takið" bar fram þá frómu ósk, að
ráða fjármálum landsins svo út-
rýint yrði siðspillandi áhrifum
stjómmálamanna í ríkisbönkum.
Siðvæðingin fór eins og eldur í sinu
um þjóðfélagið.
Peningar eru ekki ailt
En „siðferði er veruleiki“ og
peningar eru ekki allt. Siðspillandi
mengun stjórnmálamanna nær vítt
og breitt um þjóðfélagið, svo jafn-
vel hreinum er ekki allt hreint. í
barnslegu sakleysi hafði Kvenna-
listanum yfirsést. Þær sem þar
ráða málum létu undan þeirri
freistingu að kjósa fulltrúa sinn í
útvarpsráð. Þar var þó hvað síst
Fimmtudagur 31. júlí 1986.
hægt að sleppa við að taka beinan
eða óbcinan þátt i stjómmálaspill-
ingu samtímans.
Bankaráðin eru vissulega slæm,
en útvarpsráð þó næstum því verra.
Sé siðferðið vemleiki þá er spillingin
það ekki síður. Og spillingin er
samkvæmt skilgreiningu þjóðar-
innar fyrst og fremst pólitísk.
Lýðræðið er umræða
Kvennalistinn hefír nú viður-
kennt yfesjón sína og k>far að úlncfna
ekki fídltrúa í ráðiö efúr næstu kosning-
ar. Hvort aðrir flokkar fylgja for-
dæminu er ekki vitað þegar þetta
er ritað, en fari svo leysist af sjálfu
sér sú fróðlega deila, sem risin er
milli útvarpsráðs og útvarpsstjóra
um hver ráði í Ríkisútvarpinu.
Siðferðisumræðan mun halda
áfram af þunga og alvöru. Og nýir
stjómmálaflokkar munu rísa upp
og krefjast siðvæðingar og freist-
ingurnar og forvitnin munu slæva
þrek þeirra og stjórnmálin munu
halda áfram að vera baráttan um
það hver eigi að ráða framvindu
þjóðfélagsins og hverjir fái stöður
og bitlinga. Allt er þetta hluti af
lýðræðinu, og ef til vill er hin
frjálsa umræða um þarfa hluti og
óþarfa skásta formið á samskiptum
okkar.
VÍTT OG BREITT
Vit haft fyrir
ökuníðingum
Á örfáum dögum hafa á fjórða
hundrað ökumenn verið kærðir
fyrir of hraðan akstur og hátt á tvö
þúsund fengið áminningu. Þetta er
afraksturinn af svokölluðu átaki,
sem umferðaryfirvöld standa að í
því skyni að draga svolítið úr
lífshættunni sem af samgöngum
stafar.
Svo háar tölur valda mönnum
vonbrigðum, segir framkvæmda-
stjóri Umferðarráðs í blaðaviðtali.
Á hann væntanlega við fjölda brot-
legra ökumanna og þær tölur sem
eru sýnilega á hraðamælum bíl-
anna þegar ökuníðingarnir eru á
ferð.
Hraðamælingar löggæslumanna
síðustu dagana sýna ótvírætt
það sent haldið hcfur verið frant
hér í blaðinu aftur og aftur um
árabil, að glæpsamlegur hraðakst-
ur er undirrót siðlausrar umferðar
þar sem ökuþórum leyfist átölulítið
að leggja líf og limi samborgara
sinna í lífshættu.
Því „átaki" sem nú er hafið má
ekki linna. Það er ekki nóg að
halda uppi tímabundinni löggæslu
á þessu sviði. Hún verður að vera
til frambúðar og hvergi má slaka á.
Því ófremdarástandi verður að
linna, að nær tveir af hverjum
þrem ökumönnum brjóti ákvæði
umferðarlaganna um hámarks-
hraða, eins og fram kemur í saman-
tekt um mælingarnar síðustu daga.
Ávinningurinn mikill
Ef það tekst að dempa ökuhrað-
ann og halda honum sem mest
innan löglegra marka mun brátt
koma í Ijós hvílíkur ávinningur
mun af hijótast. Slysum fækkar að
mun og þau sem henda verða ekki
eins alvarleg. Fjármunasóunin mun
einnig minnka verulega. Arekstr-
um fækkar og skemmdir á ökutækj-
um minnka. Gæti jafnvel farið
svo að tryggingafélög sæju sér fært
að lækka iðgjöld af bílatrygging-
um.
Enn er ótalið að bílar munu
endast Iengur og viðhaldskostnað-
ur minnka. Það er sem sagt allt að
vinna ef það tekst að halda níðing-
unum í skefjum.
Bílaumferðin er orðin svo snar
þáttur í daglegu lífi að það skiptir
miktn máli að hún geti gengið
snurðulaust fyrir sig og sem áfalla-
minnst. Bílstjórar eru almennt
ekki færir um að hafa þá stjóm á
sjálfum sér og bílunum sem þeir
sitja undir stýri í. Því verður að
hafa vit fyrir þeim og þar kemur til
kasta umferðarlögreglunnar.
Að flýta sér hægt
Það er því hárrétt ákvörðun að
fara nú af alvöru að fylgjast með
hraðakstrinum, og hefði mátt
verða fyrr. Helst þarf eftirlitið að
vera svo öflugt að hraðakstursfíflin
geti aldrei og hvergi verið óhult um
að með þeirn sé fylgst og eigi það
á hættu að vera staðnir að verki.
Það þarf ekki endilega að beita
viðurlögum gagnvart brotlegum
ökumönnum, nema að um alvarleg
brot sé að ræða. Enda er sú raunin
að mun fleiri fá áminningu en
sektir af þeim sem teknir hafa
verið síðustu daga. Aðalatriðið er
að bílstjórar viti að fylgst er með
þeim og að það getur borgað sig að
flýta sér hægt. Með því að stöðva
þá sem aka of hratt, þrasa við þá
og tefja og leiða þeim fyrir sjónir
að þeir eru brotlegir og hættulegir
í umferðinni, ætti að vera hægt að
kenna þeim betri sjði.
Ef það er bráðnauðsynlegt að
leyfa mönnum að fá útrás í hrað-
akstri. ætti að vera hægt að koma
upp sérstökum brautum fjarri
byggð og leyfa þeim að andskotast
þar. Það má kalla það rall eða
eitthvað annað, og skiptir ekki
máli.
Aðalatriðið er að ökuníðingarn-
ir stundi ekki iðju sína á götum
bæja eða á vegum þar sem þeir eru
öðrum hættulegir.
ÓÓ