Réttur


Réttur - 01.04.1980, Qupperneq 12

Réttur - 01.04.1980, Qupperneq 12
ember barmaði svo ríkisstjórnin flokkinn, sem síðan varð að starfa í banni laganna í tæpan aldarfjórðung, uns liann sigraði. Er flokkurinn var bannaður hafði hann 60.000 meðlimi. Tito hafði gengið í Za- grebdeild Sosíaldemókrataflokksins í október 1920 og hún varð rétt á eftir deild úr Kommúnistaflokknum. Þannig varð Tito flokksbundinn kommúnistí. Starf í banni laga og í fangelsi Leynistarf Titos leiddi brátt til þeirra afleiðinga.sem tíðar voru hjá kommúnist- um þeirra tíma: 4. ágúst 1928 var hann tekinn fastur, dæmdur í 5 ára fangelsi, hafði sjálfur varið sig vel fyrir réttinum að kommúnista hætti. í fangelsinu var hann kvalinn og honum misþyrmt svo að hann hugði sér ekki líf. Honum tókst að smygla út hréfi með lýsingunni á skelf- ingunum og hjálparbeiðni. Þetta hréf komst leiðar sinnar og er birt í Internat- ionale Presse k orrespondenz“, sem Al- þjóðasamband kommúnista gaf út í Ber- lín 24. ágúst 1928, hls. 1696. (Leyniþráð- urinn hefur verið í lagi, að svo fljótt skyldi ganga). Fyrirsögnin er „Neyðaróp úr helvíti júgóslavneskra fangelsa“ (á þýsku). Undirskriftin er Josip Broz. Síð- ustu orð hréfsins eru: „Ég mun heldur deyja en staðfesta þá lygi, sem lijgxeglan heimtar ég staðfesti um álognar sakir á félaga mína .... Verið þið sælir, félagar! Ég mun brátt ekki geta staðið í fæt- urna, svo er af mér dregið . . .“ Josip Broz.“ (Ég hef þetta bréf prentað í fórum mín- um og birti það hér í heild. E.O.). Tito var í Lepoglava-fangelsinu, nærri Zagreb, sem hann lengi bjó í, frá janúar 1929 til júní 1931. Þar kynntist hann Móza Pijade, einum hesta menntamanni og marxista flokksins, sem kom þangað ári á eftir honum og var að taka út 20 ára fangelsisdóm. Með þeim tókst ævi- löng vinátta. I júní 1931 var Tito fluttur í Maribor- fangelsið, sem var ennþá miklu verra en hitt. Þar kynntist Tito öðrum ágætum kommúnista, Rodoljub Colakovic-, sem einnig varð ævilangt félagi hans. Stund- um gátu kommúnistarnir komið saman í það, sem þeir í gamni kölluðu „hur- geisasamkvæmi“, - þá var einni sígarettu skipt milli fjögurra til að reykja — og „Internationalinn" og fleiri byltingar- söngvar sungnir. Og leslningir voru haldnir á laun, bækur eftir Marx, Engels, Rosu Luxemburg o.fl., sem smyglað var inn, lesnar og ræddar. Fangelsin voru stundum sem háskólar fyrir kommúnista í löndum, þar sem flokkurinn var bannaður. í leynistarfsemi — frjáls Þegar Tito var látinn laus úr fangelsi 12. mars 1934, hafði hann þegar gengið í gegnum allmikið a.f þeim harða skóla, sem kommúnistar þessara tíma og þess- ara landa urðu að þola. En ekki var það auðveldara, er við tók. Hann hóf nú leynistarfsemina í flokkn- um, sem vart hefur talið meir en 1000 félaga í allri Júgóslavíu á þessum tíma: slíkur fjökli hafði verið drepinn, fang- elsaður eða orðið að flýja land. Hann tek- ur nú að skipuleggja hverja leynilegu ráðstefnuna á fætur annari, á einni þeirra kynntist hann Kardelj3, sem varð einn af 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.