Réttur


Réttur - 01.04.1980, Page 29

Réttur - 01.04.1980, Page 29
BJARGIÐ JAMES MANGE FRÁ BÖÐLUM SUÐUR-AFRÍKU Víða um lönd, m.a. Norðurlönd, er nú háð barátta fyrir að bjarga lífi ungs svert- ingja undan biiðidsexi fasistastjórnar- innar í Suður-Afríku. James Alncedisi Mange er fæddur 30. mars 1949 í Johannesburg, missti föður sinn 1966, vann fyrir móður sinni og síð an eigin fjölskyldu við þau sultarlaun, sem blökkumönnum eru greidd. Þegar hann kvartaði ásamt lélögum sínum út af hungurlaununum var hann rekinn úr James Mncedise Mange Kona hans og barn hafa heyrt dauðadóminn. vinnu. 1976 gekk hann í baráttusveit frelsissinna, Umkhento we Siswe. Konu sína og son varð hann auðvitað að skilja eftir. Mange sýndi framúrskarandi hreysti jafnt í baráttunni, sem fyrir dómstólum fasistastjórnarinnar eftir að hún náði honum og lét dæma hann til dauða. Krafan er að Mange, fanganúmer hans er Pietermaritzburg 12, sé meðhöndlaður sem stríðsfangi eftir Genf-sáttmálanum, en ekki líflátinn. Mótmæli eru send til Botha-stjórnarinnar: Union Building, Pretoria, Suður-Afríku. 93

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.