Réttur


Réttur - 01.04.1980, Síða 36

Réttur - 01.04.1980, Síða 36
Reykháfurinn hangir í böndum V.S.N. og ég ritari. Hringir Erlingur til mín til Sigluíjarðar, þar sem ég hafði þá aðsetur sem framkvæmdastjóri Síldar- einkasölunnar og biður mig að koma ásamt góðu liði inneftir til aðstoðar. Síld- areinkaslan átti þá góðan, hraðskreiðan bát og lét ég hann koma til Siglufjarðar til þess að sækja okkur. En þar höfðum við ýmsir kommúnistanna setið á ráð- stefnu 6. júlí um tilhögun stéttabarátt- unnar á íslandi — og reyndi nú á að fram- kvæma góðar fyrirætlanir í reynd. Þann 7. júlí um morguninn snemma er haldið af stað frá Siglufirði með vel mannað lið, — í báti Einkasölunnar, er „gekk vel“ og komst til Akureyrar á 4 tímum í indælu veðri. Meðal þeirra manna er þar voru má geta þessara: Jón Rafnsson, Eyjólfur Árnason, Sverrir Kristjdnsson, Hermann Einarsson, Aðal- björn Pétursson, Eggert Þorbjarnarson, Björgvin Þorsteinsson, Ásgeir Bl. Magn- ússon og svo við Brynjólfur Bjarnason báðir og sjálfur lögregluþjónninn á Siglu- firði: Þóroddur Guðmundsson. Höfðu allir þessir verið á nefndri ráðstefnu — og auk J^ess einn norskur félagi, Haavard Langseth, sem komið hafði til landsins á vegum AlJrjóðasambands konnnúnista til að ræða við okkur og fékk nú að kynn- ast í reynd baráttu íslensku kommúnist- anna.1 — Líklega voru fleiri félagar frá Siglufirði með — og {Dætti mér vænt um, ef þeir, sem myndu betur létu mig vita nöfn Jreirra. Á bryggju einni á Akureyri tóku Jjeir Erlingur og Steingrímur og allstór hópur verkamanna á móti okkur og kl. 2 Jrann 7. júlí var nú haldið fylktu liði út í Iírossanes. Meðal Akureyringanna má nefna Jón Guðmann, Björn Grímsson, Sigþór Jóhannesson og síðar komu fleiri 100

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.