Réttur


Réttur - 01.04.1980, Qupperneq 32

Réttur - 01.04.1980, Qupperneq 32
verið arð'rændar af drottnandi stéttum Evrópu og Norður-Ameríku um lengri eða skemmri árabil. Þrælaveiðar, jarðrán, verzlunareinokun, nýlendu- kúgun í einni eða annarri mynd, samfara styrj- öldum gegn þessum þjóðum til að ræna þær frelsi eða halda þeim undir okinu, eru höfuðorsök þess, hve illa þessar rændu þjóðir nú eru staddar. Það er í senn söguleg skýlda og skynsamleg stjórnhyggja af þeim þjóðum, er verið hafa á einn eða annan hátt herraþjóðir gagnvart hinum arð- rændu þjóðum, að tryggja skjóta og góða upp- býggingu slíks grundvallar fyrir atvinnu- og fé- lagslíf þessara þjóða, að lífskjör þeirra fari hrað- batnandi. En þau fara versnandi nú. 30000 börn deyja á degi hverjum úr sulti eða hungursjúkdóm- um hjá þessum þjóðum. (Skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna). Aceins stórfelld og rausnarleg hjálp til sjáifs- hjálpar getur breytt þessari öfugþróun. Slík sjóðsstofnun sem hér er lagt til mundi gera slíkt fljótt og vel. Hinar fátæku þjóðir, sem nú hafa flestar öðlazt stjórnfrelsi, eru stoltar og viðkvæmar. Þær eru ekki að betla um bauð. En þær eiga inni hjá herraþjóðunum, og þá skuld á að borga. Og við slíkri greiðslu mundu þær taka. Það særir ekki metnað þeirra. Einmitt það, að verið er að greiða ránsfeng til baka og borga skaðabætur, er það form, sem í senn er sögulega rétt og pólitískt hentugt. Vér íslendingar höfum einmitt sögulegu for- sendurnar til þess að koma með slikar tillögur. Vér vorum öldum saman arðrændir sem nýlendu- þjóð. Jón Sigurðsson forseti gerði það að einu höfuðatriðinu í frelsisbaráttunni vð Dani, að þeir greiddu oss til baka það, sem þeir hefðu rænt oss, og bættu oss það tjón, er þeir hefðu valdið oss með einokunarverzlun (lágu verði á islenzkum afurðum, háu á erlendum vörum) og öðru. Hann vildi þannig trýggja fátækri þjóð vorri fjármagn til uppbyggingar atvinnulífs í rúnu landi. Það er þetta vandamál, sem nú blasir við hin- um fátæku þjóðum. Vér íslendingar eigum að leggja til að leysa það í anda Jóns Sigurðssonar. Það þarf hins vegar að trýggja, að fé þetta komi hinum fátæku þjóðum að gagni. Ef það væri bara borgað stjórnum þeirra, yrði máske miklu af því varið til herbúnaðar, óhófs eða ann- ars miður heppilegs fyrir alþýðu manna og lífs- kjör þjóðar, því að margra grasa kennir hjá þess- um þjóðum sem öðrum um stjórnarfar og stjórn- vizku. Því er lagt til, að fé það, er fornu herraþjóð- irnar greiði, sé lagt í sjóð, er Sameinuðu þjóð- irnar stjórni og varið sé til uppbýggingar á at- vinnu- og félagslífi þessara þjóða. Sé heildar- ætlun gerð um slíka uppbyggingu, þvi að m. a. þarf að taka tillit til þess, að eigi verði byggð sams konar framleiðslutæki í flestum löndunum, er síðan kýnnu að valda offramleiðslu einstakra vara, en skorti á öðrum, heldur sé skynsamleg verkaskipting höfð. En séráætlun sé saman í sam- ráoi við stjórnarvöld hverrar þjóðar. Atvinnutækin og þær menningar- og heilbrigðisstofnanir, sem reistar séu fyrir þetta fé, ber að afhenda viðkom- andi þjóð sem eign hennar. Auðvitað ræður hún síðan sjálf, hvernig hún ráðstafar þeim, en nauð- sýnlegt er, að þjóðinni sem heild sé afhent þetta til eignar í upphafi og það kvaðalaust. Öll lán til þessara þjóða eru aðeins áframhald arðráns í annarri mynd. Nú er það svo, að af 47 milljarða dollara aðstoð, sem þessar þjóðir hafa fengið á 10 árum, hafa á sama tíma 13 milljarðar dollarar tapazt vegna óhagstæðra verðbreytinga og 21 milljarður dollara runnið til baka til riku þjóðanna sem vextir og gróði. Auðvitað ýrði að ákveða nákvæmlega, hvaða þjóðir það væru, sem kröfu ættu á slikum skaða- bótum. Engar þær þjóðir, sem nú búa sem heild við sæmilegar þjóðartekjur, þótt verið hafi undir- okaðar sem nýlendur á ákveðnu skeiði (t. d. Bandarikjamenn, íslendingar, Norðmenn og aðr- ar þjóðir Noröur-Ameríku og Evrópu), kæmu til greina. Aðeins þjóðir, sem byggju við slæm lifs- kjör (t. d. undir 500 dollara tekjum á mann á ári), kæmu til greina. Hvað snertir getu hinna ríku þjóða til að greiða, þá þarf ekki um hana að efast. Vafalaust yrði heppilegast, að þær skæru um leið niður hern- aðarútgjöld sín. Þá fýndu borgarar hinna ríku þjóða ekki fyrir þessum réttlátu framlögum. Hern- aðarútgjöld þeirra voru 1965 125 milljarðar doll- ara, Bandaríkin ein áætla hernaðarútgjöld sín árið 1966 60 milljarða dollara. íslenzka þjóðin sýndi það með þátttöku í „Her- ferð gegn hungri“, að hún vill, að eitthvað sé á þessu sviði gert. Sú tillaga, sem hér er lagt til að verði flutt, væri í senn i samræmi við vora sögulegu erfð og þjóðinni til sóma. 96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.