Réttur


Réttur - 01.04.1980, Síða 25

Réttur - 01.04.1980, Síða 25
ágreiningsmál til hliðar en sameinast um það sem allir gætu sætt sig við. í raun hefur þetta því miður orðið samkomulag um það eitt að telja sífellt fleiri krónur upp úr launaumslögunum, meira og meira af rýrum krónum, sífellt meira af eirkrónum, álkrónum, flotkrónum og svifkrónum. Jafnframt hefur samning- um verið hagað svo að gerð þjóðfélagsins breyttist ekki. Allt er reiknað í prósent- um, en í þeirri aðferð felst að fái aldur- hniginn maður eða. fatlaður rúmar 20 þúsundir skuli ráðherra fá fjórðung mil- jónar; jiað er sama prósentan. Sama máli gegnir um vísitöluna; þeir sem hafa hærri tekiur en vísitölufjölskyldan hagnast á verðbólgunni, ]>eir sem hafa lægri tekjur tapa og jreim mun meir sem þeir eru snauðari, því að ekkert hefur hækkað jafn stórlega og brýnustu nauðþurftir. Ég skal nefna dæmi af sjálfum mér. Ég get ekið bifreið og bíll er mér lífsnauðsyn ef ég á ekki að láta mér nægja að kúra inni. í fyrra nægði Hfeyrir minn frá Trygginga- stofnuninni til þess að fylla geyminn sex sinnum á mánuði, nú þrisvar sinnum. Ia'fskjör mín gagnvart bensíni liafa verið skert um helming þótt ég njóti fullrar vísitölu. Og jressi upphæð rennur öll í ríkissióð því að j^angað fer meira en lielmingur af bensínverðinu; jrað er tek- inn skattur af fötlun manna ekki síður en öðru. Ég stend undir þessum bagga, fæ eftirlaun frá alþingi og er sæmilega vinnufær. En mér er kunnugt um fjölda fatlaðra sem hafa orðið að farga bíl og setjast í stein sem sumir telia helgan en ég vanhelgan. Hliðstæða sögu má seg'a um öll önnur svið, í óðaverðbólgunni hefur ekkert hækkað eins mikið í verði og brýnustu nauðþurftir og það bitnar harðast á jreim sem snauðastir eru. í byrjun síðasta áratugs voru peningakjör fatlaðs fólks og aldraðs bætt verulega en ég er sannfærður um að sú kjarabót hef- ur öll verið tekin aftur í verki síðan, jrótt enginn langlærður hagfræðingur hafi séð ástæðu til Jress að reikna Jrað út. Hrikalegasta misréttið Hér endur fyrir löngu sungum við um það að hin kúgaða stétt gæti hrist klafa sinn og orðið voldug og sterk. Hin kúg- aða stétt á íslandi um þessar mundir er fatlað fólk í víðustu merkingu þess orðs, þar á meðal kornabörn og háaldrað fólk. Samkvæmt stöðlum sem reiknaðir hafa verið annarstaðar á Norðurlöndum er fjöldi þessa fólks 15% af íbúatölu hverju sinni, en það jafngildir 30—40 þúsund manna hér á íslandi. Gildi J^essa fólks er metið til peninga eins og allt annað. Gildi okkar er reiknað í prósentum og krónufjölda. Við sem taldir eru 75% fatlaðir, j>.e. fjórðungur úr manni, fáum bætur i'ir almannatryggingum sem nema um einni miljón króna á ári; það er bæt- ur fyrir Jrað sem við höfum misst. Það sem eftir er af gildi sjálfra okkar er jariðj- ungur úr miljón á ári hverju. Taki ég dæmi af sjálfum mér og reikni með að ég nái meðalaldri karlmanna er andvirði mitt til æviloka talið jafngilda bíldruslu. Þeir sem ekki bafa aðrar tekjur til fram- færslu en bætur almannatrygginga fá líf- eyri í viðbót og geta komist upp í ámóta mikið á ári og ráðherra hefur á mánuði, og er þó tekjugreiðandinn hinn sami, rík- issjóður. Svipuðu máli gegnir um alla Jrætti þessa vandamáls. Ef háseti missir fót við vinnu sína fær hann miklu minni bætur en útgerðarmaður sem verður fyr- ir sarna áfalli við störf. Farist háseti við 89

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.