Réttur


Réttur - 01.04.1980, Qupperneq 38

Réttur - 01.04.1980, Qupperneq 38
inu í Glerárþorpi með íslensku og norsku verkamönnunum og talaði Langseth til þeirra norsku á þeirra máli, en þeir voru allir á einkasamningum lélegum, því verkalýðssamtökin í heimabyggð þeirra höfðu verið brotin á bak aftur. 14. júlí var stofnuð á Akureyri deild úr A.S.V. (Alþjóðasamhjálp verkalýðs- ins), til þess að safna fé og mat, til þess að tryggja afkomu verkfallsmanna meðan á verkfallinu stæði. Elísabet Eiriksdóttir varð formaður deildarinnar. Fljótlega vildi Holdö láta undan hvað kaup íslensku verkamannanna snerti, en honum var tilkynnt að hann yrði að eyði- leggja alla þrælasamninga, sem gerðir höfðu verið við þá norsku og gera samn- inga við þá unr sama kaup og íslending- ana, en þeir norsku höfðu bæði miklu lægra kaup og engan mun, þótt þeir ynnu lengri vinnutíma. - En Holdö vildi enn ekki beygja sig svo djúpt. Það var oft heitt í kolunum um þessar mundir. Ég man eitt sinn, að við vorum á leið að kveldi inn til Akureyrar eftir fund, er við sjáum Holdö koma gangandi eftir veginum, líklega var dóttir hans með honum. Við stilltum okkur upp í röð beggja megin meðfram veginum og hófum að syngja „Internationalinn", en Holdö varð að ganga milli raðanna. Ég gleymi aldrei augnaráði Sverris - hvern- ig það augnaráð, stingandi sem stál, fylgdi kúgaranum hvert fótspor. Laugardaginn 19. júli gafst Holdö upp. Voru samningarnir undirritaðir í Reykja- vík, þar sem Björn Þórðarson, síðar for- sætisráðherra, hafði verið skipaður sátta- semjari — og var ágætur, sá enga ástæðu til að þokað væri til fyrir norska auðfé- laginu. Voru samningamir undirskrifað- ir af mér f.h. Verklýðsfélags Glerárþorps 102 (ég var þá formaður Verkamannafélags Akureyrar og ritari V.S.N.) en af Holdö f. h. Ægis. — Sjóflugvél flutti okkar báða suður og norður — en ekki töluðumst við við eitt orð í þeim ferðum. „Verkamaðurinn‘‘ skýrði 22. júlí frá fullum sigri í verkfallinu og að því væri aflétt.2 Það var mikill og afdrifaríkur sigur, sem norðlenskur verkalýður vann með Krossanesverkfall'nu og stældi þrótt hans undir þau hörðu átök, er urðu þá krepp- an skall yfir, ekki síst 1933 og 1934. Aðstoðarliðinu er kom frá Siglufirði var skipt niður á félagana í bænum að búa hjá. — En áróður borgarablaðanna gegn verkfallinu var harður og reyndu þau að nota sér jiað að Krossanesverk- smiðjan var eina bræðsluverksmiðjan í Eyjafirði og aðeins ein önnur þá til á Siglufirði. Var reynt að æsa sjómenn gegn verkamönnum, en tókst yfirleitt ekki. E. O. SKÝRINGAR: 1 Um Haavard Langseth mi lesa I „Rétti“ 1968, bls. 185-186. 2 Um Krossanesverkfallið er skrifað, auk þcss, sem í „Verkamanninum" og „Verklýðsblaðinu" er, f bók Jóns Rafnssonar: „Vor f verum" bls. 80—89. Telitr Jón þar upp nöfn fleiri félaga, er þáll tóku þá í baráttunni — og þó þyrfti þar við að bæta, ef unnl væri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.