Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 16

Tíminn - 31.07.1986, Blaðsíða 16
t5RAT 'Sími 24838 Férðist meðVISA ÍSLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ varö aö sætta sig við annaö tap fyrir V-Þjóöverjum í landsleik í knattspyrnu á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þjóö- verjarnir unnu 5-0 í gær. íslenska liöiö átti þokkalegan fyrri hálfleik en spilaöi ekki vel í þeim seinni. Virtust nokkuö þreyttar. Þær þýsku voru bæöi fljótari og betri meö boltann. ■iK.'í Bandarískir embættismenn „slegnir og reiöir:“ Bandarískir embættismenn sem ekki vilja láta nafns síns getið segjast vera „slegnir“ og „reiðir" yfir því að Steingrímur Hermannsson forsætis- ráðherra hafi birt skjöl þau um málið sem sýndu að viðskiptaráð- herra Bandaríkjanna hafi verið bú- inn að ákveða að leggja fram kæru varðandi hvalveiðar (slendinga. Steingrímur sá sig tilneyddan að leggja gögnin fram cftir að banda- rískir embættismenn höfðu rengt orð hans um málið. Hinir reiðu og slegnu embættis- menn segja að Steingrímur hefði engan rétt til að birta skjölin þar sem þau hefðu verið send íslensku ríkis- stjórninni í algerum trúnaði. Þess má geta að skjölin sem birt voru blaðamönnum bera þess engin merki um að trúnaðarskjöl sé að ræða. Það vekur athygli í þessu máli, að hinir bandarísku embættismenn vilja ekki láta nöfn sín uppi en hafa þó stór orð um málið. Hvalveiðar liggja nú niðri vegna sumarleyfa hvalveiðimanna, en munu hefjast á ný þann 20. ágúst að öðru óbreyttu. Því er nokkur bið- staða í málinu. Nú er beðið eftir svari Bandaríkja- stjórnar við tilmælum tslensku ríkis- stjórnarinnar um að Malcom Bald- ridge, viðskiptaráðherra Bandaríkj- anna ræði við Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra um hvalveiði- málið. Talið er að viðræður þeirra geti hafist í næstu viku. Halldór Ásgrímsson sagði í sam- tali við Tímann að hann vonaðist til að menn gæfu sér ráðrúm til að ræða saman í góðu andrúmslofti. Það væri mikilvægt að mcnn stöldruðu við, hættu að tala um hver sagði hvað, en reyni þess í stað að lægja öldurnar á meðan viðræður eigi sér stað. Að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um málið, enda væri það ekki rétt áður en viðræður hæfust. ríminii SegjaSteingrímhafa birt trúnaðarskjöl - Viðræður við Bandaríkjamenn hugsanlega í næstu viku Reykjavík í 5. sæti Reykjavíkurborg var sjálf í sæti 5. gjaldahæsta lögaðila í borginni með 51.317.451 króna heildargjöld. Ein örlítil prentvilla í yfirliti frá Skattstofu Reykja- víkur varð til þess að lækka gjöld „afmælisbarnsins" um sléttar 40 milijónir og draga borgina' niður í 18. sæti, en það leiðréttist hér með. Borgin er 5. skatthæsti greiðandinn í Reykjavík, næst á eftir: Landsbanka, SÍS, IBM og Búnaðarbankanum. Frí 18. ágúst! Þorsteinn Pálsson fjármálaráð- herra hefur ákveðið að starfsfólk stjórnarráðsins fái frí úr vinnu á afmælisdegi Reykjavíkur 18. ágúst næstkomandi. Starfsfólk Reykjavík- urborgar mun einnig fá frí frá störf- um að því er Davíð Oddsson borgar- stjóri skýrði frá á blaðamannafundi í gær. Borgarstjóri lét þess einnig getið að það væri von sín að atvinnurek- endur almennt gæfu frí þennan dag og gæfu þannig starfsfólki sínu kost á að taka fullan þátt í hátíðahöldum dagsins. Vatnssæknar golfkúluri Sigurður Pétursson golfleikari er ekki að skoða spegilnivnd sína í vatninu, heldur er hann að leita að kúluskömm sem sótti i vatnið. Það má húast við að fleiri kúlur fari í þetta vatn áður en vikan er liðin því invndin var tckin á Hólmsvelli í Leiru þar seni Landsmótið i golfi stendur nú sem hæst. í gær hófst keppni í meistaraflokkum karla og kvenna. Tímamynd Pétur. Hafbeitarstööin Blælax: Seiðaslepping á sextugu dýpi Nýr háttur var á hafður við slepp- ingu sjógönguseiða í hafbeitarstöð- inni Blælaxi við Isafjarðardjúp nú nýlega. Með 2 þús. seiði var siglt á bát út í mynni ísafjarðardjúps og þeim sleppt þar á 66 faðma dýpi. Mun þetta í fyrsta sinn sem þessi háttur er á hafður við seiðasleppingu hér við land. En að sögn Gylfa Guðjónssonar, forsvarsmanns Blæ- lax hcfur þetta verið prófað á vestur- strönd Bandaríkjanna og þar gefist mjög vel, þ.e. að endurheimtuhlut- fallið hefur reynst gott. Blælax - sem er ný hafbeitarstöð við Blævadalsá í ísafjarðardjúpi - sleppti alls 6 þús. seiðum í sjó á þessu fyrsta starfsári. Hinum 4 þús. var sleppt á hefðbundinn hátt í fjöruna niður undan stöðinni. Öll seiðin sem sleppt var voru merkt. þannig að góður samanburður á að fást á því hvor hópurinn skilar sér bctur - sá sem sleppt var í fjörunni eða sá sem siglt var með á haf út. Að sögn Gylfa slendur einnig til að ganga á nýjan hátt frá móttöku- búnáði, sem setja á upp neðan við stöðina nú í haust til að taka á móti laxinum úr hafbeitinni. En einn vandi hafbeitarstöðva hefur einmitt verið sá að fá laxinn til að ganga inn í stað þess að safnast úti fyrir stöðvunum. Takist vel til með þenn- an búnað sagði Gylfi það geta skipt sköpum fyrir hafbeitarstöðvar. Seiðin sem Blælax sleppti að þessu Blælax fær vatn úr Blævadalsá í tjarnirnar sem gerðar hafa verið skammt frá árósnum. í tjörnunum eru seiðin búin undir hafbeitina. sinni voru keypt frá tveim seiðaeldis- stöðvum. Hins vegar sagði Gylfi seiðaverð nú það hátt - 75 kr. stykkið - að hafbeitarstöðvar - þar sem mikill minnihluti seiðanna skilar sér til baka - gætu ekki staðið undir því. Gylfi kvaðst hins vegar líta björtum augum til að hafa samstarf við seiðaeldisstöðina íslax við Djúp um ræktun seiða af þeirra eigin stofni (Blælaxstofni) þannig að Blæ- lax þurfi ekki einnig að fara út í seiðaeldi. Blælax er 3. fiskeldisstöðin við ísafjarðardjúp. Fyrir voru seiðaeld- isstöðin Islax og kvíaeldisstöðin í Reykjanesi. Hugmyndir þeirra Blæ- laxmanna eru að stækka stöðina verulega á næstu árum ef þær tilraun- ir sem þeir standa nú í koma til með að gefast vel. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.