Réttur - 01.04.1980, Blaðsíða 33
Auövitaö var ekkert gert í þessum
anda. Hvernig átti líka ríkisstjórn og
flokkar hennar, sem flekaö höfðu ísland
inn í hernaöarbandalag hinna ríku ræn-
ingjaþjóða heims, — sem m.a. vildu nota
það til að halda nýlenduþjóðunum undir
okinu — að gera eitthvað gegn herrum
sínum og „bandamönnum“?!
Þessar ræningjaþjóðir, sem nú voru
tidaðar helstu „lýðræðisþjóðir‘‘ heims,
höfðu m.a. rænt upp undir 50 milljón-
um manna í Afríku og selt sem kvikfén-
að til Ameríku. Undir yfirstjórn enska
auðvaldsins í Indlandi styttist meðalald-
ur Indverja um 10 ár. Og þannig mætti á
öllum sviðum rekja rán og hörmungar,
sem þessar ríku þjóðir Evrópu leiddu yf-
ir þann meirihluta mannkyns, er |xer
drottnuðu yfir í upphaii þessarar aldar.1
Nú er svo komið, að margar þessar
forðum rændu nýlendna eru orðin sjálf-
stæð ríki, — að vísu enn fátæk og arð-
rænd, — en hinsvegar meirihluti í Sam-
einuðu þjóðunum. Og hinsvegar eyða
ríkustu þjóðir heims, eins og t. d. Banda-
ríkjaþjóðin, sem telur aðeins 5% jarðar-
búa en tekur til sín 26% af allri fram-
leiðslu mannkynsins, — of fjár í vígbún-
að, Bandaríkin t.d. aldrei glæfralegar og
meir en nú, — og þetta fé gæti alveg
bætt úr hörmungum hinna fátæku og
rændu þjóða, — ef almenn samtök yrðu
um það að knýja fram stórkostlega
minnkun á hernaðarútgjöldum þjóðanna,
en verja í staðinn miklu fé í það, sem
hér er lagt til — og bæta þarmeð fyrir
fornar syndir.
Slík minnkun vígbúnaðarins myndi
færa mannkynið fjær þeirri hættu, að
farast í atomstríði, — en bjarga hinsvegar,
ef rétt væri að farið, milljónum barna og
fullorðinna frá hungurdauða og reisa við
þær þjóðir, sem nýlendustefnan hefur
leikið verst.
Er engin von til þess að Alþingi íslend-
inga beiti sér fyrir því réttlæti öðrum
fyrrum kúguðum þjóðum til handa, sem
Jón Sigurðsson krafðist oss til handa
forðum?
SKÝRINGAR:
1 í „Rétti" 1966 rakti ég ýtarlegar en 1 greinargerð-
inni arðránið t nýlenclunnm í grein, sem hét „Ef
Jón Sigurðsson gerði reikningsskil hinna rændu
þjóða við þær ríku." (Bls. 1-4.)
97