Réttur


Réttur - 01.04.1980, Page 38

Réttur - 01.04.1980, Page 38
inu í Glerárþorpi með íslensku og norsku verkamönnunum og talaði Langseth til þeirra norsku á þeirra máli, en þeir voru allir á einkasamningum lélegum, því verkalýðssamtökin í heimabyggð þeirra höfðu verið brotin á bak aftur. 14. júlí var stofnuð á Akureyri deild úr A.S.V. (Alþjóðasamhjálp verkalýðs- ins), til þess að safna fé og mat, til þess að tryggja afkomu verkfallsmanna meðan á verkfallinu stæði. Elísabet Eiriksdóttir varð formaður deildarinnar. Fljótlega vildi Holdö láta undan hvað kaup íslensku verkamannanna snerti, en honum var tilkynnt að hann yrði að eyði- leggja alla þrælasamninga, sem gerðir höfðu verið við þá norsku og gera samn- inga við þá unr sama kaup og íslending- ana, en þeir norsku höfðu bæði miklu lægra kaup og engan mun, þótt þeir ynnu lengri vinnutíma. - En Holdö vildi enn ekki beygja sig svo djúpt. Það var oft heitt í kolunum um þessar mundir. Ég man eitt sinn, að við vorum á leið að kveldi inn til Akureyrar eftir fund, er við sjáum Holdö koma gangandi eftir veginum, líklega var dóttir hans með honum. Við stilltum okkur upp í röð beggja megin meðfram veginum og hófum að syngja „Internationalinn", en Holdö varð að ganga milli raðanna. Ég gleymi aldrei augnaráði Sverris - hvern- ig það augnaráð, stingandi sem stál, fylgdi kúgaranum hvert fótspor. Laugardaginn 19. júli gafst Holdö upp. Voru samningarnir undirritaðir í Reykja- vík, þar sem Björn Þórðarson, síðar for- sætisráðherra, hafði verið skipaður sátta- semjari — og var ágætur, sá enga ástæðu til að þokað væri til fyrir norska auðfé- laginu. Voru samningamir undirskrifað- ir af mér f.h. Verklýðsfélags Glerárþorps 102 (ég var þá formaður Verkamannafélags Akureyrar og ritari V.S.N.) en af Holdö f. h. Ægis. — Sjóflugvél flutti okkar báða suður og norður — en ekki töluðumst við við eitt orð í þeim ferðum. „Verkamaðurinn‘‘ skýrði 22. júlí frá fullum sigri í verkfallinu og að því væri aflétt.2 Það var mikill og afdrifaríkur sigur, sem norðlenskur verkalýður vann með Krossanesverkfall'nu og stældi þrótt hans undir þau hörðu átök, er urðu þá krepp- an skall yfir, ekki síst 1933 og 1934. Aðstoðarliðinu er kom frá Siglufirði var skipt niður á félagana í bænum að búa hjá. — En áróður borgarablaðanna gegn verkfallinu var harður og reyndu þau að nota sér jiað að Krossanesverk- smiðjan var eina bræðsluverksmiðjan í Eyjafirði og aðeins ein önnur þá til á Siglufirði. Var reynt að æsa sjómenn gegn verkamönnum, en tókst yfirleitt ekki. E. O. SKÝRINGAR: 1 Um Haavard Langseth mi lesa I „Rétti“ 1968, bls. 185-186. 2 Um Krossanesverkfallið er skrifað, auk þcss, sem í „Verkamanninum" og „Verklýðsblaðinu" er, f bók Jóns Rafnssonar: „Vor f verum" bls. 80—89. Telitr Jón þar upp nöfn fleiri félaga, er þáll tóku þá í baráttunni — og þó þyrfti þar við að bæta, ef unnl væri.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.